Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 16
16 D FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuhúsnæði Allt eins líklegt, að húsaleiga hækki í takt við verðbólgu Húsaleiga fyrir atvinnuhúsnæði hefur yfírleitt staðið í stað að undanfömu, en nú má sjá merki um að hún fari hækkandi. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um leigu á atvinnuhúsnæði í viðtali við Olaf Þ. Gylfason hjá Hagvangi, en þar hefur nýlega verið gerð ítarleg leigukönnun á stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. ÓLAFUR Þ. Gylfason stjórnmálafræðing- ur stjórnaði húsaleigukönnun Hagvangs á atvinnuhúsnæði. HÚSALEIGA fyrir atvinnuhús- næði hefur verið að hækka að undanfömu. Því valda m. a. hækkanir á bygggingavísitölu, en flestir leigusamningar um at- vinnuhúsnæði eru bundnir við hana. Á undanfömum árum hefur bygg- ingavísitalan staðið mjög í stað og húsaleigan þar af leiðandi líka. Á tímabilinu janúar-apríl í ár hefur þessi vísitala hins vegar stigið skref upp á við og hækkað úr 205,50 stig- um í 209,70. Þetta er um 2% hækk- un. Byggingavísitalan er gefin út fjór- um sinnum á ári, það er í janúar, apríl, júlí og október og breytingar á henni eru miðaðar við þær breyt- ingar, sem orðið hafa á síðustu þrem- ur mánuðum á undan með þeim fyrir- vara þó, að vísitalan fyrir næsta tímabil er fundin út einum mánuði fyrirfram. Byggingavísitalan fyrir apríl-júní í ár var þannig reiknuð út í marz og miðuð við verðlag þess mánaðar. Hækkanir á húsaleigu vegna breytinga á vísitölu eru hins vegar ekki annað en breytingar til sam- ræmis við verðlagsþróunina á hveij- um tíma. Litlar breytingar til hækk- unar hafa hins vegar orðið á leigu- grunninum sjálfum, 'að minnsta kosti að því er varðar atvinnuhúsnæði. Þegar nýir leigusamningar eru gerð- ir eða eldri samningar endurskoðað- ir, ræður verðlagsþróunin ekki öllu um leigugrundvöllinn. Breytingar á framboði og eftirspum á atvinnuhús- næði skipta þar einnig miklu máli. Algeng leiga á góðu skrifstofuhús- næði er nú 500-700 kr. á mánuði fyrir fermetrann og 350-450 kr. fyr- ir fermetrann á iðnaðarhúsnæði. Leigan getur samt verið all mismun- andi og hún fer ekki bara eftir hús- næðinu heldur einnig eftir staðsetn- ingu þess. Hækkandi verðlag — Verðbólgumælingar benda til þess, að verðlag fari hækkandi og húsaleiga mun vafalítið hækka í kjöl- farið, segir Ólafur Þ. Gylfason, hjá markaðsdeild Hagvangs. Hagvangur gerir á hveiju ári húsaleigukönnun fyrir atvinnuhúsnæði og er hún ný- komin út fyrir þetta ár. Olafur stjóm- aði þessari könnun, en sjálfur er hann stjórnmálafræðingur að mennt. — Markmiðið með þessari könnun er að safna á einn stað sem ítarleg- ustum upplýsingum um húsaleigu fyrir atvinnuhúsnæði í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, segir Ólaf- ur. — Þær upplýsingar, sem liggja til grundvallar niðurstöðum þessarar könnun, eru fengnar frá þeim mörgu fyrirtækjum, sem tóku þátt í könnun- inni. Auk þess voru upplýsingar fengnar frá öðrum leigusölum og leigjendum, bæði einkaaðilum og opinberum stofnunum, en samtals byggist könnunin á liðlega 500 leigu- samningum. Niðurstöður þessarar könnunar em gefnar út í skýrsluformi og þeir sem áhuga hafa, geta keypt þessa skýrslu. Hún kostar nú 28.000 kr. með virðisaukaskatti, en þeir sem tóku þátt í könnuninni, fá hana með 20% afslætti. Að sögn Ólafs er meiri áhugi á könnuninni nú en nokkru sinni áður. — Það var 15-20% aukning á svörun í könnuninni í ár, en þar sem svo stutt er síðan könnuninni lauk, vitum við að sjálfsögðu ekki enn, hvernig hún á eftir að seljast, segir Ólafur. Hann segir marga geta hag- nýtt sér þessa könnun Hagvangs. Mörgum er í mun að vita, hvort þeir eru að greiða háa eða lága húsaleigu miðað við aðra. Þá eru valkostirnir skoðaðir og finnist leigutökum húsa- „leigan of dýr, þá flytja þeir sig á annan stað til þess að komast í ódýr- ari húsaleigu eða þeir endursemja um húsaleigu á því húsnæði, þar sem þeir voru fyrir. Fyrirtækin geta líka þurft að flytja af öðrum ástæðum og þá þurfa stjórnendur þeirra einnig að semja um húsaleigu að nýju. Að sögn Ólafs er mikill munur á leigu fyrir jarðhæðir og efri hæðir. — Við samanburð á leigu á verzlunar- húsnæði, sem að öllu jöfnu er á jarð- hæð og skrifstofuhúsnæði, sem er yfirleitt á efri hæðum, sést að húsa- leiga á jarðhæð getur verið ríflega tvöföld leiga húsnæðis á efri hæðum, segir Ólafur. — Stærð húsnæðis hef- ur líka verulega áhrif á húsaleigu. Nær undantekningarlaust er húsa- leigan hlutfallslega hæst fyrir leigu- húsnæði, sem er innán við 100 ferm. Kringlan með algera sérstöðu — Það er ekki mikill munur á húsaleigu fyrir verzlunarhúsnæði eftir hverfum, en þó með vissum undantekningum, heldur Ólafur áfram. — Kringlan hefur algera sér- stöðu, en þar er leigan miklu hærri en annars staðar, enda húsnæðið þar frábrugðið öllu öðru verzlunarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu. Há hú- saleiga þar virðist því ekki hafa mik- il áhrif á húsaleigu á verzlunar- og þjónustuhúsnæði á öðrum stöðum. Annars staðar er leigan mjög áþekk og ekki um neinn umtalsverð- an mun að ræða nema þegar komið er út fyrir borgarmörkin, en bæði í Kópavogi og Hafnarfirði er leigan lægri en í höfuðborginni sjálfri. Það er samt ekki hægt að alhæfa neitt um leiguverðið. Það eiga sér stöðugt stað einhveijar breytingar á því frá einum tíma til annars. Því má sjá dæmi um verulegar breyting- ar ýmist til hækkunar eða lækkunar a leigu, sem sýna glöggt, að húsa- leiga er ávallt breytingum háð. Að sögn Ólafs hefur sú þróun haldið áfram, að iðnaðarsvæðin fær- ast til í borginni. — Ásókn verzlunar- fyrirtækja inn á iðnaðarsvæði hefur í för með sér, að iðnfyrirtækin hopa burt, segir hann. — Þau treysta sér ekki til að greiða sömu húsaleigu og verzlunarfyrirtækin, sem eru yfirleitt reiðubúin til þess að greiða mun hærri leigu. Múlahverfí er gott dæmi um þessa þróun. Þar voru áður mörg iðnfyrir- tæki, sem síðan fluttu sig inn á Skeifusvæðið. Nú hafa þau svo aftur flutt sig til upp í Höfða, en verzlunar- fyrirtæki haslað sér völl á Skeifu- svæðinu, sem er orðið að miklu og vaxandi verzlunarsvæði. Svipuð þró- un hefur líka átt sér í Hálsahverfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.