Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 C 19 STAÐAHVERFI er efst til hægri á myndinni. Hverfið verður austasta hverfi borgarinnar, en næstu hverfi fyrir vestan eru Víkurhverfi og Engjahverfi. Golfvöllur Staðahverfis verður í tveimur lykkjum. Nyrðri lykkjan mun umlykja íbúðarhverfið, en syðri lykkjan verður fyrir sunnan Korpúlfsstaði. Morgunblaðið/Kristinn HOFUNDUR skipulagsins, Gylfi Guðjónsson arkitekt ásamt sam- starfsmanni sínum, Sigurði J. Jóhannssyni arkitekt. í baksýn er skipulagssvæðið og Korpúlfsstaðir. Einbýlishús við Granaskjól þannig, að sem minnst truflun hljót- ist af, bæði gagnvart íbúum á svæð- inu og þeim sem vilja njóta almennr- ar útivistar við ána og ströndina að ógleymdum stangaveiðimönnun- um. Reiðvegir verða um skipulags- svæðið frá Reynisvatnsási og Víði- völlum í norður og austur og tengj- ast reiðvegi meðfram ströndinni í landi Mosfellsbæjar. Að sjálfsögðu er hugað mjög vel að öllum öryggisatriðum meðfram golfvellinum. Nyrzt á svæðinu, þar sem golfvöllurinn kemst næst íbúð- arbyggðinni, liggur hann talsvert neðar í landinu en íbúðarhúsin. Þetta á m. a. að koma í veg fyrir óhöpp af völdum golfsins, enda hefur íbúðarhverfið óg almenningur forgang á þeim hluta svæðisins. Fjölbreyttar húsagerðir Skipulagssvæðinu hallar til norð- urs og norðvesturs. Sunnan til er landið tiltölulega flatt, en norðan til á svæðinu eru rimar og klettar og því fer að halla meira niður að ströndinni. Aðkoma að hverfinu verður frá Korpúlfsstaðavegi, sem liggur aust- ur með ströndinni, síðan á brú yfir Korpúlfsstaðaá og tengist svo Vest- urlandsvegi skammt vestan heim- reiðarinnar að Blikastöðum. Barða- staðir, sem er vegur meðfram Korp- úlfsstaðaá niður í Blikastaðakró, þjónar einnig sem aðkoma að hluta hverfisins og Bakkastaðir, sem er safngata, tengir Barðastaði við Korpúlfsstaðaveg. — Deiliskipulagið tekur mið af staðsetningu hverfisins við strönd, sérkennilegu landslagi og miklu útsýni, segir Gylfi. — Utsýni er einkum til norðurs og niður við ströndina eru mjög skemmtileg út- vistarsvæði. Korpúlfsstaðaá rennur rétt austan við hverfið og gefur umhverfi þess einnig mjög sérstakt yfirbragð. Það var því lagt á það kapp, að fella byggðina vel að lands- laginu en gefa um leið kost á Ijöl- breytilegum húsagerðum, bæði ein- býlishúsum, rað- og parhúsum en einnig fjölbýlishúsum. Að sögn Gylfa er þarna víðast hvar um gott byggingarland að ræða. — Yfirleitt er grunnt ofan á fast á þessu svæði eins og sagt er á byggingarmáli og klappir koma jafnvel upp á yfirborðið, segir hann. . — Á einstaka stöðum er dýpra ofan á burðarhæfan botn. Húsagerðir verða fijálsar, en við hönnun hús- anna þarf að nýta landkosti á lóðum sem bezt. Fjölbýlishúsin verða 16 og með um 160 íbúðum. Þessi hús verða mismunandi stór, því að gert er ráð fyrir 64 íbúðum í tveggja hæða húsum, 48 íbúðum í þriggja hæða húsum og um 50 íbúðum í hærri húsum, sem verða um miðbik svæð- isins. Þau eiga því ekki að taka útsýni frá lægri húsunum nema að litlu leyti. Einbýlishúsin verða 108. Þau munu rísa nær sjónum og verða aðallega einnar hæðar og flestar lóðirnar 700-800 ferm. Til viðbótar. er gert ráð fyrir 118 íbúðum í rað- húsum og parhúsum. Fjórar af þess- um íbúðum verða i íbúðarhúsi lista- I manna, en borgarráð hefur gefið hópi myndhöggvara, svokölluðum Gorvíkurhópi, vilyrði fyrir lóð undir I raðhús með íbúðum og vinnustof- um. Þessi listamannahópur hefur haft aðstöðu á Korpúlfssstöðum. Gert er ráð fyrir all rúmum bíla- stæðum í hverfinu, en tvö bílastæði verða á lóð fyrir hveija íbúð í sér- býli. Auk þess er gert ráð fyrir einu stæði á borgarlandi (gestastæði) fyrir hveija íbúð í sérbýli. Við fjöl- ; býlishús er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð fyrir hveija íbúð. Þjónustu- og verzlunarsvæðið er I um 0,7 ha. að stærð og verður á mótum Korpúlfsstaðavegar og Bakkastaða á miðju svæðinu í góð- um tengslum við íbúðarbyggðina og vegakerfið. Enn er óráðið, hvern- ig og hversu stór þessi hús verða, en þarna verður þó varla mikið meira en lltil verzlun og hugsanlega bensínstöð. Á miðju þessu svæði á I að rísa grunnskóli á um 2 ha. lóð. Þetta verður1 einsetinn grunnskóli . og nemendurnir börn allt frá 1. og ' upp í 10. bekk. Leikskóli fyrir yngstu kynslóðina verður einnig á þessu svæði norður af skólalóðinni. Græn belti munu skipta íbúða- hverfinu í fimm smærri einingar, sem allar verða í góðum tengslum við leiksvæði og mikilvæg útivistar- svæði við ströndina og Korpúlfs- staðaá. Við gerð skipulagsins hefur verið hugað að umferðarmálum sér- staklega. Gangandi fólk og hjól- reiðamenn þurfa að komast hindr- unarlaust meðfram strandlengjunni allt austur að Blikastaðakró svo og meðfram Korpúlfsstaðaá. Einnig þurfa að vera greiðar gönguleiðir úr hverfinu í aðliggjandi íbúðarhverfi í Borgarholti og Mosa- fellsbæ og niður að ströndinni og Korpúlfsstaðaá. Strætisvagnar munu eiga greiða leið um hverfið og er strætisvagnaleið fyrirhuguð austur eftir Korpúlfsstaðavegi. Þegar Staðahverfi er fullbyggt, verða íbúar þar væntanlega um 1200. Það verður framhald af Vík- ur- og Engjahverfi og því síðasta hverfið í Borgarholti. Úthlutun á lóðum gæti hafizt í haust og bygg- ingarframkvæmdir næsta sumar. Að sögn kunnugra leikur ekki vafi á því, að þetta verður eitt eftirsótt- asta byggingasvæðið á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Þar ræður útivist- arsvæðið mestu, sem verður ekki einungis stórt og víðáttumikið held- ur einstakt í sinni röð hér á landi. — Golfvöllurinn, sem umlykur byggðina, verður án efa mjög vin- sæll, segir Gylfi Guðjónsson að lok- um. — Þar sem völlurinn stendur mjög lágt og niður við sjávarmál, verður hann væntanlega opinn mun lengur en golfvellir annars staðar. Stígakerfi fyrir almenning á að tryggja, að aðrir en golfáhugamenn fái einnig að njóta sín á svæðinu. Góðar reiðleiðir, málægð við lax- veiðiá og Korpúlfsstaði, fjaran og mikið útsýni leggja svo sitt að mörkum til að gefa umhverfinu hrífandi yfirbragð. HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu húseignin Granaskjól 3. Þetta er 245 fermetra einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Að sögn Bárð- ar Tryggvasonar hjá Valhöll er húsið byggt 1952 og skiptist í kjall- ara, hæð og ris. „Á aðalhæð er forstofa, eitt svefnherbergi, hol, eldhús, flísalagt baðherbergi, þvottahús og geymsla með sérútgangi og góðar stofur,“ sagði Bárður. „í risi eru þijú góð svefnherbergi, gott vinnurými og snyrting. í kjallara er innbyggður bílskúr, mjög gott 25 fermetra vinnuherbergi og rúmgóðar geymsl- ur sem bjóða upp á ýmsa möguleika hvað nýtingu snertir. Innréttingar í húsinu eru 'flestar þær upprunalegu en afar vel farn- ar. Allt í húsinu er mjög vel um gengið og snyrtilegt. Garðurinn í kringum húsið er 750 fermetrar að stærð og er hann allur í mjög góðri rækt, ekki síst er matjurtagarður- inn góður. Stutt er í skóla þarna og í glæsi- legt íþróttasvæði KR við Frosta- skjól. Sama máli gegnir um og flesta aðra þjónustu og umhverfið er afar friðsælt. Ásett verð er 15,5 millj. kr.“ , Morgunblaðið/Golli HÚSIÐ stendur við Granaskjól 3. Þetta er 245 fermetra einbýlis- hús með innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 15,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Valhöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.