Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 5

Morgunblaðið - 17.12.1996, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 B 5 Dramatískar breytingar á högum kvenna Á SÍÐUSTU tólf árum hefur Dagný Kristjánsdóttir, dósent við Háskóla Islands, rannsakað höfundaverk rithöfundarins Ragnheiðar Jónsdóttur og sér- staklega skáldsögurnar sem Ragnheiður samdi fyrir full- orðna en þær hafa fallið í gleymsku á síðustu tveimur ára- tugum á meðan barnabækur hennar hafa verið endurútgefn- ar. Dagný hefur komið rann- sóknum sínum fyrir í bókinni Kona verður til sem jafnframt er fyrsta doktorsritgerðin sem skrifuð er um íslenskar kvenna- bókmenntir, ojg hefur bókin ver- ið tilnefnd til Islensku bók- menntaverðlaunanna. - Dagný, heldurðu að Ragn- heiður Jónsdóttir hafi verið meðvituð um stöðu konunnar? „Viðtöl við hana og greinar eftir hana segja okkur það bein- línis en róttækar hugmyndir hennar um kvenfrelsi koma líka sterkt fram í bókunum hennar. Þegar Þóra í Þórubókunum er fimm ára spyr hún hvort hún getið ekki orðið strákur ef hún verði nógu dugleg að borða. Stelpan er heldur ekki viss um hvors kyns hún er og þess vegna skírði ég bókina mína Kona verður til. Því undir verkum Ragnheiðar liggur sami skiln- ingur og Simone de Beauvoir hafði, en hún sagði að kona væri ekkert sem maður er fædd- ur, kona er eitthvað sem maður verður. Konan er búin til og það hvernig konan er búin til af menning- unni er ekki alltaf í þágu konunnar sjálfrar.“ - Hvað geturðu sagt vera sameigin- legt Ragnheiði og kvenrithöfundum í dag? „Það hafa nátt- úrulega orðið dramatískar breyt- ingar á högum kvenna frá því á tím- um Ragnheiðar en í greiningu minni á ritdómum sem birtust á sínum tima á bók- um Ragnheiðar koma fyrir ákveðin niðurlægingarmynstur sem lifa enn góðu lífi. í ritdóm- um var einhverju hælt en svo var sagt: En... Og úrdrætti bætt við og niðurstaðan varð: núll. Eitthvað sem hvorki var ják- vætt né neikvætt. Bækurnar hennar voru líka oft rangflokk- aðar. Heimspekileg saga eða glæpasaga var flokkuð sem rómantísk ástarsaga og svo var sagt: Þetta er ekkert eins og rómantískar ástarsögur eru vanar að vera. Fyrst eru bæk- urnar rangflokkaðar síðan eru þær skammaðar fyrir að vera ekki það sem þær eru. Þar fyrir utan er margt í bókum Ragnheiðar sem kemur konum við í dag því enn hvíla margar sömu spurningarnar á konum, um ást, sambönd, tengsl manna, afbrýðisemi og þunglyndi." - Afhveiju held- urðu að fullorðins- skáldsögur Ragn- heiður hafi horfið svona af yfirborð- inu? „Það er löng og flókin saga að segja frá því. A árunum eftir stríð urðu mikl- ar uppstokkanir í menningarumræðunni hér á ís- landi og konur komu mjög illa útúr þeim. Evrópa var i rúst og menn voru í rúst og þurftu að endurskilgreina sig og finna aft- ur fast land undir fótum. Það vill oft verða svo á umbrotatím- um að þetta fasta land undir fótum verða konur. Karlmenn fínná þá sjálfa sig á eigin for- sendum en sem andstæður kvenna. Þ.e.a.s. ef ég sem er hann er þetta þá er hún, konan, hitt. Að mörgu leyti á þetta einn- ig við hina stigvaxandi krísu karlmanna á síðasta áratug þar sem öllu er skrúfað inn í þessa tvíhyggju: Ef við erum sterkir þá eru þær veikar, ef við erum hræddir þá eru þær ógnandi. Á þessu altari hefur konum oft verið fórnað." Dagný Krisljánsdóttir ARFUR (1941) og Villieldur (1967) eru upphafið og endirinn á höfundarverki Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna les- endur. Skáldsögurnar tvær mynda hlið- stæðu og jafnframt eru þær algjörlega andstæðar. Báðar eru þær samtímasögur úr Reykjavík og í báðum er sagt frá erfiðum hjónaböndum þar sem hatrið magnast á báða bóga uns svo er komið að engin leið er möguleg út úr átökunum önnur en dauði annars aðilans. Báðar eiginkonurnar drepa eigin- mennina og „komast upp með það“ í þeim skilningi að þær hljóta hvorki dóm né fangavist. En þó að frumferli sagnanna sé hið sama eru þær gjörólíkar. Arfur er tiltölulega breið raunsæissaga þar sem hópur fólks stendur að baki Hildar og leggur henni til ákveðna réttlætingu á gjörðum hennar. Átök Hild- ar og Tómasar eiga rætur í persónulegum og kyn- bundnum ágreiningi en ólík stéttarstaða þeirra skipt- ir líka miklu máli. I Villieldi eru ekki kreppuár, held- ur veltiár og morð Bryndísar fær hvorki stéttarlega né félagslega réttlætingu frá umhverfinu. Allar kven- persónur Ragnheiðar Jónsdóttur eru margbrotnar, það er klofningur í þeim öllum, en í Villieldi nær hann hámarki sínum. Átök bókarinnar eiga sér ekki fyrst og fremst stað á milli hugveru og viðfangs heldur fara þau fram í klofinni hugveru, einangr- aðri, hrjáðri og möguleikalausri. Form bókarinnar er nær módernisma en raunsæi. í bókum Ragnheiðar Jónsdóttur er tryggð haldið við hina raunsæju frásagnarhefð en trúin á samskipta- hæfni tungumálsins virðist eiga undir högg að sækja í síðustu bókum hennar og vísunin til samfélagsins verður óljósari. Mannskilningur bókanna verður stöð- ugt flóknari og þunglyndari. Það er ekki hægt annað en spyrja: hvað gerðist? Hvers vegna þróaðist höf- undaverkið í þessa átt? í Villieldi má sjá afar íroníska afstöðu til bók- menntasamfélagsins sem Bryndís hrærist (ekki) í, en það vekur spurningar um samband Ragnheiðar Jónsdóttur við menningu og bókmenntaumræðu síns tíma. Hvernig var því háttað og hver var Ragn- heiður?" ÚrKona verðurtil voru gefin út fyrstu frímerkin og þá breyttist póstþjónustan algjör- lega. Þessi bók er sjálfstætt verk en það er gert ráð fyrir að samin verði önnur bók sem nær frá árinu 1873 fram til nútimans. Bókin fjallar um póstferðir inn- anlands og er eins konar saga af hrakningum á heiðarvegum hér heima. Hún er líka saga áætlunar- siglinga á milli íslands og Dan- merkur. Menn hafa ekki áttað sig á þvi fyrr en með þessari rannsókn hversu miklu áætlunarsiglingarn- ar réðu um tilhögun póstferða inn- anlands. Tengsl þessara tveggja þátta má glögglega sjá á því að þegar áætlunarferðir póstskipsins féllu niður á tíniuni Napóleonstyij- aldanna á fyrsta áratug nítjándu aldar þá snarfækkaði póstferðum innanlands. I byijun var aðeins eitt skip í förum á milli landana en það fór frá Danmörku í október og kom hingað eftir þriggja vikna siglingu. Það lagði að á suðvesturhorni landsins, oftast í Hafnarfirði, og var hér fram í mars. Stiftamtmað- ur sem fyrst sat á Bessastöðum og síðar í Reykjavík sá um afgreiðslu póstsins. Innlendir bréfberar tóku við póstinum og fóru með hann út um allt land. Þeir skiluðu af sér pósti í febrúarlok áður en skipið hélt aftur úr höfn Póstferðirnar v>ru alltaf boðn- ar út í kauphöllinni í Kaupmanna- höfn og sá sem bauð lægst fékk ferðina en oftast voru það íslensk- ir kaupmenn, gjarnan Faxaflóa- kaupmenn. Uppboð á póstferðum viðgekkst í marga áratugi. Árið 1839 tóku nokkrir embætt- ismenn í Reykjavík sig saman og stofnuðu hlutafélag um póstferð- irnar í samvinnu við kaupmann Karl Siemsen. Félagið keypti segl- skip og var þetta fyrsta skipafélag íslendinga sem sá um reglulegar áætlunarferðir frá Danmörku til íslands. Með tímanum var ferðun- um fjölgað upp í fjórar. Stór breyting varð á ferðunum árið 1858 þegar gufuskipin tóku að sigla hingað því þá voru skipin miklu fljótari í förum og fjölgaði ferðum upp í sex á ári. Með notk- un gufuskipa kom fram nýr mögu- leiki þar sem erlendir ferðamenn sem áhuga höfðu á íslenskri nátt- úru, íslendingasögunum og öðru slíku fóru að geta komið hingað mun meira en áður. Fyrir þann tíma voru slík ferðalög nær ein- göngu á færi stórauðugra útlend- inga sem áttu eða gátu leigt sér skip til fararinnar. Með komu gufuskipana má segja að islensk ferðaþjónusta hefjist.“ GEKK FERÐIN vel allt norður undir Færeyjar, og voru þeir þangað komnir 10. október. Þá gerði logn, en síðan brast á austanveður „svo bæði rifnuðu segl og slitnuðu kaðlar“. Gerðust menn nú sjóhræddir og héldu, „að skipið mundi sundur gliðna, því ærið var það ótraust". Aumastur allra var „skipar- inn“, en hann var Jafnan sem örvita í rúmi sínu með æðru og gráti og spáði oss dauða“, en „presturinn galni“ söng sálma yfir honum. Þegar vindinn lægði, fóru skipveijar að bæta reiðann eftir því sem föng voru á, en þá kom upp nýr vandi, stýrimanni og hásetum voru ókunnar „suðurstrandir íslands". Landsýn fengu þeir á Sophiu 22. októ- ber, en enginn þeirra vissi, hvar þeir voru. Vera kann, að Espólín gerist nú sjálfhælinn í frásögn sinni, en sjálfur segist hann hafa lagzt yfir sjókortið ásamt Vídalín stýrimanni og fundið, „að úti væru þeir fyrir Hafnarfírði, og réðu þeir inn að leggja öndvert vilja skiparans; fengum og byr góðan". Jón Espólín endar frásögn sína af sjóferð- inni á því, að skiparinn hafi risið úr rekkju og batnað „að öllu örvit og æðra“, þegar hann sá „gjörla höfn- ina“. Úr Bókinni Póstsaga íslands Myndasmíðar andans BOKMENNTIR Illjómdiskur ANDRÉS BJÖRNSSON LES LJÓÐ Kynnir: Gunnar Stefánsson. Tækni- vinna: Tæknideild Ríkisútvarpsins. Tæknimaður: Þórir Steingrímsson. Heildartími: 75.49. Útgefandi: Af- mælissjóður Ríkisútvarpsins 1996. Dreifing: Japis HJÁ Andrési Bjömssyni verður ljóðalestur í senn áhugamál og skylda. Ándrés er einlægur ljóðamaður og hefur ort sjálfur, jafnframt var hann dagskrárgerðar- maður í útvarpi og út- varpsstjóri. Hann hefur því sameinað þetta tvennt: að koma áhuga- málum sínum á fram- færi og rækja skyldu við hlustendur. Ljóðavalið á nýút- komnum hljómdiski með lestri Andrésar er mjög til marks um liðinn tíma í ljóðagerð. Hann nær sérstaklega góðum og sannfærandi tökum á skáldum eins og Grími Thomsen (Kirkjugarðsvísur, Endur- minningin), Tómasi Guðmundssyni (Fljótið helga), Stefáni Ólafssyni (Bergur líttlæs), Sigurði Nordal (Atl- antis, þýðing á ljóði Frödings), Sig- urði Jónssyni frá Brún (Kvöldbæn) og Guðmundi Böðvarssyni (Kvöld í smiðju). „Nútímaljóð" Steins Stein- arrs (Kvæði um Krist, Vor, í draumi sérhvers manns) hljóma líka afar fal- lega í flutningi Andrésar. Upptökurnar eru ekki allar frá sama tíma, hin elsta Þú fórst aleinn þinnar leiðar eftir Guðmund Frið- jónsson, frá 1946. Þetta kemur ekki að sök og ekki heldur til að mynda aukahljóð (frá umgangi eða umferð) eins og til dæmis í Leyndarmáli Steins; í því ljóði er hvort sem er fararsnið á skáldinu. Hljómur og hryiyandi Lestur Andrésar Björnssonar er skýr og hann gætir vel að hljómi og hrynjandi. Stöku sinnum er áhersl- an meiri en venjulega og þá er ljóst að eitthvað í ljóðinu hrífur lesarann og hann vill að eftir því sé tekið. Þetta má til dæmis fínna í Kirkju- garðsvísum Gríms um hina þolnu menn sem koma bráðum að og myndasmíðar andans (sem skulu standa) hjá Einari Benediktssyni í Kvöld í Róm. Þótt kvæð- in séu yfirleitt alvöru- gefin er léttleiki ekki undanskilinn og gaman- semi Stefáns Ólafssonar höfðar beint til lesarans og hlustandinn fær hlut- deild. Úrval þetta af ljóðaflutningi Andr- ésar Björnssonar er lítill hluti þess sem hann flutti í útvarp. Þess má því vænta að meira heyrist síðar. Jóhann Hjálmarsson Andrés Björnsson Þegar Niðurlönd voru stærri Bokmemitir Þýdd skáldsaga FRÁSÖGN ÚR FJÖLLUM NIÐURLANDA eftir Cees Nooteboom. Sverrir Hólmarsson þýddi. Oddi prentaði. Vaka-Helgafell 1996 - 168 síður FRÁSÖGN úr fjöllum Niðurlanda eftir Hollendinginn Cees Nooteboom er eldri skáldsaga en verðlaunasagan sem hér fer á eftir. Evrópsku bók- menntaverðlaunin hafa greitt fýrir bókum Nootebooms erlendis eins og raun ber vitni nú með lipurri þýðingu Sverris Hólmarssonar á Frá- sögn úr fjöllum Niður- landa, en í fyrra kom verðlaunasagan á ís- lensku og Nooteboom mætti á Bókmenntahá- tíð í Reykjavík. Hugkvæmur leikur í upphafi ' sögunnar kynnumst við vegaeftir- litsmanni í Zaragozza- héraði á Spáni sem held- ur því fram að Niðurlönd hafi eitt sinn verið stærri en þau eni nú. Hann hefur numið brúarsmíði og vegagerð í Delft á Hollandi, en fæst við að skrifa í frístundum sínum. Flatlendi Hollands hefur alltaf skelft hann svo að það hlýtur að teljast skiljanlegt að hann geri Niðurlönd að hluta ljall- lendis Norður-Spánar og leiki sér með ýmsum hætti að frásögn, sögupersón- um og staðreyndum. Þesi leikur er hugkvæmur, gerir lesandann eilitið ringlaðan, en hvað skal ekki gert til að ná athygli hans, leiða hann inn í heim þar sem lög- mál skáldskaparins ráða ein ríkjum? Kynlegt sirkuspar, karl og kona sem lenda í hremmingum, brottnámi og alls kyns blekkingaleik eru helstu persónur skáldsögunnar, en á per- sónugerð er ekki lögð mikil áhersla. Trúlegur söguþráður er heldur ekki aðalatriði heldur vind- ur sögunni fram innan sinna eigin reglna eða regluleysis. ~ Leitin að hinum helmingnum Sagan nálgast það á köflum að vera eins konar ritgerð um heimspeki og skáldskap eða átök milli heimspeki og skáldskapar. Platón og hugmyndin um leitina að hinum helmingnum, tvíkynja menn sem Guð hefur klofið í tvennt og allir helmingamir sem reika um heiminn í leit hvor að öðr- um, er vísun sem skýrir tilvist sirkus- parsins: „Platón skráði goðsögn sem Ari- stófanes hafði sagt í samdrykkjunni. Andersen skrifaði ævintýri. Skáld- sögur lýsa lífinu eins og það er af því að það getur verið þannig. í goðsögn er gefið ómögulegt svar við spumingum sem ekki er hægt að svara. Þar gerist eitthvað sem aldrei gerist neins stað- ar. Goðsagnir em dæmi, skáldsögur eru myndir, ævintýri em ástkærar lygar sagðar af fólki sem finnst mis- heppnuð goðsögn lífsins óbærileg". Aðrir höfundar eru dregnir á skemmtilegan hátt inn í þessa umræðu. Andersen talar um listina að ljúga. Kundera er látinn gera það að tillögu að skrifa skáldsögu til að geta logið upp vem- leika. Spænski höfundurinn Eugenio d’Ors fullyrðir að landar hans hafi aldrei kunnað að umgangast vem- leikann: „Vemleikinn er öllu heldur eitt- hvað fyrir Hollendinga," tauta ég, „en Platón veit ekki hvað Hollending- ar eru og hinir þrír segja ekki neitt.“ Umræðuskáldsögur þurfa alls ekki að vera leiðinlegar, enda er Frásögn úr fjöllum Niðurlanda læsileg og jafnvel spennandi á köflum. Ég hafði gaman af þversögninni Niðurlönd- Spánn eða öllu heldur Spánn-Niður- lönd. Jóhann Hjálmarsson Cees Nooteboom

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.