Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 Um lifandi rit fyrir lifandi menn MARGIR þekkja skrif Sig- urðar Nordals um bók- menntir, innlendar og erlendar, fomar og nýjar. Færri þekkja sennilega skáldskap hans, skrif hans um heimspeki, lífs- skoðun og um menningu í sem víð- ustu samhengi en fátt virðist hafa verið honum óviðkomandi. Með út- gáfu þeirri á verkum Sigurðar sem nú hefur verið lokið með útkomu þriggja síðustu bindanna hafa verk hans verið gerð aðgengileg öllum al- menningi. Ritsafnið er alls tólf bindi í fjórum öskjum og er hvert þeirra sér um efni. Fyrsta askjan ber nafnið Mannlýsingar og hefur meðal annars að geyma rit Sigurðar um Snorra Sturluson, Stephan G. Stephansson og Þorstein Erlingsson. Önnur heitir List oglífsskoðun og inniheldur skáld- verk Sigurðar, svo sem Fomar ástir og ýmis kvæði og brot. Einnig er þar að finna skrif hans um heimspeki og lífsskoðun, svo sem Hannesar Áma- sonar fyrirlestrana, Einlyndi og marglyndi, og útvarpserindi hans um líf og dauða. Þriðja askjan nefnist Fornar menntir og hefur meðal ann- ars að geyma eitt kunnasta verk Sig- urðar, ísienzka menningu, og drög að öðm bindi þess verks sem aldrei hefur komið á prent áður, Fragmenta ultima. í þriðju öskju eru einnig út- gáfa hans á Völuspá og kunnar rit- gerðir hans um Hrafnkötlu, Eglu og fleiri íslendinga sögur. Fjórða askjan heitir svo Samhengi og samtíð og geymir efni um íslenskar bókmenntir og menningu allt frá fjórtándu öld og fram á þá tuttugustu, svo sem formála hans að íslenzkri lestrarbók sem kom út árið 1924, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum", og há- skólafyrirlestra um íslenska bók- menntasögu frá 1350 til 1750 sem ekki hafa verið gefnir út áður. Einn- ig er þar að finna ýmsar ritgerðir um samtíð Sigurðar, til dæmis um skáld- verk, þýðingar, ritdóma, handritamál- ið, ungmennafélög, málfrelsi, útvarp og bækur, prentlist og menningu og fleira. Síðasta askjan af fjórum í nýrri útgáfu á * ritsafni Sigurðar Nordals er komin út. I öskj- unni eru þrjú bindi, eins og þeim fyrri, sem bera hið sameiginlega heiti Samhengi * ogsamtíð. I tilefni þessa skoðaði Þröstur Helgason ritsafnið og hinn fjölbreytta og áhrifaríka rithöfundarferil Sigurðar. Andstæður Þrátt fyrir að þetta mikla safn rita og ritgerða Sigurðar Nordal sé svo víðfeðmt að efni er sterkur sam- hljómur í því, ekki aðeins í stíl, sem er jafnt alþýðlegur, skýr og skáldleg- ur, heldur einnig í efnistökum. í ald- arminningu um Sigurð Nordal, sem birtist í fyrsta bindi Listar og lífs- skoðunnar, segir Þórhallur Vilmund- arson prófessor að „hugsunin um andstæðurnar og þann þroska, sem glíman við þær getur veitt, g[angi] eins og rauður þráður gegnum fræði- rit Sigurðar Nordal" og verður því ekki á móti mælt. Ritverk Sigurðar einkennast af stöðugum átökum andstæðra skauta sem Ijá þeim líf og spennu og halda lesandanum ávallt föngnum. Þetta tví- tog „heldur þenslu sálar- innar við, heldur henni opinni við áhrifum, lætur strengi hennar ekki slakna", eins og segir í áðurnefndum fyrirlestrum um einlyndi og marglyndi. Alger sameining eða sátt andstæðnanna var ekki takmarkið enda myndi það leiða af sér logn- mollu, deyfð, sljóleika; baráttan var kjarni tilverunnar, andstæðurnar áttu að skiptast á í „víxlyrkju sálar- innar“, eins og Sigurður komst að orði. Þessari lífsskoðun er lýst í næst- síðasta fyrirlestrinum um einlyndi Ahrif Sigurðar náðu víðar í samfélaginu en til fræði- manna og marglyndi, sem Sigurður sagði vera „tvær andstæðar stefnur í sálar- lífi hvers manns". Þar setti hann fram „lögmálið um andstæðurnar": „Alt líf, sem er þess virði að lifa því, fer í að samrýma ósamrýmanleg- ar andstæður, svo sem einingu og fjölbreytni, hið sjálfráða og hið ósjálfráða, sjálfsönn og sjálfsfórn, hið takmarkaða og óendanlega, víð- sýni og þröngsýni, framsókn og íhald, nýtt og gamalt, hugsjón og veruleika, tenging og greining, hið andlega og efnislega. Þessar and- stæður mega ekki samrýmast alveg, því þá eru þær ekki framar andstæð- ur, ekki ijúfa persónuheildina, því þá finnst ekki lengur að þær séu andstæður. Þær geta skifst meira og minna á í hrynjandi víxlyrkju sálarinnar. Hinn sterki getur sameinað þær, án þess það sjáist, eins og hann heldur út handleggn- um óskjálfandi, þó að það séu sifeld víxl falls og lyft- ingar. Hinn veikari gengur ____ upp og niður eða fellir aðra burtu.“ Vilmundur bendir á hvernig þessi andstæðuhugsun kemur fram í skrif- um Sigurðar um bókmenntir og menn. Hann segir hana þó hvergi birtast með skýrari hætti en í ritgerð hans um Stephan G. Stephansson. „Kaflafyrirsagnirnar eru röð and- stæðna, sem segja mikla sögu: Ei- nyrki og skáld - Snilld og torf - Heimaland og fósturland - Fornöld og samtíð - Aðalsmaður í alþýðu- stétt - Bardagamaður og friðarvinur - Trú og vantrú - Hversdagsmaður og ofurmenni." Það má sjá að mjög sterk heildar- hyggja er á bak við þessa andstæðu- hugsun Sigurðar; samhengið í hverj- um manni, í bókmenntunum og heim- inum byggist á baráttunni, á tilraun til samræmingar hins ósamræman- lega. Sigurður hneigist til þess að fella öll viðfangsefni skrifa sinna í eina heild þar sem hver eining hefur sitt hlutverk í gagnvirku kerfi. Rit- gerðin „Samhengið í íslenzkum bók- menntum“ ber þessari heildarhyggju sennilega skýrust merki en þar er sýnt fram á samfellu íslenskrar skáld- skaparhefðar sem þurfi að verða grunnurinn að bókmenntum tuttug- ustu aldarinnar: „Menning framtíðar vorrar verður að rísa á traustum giundvelli fortíðar." Bókfesta og ritskýring Áhrif Sigurðar Nordal á íslenska bókmenntafræði verða sennilega seint ofmetin. í rannsóknum á forn- bókmenntunum er hann helsti tals- maður íslenska skólans svokallaða, eða bókfestukenningarinnar, sem kenndi að íslendinga sögur væru höfundarverk, að á bak við sögurnar stæðu sagnaritarar sem unnið hefðu úr efninu sem þeir höfðu ýmist úr skráðum ritum eða arfsögnum á sjálfstæðan hátt. Þessi kenning var í andstöðu við þá hugmynd að íslend- inga sögur væru yfirleitt sannar; þær væru sprotnar úr raunveruleikanum og hefðu varðveist og mótast á manna vörum og svo verið skráðar með litlum breytingum. Hefur þessi hugmynd verið kölluð sagnfestu- kenningin. Bókfestukenningin átti einnig öt- ulan málsvara í samstarfsmanni Sig- urðar við Háskóla íslands, Einari Ólafi Sveinssyni prófessor, og henn- ar sjást glögg merki í formálum ritr- aðarinnar Islenzk fornrit sem hóf göngu sína árið 1933 að tilhlutan þeirra tveggja og Matthíasar Þórðar- BÓKMENNTIR Endurminningar FLEY OG FAGRAR ÁRAR eftir Thor Villýálmsson. Mál og menn- ing, 1996. Prentvinnsla: Oddi hf. 301 bls. í EINS KONAR formála að bók sinni, Fley og fagrar árar, gerir Thor Vilhjálmsson hina alræmdu tíma tölvunnar að umtalsefni: „Nú fínnst mér allt í einu eins og allir verði alltaf inni hjá sér. Enginn þarf lengur út úr húsi, frekar en þeir sem búa á Hilton hóteli ein- hvers staðar úti í heimi, þeir þurfa aldrei út úr hótelinu, þar inni er allt. Þeir eru sem gíslar alhæfingar- innar. Þar inni er allt. Þú þarft ekki að vita hvort þú ert í Surður- Ameríku, Japan, Eskilstuna, Brazz- ville eða Uruguay. Öllum kröfum manns er fullnægt á tölvunni, öllum óskum manns gegnum tölvu, hann fer um ailan heiminn gegnum tölvu. Á tölvuskjá rætist allt.“ Minn- ingabækur eru öðrum þræði skrif- aðar gegn samtíð sinni, neistinn er alltaf nostalgía. Eða hvað? Fley og fagrar árar er ferða- saga. Thor er á stöðugum þönum í minningum sínum, frá landi til lands, borg til borgar, úr húsi í hús og aldrei nein lognmolla, alltaf eitt- hvað að gerast, alltaf einhverjir menn á veginum, þekktir og óþekktir. Og allt lifnar þetta við í samleik minninganna við flugháa ímyndunina sem aldrei hvílist og stundum svo óð að hún „dansar villtan dans í orðum“, svo vitnað sé í skáldið sjálft. Þá er eins og maður hverfi inn í tungumálið þar sem önnur ferð tekur við um óravíddir — og engin leið að segja hvar sú saga endar. Thor byrjaði þennan minningaspuna, eins og bókin er kölluð í kápu- texta, með bókinni Raddir í garðinum sem kom út árið 1992. Þar sagði hann einkum frá ættmennum sínum. Hér eru hins vegar sam- ferðamenn og vinir í brennidepli, einkanlega úr samfélagi rithöfunda, innlendis og erlendis. Margir koma við sögu, svo sem eins og þeir land- ar Desmond O’Grady og Samuel Beckett, en við hann átti Thor eilít- il bréfaskipti sem markað hafa sál- arlíf hans, Max Frisch, Natalie Sarraute og Gabriel Garcia Marqu- ez, sem Thor berst fyrir til bók- menntaverðlauna í Oklahoma árið 1972 í tveimur köflum við upphaf og enda bókarinnar, og þeir Nóbelbræður Ernest Hemingway og Halldór Laxness, en um þá seg- ir Thor: „Það er einn af kostum svo afdrátt- arlausra snillinga að þeir ryðja úr vegi hrönnum af lágkúru og meðalmennsku af- dráttarlaust." Sögur af hinum ýmsu og fjölbreyttustu skáldaþingum eru oft kostulegar og eins og þær séu alltaf sagðar með dulítið kímnum svip. Ollu meira spennandi — eða hasarkenndari — er frásögn af glímu Thors við Vestmannaeyjar- gosið ásamt Vélskólapiltum. Einnig verður loftið rafmagnað í frásögn af baráttu Thors og nokkurra ís- lenskra kvikmyndahöfunda fyrir því að rússneski kvikmyndagerðarmað- urinn Tarkovskí og kona hans fái barn sitt laust vestur fyrir jám- tjald. I samfundi við íslenska nátt- úru verður sagan svo rómantísk og kannski mýstísk; Thor kemst nán- ast á annað tilverustig. í bókinni er flakkað aftur og fram í tíma og rúmi en hún er samt leit að einhvers konar heild, sam- hengi, sjálfsveru. Ævi manns er brot og brotabrot héðan og hvaðan, er heild sem ert þú. En þú veist ekki hvernig á að höndla hana, ert í sífelldri spurn og nærð ekki utan um hana nema dýrmætt brot og brot, minningu og minningu meðan allt líður hjá í leiftri: „Ævi manns. Á meðan þú brunar áfram, hvað er þá brýnna en að þú fáir haldið í sjálfum þér einhverri dvalarstöð fyrir vídd úr vitund þinni til að skoða hveiju þú hefur náð, sem þýðir hver ertu? Þessi spurning sí- fellt. Hver ertu? í þessum ljúfu og mögnuðu farsælu kátu sorglegu gerningum sem flæða um þig og saman við þig, um duldir þínar og leyndir, vitrast þér sjálfum og kall- ast á og svara hver annarri líktog í leyndri borg innst í berghömrum með ótal kimum og missýni um hvelfinguna sem ómar þá stund, svo að þú veizt ekki í þeim svifum hvað þú hefur þegið og hvað þú áttir fyrir og vissir kannski ekki eða hafðir gleymt; og þar sem það örsmáa er samborið og samkynja og samstemma feiknum og fírnind- um.“ Það er ekkert sem stöðvar þetta flæði þegar Thor tekur sig til, og sennilega ekkert sem tekur því fram heldur. Þröstur Helgason Villtur dans í orðum THOR Vilhjálmsson MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 B 7 SIGURÐUR Nordal, mynd tekin í Stokkhólmi 1926. sonar. En skýrast birtist hún líklega í ritgerð Sigurðar, Hrafnkötlu, frá árinu 1940. Síðustu ár og áratugi hafa fræðimenn snúist öndverðir gegn kenningum Sigurðar og Is- lenska skólans og tekið upp hug- myndir sagnfestukenningarinnar að meira og minna leyti; kenna þeir sig við nýja sagnfestu. Áhrif Sigurðar náðu víðar í samfé- laginu en til fræðimanna; má með sanni segja að hann hafi mótað skiln- ing almennings á bókmenntaarfinum íslenska, á íslenskri menningararf- leifð. Er stundum sagt að þar með hafi hann einnig mótað sjálfsskilning þjóðarinnar að stórum hluta, sjálfs- mynd hennar. Ef nefna ætti eitt rit Sigurðar umfram önnur í þessu til- liti væri það íslenzk menning 1 sem kom út árið 1942 og fjallar um upp- haf lands og þjóðar, sögu hennar, bókmennta og menningar. Ritið hef- ur alla bestu kosti sem slíkt rit getur haft; er skrifað í alþýðlegum, ljósum og jafnframt fijóum stíl án þess að slegið sé af fræðilegum kröfum. Má segja að það sé skrifað samkvæmt þeirri grundvallarreglu sem Sigurður setti fram í formála að fyrstu bók sinni á íslensku, Snorra Sturlusyni, að hún fjallaði „um lifandi rit fyrir lifandi menn“. í skrifum sínum um síðari alda bókmenntir er Sigurður kunnastur fyrir ritgerðir um einstök skáld, svo sem Hallgrím Pétursson, Stephan G. Stephansson, Þorstein Erlingsson, Einar Benediktsson og marga fleiri. Rannsóknaraðferð hans hafa flestir kennt við ævisöguna og talið ritgerð- ir þessar bera henni fegursta vitni. Þeirri flokkun hefur Þorsteinn Gylfa- son prófessor andmælt og viljað kalla aðferð hans ritskýringu, eins og Sig- urður vildi sjálfur kalla það sem á öðrum norrænum málum hét filo- logi. í inngangi að fyrstu útgáfu á fyrirlestrum Sigurðar, Einlyndi og marglyndi (1986), segir Þorsteinn: „[...] þegar Sigurður stundaði rit- skýringu eða bókmenntagagnrýni var það allt annað en æviatriði höf- undanna sem hann reyndi að ná tök- um á: það voru lífsskoðanir og jafn- vel heimsskoðanir sem hann taldi birtast - og hljóta að birtast - í öllum lifandi skáldskap.“ Segir Þor- steinn að Sigurður hafi ekki aðeins greint og skýrt lífsskoðanir í bók- menntum heldur einnig metið þær og tekið afstöðu til þeirra. Hillíngakent og huldufullt Skáldskapurinn sem Sigurður Nordal birti var ekki mikill umfangs en hann hefur orðið mönnum þeim mun meira umhugsunarefni. Fáein ljóð og nokkrar sögur og sögubrot höfðu birst eftir Sigurð áður en hann gaf út það skáldverk sitt sem hæst ber, Fornar ástir. Fyrri hluti bókar- innar, sem kom út árið 1919, inni- hélt smásögur sem ná að endur- spegla hrun hinnar gömlu heims- myndar samhengis og samræmis. Hér eins og í fræðiritum Sigurðar togast á tveir kraftar en grunnand- stæður sagnanna eru jafnvægi og jafnvægisleysi og meginþema þeirra allra hin tilvistarlega leit. Söguljóðið „Hel“ er öllu nýstárlegra að formi en það er ritað í óbundnu máli og markar tímamót í íslenskum bók- menntum að því leyti. Til að lýsa þeim áhrifum sem þetta verk Sigurðar hafði er best að vitna til orða Halldórs Laxness sem las það við upphaf rithöfundarferils síns. Um „Hel“ segir hann í „Hátíðisstund í önnum ævidagsins" í bókinni Af skáldum: „Ég skal gera þá játningu að ritsnildin sem birtist mér í þessum köflum fól í sér alveg sérstaka skír- skotun til mín í einn tíma, bar bláttá- fram í sér örlög fyrir mig. Á þessum bókaropnum var í raun réttri nýr heimur skaptur í augum vor ís- lenskra æskumanna þess tíma, ljóð- heimur óbundins máls á íslensku sem aldrei hafði áður verið slíkur. [...] þetta óbundna mál sem þó í sannleika var bæði fastbundið og fagur- bundið, sagði í rauninni alt sem ekki varð komið orðum að, það var veröldin og heimahagarnir í senn, æskan og heimsmenskan, hamingja lífsins og beygurinn mikli; og margt fleira; [...]Mér fannst að leingra yrði ekki komist í því að skrifa ljóðræna andríka íslensku og ég mundi vera alsæll þó mér tækist ekki nema líkja eftir fallegustu máls- greinunum í þessari hillíngakendu huldufullu sögu. Hvílíkar útsýnir! Og nýjar leiðir! Hvernig gat nokkur úng- Sigurður fékk útrás fyrir skáldskapar- þörfina í fræð- unum ur íslendingur látið sér detta í hug aðra eins íjarstæðu og fara að skrifa á dönsku - úrþví slíka íslensku var hægt að skrifa!“ I eftirmála að fyrstu útgáfu bókar- innar var Sigurður ekki jafn viss um ágæti þessa skáldskapar en hann efaðist ekki um að hið frjálsa form ætti sér framtíð: „Enginn getur fundið betur en eg, að forminu á brotum þessum er stórum ábóta- vant. En flest frumsmíð stendur til bóta. Og þó að mér auðnist aldrei að skrifa ljóð í sundurlausu máli, sem við má una, efast eg ekki um, að sú bókmenntagrein eigi sér mikla framtíð. Óbundna stílnum hættir við að verða of brotakenndur og marg- orður, vanta línur og líki. Ljóðunum hættir við að missa lífsandann í skefjum kveðandinnar, verða hug- myndafá og efnislítil, hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Óstuðl- uðu ljóðin ættu að eiga óbundnar hendur og víðan leikvöll sundurlausa málsins og vera gagnorð, hálfkveðin og draumgjöful eins og ljóðin. Þau eiga sér krappa leið milli skers og báru. En takist þeim að þræða hana, verður það glæsileg sigling." Það má heita undarlegt að Sigurð- ur skyldi ekki halda áfram á skáld- skaparbraut. í eftirmála að annarri útgáfu Fornra ásta árið 1949 segist hann ekki hafa litið á hana sem byijun: „Mér var mest í mun að losna við hana og gefa mig því óskiptari að öðru. Ég leit ekki á hana sem byijun, þótt hún væri frumsmíð, heldur sem viðskilnað, og sá þó varla fyrir, að hann yrði svo gagnger sem raun hefur á orðið.“ í þessum orðum felst ef til vill að Sigurður hafi ætlað að halda áfram að kljást við skáldskapargyðjuna en ekki unnist tími og næði til þess. Með tilliti til umfanga skrifa hans þessi ár er það heldur ekki Óeðlileg skýring á þessum umskiptum á rit- höfundarferli hans. í samtali við undirritaðan sagði Jóhann- es Nordal, sem hefur haft umsjón með útgáfu rit- safns föður síns, að erfitt sé að segja til um ástæðu þess að Sigurður hætti að fást við skáldskap, ef frá eru talin saga og leikrit sem hann sendi frá sér á fimmta áratugnum. „En þetta hefur áreiðanlega haft áhrif á það hvemig hann skrifaði um aðra hluti. Hann varð að fá útrás fyrir skáldskapar- þörfina í fræðiskrifunum og þau bera þess raunar glögg merki.“ Að þessu leyti reyndi Sigurður því einnig að sætta andstæður, finna jafnvægi. Fræðimaður bregður á leik BOKMENNTIR Æ v i n t ý r i FINNUGALDUR OG HRIFLUNGAR. Ævintýri um norræna menningu eftir Hermann Pálsson. Bókaútgáfan Hofi 1996.144 bls. „BESSASTAÐAFYNDNI“ minnir mig að Matthías Johannes- sen hafi einhverntíma kallað húm- orinn sem fundinn var upp á latínu- skólanum á Álftanesi og sem lærð- ir menn íslenskir voru vanir þaðan- ífrá að bregða fyrir sig þegar þeir vildu snúa upp á fræði sín og leggja ritklárinn á nýjum völlum, bregða á leik og skopstæla það sem þeir annars stúderuðu sem innvirðuleg- ast. Glensið á Bessastöðum varð reyndar mjór vísir að miklu því það var ekki ódigur þáttur í að skapa stíl manna eins og Gröndals og Þórbergs, en það átti sér einnig óæðri hlið, „skólapiltastreng“, sem þaninn titraði sem fyrr og slitnaði ekki. Fræðimenn hafa haldið áfram allt til þessa dags að upphefja fræði sín með því að lítillækka þau, að snúa alvörunni á haus til að sjá hana betur í spéspeglinum líkt og væru þeir staddir á kjötkveðjuhátíð, dul- búnir í trúðsgervi, með bumbur og lúðra í lúk- um. Margir kannast við ágæt afmælisfjölrit sem starfsmenn Árna- stofnunar rita til heið- urs kollegum sínum í glettnum stíl þegar stórafmæli ber að garði, ein sérdeilis skemmileg kver, og nú er svo komið að jafnvel alvarlegri afmælisrit, skartandi sinni oblí- gatórísku tabula grat- ulatoria, prentuð á gæðapappír, útgefin af virðulegum forlögum, eru farin að smitast af búrleskri kátínunni. í því stórmerka tveggja binda verki „Sagnaþing", gefið út til heiðurs fyrrverandi for- stöðumanni Árnastofnunar, Jónasi Kristjánssyni, á sjötugsafmæli hans 1994, brá fyrir óvæntu glensi um Hriflunga nokkra, þjóð sem fáir kannast við en sem Hermann Páls- son, áður prófessor í norrænum fræðum við Edinborgarháskóla, staðhæfír, að hafí eitt sinn búið í Köldukinn, dularfullu landsvæði sem þó er ekki svo langt undan. Hriflungar þessir eru miklu merkari en fólk gerir sér almennt grein fyrir og var því mikil þörf á því að Hermann setti saman sögu um einn glæstasta son þjóðarinnar er kallaður var Hrímnir og hafði viðurnefnið jónös, seinna breytt í Jónas. Reyndar er Hermann ekki sjálfur höfundur sögunnar heldur aðeins skrásetjari hennar. Þetta er sjálfsævisaga Jónasar Kristjánssonar, í senn saga af hreysti- verkum hans og þeim merku trúar- brögðum sem iðkuð voru meðal Hriflunga en þeir voru og eru Loka- trúar, þótt speki Óðins og rúnalist hans hafi reyndar náð að blómstra á laun í uppvaxtarstað Jónasar, Forsælu. Til að svíkja ekki lesendur um spennandi sögu verður hér ekki skýrt frá þeim sérstöku atvikum sem ollu getnaði og uppvexti Jón- asar, látum nægja að segja að hér er greint frá konunglegum uppruna hinnar miklu fræðahetju, sem að endingu verður hirðskáld í sölum Danakonungs. Margir muna eftir því að Jónas setti saman söguna „Eldvígslan" (1983) um Ragnar loðbrók og syni hans en að hann skyldi hafa ritað sjálfsævisögu í stíl fornaldarsögu í gegnum kollega sinn sem áður sat í Edinborg, það vissu færri. Alltént er hér komið út á þrykk þetta merka ævintýri, gefið út af bróður Hermanns, Gísla á Hofi í Vatnsdal. Ævintýri litað rammri sannfæringu skrásetjarans, að íslensk menning eigi mikið sam- ískri fjölkynngi og samískum seið að þakka. í menningu íslendinga koma saman þrjár kvíslir ef ekki fjórar: sú norræna, sú samíska og sú kristna-keltneska eða suðræna og má lesa þessa bók sem launhelg- ar fræðahóps sem þegið hefur kraft sinn beint frá lappneskum galdra- mönnum og seiðkonum. Þannig öðlast kátínan alvarlegan undirtón og fyndnin gamla frá Bessastöðum verður að þykkjuþungri skemmti- sögn í líkingu við þær sem settar voru saman á miðöldum um Hrafn- istumennina Grím loðinkinna og Örvar Odd. Ef til vill er Jónas Krist- jánsson aðeins peð í stærri leik? Þetta er bók fyrir innvígða og fyrir þá sem vilja innvígjast, fræði á haus. Ég hafði gaman af. Kristján B. Jónasson Hermann Pálsson WISLAWA Szymborska Heldur það hlá- lega við að yrkja BÓKMENNTIR _____ Þýdd Ijóð ÚTÓPÍA - FYRIRMYNDARLANDIÐ - eftir Wislöwu Szymborsku. Þóra Jónsdóttir íslensk- aði. Prentun og bókband: Grafík og Oddi. Fjölvaút- gáfan 1996. - 139 síður. LJÓÐ Wislöwu Szymborsku virðast áreynslulaus og þau eru oft án myndhvarfa og líkinga. Þetta eru ljóð mælt af munni fram, einföld og auðskilin eins og pólsk ljóð voru yfirleitt á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Helstu skáld Pólveija eins og Tadeusz Rósewics, Zbigniew Herbert og Cseslaw Milosz hafa ort í líkum anda, en ljóð þeirra eru með ein- hverjum hætti samsettari. Útópía - Fyrirmyndarlandið, safn ljóða sem Þóra Jónsdóttir hefur gert eftir sænskum þýðingum Anders Bodegárd staðfestir þetta. Ljóðin eru einkar aðgengileg og Þóra hefur gert sér far um að ná hinum einfalda stíl og forð- ast uppskrúfun. Möguleikar er eitt þeirra ljóða sem getur sýnst hversdagsleg upptalning, rabb. Það hefst á þessum línum: Helst kvikmyndir. Helst kettir. Helst eikurnar við Warta. Heldur Dickens en Dostojevskí. Heldur þykir mér vænt um fólk en ég elski mannkynið. Helst hef ég nál og þráð við hendina. Helst grænt. Helst vil ég ekki fullyrða að allt sé skynseminni að kenna. Helst undantekningar. Helst fer ég nokkru fyrr. Helst tala ég við læknana um eitthvað annað. Helst gamlar röndóttar myndskreytingar. Heldur það hlálega við að yrkja en það hlálega að gjöra það ekki. Ljóðið Fólk statt á brú samnefnt kunnri ljóðabók skáldkonunnar er um skrýtna plánetu, skrýtið fólk og tímann sem það er háð. Á brúnni er tíminn stöðvaður og sniðgenginn: „Fólkið á brúnni hleypur/ en stendur í stað sem fyrr.“ Ort er um sjálfa vegferðina af alvöru og gamansemi í senn. Viðhorf Szymborsku lýsir sér alltaf sem eins konar „grikkur“ eða „hrekkjabragð". Henni er í mun að sýna heiminn í umkomuleysi sínu og forðast ádeilu. Skoðanirnar eiga að koma frá lesandanum. Fyrir þetta hefur skáldkonan verið gagnrýnd, ekki sögð nógu pólitísk. í Ijóði með heitinu Fyrsta myndin af Hitler er ekki einu sinni almennileg „pólitík" heldur vangaveltur um söguna og hvað hefði getað orðið: Og hver er nú þessi litli hnokki á nærskyrtunni? Þetta er hann Adolf litli sonur Hitlershjónanna! Kannski verður hann lögspekingur þegar hann verður stór? Eða verður hann tenór við óperuna í Vín? Hver á litlu höndina, eyrað, augað, nefið? Hver á mallakútinn fullan af mjólk: er það prentari, læknir, kaupmaður, prestur? Hvert ætla litlu skrýtnu fæturnir, hvert? Út í garðinn, í skólann, á skrifstofuna, í hrúðkaup kannski kvænist hann dóttur borgarstjórans? Hér eru margar spurningar eins og í ljóðinu Aldarlok. „Hvernig á að lifa - Ég var spurð um það í bréfi/ af þeim er ég hugðist/ spyrja hins sama.“ Því ljóði um ósigur sannleikans og varnarleysi hamingjunnar á tuttugustu öld lýkur á þeirri ályktun að engar spurningar hafi annað eins vægi og þær barnslega einföldu. Hefnd dauðlegrar handar Ljóð eins og Fjölskyldualbúm, Fatnaður og Jarðarför eru skemmtileg ljóð og hnyttin. Szymborska getur minnt á skáld eins og franska skáldið Jacqu- es Prévert sem lagði upp úr því að vera fyndinn og sýna óvæntar hliðar á lífínu. í Gleði skáldsins er þetta orðað þannig að hún sé tæki til að stöðva tímann, hefnd dauðlegrar handar. Jóhann Hjálmarssor I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.