Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 10

Morgunblaðið - 17.12.1996, Side 10
íd B ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Minnisstæður afreksmaður Að gera heiminn betri SIGURÐUR Helgason og Gunnar Huseby BOKMENNTIR Æ v i s a g a BASSI Lífshlaup Gunnars Huseby eftír Sigurð Helgason. 156 bls. Utg. Reykholt. Prentun: Reykholtsprentsmiðja. Reykholt, 1996. Verðkr. 3.480. GUNNAR Huseby varð snemma þjóðsagnapersóna. Hann var ótví- ræður afreksmaður á íþróttasviðinu. Vafalaust var hann líka magnaður persónuleiki. Því var síst að furða þótt annað dagfar hans væri að sama skapi stórbrotið. Áfengið varð hans örlagavaldur. Enginn minnist Gunn- ars svo að ekki sé hvors tveggja getið, afreka hans og veikleika. Margt bendir til að hann hafi í eðli sínu verið einfari, stundum einmana að ætla má. Frægðin virðist ekki hafa aukið honum yndi, miklu frem- ur valdið honum öryggisleysi. Að kunnugra sögn talaði hann »aldrei um sigra sína eða afrek«. í bók þess- ari fer Sigurður Helgason yfir íþróttasögu Gunnars auk þess sem hann lýsir manninum og ævi hans. Frá náttúrunnar hendi var Gunnari gefíð þrek langt umfram það sem almennt gerist. Þó má vera, þrátt fyrir allt, að hann hafi aldrei notið sín til fulls og þar með tæpast sýnt BÆKUR Sögur og frásagnir LITIÐ TIL LANDS OGSJÁVAR Sögur og frásagnir eftír Sigfús Þor- steinsson. Akureyri 1996,116 bls. HÖFUNDUR þessarar litlu en snotru bókar er hálfáttræður Ár- skógsstrendingur sem dvalist hefur alla tíð þar nyrðra og var lengi spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Árskógsstrand- ar. Á síðari árum hefur hann fengist hvað í honum bjó. Danskir blaða- menn sögðu að hann kynni ekki að varpa kúlu. Hér heima var því al- mennt trúað að hæfileikar hans væru takmarkaðir - nema á þessu eina sviði! Þjóðtrúin hefur alitént til- hneiging til að ýkja. Sigurður Helgason rekur sögu Gunnars af látleysi og ýkjulaust. Mynd sú, sem hann dregur upp af afreksmanninum, er talsvert annars konar en hin sem þjóðin gerði sér af honum þegar hann stóð ungur á hátindi frægðar sinnar. Augljóst er að Gunnar var ekki allur þar sem hann var séður. Hann leyndi á sér. Það vissu þeir sem kynntust honum best. Að baki afrekum hans stóð við ritstörf og m.a. gefið út eina ljóðabók. Eins og undirtitill segir eru annars vegar í þessari bók tíu stuttar smá- sögur og hins vegar sex frásagnir af atburðum sem höfundur hefur upplifað sjálfur eða tekið saman eft- ir öðrum. Smásögurnar virðast styðjast við tiltekna atburði, kímilega á stundum eða hrekkjabrögð eða að líkindum atburði sem höfundur hefur upplifað í bernsku og fært í skáldlegan bún- ing. Þetta eru oft hnyttnar sögur og laglega skrifaðar, en yfirleitt átaka- litlar. Frásagnirnar eru einnig stuttar. fleira en kraftarnir einir saman. Meiri- háttar afrek verða ekki heldur unnin nema saman fari afl hugar og handar. Sigurður Helga- son lýsir Gunnari sem eðlisgreindum manni og list- hneigðum. Einkum hafi hann verið mik- ill tónlistarunnandi. Hann er sagður hafa lesið lítið, en vel það sem hann las. Hann hafi verið áhlaupamaður og gengið kappsam- lega að hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hitt sannaðist með Gunnari Huseby að eitt er gæfa og annað er gervileiki. Að því leyti hefur hann .minnt á hetjur fornar. Hálf öld er senn liðin frá því er hann stóð í sviðs- ljósinu og hressti upp á sjálfsálit Islendinga sem ekki var alltof mikið í þá daga. Þótt þeim fari nú fækkandi sem minnast stemmningarinnar í kring- um sigra þessa sérstæða íþrótta- manns muna fleiri eftir manninum sjálfum. Þess hefur höfundur notið við samantekt þessarar stuttu en greinagóðu ævisögu. Erlendur Jónsson Þar segir t.a.m. frá grenjaleit á Þor- valdsdal, draugagangi á sama stað, smíði skólahúss og stökum sem þá flugu á milli manna. Gamall maður einn rifjar upp endurminningabrot og nokkrar upprifjanir eru frá her- námsárunum við utanverðan Eyja- fjörð. Höfundur er greinilega prýðisvel ritfær maður og tungutak hans er lipurt og gott. Vel kann hann að segja sögu og kímnin og spaugsemin er honum einatt ofarlega í huga. Einkar notalegur og áreynslulaus lestur er þetta bókarkorn, þó að það skilji varla mikið eftir sig. Sigurjón Björnsson GUNNAR Dal er afkastamikill rit- höfundur, skáld, heimspekingur og þýðandi. Hann hefur nú þýtt eitt rita bandaríska heimspekings- ins Deepak Chopra, Lögmálin sjö um velgengni. Verk eftir Chopra hafa á undanförnum árum haft áhrif á heimsbyggðina; þau kenna fólki að hugsa og breyta á nýjan hátt sem þó á djúpar rætur í forn austur- lensk, kristin og grísk fræði. Gunnar Dal er spurður hvers vegna hann hafi þýtt Lög- málin sjö um vel- gengni. „Mér fannst bókin betri öðrum bókum og hún minnti mig á Spámanninn eftir Kahlil Gibran sem ég þýddi fjörutíu árum fyrr. Eg taldi svo að menn færu á mis við mikið ef bókin færi framhjá þeim. Og mér til dálítillar furðu rakst ég seinna á gagnrýni í bandarisku tímariti um þessa bók Chopra en þar stendur: „Þeir sem misstu af Spámanninum mega ekki missa af þessari bók.“ Hjörtu mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu, eins og Tómas Guðmundsson sagði. Ég lít á það sem sérstaka skyldu rithöfunda að þýða bækur sem þeir telja að eigi erindi til manna. Það sameinar heimsbyggðina bet- ur en flest annað að menn í mis- munandi löndum lesi sömu bækur. Slíkar bækur nefnast heimsbók- menntir og þær eru grundvöllur heimsmenningarinnar að sjálf- sögðu. Heimsbókmenntir verða ekki til af sjálfu sér, þær þurfa þýðendur, helst góða þýðendur. Mér f innst þýðingar það mikilvæg- ar að það verði beinlínis skylda rithöfunda að fást við þær öðrum þræði. En bók verður ekki til þeg- ar rithöfundur skrifar hana og hún verður heldur ekki til við það eitt að verða þýdd á aðra tungu. Bók verður fyrst til þegar hún kemst í hendurnar á góðum lesanda sem les hana af velvild og skilningi. Síðan verða sumar bækur hluti af daglegu lífi lesenda og þessi er ein þeirra. Það er ekki hægt að lesa þessa bók án þess að hún haldi áfram að lifa með manni.“ - Á fimmtu öld fyr- ir Krist komu margir hugsuðir fram, eins og Konfúsíus, Lao Tze, Búddha, fyrstu grísku heimspekingar o.fl. Sumir hafa verið að spá því að nú renni upp samskonar skeið og þegar hin miklu trúarbrögð urðu til og ólíkir menningar- heimar sneru til ólíkra andlegra iðkana því í heimsþorpi okkar nú búi ólíkar trúarhug- myndir hlið við hlið og renni saman. „Ég skal segja þér það að ég tók mér það bessaleyfi þegar ég kenndi heimspeki í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti fyrir fimm- tán árum að láta nemendur mína skrá niður eftirfarandi: Stærstu þrepin í sögu mannkyns - fyrsta: safnarastigið, annað: veiðimannastigið, þriðja: akuryrk- justigið, fjórða: borgaramenning, fimmta: lok tímabils goðsögunnar og upphaf heimsmenningar (sem byrjar á fimmtu öld f. Kr.), sjötta tímabilið: tölvuöld. I dag erum við komin að landa- mærum sem breyta eins miklu fyrir heimssöguna og fyrri landa- mæri hafa gert.“ - Eiga Lögmálin sjö um vel- gengni erindi handan nýju landa- mæranna? „Já, ég held að bókin sé grund- völlur tuttugustu og fyrstu aldar- innar. Hún lyftir nýrri kynslóð upp fyrir fyrri kynslóðir og það er að sjálfsögðu takmark allra þróunar að gera heiminn betri.“ Ovissa er á hinn bóginn hinn frjósemi, jarðvegur hreinnar sköpunar og frelsis. Ovissa þýðir að ganga á vit hins óþekkta I á hverri stund í tilveru okkar. Hið óþekkta er orkusvið allra möguleika, ævinlega ferskt, síungt. Þar fer fram ný sköpun og þar stíga óvæntir hlutir fram á sviðið. Án óvissunnar og hins óþekkta er lífið aðeins staðnaðar endurtekningar á úreltum minning- um. Maðurinn verður fortíðinni að bráð. Kvalarinn þinn í dag ert þú sjálf- ur frá í gær.“ £/r Lögmálunum sjö um velgengni. Sögiir og frásagnir úr Ejrjafirði Gunnar Dal BÓKMENNTIR Æ v i s a g a ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚLA ÁRNASONAR Mál og menning, 1996.335 bls. eftír Jón Múla Amason. JÓN Múli Árnason er fyrst og fremst rödd fyrir flesta Islendinga sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir. Alla starfsævi sína var hann útvarpsþulur í Ríkisútvarpinu sem nú heitir rás eitt, las fréttir og til- kynningar og annað sem féll til og sá í mörg ár um morgunútvarp. En Jón Múli hefur líka verið tónskáld og samið fjöldamörg góð dægurlög og svo hefur hann einnig lýst stjórnmála- skoðunum sínum skýrt og skorinort þegar honum hefur þótt ástæða til. Þessi bók er ekki æviminningabók í venjulegum skilningi þess orðs. Engu að síður eru minningar Jóns Múla frá ævi hans uppistaða bókar- innar. Efnisþáttum bókarinnar má skipta í fernt virðist mér. í fyrsta lagi eru frásagnir af fjölskyldu höf- undarins og æsku hans á síldarskip- um auðvaldsins í landinu. í öðru lagi eru hér minningar úr Útvarpinu en svo var Ríkisútvarpið nefnt þegar það var það eina sem landsmenn gátu hlustað á á öldum Ijósvakans. I þriðja lagi er hér að finna frásagn- ir af tónlistariðkun Jóns Múla. Og í Skemmtilegar þjóðsögur fjórða lagi eru hér þónokkrar frá- sagnir hans af pólitískri þátttöku. Bókin er byggð nokkuð sérkenni- lega upp. Það eru klipptar saman frásagnir af ólíkum tímaskeiðum ævinnar, úr útvarpir.u og af sjónum í upphafi. Það lífgar upp á frásögn- ina en þegar frásögnin verður flókn- ari missir þessi aðferð nokkuð marks eða hentar frásögninni ekki eins vel og í upphafi. Það þýðir þó ekki að bókin verði leiðinleg. En höfuðeinkenni bókarinnar er stíllinn sem er nokkuð sérkennilegur. Hann líkist mjög þeim talmálsstíl sem höfundur viðhafði í jassþáttum sínum og gjarnan í morgunútvarpi, ef einhver man eftir því. Hann ein- kennist af slettum sem farið er vel með í þessari bók og hæfilegu form- leysi eins og í talmáli. Það ægir stundum saman ólíklegustu hlutum í frásögninni. Ég skal játa það að ég þurfti nokkurn tíma til að sann- færast um stílinn, en hann venst vel og hann dugar bókina á enda. Hann verður stundum þreytandi, en það er ekki stílsins vegna. Það hefði mátt stytta frásögnina nokkuð víða en það bjargast samt yfirleitt með stuttri sögu eða til- svari. Ég hafði mest gaman af frásögnunum af fjöl- skyldunni. Þær eru á köflum mjög vel gerðar og bráðfjörugar. En eft- ir því sem líður á bókina verða þær daprari enda hefur drykkjuskapur heimilisföðurins ágerst svo mjög að heimilislífið virðist allt vera komið í ólag. Höfundur hafði hætt líkkrufningum í Háskóla Islands snemma vors eins _og segir frá í kaflanum Úr hljómskálan- um í Hús Andans og fengið verk- mannavinnu, en ákveður allt í einu að drífa sig á sjó og segir: ,Ég hringdi þó heim og kvaddi áður en látið var úr höfn.“ Þegar hann kom heim þrem mánuðum seinna eftir að hafa veitt lítið segir: „Heima á Bergstaðastræti var sama reiðileysið og hlutur rýr. Þórólfur smiður virtist ekki hafa tekið eftir því að ég var búinn að vera fjarver- andi um skeið en drykkjubróðir hans, faðir minn, heilsaði glaðlega og mælti: - Úngari Jónsen en gam- an, heldurðú skreppir ekki út í Blöndu eftir einum pakka af Lucky Strike." Mér virðast nokkuð djúp og dulin sárindi að baki þessari frásögn sem greina má á bak við hálfkæringinn og gamansemina og þá staðreynd að höfundur virðist sáttur við fjölskyldu sína. Aðrir efnisþættir bókarinnar eru heldur rýrari. Það eru margar ágæt- ar sögur úr Útvarpinu sagðar á þess- um síðum en í sumum þeirra virðist mega sjá löngun til að jafna einhver innanhússmál í þeirri stofnun. Það á sérstaklega við um yfirmenn hans. Jón Múli Árnason Mér er til efs að höfundurinn hafi alltaf áttað sig á ábyrgð og vilja þeirra þegar ákvarðanir snertu hann sjálfan. Kaflarnir um tónlistariðkun Jóns Múla eru oft verulega góðir. Hann hefur góðan skilning á ólíkum tegundum tónlistar og frásagnir hans af því þegar hann tók þátt í til dæm- is Kátum félögum eða flutningi á kórverkum undir stjórn dírígentsins Viktors Urbancic eru lifandi og fjör- ugar yfirleitt. Sísti hluti bókarinnar er sá sem greinir frá þátttöku höfundar í og skoðunum hans á stjórnmálum. Þá bregst honum bogalistin, sérstaklega þegar hann tekur sjálfan sig alvar- lega. Kaflarnir um Mír eru nokkuð góðir en þegar hann tekur skoðanir sínar alvarlega um inngönguna í NATO, herstöðvasamninginn, mót- mælin á Austurvelli eða írak sam- tímans, svo eitthvað sé nefnt, þá kemur í textann andlegur stjarfi sem byggist á þótta og yfirlæti sem virð- ist byrgja höfundi sýn á eðli máls. Kannski var þessi þótti og yfirlæti skiljanlegt fyrir 40-50 árum en það er einfaldlega óviðeigandi nú. En ef til vill er það eina vömin nú þegar hulunni hefur verið svipt af blekking- arvef stalínismans í eitt skipti fyrir öll. Þessi bók er góð aflestrar enda prýðilega stíluð. I henni eru nokkrar ágætar sögur og þar segir af fólki sem vert er að heyra af. Guðmundur Heiðar F'rímannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.