Morgunblaðið - 26.01.1997, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
!lk
-
II
I
KJARASAMNING-,.
AROGVEIÐI- ,1,1 ll
LEYFAGJALD l|j|
Um fátt hefur verið meira
rætt manna á meðal und-
anfarnar vikur og mánuði en þá
gífurlegu eignatílfærelu, sem er
að verða í landinu 1 skjóli kvóta-
kerfisins svonefnda.
liirni
Jón og séra Jón.
Morgunblaðið/Ingvar
Skátaskáli eyðilagðist í eldsvoða
SKÁTASKÁLINN Vífilsbúð í
Heiðmörk, sem er í eigu skátafé-
lagsins Vífils í Garðabæ, gjör-
eyðilagðist í eldsvoða í fyrra-
kvöld eftir að eldur kviknaði út
frá gaskút. Að sögn lögreglunnar
í Hafnarfirði varð skálinn, sem
er skammt austan við golfvöll
Oddfellowa í Urriðavatnsdölum,
strax alelda eftir að eldurinn
varð laus, en hópur skáta sem
ætlaði að dveija í skálanum um
helgina ásamt foringja sinum
slapp án nokkurra meiðsla. Til-
kynning um eldsvoðann barst
lögreglunni í Hafnarfirði kl.
22.25 í fyrrakvöld og þegar
slökkviliðið úr Hafnarfirði kom
á vettvang varð ekki við neitt
ráðið, en slökkvistarf stóð yfir
fram yfir miðnætti.
Nefnd fjallar
um veiðar á
ríkisjörðum
Á VEGUM umhverfísráðuneytis
er verið að kanna hvort véita eigi
skotveiðimönnum aðgang að ríkis-
jörðum sem ekki eru í ábúð en
ríkið veitir að jafnaði ekki veiði-
mönnum leyfi til að veiða á ríkis-
jörðum.
Guðmundur Bjarnason um-
hverfísráðherra segir að málið
tengist langvinnri deilu skotveiði-
manna og bænda og umræðu um
aðgang þéttbýlisbúans að landinu.
„Ríkið á mikinn fjölda af jörð-
um, sem að vísu eru flestar í ábúð
eða leigðar til einhverra nytja. En
það hafa komið eindregnar óskir
frá ýmsum aðilum um að ná sam-
komulagi um aðgengi að þessum
lendum og mér fannst sjálfsagt
að verða við því að kanna þetta
mál,“ sagði Guðmundur.
Verið er að skipa nefnd til að
fjalla um málið og verður Ólafur
Om Haraldsson alþingismaður
væntanlega þar í forsvari. Guð-
mundur sagði að í nefndarstarfínu
yrðu leiddir saman fulltrúar skot-
veiðimanna, þeirra sem fara með
eignamál fyrir hönd ráðuneytisins,
bænda og annarra sem nytja ríkis-
jarðir sem ekki eru í ábúð, svo sem
skógræktar- og landgræðslu-
manna.
-----♦ ♦ ♦-----
Hvolsvöllur
Bíll endaði
í skurði
BÍLL fór út af veginum við Mjóa-
sund, rétt vestan við Landvega-
mótin í Holta- og Landsveit, um
sjöleytið í fyrrakvöld, og endaði á
réttum kili niðri í skurði. Ökumað-
urinn, sem var einn í bflnum, slapp
ómeiddur en bíllinn er töluvert
skemmdur. Samkvæmt lögregl-
unni á Hvolsvelli missti ökumaður-
inn stjórn á bílnum í krapinu með
fyrrgreindum afleiðingum.
Þakdúkar og
vatnsvarnarlög
Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:
► þök
► þaksvalir
► steyptar rennur
► ný og gömul hús
- unnið við öll veðurskilyrði
FAGTUN
Brautarholti 8 • síml 562 1370 • fax 562 1365
Islensk heimildamyndagerð
Vegið að heimilda-
og stuttmyndagerð
Þór Elís Pálsson
ÁMSKEIÐ í fjár-
mögnun heimilda-
myndagerðar var
haldið í vikunni en að sögn
Þórs Elísar Pálssonar, sem
er fulltrúi íslands í samnor-
rænu heimilda- og stutt-
myndasamtökunum Film
Kontakt Nord, eru miklir
möguleikar fyrir íslendinga
á erlendum heimilda-
myndamarkaði. Á nám-
skeiðinu er kennt hvernig á
að skilgreina markhóp og
hvemig sé best að standa
að kynningu á verkefni en
vanalega fá kvikmynda-
gerðarmenn aðeins fáar
mínútur til að kynna verk-
efni sitt fyrir væntanlegum
kaupanda. Að námskeiðinu
loknu var haldin fjármögn-
unarmessa þar sem íslensk-
ir kvikmyndagerðarmenn kynntu
verkefni sín á sviði heimilda-
myndagerðar fyrir erlendum
fjárfestum sem hingað komu frá
norrænum sjónvarpsstöðvum,
ZDF í Þýskalandi, Ontario TV í
Kanada og Discovery Channel.
- Hefur verið erfitt að fá ís-
lenskt fjármagn til heimilda-
myndagerðar?
„Það hefur gengið mjög erfið-
lega að fjármagna þessa tegund
mynda og sjáum við það kannski
best á því að hér á námskeiðinu
em um fjörutíu kvikmyndagerð-
armenn sem eru að læra hvernig
á að bera sig að við að ná í fjár-
magn til heimildamyndagerðar.
Þetta fólk er með mikið af afar
áhug;averðum verkefnum en hef-
ur hins vegar gengið illa að fá
fé til þeirra hér á landi. Á mið-
vikudaginn, daginn áður en við
hófum þetta námskeið, fengum
við svo þær fréttir að stjórn Kvik-
myndasjóðs Íslands hefði ákveðið
við úthlutun úr sjóðnum að veita
enga styrki til framleiðslu á
heimildamyndum. Um það bil
fimmtíu umsóknir um styrk til
heimildamynda bárust sjóðnum
og engin þeirra hlaut náð fyrir
augum stjórnarinnar sem hlýtur
að teljast undarlegt því það er
útilokað að ekkert þessara fimm-
tíu verkefna hafi verið þess verð
að fá styrk; sum þessara verk-
efna voru meira að segja komin
með fjármagn að utan til fram-
leiðslunar. Heimildamyndir hafa
alltaf fengið styrk úr sjóðnum
fram til þessa og stuttmyndir
einnig sem ekki fengu styrk held-
ur að þessu sinni. Með þessu er
vegið að íslenskri heimilda- og
stuttmyndagerð.
Þessi afstaða sjóðsins er afar
skrýtin því að með heimilda-
myndagerðinni erum við að
byggja upp iðnað og
kvikmyndalist sem er
gríðarstór markaður
fyrir. Og þessi markað-
ur er sífellt að opnast
meira þar eð sjón-
varpsstöðvar eru farnar að vinna
meira saman að framleiðslu
heimildamynda. Það eru haldnar
svokállaðar heimildamyndamess-
ur víða um Evrópu og Bandarík-
in þar sem fjárfestar eru beinlín-
is að leita að myndum til að
kaupa en þetta námskeið er ein-
mitt ætlað til að kenna íslenskum
kvikmyndagerðarmönnum að
selja verkin sín á slíkum mess-
um.“
- En eiga íslenskar heimilda-
myndir möguleika á erlendum
mörkuðum?
„Já, tvímælalaust. Við höfum
gert margar góðar heimilda-
myndir. Á heimildamyndahátíð í
Frakklandi fyrir skömmu var
Páll Steingrímsson til að mynda
►Þór Elís Pálsson er fæddur
23. september 1952 í Reykja-
vík. Hann tók stúdentspróf í
Kennaraskólanum og er með
myndlistarmenntun frá Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands.
Framhaldsnám stundaði hann
í Jan Van Eyck skóianum í
Maastricht í Hollandi. Hann
starfaði hjá Sjónvarpinu í sjö
ár en er nú sjálfstætt starfandi
kvikmyndagerðarmaður.
Hann hefur unnið við auglýs-
ingagerð og gert nokkrar
heimildamyndir, einkum um
listamenn. Þór Elís er kvæntur
Jóhönnu Bernharðsdóttur
hjúkrunarfræðingi og eiga
þau tvo syni.
valinn einn af tíu fremstu kvik-
myndagerðarmönnum í heimin-
um í dag sem fást við náttúrulífs-
myndir. Þorfínnur Guðnason er
að gera mynd um stærstu mús
í heimi sem er íslenska hagamús-
in en sú mynd hefur verið seld
um víða veröld fyrirfram. Þegar
hann hefur lokið þeirri mynd mun
hann gera aðra um íslenska ref-
inn en hann hefur þegar fjár-
magnað hana að fullu, að segja
má, með erlendu fjármagni. Báð-
ar þessar myndir gerir hann í
samvinnu við National
Geography. Þessir tveir standa
sennilega fremst af þeim sem
gera heimildamyndir hér á landi
í dag en marga fleiri mætti
nefna.“
- Það verður svo haldin stutt-
myndahátíð í næstu viku í Há-
skólabíói?
„Þetta er örhátíð því hún verð-
ur aðeins tvo daga, þriðjudaginn
og fimmtudaginn kl. 19. Á hátíð-
inni verða sýndar heimildamyndir
með listrænu ívafi, ef
svo má kalla. Þessum
myndum hefur lítið
verið sinnt hér á landi
og heldur ekki bíóhús-
in. Þetta eru 35 mín-
útna myndir með bestu hljóðgæð-
um og væru því vel hæfar til
sýningar í bíóum. Við munum
meðal annars sýna danska verð-
launamynd sem heitir Dauða-
syndirnar sjö en í henni játar
fólk syndir sínar fyrir framan
myndavél. Big Boys don’t Cry
heitir svo norsk mynd sem farið
hefur sigurför um Norðurlöndin."
- Hafa verið gerðar myndir
af þessu tagi hér á landi?
„Það er alltaf að aukast en
eins og fyrr er erfítt að finna
fjármagn til þess konar verkefna.
En ég býst við að námskeið eins
og það sem við héldum um helg-
ina eigi eftir að skila sér í meiri
grósku á sviði heimildamynda-
gerðar hér á landi.“
lönaður með
gríðarstóran
markað