Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 10
10 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir möguleika á mikilli kaupmáttaraukningu
launafólks ef samið verður af skynsemi á vinnumarkaði
ÓTTAST AÐ MENN SÉU
AÐ TALA SIG í VERKFÖLL
Morgunblaðið/Kristinn
Mikil kaupmáttaraukning er möguleg
„ÞAÐ er því sama á hvaða mælikvarða er litið,
möguleikarnir á þessu ári og hinu næsta eru
gífurlegir. Ef við höldum sæmilega á spilunum
gætum við séð fyrir okkur átta til tíu prósenta
kaupmáttaraukningu á næstu þremur árum og
jafnvel meiri, ef skynsamlega er haldið á mál-
um. Það myndi þýða að við værum að auka
kaupmáttinn á árabilinu frá 1994 til aldamóta
um 20%,“ segir Davíð Oddsson forsætisráð-
herra.
Davíð Oddsson for-
sætisráðherra segir
möguleika á að auka
kaupmátt verulega
hér á landi á næstu
árum, ef vel er haldið
á spilunum. Skyn-
samlegir kjarasamn-
ingar geti leitt til
8-10% kaupmáttar-
aukningar á næstu
þremur árum og
lækkunar á vöxtum
og sköttum. Davíð
segist í viðtali við
Ómar Friðríksson
hins vegar óttast að
aðilar á vinnumarkaði
ætli að skemma þenn-
an feril af einhverri
skammsýni og tala
sig út í verkföll.
NÆR allir kjarasamningar
í landinu losnuðu um
seinustu áramót, blikur
eru á lofti og margir spá
verkfallsátökum á næstu mánuðum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir gríðarlega mikið í húfi að
skynsamlegir kjarasamningar verði
gerðir á vinnumarkaði. Hann segir
að ef verkföll skelli á séu þau svik
við fólkið í landinu, sem hafi að
undanfömu búið við betri tíð í efna-
hagsmálum en í mörg ár þar á
undan. „Forystumenn launþega
áttu dijúgan þátt í því að auðvelda
mönnum að komast upp úr krepp-
unni. Ef aðilar á vinnumarkaði ætla
með einhverri skammsýni að
skemma þennan feril, lít ég á það
sem svik við fólkið í landinu. Ég
er ekki að skella skuldinni á annan
hvorn aðilann en tel að báðir verði
að sýna hvað í þeim býr og hafa
vitsmuni til að hafa raunverulega
velferð fólksins og fyrirtækjanna
fyrir augum í þessum samningum.
Ég held að það sé ekki raunveruleg-
ur vilji til verkfalla meðal fólksins
í landinu," segir Davíð Oddsson.
Getur orðið fengsælt og
happadrjúgt ár
„Ef skoðaðar em allar spár eru flest-
ir, sem líta á staðreyndir mála, þeirr-
ar skoðunar að þetta nýbyijaða ár
geti verið okkur fengsælt og happa-
dijúgt, fjórða árið í röð. Ef þú spyrð
síðan þessa sömu aðila hversu ör-
uggir þeir séu í sínum spám, eru
svörin þau, að hafa verði alla fyrir-
vara á vegna kjarasamninga. Við
þessar aðstæður ætti í rauninni að
vera fagnaðarefni að kjarasamning-
ar eru lausir, vegna þess að þá sé
tækifæri til að ákvarða kaupmáttar-
aukningu fyrir fólkið í landinu til
tveggja eða þriggja ára og halda
áfram þessari fjögurra ára þróun í
sömu átt. En nú er óttast að kjara-
samningamir geti leitt til þess, að
kaupmáttaraukning verði engin og
menn lendi á sömu villigötunum og
þeir voru á í mörg ár. Þetta er mjög
sérstök staða sem menn þurfa að
koma sér út úr,“ segir Davíð.
1,5% meiri hagvöxtur en í
öllum viðmiðunarríkjum
Forsætisráðherra bendir á að
samfelldur hagvöxtur hafi verið hér
á landi undanfarin þijú ár og ef
spár fyrir þetta ár gangi eftir sé
meðaltal hagvaxtar á Islandi á tíma-
bilinu 1994 til ársloka 1997 3,9%.
„Á þessu fjögurra ára tímabili er
meðalhagvöxtur í Evrópusamband-
inu 2,4%, í Bandaríkjunum 2,5% og
í OECD-n'kjunum samtals 2,4%. A
hveiju ári yfir þetta fjögurra ára
tímabil höfum við búið við hagvöxt
sem er 1,5% hærri en í öllum þessum
viðmiðunarríkjum. Þetta er þvi afar
merkilegt tímabil," segir Davíð.
Hann segir einnig að á sama
tímabili sé verðbólga á íslandi 2,0%
að meðaltali en 2,5% í ESB-Iöndum,
2,2% í Bandaríkjunum og 1,9% að
meðaltali í OECD-löndunum sam-
anlagt. „Þarna erum við að tala um
samfellt fjögurra ára skeið. Meðal-
tal kaupmáttaraukningar er 3,1% á
íslandi frá 1994 og út þetta ár ef
spár ganga eftir. Kaupmáttur mun
því aukast á fjórum árum um
12,4%. Meðaltalskaupmáttaraukn-
ing í Evrópusambandinu er 2,6% á
sama tímabili og í Bandaríkjunum
0,7%. Það væri hrikalegt ef við
misstum þennan árangur niður.
Meðalatvinnuleysi á tímabilinu
1994 og til loka yfirstandandi árs
er 4,5% hjá okkur, en 11,4% í ESB-
löndunum, 5,6% í Bandaríkjunum
og 7,9% í OECD-ríkjunum að með-
altali. Á árinu 1997 eru tölurnar
allar hagstæðari hjá okkur en í
viðmiðunarlöndunum. Ef við höld-
um rétt á spilunum í kjarasamninjg-
um verður atvinnuleysi 3,7% á Is-
landi á þessu ári en því er spáð að
það verði 11,3% í ESB-löndunum,
5,4% í Bandaríkjunum og 7,7% að
meðaltali i OECD-ríkjunum. Við
höfum óskaplega mikla möguleika
og það er mikið sem kann að tap-
ast ef við höldum ekki rétt á mál-
um,“ segir Davíð.
í máli hans kemur einnig fram
að afkoma hins opinbera (ríkis og
sveitarfélaga) getur orðið betri á
íslandi á þessu ári en spáð er að
meðaltali í viðmiðunarlöndunum.
Gert sé ráð fyrir að halli hins opin-
bera verði neikvæður um 0,6% á
árinu 1997 hér á landi, en neikvæð-
ur um 3,3% meðal ESB-rikja, 1,8%
í Bandaríkjunum og 2,5% í OECD-
löndum að meðaltali. „Ef við tökum
heildarskuldir hins opinbera á þessu
ári verða þær 53,7% af landsfram-
leiðslu á Islandi, 78,2% í Evrópu-
sambandinu, 64% í Bandaríkjunum
og 74,8% að samanlögðu í OECD-
ríkjunum. Það er því sama á hvaða
mælikvarða er litið, möguleikarnir
á þessu ári og hinu næsta eru gífur-
legir. Ef við höldum sæmilega á
spilunum gætum við séð fyrir okkur
átta til tíu prósenta kaupmáttar-
aukningu á næstu þremur árum og
jafnvel meiri, ef skynsamlega er
haldið á málum. Það myndi þýða
að við værum að auka kaupmáttinn
á árabilinu frá 1994 til aldamóta
um 20%. Ég hygg að það sé ekkert
skeið í íslandssögunni sem sýni
aðra eins kaupmáttaraukningu.
Nú óttast margir að við munum
eyðileggja þennan árangur með
handafli. Ég tel að launþegar í land-
inu hljóti að gera þá kröfu til við-
semjendanna, beggja vegna borðs-
ins, að þeir fari ekki að ganga frá
samkomulagi sem felur í sér að
þessir möguleikar fólksins verði
eyðilagðir. Það kemur ekki til álita.
Eg er þeirrar skoðunar að menn
vilji ekki fara í þetta gamla far, sem
einstaka aðilar predika. Ábyrgð
þeirra sem sitja við kjaraborðið er
því mjög mikil,“ segir forsætisráð-
herra.
Góðærinu skílað hratt
til fólksins
-Meginkrafa launþegahreyfing-
arinnar er að góðærinu verði skilað
til launafólks. Er ekki skiljanlegt
að farið sé fram á umtalsverðar
kauphækkanir í Ijósi þessarar
stöðu?
„Þegar kaupmáttur hefur aukist
um rúm 12% á fjórum árum, er
verið að skila góðærinu til Iauna-
fólks, og það hratt. Auðvitað gæt-
um við ákveðið að kaupið eigi að
hækka um 30%, 50% eða 100%, en
það felur ekki í sér neina kaupmátt-
araukningu. Það er bara della.
Skuldir heimilanna hafa verið að
aukast og það er út af fyrir sig
skiljanlegt, vegna þess að mögu-
leikar fólks á lánsfé hafa verið að
aukast og eignamyndun fólks hefur
einnig aukist, þótt það hafi að vísu
ekki orðið nægilega hratt. Fyrir-
tækin notuðu ábata, sem þau hafa
haft, til að lækka sínar skuldir. Nú
verðum við að auka kaupmáttinn
næstu þijú eða fjögur árin til þess
að gera fólki kleift að grynnka á
sínum skuldum. Þær verða ekki
lækkaðar með göldrum, heldur með
því einu að auka kaupmáttinn.
Skuldir verða síst af öllu lækkaðar
með því að hækka kauptölurnar,
ef ekki er innstæða fyrir þeim, því
þá ijúka þær upp með aukinni verð-
bólgu,“ svarar Davíð.
- Hvað er mikið svigrúm til
kauphækkana að þínu mati?
„Ég ætla ekki að fara að diktera
kauphækkunartöluna en við höfum
metið það svo, að hægt verði að
ná að minnsta kosti 3% kaupmáttar-
aukningu á þessu ári. Þeir sem vilja
fara hærra en það geta aðeins gert
það með því að auka verðbólguna
sem því nemur, og verðbólga og
kaupmáttaraukning fara illa sam-
an.“
Stjórnvöld stefna aldrei í átök
- Það er augljóst að mikið ber í
milli í samningaviðræðunum. For-
ystumenn ASI saka stjórnvöld og
vinnuveitendur um að bera ábyrgð
á hvernig komið er og það stefni
að óbreyttu í átök. Hvernig metur
þú stöðuna?
„Stjórnvöld stefna aldrei í átök
á vinnumarkaði. Átök skila engu
fyrir þjóðarbúið. Ef við getum auk-
ið kaupmáttinn um 3,2% á þessu
ári, þá vitum við að það byggist á
því að atvinnulífið gangi eðlilega.
Ef hér verða verkföll er það ein-
göngu reikningsdæmi hversu mikið
kaupmátturinn minnkar við það.
Verkföll skapa ekki nýja peninga,
framleiðslan stöðvast, þjóðin hægir
á sér og ber minna úr býtum. Verk-
föll geta búið til kauptölur sem
ekki er innistæða fyrir en ekki pen-
inga,“ svarar Davíð.
- Eru samt ekki yfirgnæfandi
líkur á að það muni koma til stað-
bundinna eða víðtækra átaka á
vinnumarkaði?
„Ég hef áhyggjur af því að menn
séu að tala sig inn í það far. En
þá eru þeir að bregðast sinu fólki
og hagsmunum beggja megin
borðsins ef haldið verður þannig á
málum að menn flækjast út í verk-
föll, sem engum verða til gagns.
Ég tel að þegar aðilar fara yfir
málin og sjá þá möguleika sem við
höfum, þá átti þeir sig á að ábyrgð
þeirra gagnvart fólkinu er gríðar-
leg. Fólkið mun ekki kunna þeim
þakkir fyrir að eyðileggja það sem
áunnist hefur. Fólk er að sjá skuld-
ir sínar lækka vegna þess að verð-
bólgan er lág. Það veit hvar það á
að versla veg-na þess að það þekkir
orðið verðlagið. Ef þetta verður allt
saman eyðilagt eru það hinir lægst-
launuðu sem fara verst út úr því.“
-Hvaða leiðir sérðu út úr núver-
andi stöðu kjaramála sem sátt gæti