Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 16
16 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• LEITIN að tilgangi lífs-
ins er eftir austurríska geð-
lækninn Viktor E. Frankl,
sem er upphafsmaður þeirrar
kenningar í sálarfræði sem
nefnd er lógóþerapía. Þar er
lögð áhersla á að í lífi sér-
hvers manns sé einstakur til-
gangur sem hver og einn
verði að finna fyrir sjálfan
sig. Þessi tilgangur gefi lífinu
gildi.
Frankl sat á unga aldri
árum saman í fangabúðum
nasista og notar reynslu sína
þaðan sem undirstöðu kenn-
inga sinna. Frásögnin úr
fangabúðunum hefur fyrst og
fremst þann tilgang að færa
sönnur á kenningarnar en
ekki að rekja hörmungar
fangabúðarlífsins.
Gordon W. Allport pró-
fessor í sálarfræði skrifar
formála að bókinni og segir
m.a.: „Ég mæli af heilum
hug með þessari bók því að
hún er dramatísk frásagnar-
perla sem fjallar um mesta
vanda mannsins. Hún hefur
bókmenntalegt og heim-
spekilegt gildi og er nauð-
synlegur inngangur að
merkustu sálfræðistefnu
nútímans.“
Páll Skúlason prófessor í
heimspeki skrifar formála að
íslensku útgáfunni.
Útgefandi eru Háskólaút-
gáfan og Siðfræðistofnun
Háskóla íslands. Hólmfríður
K. Gunnarsdóttir íslenskaði.
Leitin að tilangi lífsins er
138 blaðsíður að stærð og
kostarkr. 1.990 ogfæstí
öllum helstu bókaverslun-
um.
• TVEGGJA heima sýn.
Saga Ólafs Þórhallssonar
og þjóðsögurnar er eftir
Maríu Önnu Þorsteinsdótt-
ur.
Þetta er 53. bindi í ritröð
Bókmenntafræðistofnun-
ar Studia Islandica en rit-
stjóri er nú Vésteinn Óla-
son prófessor í íslensku við
Háskóla íslands. í bókinni
fjallar María Anna Þor-
steinsdóttir um Sögu Ólafs
Þórhallssonar eftir Eirík
Laxdal, sem hefur verið tal-
in fyrsta íslenska skáldsag-
an. Sagan er þroskasaga
manns sem ferðast milli
tveggja heima, álfheima og
mannheima. Höfundur
klæðir þar hugmyndir upp-
lýsingaraldar í búning
þekktra þjóðsagna sem hann
fléttar saman og lagar að
skáldsöguforminu. „í ná-
kvæmri greiningu á verkinu
sýnir höfundur að þar er
teflt skynsemishyggju gegn
stöðnuðum samskiptum
samtímans og róttækri trú
á gildi tilfinninganna í
mannlegum samskiptum
gegn valdboðum, hræsni og
hviklyndi. Hún færir marg-
vísleg rök að því að ut-
angarðsmaðurinn Eiríkur
Laxdal hafi í senn verið
frumlegur og snjall rithöf-'
undur og langt á undan
samtíð sinni í hugmyndum
um sálarlíf einstaklingsins
og samfélagsleg skilyrði
ástarinnar," segir í kynn-
ingu.
Bókmenntafræðistofn un
Háskóla íslands gefur úr í
samvinnu við Háskólaútgáf-
una. Tveggja heima sýn, saga
Ólafs Þórhallssonar og þjóð-
sögurnar er 288 bls. aðstærð
með ágripi á ensku. Verð er
kr. 2.100.
Að læra um ást-
ina á spænsku
BREFBERINN í ít-
ölsku kvikmyndinni
„II Postino" byrjaði
að yrkja ljóð og
elska konu undir
leiðsögn chileska
ljóðskáldsins Pablo
Neruda.
Þó Pablo Neruda,
sem fæddist 1904,
hafi látist 1973 virð-
ast fleiri en bréfber-
inn sækja námskeið
hjá honum, því þar
sem spænsku-
kennsia fer fram er
hann markvisst not-
aður.
Guðrún H.
Tulinius
„Það er auðvelt að nota Pablo
Neruda sem beitu á mennta-
skólakrakka sem eru að læra
spænsku því ljóðin í ljóðabók
hans „Tuttugu Ijóð um ást og
einn örvæntingarsöngur"
geyma mátt hins forboðna þó
þau séu langt frá því að vera
það sem við köllum ósiðsöm,“
segir Guðrún H. Tulinius,
menntaskólakennari og annar
þýðandi ljóðabókarinnar, en
hinn þýðandi hennar er Karl
Guðmundsson.
„ Ljóðin eru einlæg og op-
inská. Þau eru einföld og
skiljanleg en það kemur krökk-
um á óvart því þeir eru oft bún-
ir að skipa Ijóðum efst á óvin-
sældalistann. Krafturinn sem
býr í efni ljóðanna ratar beina
leið inní tilfinningalíf nemend-
anna. Pablo Neruda var á sama
aldri og íslenskir menntaskóla-
krakkar þegar hann orti ljóðin
í þessa bók og þegar nemendur
mínir uppgötva það skilja þeir
betur afhverju þeir eiga jafn
auðvelt með að spegla sig í ljóð-
unum, en sjá um leið sig sjálf í
nýju ljósi: „Nú, fyrst hann gat
þetta á mínum aldri hlýt ég að
geta.“ Og þá á jafnvel nemand-
inn það til að prófa að fara að
yrkja.
Bókin sameinar því margt.
Hún kennir manni spænsku. Hún
opnar tilfinningalíf manns því
svo einlægar og ótrúlegar rit-
gerðir fæ ég frá nemendum sem
skrifa um þessa bók. Hún gerir
ástina merkilega. Hún gerir
skaphitann og örvæntinguna eft-
irsóknaverð. Það má
segja að hún hvelji
mann til dáða á alla
kanta og gefi manni
leyfi til að kynnast
sjálfum sér upp á
nýtt.“
„Ég var einn sem
undirgöng. Burtfrá
mér flúðu fuglar“
Þessi ljóðabók
Pablos Neruda kom
fyrst út á spænsku
árið 1924 og hefur
ekki gert annað síð-
an en sigra lesendur
í hvert sinn og hún
er opnuð. Islenska útgáfa henn-
ar kom út rétt fyrir síðustu jól
og er að mörgu leyti sérstök.
M.a. vegna þess að ljóðin koma
fyrir í þremur útgáfum. Fyrir
neðan hvert ljóð á spænsku birt-
ist bein þýðing þess og á síð-
unni við hliðina bragþýðing
þess.
„Fyrir tveimur árum var
Karl Guðmundsson nemandi
hjá mér í efstu áföngunum í
spænsku," svarar Guðrún þeg-
ar hún er spurð um tilurð
verksins. „Hann var að þýða
þessi ljóð og sýndi mér tilraun-
ir sínar. Afþví hann talar ekki
spænsku átti hann í dálitlum
erfiðleikum. Ég stakk upp á
því við hann hvort við ættum
ekki að gera þetta saman, ég
með spænskuþekkinguna og
hann með skáldskapargáfuna.
Við urðum hinsvegar ekki
ánægð með afrakstur samvinnu
okkar. Ég vildi halda í hvers-
dagslegt málfar ljóðanna og
einfaldleika þeirra en Karli var
umhugað um formrænu hlið-
arnar. Karl er reyndur þýðandi
og færni hans óumdeilanleg.
Úr varð að við tókum beinar
þýðingar mínar á ljóðunum og
skáldskaparþýðingar hans
saman hlið við hlið inní verkið.
Þá var orðin til góð kennslubók
sem nýtist nemendum í mennta-
skólum og háskólum, hvort sem
þeir læra spænsku eða suður-
amerískar bókmenntir. Því við
erum náttúrulega líka að koma
á framfæri einum af perlum
bókmenntanna.“
Ástarljóð
Það er dögun villtra vinda
í hásumars hjarta.
Sem hvítir kveðjuklútar velta skýin um loftin,
á ferð sinni veifar þeim vindurinn sterkum höndum.
Vindsins hundraðfalt hjarta
slær og slær yfir ástarþögn okkar.
Dunandi innan um eikur, marghljóma, guðlegt
svo sem sú tunga er syngur stríðsins stæltu söngva.
Vindur sem hremmir ránshendi laufin þurru
og titrandi örvar fuglanna sveigir af brautu.
Vindur sem hana fellir með brimlausri báru,
þyngdarlausu efni, og lútandi logum.
Þá molna og sökkva öll kossakynstrin hennar,
er sótt var að í borghliði sumarvindsins.
Þetta er hinn óveðursþrungni morgunn / í hjarta
sumarsins. // Sem hvítir kveðjuklútar ferðast skýin,
/ vindurinn veifar þeim með sínum ferðavönu hönd-
um. // Óteljandi hjarta vindsins / slær yfir ástfang-
inni þögn okkar. // Suðandi á milli trjáa, marghljóma
og guðlegt, / eins og tunga full af stríði og söngv-
um. // Vindur sem hrifsar með sér fallin laufin /
og hrekur af braut tifandi örvar fuglanna. // Vindur
sem fellir hana með froðulausri báru / og þyngd-
arlausu efni, og lútandi logum. // Kossasafn hennar
brotnar og sekkur / fallið í valinn í dyrum sumar-
vindsins.
Úr Tuttugu Ijóðum um ást eftir Pablo Neruda. Bragþýðingin er eftrir
Kari Guðmundsson en bein þýðing eftir Guðrúnu H. Tulinius.
„Lotinn er Iíður að kveldi, legg
ég döpur net mín í útsæ
augna þinna"
Guðrún hefur nú þegar dá-
litla reynslu af því að kenna
ljóðin í þessari nýju útgáfu.
„Ég kenni ljóðin í ólíkum
hópum. Annar hópurinn lærir
spænsku og hinn lærir suður-
amerískar bókmenntir.
Spænskunemandinn byijar að
lesa ljóðið á spænsku og kíkir
í beinu þýðinguna beint fyrir
neðan það. Þannig stoppar lest-
urinn ekki of lengi við það að
þurfa að fletta í orðabók. Hann
kemst strax inní ljóðið og getur
þá snúið sér að bragþýðingunni
ef hann vill. Bókmenntanem-
andinn byrjar væntanlega á
bragþýðingunni, fer aðra leið
en hinn, og les Jjóð sem honum
kannski líkar, verður forvitinn
um, kíkir í beinu þýðinguna
áður en hann snýr sér að
spænska textanum; og er þar-
með óvart að breytast í |
spænskunemanda.
Þannig tekst manni kannski
að veiða eitt stykki spænsku-
nemanda, og kannski eitt stykki
skáld, eða þýðanda, því við Karl
viljum taka það fram að þýðing-
ar okkar á Ijóðum Pablos
Neruda eru tillögur okkar og
nýjar tillögur að þýðingum á
Ijóðum hans verða alltaf vel
þegnar."
Baráttan við aukakílóin
Brúðu-
leikhús í
Norræna
húsinu
BÆKUR
Næringarfræðl
ÉGBORÐA -
EN GRENNIST SAMT!
eftir Michel Montignac. Þýðandi:
Guðrún Finnbogadóttir. Prentun:
Prentsmiðjan Oddi hf. Útg. Fróði hf.
1996.
MICHEL Montignac er franskur
næringarfræðingur sem í æsku
var of feitlaginn. Hann hefur sett
fram kenningar um mataræði og
skrifað bækur, sem farið hafa
sannkallaða sigurför um heiminn
eftir því sem segir á bókarkápu.
Þáð að bækur hafí orðið met-
sölubækur úti í hinum stóra heimi
er reyndar ekki trygging fyrir að
í þær sé varið, eins og menn vita,
en við lestur þessarar bókar virtist
mér að í þetta sinn hefðu vinsæld-
ir verið verðskuldaðar.
Allir þeir, sem barizt hafa við
aukakílóin, og þeir eru fjölmargir,
vita, hve erfitt getur verið að kom-
ast í kjörþyngd. Endalausir megr-
unarkúrar, áramótaheiti um nýtt
og betra líf, strengja þess heit að
fara í leikfimi, gönguferðir, sund,
fitubrennslu, líkamsrækt eða hvað
nú verður fyrir valinu. Allt kemur
þó fyrir ekki, keppirnir gefa sig
ekki og holdið er veikt. Fyrirheitin
fara fyrir lítið. Ætli það séu ekki
æði margir sem finnst lýsingin
eiga vel við sig?
Michel Montignac tekur öðru-
vísu á málinu en margir aðrir og
það afar skynsamlega sýnist mér.
Hann setur sér það markmið með
bók sinni að kenna fólki að borða.
Lífsstíll og breytt mataræði eru
leiðarljós hans og hann leitast við
að sameina næringarfræði og
matargerðarlist. Hann bendir á að
maður fitni ekki af því að borða
mat, heldur af því að borða rangan
mat. Þess vegna þarf að læra að
borða hollari mat og ná jafnvægi
hvað líkamsþyngd varðar, án þess
að þurfa að neita sér um góðan
mat. Hann hafnar hitaeiningaað-
ferðinni, gagnrýnir óhóflega
vinnslu nokkurra matartegunda,
vill auka til muna trefjar í fæðu,
og gera greinarmun á slæmum
kolvetnum og góðum kolvetnum
og sömuleiðis góðum fituefnum
og slæmum. Hann vekur athygli
á fæðutegundum sem ekki eiga
að vera í sömu máltíð, fari ekki
saman.
Markmiðið er að grennast og
fitna aldrei aftur. Aðferðin skipt-
ist í tvo hluta, stig I, megrunina
sjálfa og að henni lokinni stig II,
að viðhalda jafnvægi í þyngd.
Rétt er að gera kröfur sem eru
raunhæfar en þó metnaðarfullar.
Miklu máli skiptir að sleppa ekki
máltíðum. Stigi I lýkur ekki fyrr
en aukakílóin eru farin, en mi-
slangan tíma tekur að ná sykur-
þolinu í eðlilegt horf. Á stigi II
er nauðsynlegt að vera alla ævi,
en á því stigi er ekkert eða svo
til ekkert bannað sé aðgát höfð.
Þessi bók er skemmtileg af-
lestrar, þýðing ágæt og áhuga-
verðar kenningar eru þar settar
fram, sem gaman verður að
spreyta sig á. Þá er bara að heij-
ast handa!
Katrín Fjeldsted
í DAG, sunnudag kl. 14, verður
Eva Ljungar frá Svíþjóð með
brúðuleikhús í dagskrá fyrir börn
í fundarsal Norræna hússins.
„Leikritið sem flutt verður heit-
ir Hampus og eggið og hefur Eva
Ljungar samið það og gerir hún i
einnig allar leikbrúðurnar. Eva k
Ljungar blandar saman íslensku |
og sænsku í sýningunni og ætti
að vera auðvelt fyrir áhorfendur
að fylgjast með framvindu sög- :
unnar,“ segir í kynningu.
„Leikbrúður hennar eru litríkar,
margvíslegar að gerð og lögun og
á einfaldan hátt skapar hún per- ;
sónur gjarnan úr efnisbút eða sjöl-
um. Þetta gerir hún fyrir framan k
börnin þannig að þau taka þátt í >
söguþræðinum."
Aðgangur að sýningunni er |
ókeypis.