Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 25

Morgunblaðið - 26.01.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ vörum hér innanlands á síðustu árum. Við höfum unnið eftir stefnunni sem mörkuð var árið 1988 og hún hefur skilað okkur góðum árangri. Við getum því einbeitt okkur að því að horfa fram á veginn. Innlendur landbúnaður og fyrirtæki sem starfa í tengslum við hann verða að horfast í augu við það að hér munu verða verulegar breytingar næstu ár. Samkeppni mun aukast til muna við innfluttar vörur og þess vegna er mjög brýnt að við undirbúum okkur í tíma, bæði með því að auka gæði framleiðslunnar og hins vegar með því að hagræða í rekstri. Þetta þarf að gerast í úrvinnslufyrirtækjum og eins í frumframleiðslunni á búunum. Við höfum gengið mjög langt í því sjálf- ir að hagræða í rekstrinum og það hafa óneitanlega komið upp erfið mál í því sambandi. Þetta er engu að síður það sem gera þarf. Það er ekki grundvöllur fyrir því að hægt sé að reka svona starfsemi innanlands sem sé að marki óhag- kvæmari en gerist í nágrannalönd- unum, þegar til lengri tíma er litið. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þær umbreytingar sem allt bendir til að verði á næstu árum, bæði með opnari markaði og óvissu um hvað við taki er búvörusamning- urinn rennur út. Sláturfélag Suðurlands hefur um þessar mundir afgerandi forystu á innarlandsmarkaði hvað snertir til- búna rétti með 1944 framleiðsl- unni, ef litið er á það sem í fram- boði er af réttum sem tilbúnir eru til neyslu á innan við 10 mínútum. Ég held að þróunin sé að stærstum hluta í átt að meira framboði á til- búnum réttum. Auðvitað má líka sjá afturhvarf til þeirra tíma þegar fólk gaf sér tíma til „rómantískrar" matreiðslu, en slíkt gerir fólk þá frekar til hátíðabrigða. Það sem við okkur blasir næstu ár hér hjá Sláturfélagi Suðurlands er að halda áfram að gera það sem við erum að gera - og gera það enn betur. Við þurfum líka að fylgja þeim breytingum sem verða á mark- aðinum og eiga þátt í þeim breyt- ingum en ekki vera einungis áhorf- endur. Ég held að neytendur muni á næstu árum gera meiri kröfur til gæðamála og öryggis hvað snertir matvæli. Þetta mun að líkindum eitthvað hjálpa innlendri fram- leiðslu í samkeppni hennar við inn- fluttar vörur. Hollustusjónarmiðin munu sitja í öndvegi. Við hér hjá SS höfum einnig hugsað okkur að flytja meira út en gert hefur verið og erum þegar farnir að flytja út sérpakkað lamba- kjöt á markaði í Evrópu. Þar held ég að séu miklir möguleikar ef tekst að fara rétta leið inn á markaðinn. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verð til neytenda á vöru eins og lambakjöti mjög svipað og á ís- landi. Éf hægt er að komast með vöru rétta leið, framhjá alls konar milliliðum þá tel ég að hægt sé að fá fyrir hana viðunandi verð. Næsta skref er að selja fullunna vöru, eins og pylsur og tilbúna rétti. Það er mikill áhugi erlendis á að kaupa slíka vöru héðan. A níutíu ára af- mæli Sláturfélags Suðurlands er staða félagsins þannig að það stendur vel hvað rekstur snertir, markaðsstaða þess er mjög sterk og efnahagurinn fer batnandi." IJðsmyndari Ólafur Magnússon. FRÁ niðursuðuverksmiðju Sláturfélagsins á Skúlagötu 20, í nýjum húsakynnum verksmiðjunnar sem var reist árið 1929. Dósir undir framleiðsluvörur verksmiðjunnar voru framieiddar á staðnum. MATARDEILDIN Hafnarstræti 5. Myndin tekin 1930. Ijjósm. Sig. Zoöga & Co. STARFSFÓLK í verslunum SS 1931. Fremsta röð frá vinstri: Skúli Ágústsson frá Bírtíngarholti, versl.stj. matardeildar, j>á Matarbúð- arinnar Laugavegi 42, siðan frystihússtjóri á Skúlagötu 20, Lárus Lýðsson, versl.stj. á Týsgötu 1 og siðar Skól'avörðustíg 22. Guðni Árnason versl.stj. matardeílar í um 30 ár frá 1923. Þorvaldur Guð- mundsson („f Sfld og fisk“) starfsmaður matardeildar og síðar niðursuðu. Dagbjartur Lýðsson, matardeild. önnur röð frá vinstri: Nafn óþekkt, Sigrún, Helga og Guðrún, föðurnöfn óþekkt, starfs- menn matardeildar. Guðbrandur Bjarnason, versl.stj. Skólavörðu- stíg á eftir Lárusi Lýðssyni. Hjördfs Jónsdóttir, starfsmaður f ýms- um verslunum og pylsugerð. Aftasta röð frá vinstri: Jón Eyjólfsson (faðir Jóhannesar f Bónus) byrjaði sem sendill f matardeild, síðar verslunarstjóri þar og deildarstjóri vörumiðstöðvar. Hafliði Magn- ússon (bróðir Ólafs Magnússonar Ijósm.) sendill í matardeild, svo starfsmaður pylsugerðar og fór til Bandaríkjanna á stríðsárunum í kjötiðnaðarnám. Andrés Ásmundsson (sonur Ásmundar biskups) sendill f matardeild, síðar læknir. Kjartan Skúlason (sonur Skúla Ágústssonar), afleysingamaður verslana. Úr myndasafni Sláturfélags Suðurlands sölumeðferð á frumstæðu stigi. Vfð þessar aðstæður stofnuðu bændur f 26 hreppum Árnes- og Rangárvallasýsina Sláturfé- lag Suðurlands. Félagið starfar enn með miklum blóma og framleiðslan er nú fyrir nokkr- um árum komin austur á Hvols- völl en var lengst af f Reykjavík, þar reisti félagið státurhús á aðalmarkaðssvæði sínu á svo- kallaðri Frostastaðalóð, sem er við Skúlagötu. Þar voru höfuð- stöðvar Sláturfélagsins f rösk- lega 80 ár. NU 28. JANUAR eru liðin rétt nfutfu ár sfðan bændur á Suður- landi söfnuðust saman við Þjórsárbrú í Rangórvallasýslu og stofnuðu Sláturfélag Suður- lands. Um sfðustu aldamót voru ýmsir erfiðleikar f afurðasölu- málum. Árið 1896 var innflutn- ingur lifandi fjár til Bretlands bannaður og varð þvf að auka mjög slátrun f landinu sjálfu en á þvf voru annmarkar miklir þar sem skipulögð sauðfjárslátrun hafði ekki tfðkast, frystitæki voru ókunn og geymsluaðferðin því eingöngu söltun kjötsins og ..........................Ljósmyndari Pétur Thomscn. ÚTKEYRSLUBÍLL - Chevrolet 1955. SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 25 Paradís í Karíbahafi Qjómifií/uifiw Ódýr, örugg, falleg og spennandi. Gríptu tækifærið núna - burt úr myrkrinu, kuldanum og stressinu. Láttu drauminn rætast. Puerto Plata Village Algjör drauma- staður með öllu inniföldu, eða Renaissance Capella Beach S-ár hótel skammt frá höfuðborginni Santo Domingo Brottfarardagar: 2., 9., 16. og 23. febrúar og 2., 9. og 16. mars Örfá sæti laus í flestar brottfarir. Ein, tvær eða þrjár vikur. íslenskur fararstjóri: Már Elíson FERÐASKRIFSTOFAN BRIMA? HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 Landsbanki íslands auglýsir nú áttunda árið í röð eftir umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 8 styrkir. Einungis þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI, námsmannaþjónustu Landsbanka Islands, fyrir 15. mars 1997 eiga rétt á að sækja um styrk vegna þessa námsárs. Hver styrkur er að upphæð 175 þúsund krónur. Styrkirnir verða afhentir NÁMU-félögum í apríi 1997 og verða þeir veittir samkvæmt eftirfarandi flokkun: • 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, • 2 styrkir til náms við framhaldsskóla á íslandi, • 2 styrkir til framhaldsnáms erlendis, • 1 styrkur til listnáms, • 1 styrkur til náms í einhverjum ofangreindra flokka skv. ákvörðun dómnefndar. Umsóknum er tilgreini nafn, heimilisfang, kennitölu, námsferil, námsárangur, heimilishagi og framtíðaráform skal skilað til Landsbanka (slands eigi síðar en 15. mars næstkomandi. Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið „NÁMUSTYRKIR" Bankastræti 7, 155 R ss —4*—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.