Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL
ÁSMUNDSSON
+ Páll Einar Ásmundsson
var fæddur á Hríshóli í
Reykhólasveit, Austur-Barða-
strandarsýslu, 13. febrúar
1912. Hann lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund 20.
janúar síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Arbæjar-
kirkju 24. janúar.
Pípulykt og karamellur er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar ég hugsa til baka, en Palli
átti alltaf til stóran poka fullan
af dýrindis karamellum þegar ég
kom í heimsókn. Hann var alltaf
góður við okkur krakkana og vildi
allt fyrir okkur gera. Það var fyr-
ir tilstilli Palla að ég byrjaði ung-
ur að vinna fyrir mér á sumrin.
Fyrst kom hann mér í vinnu sem
sendill á Alþýðublaðinu og síðan
vann ég nokkur sumur með hon-
um í timbrinu hjá Slippnum. Það
var því ekki síst honum að þakka
að ég lærði fljótt að það þarf að
hafa fyrir hlutunum.
Umræður um stjómmál voru
aldrei langt undan þegar Palli var
annars vegar, því hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir á þeim. Hann
fór ekki dult með skoðanir sínar
og strax á unga aldri fékk ég
mikla og góða fræðslu um helstu
afkima stjómmálanna. Af Palla
lærði ég þá stóm lexíu að maður
á að hafa skoðanir á hlutunum.
Gummi.
Kynni mín og Palla hófust 1989
þegar ég kynntist Gumma,
ömmubarni Maríu, sambýliskonu
hans. Strax í upphafi tóku Palli
og María vel á móti mér og vildu
allt fyrir mig gera. Palli minnti
mig mikið á afa mína sem ég
missti mjög ung. Hann var eini
afinn sem Gummi maðurinn minn
kynntist og var fyrirmyndin sem
hann leit upp til. Reyndust þeir
hvor öðrum mjög vel, sérstaklega
þegar á þurfti að halda.
Mér er enn þann dag í dag
mjög minnisstætt þegar ég fór í
mínar fyrstu heimsóknir með
Gumma á Grundarstíginn. Reynd-
ar urðu þær heimsóknir ekki eins
margar og ég hefði viljað, en urðu
þeim mun fleiri á Grund eftir að
hann fluttist þangað 1992.
Það voru stoltir foreldrar sem
komu með frumburðinn sinn,
hann Böðvar, á Grundina tæpum
mánuði eftir fæðingu hans 1993.
Ekki var Palli síður stoltur lang-
afi þar sem hann gekk um gólfið
með sveininn og raulaði fyrir
hann. Ekki var Palli síður stoltur
rúmu ári síðar þegar við komum
með yngri drenginn, Magnús,
einnig í heimsókn. En alltaf vildi
Palli fá drengina í fangið og
ganga með þá um gólf og raula
fyrir þá hvort sem þeir voru róleg-
ir og góðir eða órólegir. Oftast
voru þeir þó rólegir og góðir og
ætíð var Palli undrandi á hvemig
við fómm að því að hafa þá svona
góða. Var jafnvel svekktur af því
hann gæti ekki notað nógu oft á
þá „töfraþulumar" sínar til að róa
þá niður. Ósjaldan vora til ein-
hveijir molar í skúffunni hjá Palla
þegar ormarnir komu við eftir að
þeir eltust og vora það glaðir
snáðar sem tóku við þeim og sett-
ust á rúmið hans afa og borðuðu
þá, eða bara skoðuðu sig um í
herberginu hans.
Það verður erfitt að skýra út
fyrir ungu sveinunum að Palli afi
sé núna dáinn og farinn til himna.
Þeir vora þó það heppnir að fá
að kynnast langafa sínum því allt-
af reyndum við að koma því við
að heimsækja Palla og Maríu
a.m.k. hálfsmánaðarlega svo þau
gætu kynnst drengjunum báðum
og ekki síst að drengimir fengju
að kjmnast þeim. Mínar heim-
sóknir til þeirra í vetur urðu færri
en ég hefði viljað, ástæðan var
að ég notaði tímann meðan feðg-
amir vora úti til að læra fyrir
skólann. Palli var mjög áhuga-
samur um það sem ég var að
gera og ætíð fékk ég kveðjur frá
honum, þó svo ég sæi mér ekki
alltaf fært að fara í heimsókn
með köllunum mínum. Eldri sonur
minn var duglegur að flytja mér
kveðjurnar og segja fréttir af
langafa sínum og langömmu.
Það var erfið heimsókn sem við
áttum til hans á laugardaginn
var. Þá sáum við að hverju stefndi
en við vitum að hann er hvíldinni
feginn en samt er erfitt til þess
að hugsa að við eigum ekki eftir
að sjá hann oftar. Það verður
eflaust erfitt fyrir Maríu næstu
vikumar því núna er hún búin að
missa tvo menn frá sér en fær
ekki að njóta hvíldarinnar sjálf
sem hún biður þó alltaf um í hvert
skipti sem við komum í heimsókn.
Hún gerði sér þó grein fyrir því
þegar við fóram með hana í heim-
sókn til Palla á laugardaginn að
stutt væri eftir af hans jarðlífí
og talaði um það við hann og
sagðist mundu vonandi koma
fljótt til hans.
Elsku Palli, við þökkum þér
fyrir aila þá hlýju og ánægju sem
þú hefur veitt okkur í gegnum
árin, við munum sakna þín mikið
og heimsóknanna til þín á Grand-
ina, minningarnar munu greipast
í huga okkar og ætíð dvelja þar.
Þú sagðir okkur oft sögur af ferð-
um þínum til ókunnra landa hér
áður fyrr þegar þú varst á sjón-
um. Við lítum svo á að nú sé
komið að enn einni ferðinni þinni
og væntanlega segir þú okkur frá
henni þegar við komum til þín
seinna. Því segjum við núna góða
ferð og sjáumst síðar.
Arndís, Guðmundur,
Böðvar og Magnús.
iIÓLl
FASTEIGN ASALA
Skipholti 50B, 2. hæð t.v.
511-1600
Við sérhæfum okkur í
atvinnuhúsnæði.
Hjú okkur er úrvaiið.
Guðlaugur Örn Þorsteinsson,
rekstrarverkfræðingur og
Viðar Kristinsson, sölumaður.
L
EIGULISTINN
Fax 562 2330
ATVINNUHUSN
LEIGUMIÐLUN
511-1600
Til leigu
Bláu húsin
Hagkvæm og eftirsótt ca 100 fm
skrifstofueining í bláu húsunum við
Suðurfandsbraut. Húsnæðið skiptist í eitt
skrifstherb., móttöku, kaffiaðstöðu og
opið vinnurými. Hagstæð áhvílandi lán.
Bolholt
Lrtið og nett ca 88 fm skrifstofu- og
lagerrými á 2. hæð í lyftuhúsi til sölu eða
leigu. Tilvalið fyrir litla heildsölu eða
þjónustufyrirtæki. Verð 3,4 millj. Áhv. 1,3
millj.
Suðurgata
Ágætt 94 fm rými á jarðh. í miðbæ Rvíkur
sem getur nýst undir ýmsa þjónustu.
Húsn. skiptist í 3 rými þ.ám.
eldhúsaðstöðu. Verð 4,9 millj. Ekkert áhv.
Við Hafnarfjarðarhöfn
Nánast fullb. 658 fm iðn. og skrifshúsn. á
einum besta stað nál. Hafnarfjarðarhöfn.
Vinnusalurinn er ca 432 fm með tvennum
innkeyrsludyrum og með allt að 6,5 m.
lofthæð. Framhluti hússins er 226 fm á
tveimur hæðum. Á efri hæð er innr.
skrifstrými. en neðri hæðina má nýta undir
bæði skrifstofur og verslun. Verð 30,5
millj. Mikið áhv.
Hlíðarsmári - Kóp.
Um 160 fm verslhúsn. á jarðhæð í nýju
húsnæði í Miðjunni. Um er að ræða
endaeiningu með glugga á þrjá vegu sem
sjást vel frá næriiggjandi umferðargötu.
Eignin verður afh. tilb. til innr.
Stórhöfði
Glæsil. ca 710 fm skrifstofuhúsn. með
sérinng. á 2. hæð í þessu sérstaka húsi
sem stendur fyrir ofan Gullinbrú. í húsn.
eru 20 skrifstherb., góð móttaka,
fundarherb. o.fl. Parket. Fallegt útsýni.
Húsnæði með sterkt auglýsingagildi, góða
aðkomu og næg bílastæði. Áhv. 25 millj.
Iðnaðarhúsnæði
Um er að ræða ca 1400 fm
iðnaðar/lagerrými með 140 fm millilofti. 4
innkeyrsludyr, lofthæð 5,5 m. Einnig er ca
500 fm þriskipt tengibygging með þremur
innkeyrsludyrum. Góðir stækkunar-
möguleikar fyrir hendi. Útísvæði er stórt
og aðkoma að húsinu er góð. Eignin er til
sölu/leigu i heild eða í einingum.
Viðarhöfði
Óinnréttað 340 fm súlulaust
skrifstofuhúsnæöi á 3. hæð með 170 fm
svölum og frábæru útsýni. Raf- og
hitalögn fyrir hendi. Ýmis eignaskipti
koma til greina. Mikið áhv.
Vagnhöfði
Ármúli
Mjög snyrtilegt og gott 431 fm
iðnaðarhúsn. með góðu útisvæði.
Húsnæðið er á tveimur hæðum. Neðri
hæð skiptist í vinnusal með stórum
innkeyrsludyrum, smávörulager og
móttökuskrifstofu. Á efri hæðinni er
skrifstofurými, góð starfsmannaaðstaða
og lagerrými. Eign sem hentar vel fyrir
iðnað eöa heildverslun. Áhv. 4,0 millj.
Gerðuberg
Hér er um að ræða 600 fm húsnæði, beint
á móti F.B. sem getur hentað vel undir
ýmiskonar heilsurækt, s.s. nuddstofu,
jógastarfsemi, sólbaösstofu eða Erobik
eða þ.h. Auðvelt að skipta húsn. í 70-170
fm einingar.
Hólmasel
Mjög vel staðs. 184 fm verslunarhúsn.
sem er að mestu eitt opið rými með
tveimur inngöngum. Húsnæði með góða
aðkomu og næg bilastæði sem býður upp
á mikla möguleika fyrir trausta aðila í
verslun eða þjónustu.
Ægisgata
Um 510 fm skrifstofuhúsn. á 2. og 3. hæð
ásamt 456 fm iðnaðar-/lagerhúsnæði í kj. í
steinsteyptu húsi nál. Reykjavíkurhöfn.
Heildarleiga pr. mán. kr. 440 þús.
Tunguháls
Ágætlega staðsett verslunarhúsnæði í
Breiðholti, alls ca 145 fm sem skiptist í 2
einingar, þar af önnur í útleigu. Mögul. á
aö breyta öllu plássinu f íb. Verð 5,8
millj.
Vestmannaeyjar
Einstaklega vel staðs. húsn. við
bryggjukant í Vestmannaeyjum. Húsið er
ca 376 fm að grunnfl. með 125 fm
millilofti. Tveir vinnusalir með ca 6 m.
lofthæð, innkeyrsludyrum, snyrtingu o.fl.
Eignin hentar vel fyrir iðnað, t.d.
fiskvinnsiu.
Til ieigu
Skútuvogur
Um 185 fm skrifstofuhúsn. á 2. hasð í
heild III. Innréttað með dúk á gólfum.
Pakgluggi. Tilvalið fyrir lögfræðinga eða
endurskoðendur eða aðra
þjónustustarfsemi. Frábær staðsetning.
Snyrtilegt. Mánaðarleiga 110 þús.
Um 458 fm húsnæði á jarðh. í þessu nýja
og glæsil. húsi. I hluta húsnæðisins er allt
að 7-8 m. lofthæð og innkeyrsludyr sem
var upprunalega hannað undir stúdíó.
Húsnæði með mikla möguieika.
Hús verslunarinnar
Gott 528 fm skrifstofuhúsn. á 5. hæð í
þessu vel staðsetta og þekkta húsi.
Mögul. að skipta húsn. í þrjár einingar. f
húsn. eru 25 skrifstherb., móttaka, stórt
fundarherb. o.fl. Snyrtilegt og gott húsn.
Krókháls
Rúml. 3300 fm iðnaðar- og skrifsthúsn. á
tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er rúml.
2100 fm iðnaðar- og geymsiuhúsn. með
þremur innkdyrum og 3ja-7 metra
lofthæð. Á efri hasðinni er um 1200 fm
skrifstofu- og iðnaðarhúsn. Eignin getur
leigst í einu lagi eða smærri einingum.
Teikn. á skrifst.
Miðbærínn - skrífstofa
Um 65 fm skrifsthúsn. á 4. hæð í lyftuhúsi
við Laugaveginn. Þrjár lokaðar skrifstofur
og lítil kaffiaðstaða. Parket. Mánaðarleiga
kr. 40 þús.
Hringdu núna - við skoðum strax
MAREN
JÓNSDÓTTŒ
+ Maren Jónsdóttir var fædd
í Ytri-Vogum í Vopnafirði
7. maí 1901. Hún lést á EIIi-
og hjúkrunarheimilinu Grund
í Reykjavík og fór útför henn-
ar fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju 19. desember.
Mig langar til að minnast ást-
kærrar ömmu minnar í fáeinum
orðum.
Þegar ég hugsa til hennar þá
er eitt orð sem kemur upp í hug-
ann, þekking.
Amma bjó hjá frænku og frænda
á Langholtsveginum og þegar ég
kom til hennar í heimsókn sem lít-
ill strákur var amma alltaf fús til
að hlusta á mann og miðla af þekk-
ingu sinni. Oft hugsaði ég með
mér hvemig gat hún vitað svona
mikið? Mamma og pabbi sögðu
jafnan á leiðinni heim, nú hún
hlustar mikið á útvarp. Og ég sem
hélt að það eina í útvarpinu væri
hljómlist.
Amma gisti stundum hjá okkur
í Goðatúninu. Hún var farin að sjá
illa á þessum árum en rataði samt
alltaf úr herberginu sínu fram í
eldhús með rauðu töskuna sína og
útvarpið í hendinni. Þar var setið
löngum stundum og skeggrætt.
Það var hin besta skemmtan að
hlusta á hana segja frá. Hvort sem
það vora stríðsárin, lífið á Eski-
firði eða stjómmál líðandi stundar.
Minnist þess hve mamma og amma
gátu rökrætt fram og aftur um
stjómmál. Þá var nú oft heitt í
kolunum, slegið í borðið svona
aðeins til áherslu.
Ég sá hana ömmu síðasta sumar
þá í sumarfríi frá Englandi. Kom
með kærustu mína Caroline inn á
Grund, þar sem hún dvaldi síðustu
árin. Við ræddum um heima og
geima en snerist fljótt að Eng-
landi. Enska konungsfjölskyldan
hafði þá verið mikið í fréttunum.
Amma kom nú ekki af fjöllum í
þeim efnum og gat sagt þessari
ensku heilmikið um hennar eigin
drottningu. I leiðinni varð Caroline
að orði hve amma vissi mikið og
að hún væri aldeilis stórmerkileg
kona. Ég gat ekki verið meira sam-
mála. Hún amma Maren átti sér
engan líkan.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til allra í fjölskyldunni.
Sveinn Geirsson.
SIGRÍÐUR SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR
+ Sigríður Sveinbjörnsdóttir
fæddist á Þórshöfn á
Langanesi 30. maí 1914. Hún
lést 18. janúar síðastliðinn á
dvalarheimilinu Nausti á Þórs-
höfn og fór útför hennar fram
frá Raufarhafnarkirkju 25.
janúar.
Hún amma mín er farin frá
okkur eða stutt amma eins og
börnin mín voru vön að kalla hana,
vegna þess að hún sagðist vera
svo stutt að hún bæri ekki nafnið
Iangamma. Það var nú ekki ama-
legt að koma heim úr skólanum
og fá heitt kakó og nýbakaðar
pönnukökur sem amma var að
baka. Hún amma var búin að vera
ekkja í rúm 28 ár. Hún var oft
heima hjá foreldrum mínum á
vetuma og um hátíðir. Það var
oft gaman að fylgjast með henni
þegar hún var að taka upp jóla-
pakkana sem komu frá bömunum
hennar. Þá var það fastur liður
þegar við hjónaleysin og bömin
vorum að fara norður á mínar
heimaslóðir að koma við í Berg-
holti og fá sér kaffisopa og
bakkelsi og jafnvel að taka hana
með okkur til Þórshafnar.
Hún amma var mjög barngóð.
Það var alveg sama hvar hún var,
alltaf voru börnin í kringum hana.
Það var nú kannski ekki furða þar
sem hún átti 13 böm sjálf og hún
kom þeim öllum vel til manns.
Hún amma var mjög nægjusöm
og aidrei heyrði maður hana
kvarta, það var fyrir rúmum
tveimur árum að hún fór að kenna
sér meins og þá var farið að
stunda læknana. En enginn varð
batinn. Síðast þegar við sáum
gömlu konuna fyrir 5 mánuðum
var hún nokkuð hress og talaði
um að fara í Bergholt, sem var
hennar heimili. Hún dvaldi síðustu
10 mánuðina á dvalarheimilinu
Naust á Þórshöfn og var vel hugs-
að um hana.
Megi minning um góða ömmu
verða öðram eins dýrmæt og hún
varð mér.
Ellý og fjölskylda.