Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 39 MINNINGAR ÁRNÝ MAGNEA HILMARSDÓTTIR + Árný Magnea Hilmarsdóttir var fædd í Víkum á Skaga 14. mars 1944, en ólst upp á Hofi í Skagahreppi. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 3. jan- úar siðastiiðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarð- arkirkju 10. janúar. Elsku amma mín. Ég fékk alltof stutt að njóta nærveru þinnar. Samt áttum við margar yndislegar stundir saman, því þú varst alltaf tilbúin að passa mig þegar þess þurfti með og þú tókst alltaf svo hlýlega á móti mér með þínu fallega brosi. Mamma og pabbi munu hjálpa mér að muna alltaf eftir þér því betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég bið Guð að styrkja afa, pabba og Öllu frænku í þeirra miklu sorg. Ég veit að vorið kemur, og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og ijaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor. Því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Karolína Hilmarsdóttir. ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON + Þorsteinn Friðriksson var fæddur á Hálsi í Svarfaðar- dalshreppi í Eyjafirði 9. sept- ember 1945. Hann lést á Akur- eyri 18. janúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Möðru- vallakirkju í Hörgárdal 25. jan- úar. Með þessum orðum Jónasar Hall- grímssonar langar okkur að minn- ast Þorsteins Friðrikssonar, sem lést 18. janúar síðastliðinn. Sízt vil eg tala um svefn við þig; þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda; það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Við þökkum Þorsteini fyrir sam- starfið og góð kynni á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Aðstand- endum hans færum við samúðar- kveðjur. Samstarfsfólk Rf Akureyri. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. ERFI DRYKKJLR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 "ár Næturafgreiðsiu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek 12 • 111 ' A ■■■■ 1 | m nni Slgurbjörn Skarphéðlntson lg.lt. Þðrður Ingvmson Suðurlandsbraut 46, 2. hæð. 108 Rvík. Gft li E. Útlarsson, Þórður Jðnsson i Opið hús í dag, sunnudag, Melhaga 11 frá kl. 15.00 - 17.00 Glæsileg 5 herb. íbúð ca 100 fm (þakfbúð) á 3. hæð í góðu steinhúsi á einum besta stað í vesturbænum. Mikið endurnýjuð eign. Suðursvalir. Áhv. ca 3,7 millj. Byggingarsjóður ríkisins. Verð 9,5 millj. Guðlaugur og Ragnhildur taka á móti gestum í dag. Verið velkomin. ODDNY STEINUNN SIG URÐARDÓTTIR + Oddný Steinunn Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1934. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 7. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram 16. janúar. Nokkrar línur langar mig að setja á blað um þessa sæmdarkonu, mág- konu mína Oddnýju Sigurðardóttur. Við skulum fara svona 30-35 ár aftur í tímann. Þá bjuggu Oddný og Jón á Otrateignum og þangað kom maður oft. „Maður kom við,“ eins og sagt var í þá daga. Þar var lítið eða ekkert stress og alltaf tími til að rabba saman. Jón var hættur á sjónum og kominn í land og byij- aður að versla. Oddný sá um börn og bú eins og henni var lagið. Fór hún ákaflega létt með öll störf, hvort heldur var innan eða utan heimilis. Enda var hennar lundarfar einstakt. Einstök rólegheit Oddnýj- ar ásamt hennar ljúfa brosi voru hennar góðu eigir.leikar og leystu allan vanda. Fólki leið vel í návist hennar. Stundum fórum við hjónin út með Oddnýju og Jóni hér áður fyrr, á árshátíðir og fleira. Þá vorum við öll ung og gaman að skemmta sér. En aldrei var neinu ofgert í þeim efnum. Einatt kom maður við á Otrateignum og var Oddný þá ekki lengi að koma með ilmandi kaffið, eins og alltaf þegar þau hjónin voru sótt heim. Nú fóru tímar að breytast. Þau fluttu í Austurgerðið og byggðu þar gott heimili. Heimilið stækkaði, verslunin stækkaði og börnin uxu úr grasi. En Oddný breyttist ekk- ert. Æðruleysi þessarar konu var einstakt. Þau hjónin fóru talsvert til sólarlanda á veturna og haustin og hittum við Katrín þau nokkrum sinnum í þeim ferðum. Oddnýju þótti gott að vera á suðrænum slóð- um. Sól, hiti og eitthvað til að busla í var hennar yndi. Á sumrin var það garðurinn heima hjá henni sem tók við. Þar gerðust góðir hlutir. Að finna móður jörð milli handa sér er jú lífsins draumur. En svo fyrir þremur árum kom sú frétt að Oddný hefði greinst með vott af krabba- meini. Allt virtist ganga að óskum með lækningu og enn kom í ljós æðruleysi og skilningur Oddnýjar á að takast á við veikindi sín. En það dugði ekki til og fyrir nokkrum mánuðum var sýnt hvert stefndi. Hún andaðist svo á heimili sínu að kvöldi 7. þessa mánaðar. Blessuð sé minning Oddnýjar Sigurðardóttur. Guðmundur Júlíusson. 1 J boösdagar! i Púöar - Lampar ' 20 - 30% afsláttur iittolo pp I Laugavegi 24. FINLAND lVd 1 Vl sími 562 4525 Goti aðgengi er í allar áttir og stutt í þjónustu, skóla og dagheimiii. Lóð verður fullfrágengin og hiti verður í stétt. Þetta er eitt hús meö öllu. Hér þarf engu að bæta við eða framkvæma áður en flutt er inn. Enginn falinn kostnaður. Bara lyklarnir og flytja inn. En því miður eru þetta bara 10 íbúðir svo það er betra að segja LJ wnÆ.\liÝÆ\l Okkur langar til að upplýsa þig um eitt best varðveitta leyndarmálið á bygginga- markaðnum í dag en ekki segja neinum! í Kópavogi við Funalind 15 er verið að reisa líltið einstakt fjölbýlishús með 10 Æj ihiiðiim i.s&Tiiíb mmsm Frágangur á þessu búsi er öðruvisi en þu atl aö venjnst slíkum húsum á íslandi. ; ...... „ , Husið er alit klætt að utan með ^ áli. Gluggar eru samsettir ál-og timburgluggar með 3földu gleri. Viðhaldspeningarnir þínir fara því í utanlandsferðir eða annaö það sem þér hentar betur. Að innan er húsið allt hið vandaðasta. Sameign er opin. björt og skemmtileg. Allir innveggir eru klæddir með tvöföldu gipsi og einangraðir með steinull, sem gefur mjög góða hljóðeinangrun, engin sprungumyndun og gipsið er dautt efni sem veldur ekki ofnæmi. Innréttingar og hurðir eru lir kirsuberjavið og eru vönduð íslenskt framleiðsla. Sér þvottahús fylgir hverri íbúð. Baðherbergi er fiísalagt í hólf og gólf. Þar er einnig að finna vandaða baðinnréttingu, góð blöndunartæki, já og konur athugið á baðinu er vegg- hengt klósett sem auðveldar verulega þritin fyrir karlinn. Skápar eru í öllum herbergjum og í forstofu. Á gólfi verður vandað gegnheilt parket. íbúðirnar eru ríkulega búnar sjónvarps-, síma- og rafmagnstenglum. Vönduð eldunartæki fylgja í eldliúsi. íbúðirnar eru stærri og rúmbetri en gengur og gerist. Stórar svalir fylgja íbúöunum á efri hæðum og sér lóð fylgir íbúðum á jarðhæð. Staðsetninn er mióswædi!; á hhfnAhnrnaretcpnimi engum frá þessu, heldur drífa sig beint og festa sér eina af þessum einstöku íbúðum. Reykjavíkurvegi 60 - 220 Hafnarfirði Sími 565-5522 - Fax 565-4744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.