Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 40

Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 40
40 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TTL BLAÐSINS pað Fie R.érr.1 ée hsp of 'ah-í&sj. o/z J Grettir Tommi og Jenni Smáfólk Y£5,5IR..1 THINK YOU 50LDME AF0R6ERV.. THI5 15 NOT JOE 5HLAB0TMIK‘5 5I6NATURE 'U 6ET L05T7ÍYOU 5ELL MEAFAKEAUT06RAPH, ANO THEN TELL ME T0 6ET L0ST?'i OUHAT AM I 60IN6 T0 P0 ABOUT IT? LET ME INTROPUCE YOU TO MY LUORLD FAM0U5 ATTACK 006. Já, herra ... Ég held að þú hafir selt mér falsaða vöru... Þetta er ekki eigin- handaráritun Jóa Snögga. Hypja mig! Þú selur mér falsaða eiginhandarárit- un og segir mér síðan að hypja mig?! Hvað ætla ég að gera við því? Leyf mér að kynna þig fyrir hinum heimsfræga árásarhundi... Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tarzan og íslensk heimspeki Frá Þorsteini Guðjónssyni: „TARZAN er að koma aftur,“ segja mér tíðindablöð (Mbl. og Alþbl. 17. og 18. jan.) og þykir mér gott að heyra. Tarzan var lesinn upp til agna, á minum æskudögum. Það sem nú er um að ræða er sýning í Þjóðarbók- hlöðu á Tarzan-safni Richards Korns, kontrabassaleikara, og umsögn tveggja blaðamanna: Sigrúnar Bjömsdóttur og Gunnars Hersveins, sem ég vil lítillega gagnrýna. Báðum mistókst að stafsetja nafn íslenska jarðfræðingsins dr. Helga Pjeturss, en hinsvegar vafðist ekki fyrir rithöf- undinum Edgar Rice Burroughs að hafa það nafn rétt. Gaman var að sjá þarna bréfa- skipti Edgars Rice Burroughs, mrs. Harriet L. Green, dr. Helga Pjeturss og nokkurra annarra um kenningu hins síðastnefnda. Mrs. Green segir í bréfi til Rice Burroughs frá þessu máli, en hann þakkar henni fyrir og segir að þetta sé fögur kenning og miklu fullkomnari en nokkuð sem finnisúf Biblíunni. Síðar skrifar hann einnig dr. Helga og þakkar honum. „Vildi ég óska að kenning yðar væri rétt - og þó einkanlega ef ég gæti í framlífí munað ævi mína hér.“ Þetta finnst mér gáfulega sagt hjá Edgar Rice Burroughs. Minningar eru kjarni lífsins. Þó nokkuð virðist hafa verið um það á „millistríðsárunum" að menntamenn erlendis aðhylltust kenningu Nýals, enda var þá hugar- far betra og viturlegra en síðar varð. Bandarískur kapteinn, C.C. Coffey, sem löngu síðar varð bréfavinur minn, mundi eftir að segja mér, rétt áður en hann dó, frá því sem gerðist þegar hann kom inn á Reykjavíkur- höfn, í landgönguliði 1941 eða 2. Hafði hann orð á því við herlækninn sem stóð við hlið hans, hvað hann kynni vel við þennan stað „rétt eins og ég hefði komi hér áður“. Herlækn- irinn svaraði: „Þú talar eins og þú hafir kynnst kenningu dr. Helga Pjeturss. En það er ekki nóg að kann- ast við hana; menn verða að skilja hana og kunna að gera grein fyrir henni“. Þannig talaði bandarískur læknir á leið inn á Reykjavíkurhöfn árið 1941 eða 2. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. OPIÐ HÚS VESTURBÆR - LÁN í dag frá kl. 14-18 er þér og þínum boðið að skoða stórglæsilega 3ja-4ra herb. íbúð á 2. hæð t.h. í nýlegu litlu fjölbýli við Bárugranda 7, Rvík. Vandaðar innréttingar og tæki. Parket. Suðursvalir. Bílskýli. Áhv. 5 millj. Byggingarsjóður ríkisins (um 25 þ. á mán.). Ásett verð 9,2 millj. Fasteignasalan Framtíðin, sími 511 3030. Opið ídagfrá kl. 12-14 Vindás 2 Opið hús frá 15-17. Góð ca 60 fm 2ja herb. íbúð á 3ju hæð. Glæsilegt útsýni. Bílskýli. fbúðin skiptist í hol, góða stofu, svalir frá stofu, opið eldhús með góðum innr. og borðkrók, rúmgott svefnherb., flísalagt baðherb. Parket á gólfum. Gott ástand á sameign og húsi. fbúðin er laus fljótlega. Marta og Ástvaldur sýna íbúðina. (Ib. nr. 0401) Suðurhlíðar Kópavogs Einstök staðsetning Til sölu efri hæð á þessum einstaka útstýnisstað við Heiðarhjalla 23. fbúðin er 122 fm og sklptist m.a. í 3 herbergi, stórar stofur, eldhús og bað. Góðar suðursvalir. Sérinngangur. fbúðinni fylgir 26 fm bílskúr. Til afhendingar strax. Tæpl. tilb. undir tréverk. Verð 8,5 millj. Lyklar á skrifstofu. Vantar - vantar - vantar 1. 3ja til 4ra herb. nýlega Ibúð í vesturbæ Reykjavíkur, helst á Gröndum eða úti á Seltjarnarnesi á verðbilinu 7-9 millj. 2. 100 fm 3ja til 4ra herb. íbúð í Foldahverfi í Grafarvogi. Helst með bílskúr eða bílsgeymslu. Verðhugmynd 8-9 millj. 3. 500 fm atvinnuhúsnæði í Örfirisey fyrir fjársterkan kaupanda. Borgir fasteignasala, Ármúla 1, Reykjavík. Sími 588 2030, fax 588 2033.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.