Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 56

Morgunblaðið - 26.01.1997, Page 56
* G3> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi rogtutlÞfiiiftifr <33> NÝHERil ' MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S)CENTRVM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dregið úr land- græðslu- flugi ÁFRAM verður dregið úr land- græðsluflugi næsta sumar en bændur og aðrir aðilar hafa yfir- tekið mörg verkefni sem land- græðsluflugvélar sinntu áður. „Við höfum á engan hátt horf- ið frá þeirri starfsaðferð að nota flugvélar í baráttu við gróðureyð- ingu en við teljum að í flestum tilfellum geti bændur tekið við þeim verkefnum. Við höfum lagt áherslu á að nota melgresi í bar- áttu við eyðingaröflin og fræ melgresisins verður að herfa nið- ur og það geta flugvélarnar ekki þótt fjölhæfar séu. Og þetta hefur jafnframt þýtt minni áburðar- dreifingu," sagði Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri, við Morg- unblaðið. Verið er að selja minni land- græðsluvélina, TF-Tún, og verk- efni stærri vélarinnar, Páls Sveinssonar, verða minni næsta sumar en oft áður. Flugvélin verður þá einkum notuð í friðuð- um iandgræðslugirðingum á Reykjanesi og Suðurlandi. Onnur helstu verkefni Land- græðslunnar næsta sumar verða í Skútustaðahreppi í samstarfi við bændur, sveitarstjórn og aðra aðila. Þar verður unnið við upp- græðslu Hólasands norðan Mý- vatns og við að hefta sandfok í Kráká en sandburður í ána hefur skaðað uppeldisstöðvar vatna- fiska og valdið óeðlilegu sliti á hverflum Laxárvirkjunar. Sunn- anlands verða stærstu verkefnin við Þorlákshöfn og á Haukadals- heiði. Aukiðfé til landgræðslu Þessa dagana er Landgræðslan að vinna nánar að áætlunum um hvemig veija eigi viðbótarfjár- magni, sem ríkisstjómin ákvað á síðasta ári að veita til land- græðslu og skógræktarverkefna á næstu fjómm árum til að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri. Sveinn sagði að þessu fjármagni yrði fyrst og fremst varið til að stöðva eyðingu á gróðri og jarð- vegi og í samræmi við stefnumið Landgræðslunnar kæmu bændur til með að vinna mest af þeim verkum. Sveinn sagði að Landgræðslan ynni nú mest að áætlanagerðum og skipulagningu á landgræðslu- og þróunarverkefnum í samráði við ýmsa rannsóknaraðila. Morgunblaðið/Þorkell Forsætisráðherra segir skynsamlega samninga ieiða til skatta- og vaxtalækkunar Hægt að auka kaupmátt um 8-10% á þremur árum „EF við höldum sæmilega á spilun- um gætum við séð fyrir okkur átta til tíu prósenta kaupmáttaraukningu á næstu þremur árum og jafnvel meiri, ef skynsamlega er haldið á málum. Það myndi þýða að við vær- um að auka kaupmáttinn á árabilinu frá 1994 til aldamóta um 20%. Ég hygg að það sé ekkert skeið í ís- landssögunni sem sýni aðra eins kaupmáttaraukningu," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið um stöðuna í kjaramálum. Davíð segir mikið í húfi að gerðir verði skynsamlegir kjarasamningar, sem tryggi aukinn kaupmátt og leiði til lækkunar á vöxtum og sköttum. - Hann kveðst hins vegar hafa áhyggj- ur af að aðilar á vinnumarkaði séu að tala sig inn í farveg verkfalls- átaka, en fólkið í landinu muni ekki kunna þeim þakkir fyrir að eyði- leggja það sem áunnist hefur. 1,5% meiri hagvöxtur á hverju ári en í viðmiðunarlöndunum Davíð bendir á að þróun efnahags- máia frá 1994 og spár fyrir næstu ár sýni að íslendingar standi sig betur en önnur viðmiðunarlönd. Samfeildur hagvöxtur hafi verið hér á landi undanfarin þrjú ár og ef spár fyrir þetta ár gangi eftir sé meðaltal hagvaxtar á Islandi á tíma- bijinu 1994 tii ársloka 1997 3,9%. „Á þessu fjögurra ára tímabili er meðalhagvöxtur í Evrópusamband- inu 2,4%, í Bandaríkjunum 2,5% og í OECD-ríkjunum samtals 2,4%. A hveiju ári yfir þetta fjögurra ára tímabil höfum við búið við hagvöxt sem er 1,5% hærri en í öllum þessum viðmiðunarríkjum. Þetta er því afar merkilegt tímabil,“ segir Davíð. Hann segir að ef spár gangi eftir muni kaupmáttur aukast um 3,2% á yfirstandandi ári en það þýði að kaupmáttur launafólks aukist um 12,4% a fjögurra ára límabili frá 1994. Á sama tímabili sé kaupmátt- araukning innan ríkja ESB að með- altali 2,6% og 0,7% í Bandaríkjunum. Meiri hætta á að boðuð verkföll skelli á vegna nýrra laga í viðtalinu tekur Davíð undir þá skoðun forystumanna innan ASÍ að ákvæði nýju vinnulöggjafarinnar um afboðun vinnustöðvaná séu mun ósveigjanlegri en eldri lagaákvæði. Mun meiri hætta sé á því að til verk- falla komi eftir að samþykkt hafi verið að boða til vinnustöðvunar en áður var. Forsætisráðherra segir að grund- völlur að ákvörðunum um lækkun jaðarskatta hafi verið lagður en fylgst, verði með hvernig kjaravið- ræður þróast áður en ákvarðanir verða tekr.ar. Aðspurður segir hann að komið geti til álita að gera grund- vallarbreytingu á skattkerfinu. Þá segir Davíð að nú sé ákjósan- legur tími fyrir ríkisvaldið að setja eignir á markað og draga fé út af markaðinum inn til ríkissjóðs til að slá á þenslu og lækka skuldir ríkis- sjóðs. Ríkisstjórnin muni kynna á næstunni ákvarðanir sem opni möguleika á töluverðri sölu á eignum ríkisins. ■ Óttast að/10-11 Milljón á mínútu MILLI klukkan 21 og 23 að kvöldi Þorláksmessu var verslað hérlendis fyrir um það bil 100 milljónir eða nær milijón á mín- útu með greiðslukortum. í fréttabréfí VISA kemur enn fremur fram að greiðslur með debetkortum hafi verið álíka margar en um lægri upphæð hafi verið að ræða eða um 650 þús. I heild voru jólaviðskipti með VISA á tímabilinu um 2,6 miilj- arðar með greiðslukortum og um 2,1 milljarður með debetkortum. Morgunblaðið/Kristinn Stórblót á Seltjamarnesi í upphafi þorra sóttu 550 Selt- irningar sameiginlegt þorra- blót félagasamtaka, sem haldið var í íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi í gærkvöldi, laugardags- kvöld. Að sögn Brynjars Ey- mundssonar matreiðslumeist- ara hjá Veislunni, er þetta þriðja árið, sem blótið er hald- ið. „Það fer um það bil tonn af vörum inn á borðið, þar af eru matföng á milli fimm og sex hundruð kíló,“ sagði hann. Þó að blótíð á Sehjarnarnesi sé í stærra lagi eru óskir þorra- blótsgesta svipaðar og annars staðar. „Vinsælastir eru hrúts- pungarnir, harðfiskur, hákarl og hangilyöt.“ Myndin var tekin í gær þegar unnið var að undir- búningi. Með Brynjari er Hann- es Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.