Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 56
* G3> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi rogtutlÞfiiiftifr <33> NÝHERil ' MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S)CENTRVM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Dregið úr land- græðslu- flugi ÁFRAM verður dregið úr land- græðsluflugi næsta sumar en bændur og aðrir aðilar hafa yfir- tekið mörg verkefni sem land- græðsluflugvélar sinntu áður. „Við höfum á engan hátt horf- ið frá þeirri starfsaðferð að nota flugvélar í baráttu við gróðureyð- ingu en við teljum að í flestum tilfellum geti bændur tekið við þeim verkefnum. Við höfum lagt áherslu á að nota melgresi í bar- áttu við eyðingaröflin og fræ melgresisins verður að herfa nið- ur og það geta flugvélarnar ekki þótt fjölhæfar séu. Og þetta hefur jafnframt þýtt minni áburðar- dreifingu," sagði Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri, við Morg- unblaðið. Verið er að selja minni land- græðsluvélina, TF-Tún, og verk- efni stærri vélarinnar, Páls Sveinssonar, verða minni næsta sumar en oft áður. Flugvélin verður þá einkum notuð í friðuð- um iandgræðslugirðingum á Reykjanesi og Suðurlandi. Onnur helstu verkefni Land- græðslunnar næsta sumar verða í Skútustaðahreppi í samstarfi við bændur, sveitarstjórn og aðra aðila. Þar verður unnið við upp- græðslu Hólasands norðan Mý- vatns og við að hefta sandfok í Kráká en sandburður í ána hefur skaðað uppeldisstöðvar vatna- fiska og valdið óeðlilegu sliti á hverflum Laxárvirkjunar. Sunn- anlands verða stærstu verkefnin við Þorlákshöfn og á Haukadals- heiði. Aukiðfé til landgræðslu Þessa dagana er Landgræðslan að vinna nánar að áætlunum um hvemig veija eigi viðbótarfjár- magni, sem ríkisstjómin ákvað á síðasta ári að veita til land- græðslu og skógræktarverkefna á næstu fjómm árum til að auka bindingu koltvíoxíðs í gróðri. Sveinn sagði að þessu fjármagni yrði fyrst og fremst varið til að stöðva eyðingu á gróðri og jarð- vegi og í samræmi við stefnumið Landgræðslunnar kæmu bændur til með að vinna mest af þeim verkum. Sveinn sagði að Landgræðslan ynni nú mest að áætlanagerðum og skipulagningu á landgræðslu- og þróunarverkefnum í samráði við ýmsa rannsóknaraðila. Morgunblaðið/Þorkell Forsætisráðherra segir skynsamlega samninga ieiða til skatta- og vaxtalækkunar Hægt að auka kaupmátt um 8-10% á þremur árum „EF við höldum sæmilega á spilun- um gætum við séð fyrir okkur átta til tíu prósenta kaupmáttaraukningu á næstu þremur árum og jafnvel meiri, ef skynsamlega er haldið á málum. Það myndi þýða að við vær- um að auka kaupmáttinn á árabilinu frá 1994 til aldamóta um 20%. Ég hygg að það sé ekkert skeið í ís- landssögunni sem sýni aðra eins kaupmáttaraukningu," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið um stöðuna í kjaramálum. Davíð segir mikið í húfi að gerðir verði skynsamlegir kjarasamningar, sem tryggi aukinn kaupmátt og leiði til lækkunar á vöxtum og sköttum. - Hann kveðst hins vegar hafa áhyggj- ur af að aðilar á vinnumarkaði séu að tala sig inn í farveg verkfalls- átaka, en fólkið í landinu muni ekki kunna þeim þakkir fyrir að eyði- leggja það sem áunnist hefur. 1,5% meiri hagvöxtur á hverju ári en í viðmiðunarlöndunum Davíð bendir á að þróun efnahags- máia frá 1994 og spár fyrir næstu ár sýni að íslendingar standi sig betur en önnur viðmiðunarlönd. Samfeildur hagvöxtur hafi verið hér á landi undanfarin þrjú ár og ef spár fyrir þetta ár gangi eftir sé meðaltal hagvaxtar á Islandi á tíma- bijinu 1994 tii ársloka 1997 3,9%. „Á þessu fjögurra ára tímabili er meðalhagvöxtur í Evrópusamband- inu 2,4%, í Bandaríkjunum 2,5% og í OECD-ríkjunum samtals 2,4%. A hveiju ári yfir þetta fjögurra ára tímabil höfum við búið við hagvöxt sem er 1,5% hærri en í öllum þessum viðmiðunarríkjum. Þetta er því afar merkilegt tímabil,“ segir Davíð. Hann segir að ef spár gangi eftir muni kaupmáttur aukast um 3,2% á yfirstandandi ári en það þýði að kaupmáttur launafólks aukist um 12,4% a fjögurra ára límabili frá 1994. Á sama tímabili sé kaupmátt- araukning innan ríkja ESB að með- altali 2,6% og 0,7% í Bandaríkjunum. Meiri hætta á að boðuð verkföll skelli á vegna nýrra laga í viðtalinu tekur Davíð undir þá skoðun forystumanna innan ASÍ að ákvæði nýju vinnulöggjafarinnar um afboðun vinnustöðvaná séu mun ósveigjanlegri en eldri lagaákvæði. Mun meiri hætta sé á því að til verk- falla komi eftir að samþykkt hafi verið að boða til vinnustöðvunar en áður var. Forsætisráðherra segir að grund- völlur að ákvörðunum um lækkun jaðarskatta hafi verið lagður en fylgst, verði með hvernig kjaravið- ræður þróast áður en ákvarðanir verða tekr.ar. Aðspurður segir hann að komið geti til álita að gera grund- vallarbreytingu á skattkerfinu. Þá segir Davíð að nú sé ákjósan- legur tími fyrir ríkisvaldið að setja eignir á markað og draga fé út af markaðinum inn til ríkissjóðs til að slá á þenslu og lækka skuldir ríkis- sjóðs. Ríkisstjórnin muni kynna á næstunni ákvarðanir sem opni möguleika á töluverðri sölu á eignum ríkisins. ■ Óttast að/10-11 Milljón á mínútu MILLI klukkan 21 og 23 að kvöldi Þorláksmessu var verslað hérlendis fyrir um það bil 100 milljónir eða nær milijón á mín- útu með greiðslukortum. í fréttabréfí VISA kemur enn fremur fram að greiðslur með debetkortum hafi verið álíka margar en um lægri upphæð hafi verið að ræða eða um 650 þús. I heild voru jólaviðskipti með VISA á tímabilinu um 2,6 miilj- arðar með greiðslukortum og um 2,1 milljarður með debetkortum. Morgunblaðið/Kristinn Stórblót á Seltjamarnesi í upphafi þorra sóttu 550 Selt- irningar sameiginlegt þorra- blót félagasamtaka, sem haldið var í íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi í gærkvöldi, laugardags- kvöld. Að sögn Brynjars Ey- mundssonar matreiðslumeist- ara hjá Veislunni, er þetta þriðja árið, sem blótið er hald- ið. „Það fer um það bil tonn af vörum inn á borðið, þar af eru matföng á milli fimm og sex hundruð kíló,“ sagði hann. Þó að blótíð á Sehjarnarnesi sé í stærra lagi eru óskir þorra- blótsgesta svipaðar og annars staðar. „Vinsælastir eru hrúts- pungarnir, harðfiskur, hákarl og hangilyöt.“ Myndin var tekin í gær þegar unnið var að undir- búningi. Með Brynjari er Hann- es Garðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.