Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 52

Morgunblaðið - 01.02.1997, Side 52
52 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Laugardags- fárið hjá Hemma OVÆNTUR gestur verður í kvöld hjá Hemma Gunn, sem eigi að síður hefur verið gestur í hveijum þætti síðan þeir hófu göngu sína. Að þessu sinni mun hann sýna á sér nýja hlið og koma til dyranna eins og hann er klædd- ur. Einnig mun hátt á annan tug persóna sem hann hefur skapað í gegnum árin reka inn nefið og heilsa upp á manninn, sem auðvit- að er enginn annar en Þórhallur Sigurðsson eða Laddi. Hógværðin uppmáluð syngja Kvennagöngulagið við und- irleik John Bessik. Eins og Knattspyrnuþjálfari Olafur Þórarinsson og hljómsveit munu flytja lagið Engin orð, sem samið var til minningar um ijóra unglinga sem létu lífið í alvarlegu umferðarslysi fyrir tæpum níu árum. Að síðustu verður flutt atriði úr Saturday Night Fever eða Laug- ardagsfárinu, sem fært verður upp í Loftkastalanum á Nemendamóti Verzlunarskóla íslands. Blaðamaður og ljósmyndari tóku Þegar blaðamaður fylgdist með upptökum á þættinum heilsaði hann upp á Ladda og spurði hvað honum fyndist um að vera loksins búinn að „meika’ða" — orðinn aðal- gestur hjá Hemma. Hann brosti bara og var hógværðin uppmáluð. „Hvemig færðu hugmyndir að öll- um þessum persónum," var næsta spurning. „Það er voðalega erfitt að segja frá því,“ svaraði hann. „Hug- myndirnar virðast kvikna allt í einu. Maður er að leika ein- hvern, klæddur svona, hinsegin í laginu, og hegðar sér eftir því. Þá kemur þetta einhvern veginn allt fram.“ Blaðamaður kinkar kolli. „Ég er ekkert að æfa mig fyrir framan spegilinn eins og sumir virðast halda,“ bætir Laddi við. Hann lítur í spegilinn og brosir: „Ekki nema hérna.“ Káta ekkjan Eins og alltaf verða mörg atriði færð upp hjá Hemma. Flutt verður atriði úr leikritinu Litla Kláusi og stóra Kláusi sem nýlega var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. Gefinn verð- ur forsmekkurinn að óperettunni Kátu ekkjunni, sem frumsýnd verður í íslensku óperunni að viku liðinni. Stórsöngvaramir Garðar Cortes, Sigurður Bjömsson, Jón Þorsteins- son, Stefán H. Stefánsson, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson ur J forðmarstóh aðrir. púlsinn á undirbúningi fyrir þáttinn og litu innbaksviðs. A vegi þeirra varð Örn Ámason, sem leikur djáknann í Litla Kláusi og stóra Kláusi. „Nei, erþetta Canon,“ sagði Öm þegar hann sá stóra myndavél hanga framan á ljósmyndaranum og bætti við: „36 mynda?“ í einu horni voru tveir nemendur úr Verzlunarskólanum á raddæf- ingu. Sumir sátu í förðunarstólum en aðrir létu fara vel um sig í sófa í öðru homi, fyrir framan sjónvarp- ið, og biðu eftir að tökur á þættin- um hæfust. GARÐAR, Sigurður, Stefán og Jón bregða á leik. LEIKARAR njáu^rdagsfárin^béráTsaman bækur sínar. Inni í upptökusalnum var Hemmi Gunn að hita upp nemend- ur úr Verzlunarskólanum, klapplið þáttarins. Hann var eins og þjálf- ari í búningsklefanum fyrir mikil- vægan leik í knattspyrnu og stemmningin eftir því. Þegar upp- hitun var lokið þurfti ekki annað en að veifa hendi og þá heyrðust blússandi húrrahróp. Sem var raunin þegar tökur hófust og Hemmi Gunn gekk í salinn. „Gott kvöld og komiði sæl,“ byijaði hann og þátturinn fór af stað. SVFR íMatseditt y'lr6af{f(avenmr StángaveiðiféCags (ReyfjavíCu 8. feérúar 1997 if. 19.00 á ' Laxa og Lúðusveifía með steiftu grœnmeti, reyftum íayi og fgriandersósu ‘Tcert rifsberjafrycfcfað firevufýraseyði með gráðostastöngum JLunangsgfjáð ancfa6ringa og sveppajyfft fceri með steyttum grcenum pipar, fgrtöffuböfii og syfurbrúnuðum sfaffotlufauf Veishistjóri (juðCaugur (Bergmann fi cCagsfrá fvöídsins m.a. cEmiCíana Eorrini (Radíus6rœður (Dansarar Sigursteinn Stefánsson og Eíísaáet SifSfaraCdsdöttir 'ErótísiiráveKtirmeSMangcískrcpa <EgiCC Ótqfsson Og ÓíjÓmSVeit kikdfyrir cCanSÍ CBorðvín fl Xaffi Boróapantanir á skrifstofu félagsins sími 5686050 DiCaprio setur upp grímu ► LEONARDO DiCaprio mun bæði fara með hlutverk Lúðvíks konungs í Frakk- landi og dularfulls grímu- klædds fanga í Bastillunni í myndinni „The Man With the Iron Mask“ eða Maður- inn með járngrímuna.. Skytturnar þijár, Athos, Porthos og Aramis, koma aftur saman í myndinni. I hlutverkum þeirra verða John Malkovich, Gerard Depardieu og Jeremy Irons. Myndin er byggð á skáld- sögu eftir Alexander Dumas. Tökur hefjast í apríl og mun Randall Wallace, sem var tilnefndur til óskars- verðlauna fyrir handritið að myndinni „Braveheart“, þreyta frumraun sína sem leiksljóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.