Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.02.1997, Qupperneq 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Samkeppni um skipulag á Hraunsholti í Garðabæ lokið TILLAGAN í fyrsta sæti er að mati dómnefndar vel útfærð, byggðin þétt þar sem byggingar og götur falla vel að landinu. Vel útfært byggðaskipulag og skýrt samgöngu kerfi í verðlaunatillögunni Morgunblaðið/Golli HÖFUNDAR tillögunnar í fyrsta sæti eru, frá vinstri: Haukur A. Viktorsson, Gestur Ólafsson, Ás- laug Katrín Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson sem var ráðgjafi þeirra. Bæjaryfirvöld í Garðabæ efndu á síð- asta ári til samkeppni um deiliskipulag á Hraunsholti. Jóhannes Tómasson kynnti sér verðlaunatillöguna og ræddi við skipulagshöf- unda og bæjarverk- fræðing Garðabæjar. NIÐURSTÖÐUR liggja nú fyrir í samkeppni um deiliskipulag á Hrauns- holti í Garðabæ þar sem ráðgert er að um 1.800 manna íbúðahverfi rísi á næstu árum. Þrettán tillögur bárust og voru veitt þrenn verðlaun en tvær tillögur til viðbótar voru keyptar. Höfundar tillögunnar sem hlaut fyrstu verð- laun, kr. 1.300 þúsund eru: Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir landslags- arkitekt, Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur, Haukur A. Viktorsson arkitekt og Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur sem veitti þeim tæknilega ráðgjöf. Verð- launatillögumar verða til sýnis að Garðaflöt 16-18 dagana 28. febrúar til 6. mars. Hraunsholt er 48 hektarar að stærð og markast af Lyngási til norðvesturs, _ Hafnarfjarðarvegi til suðausturs, Álftanesvegi og hraun- brún Garðahrauns í suðvestri og fyrirhugaðri framlengingu á Vífils- staðavegi til norðurs og norðvesturs. Svæðið hallar aðallega til suðurs og vesturs og er útsýni yfir Amames- vog til norðurs. Mesta hæð er 39 m og nær niður fyrir 10 m hæðarlínu. Markmið keppninnar var að ná góðri tengingu við aðra hluta bæjarins, sérstaklega miðbæ Garðabæjar, góðri aðlögun að núverandi íbúða- og iðnaðarsvæði hverfisins, tryggja útsýni og gæta skyldi hagkvæmni varðandi kostnað í götum og lögn- um. Skilmálar gerðu og ráð fyrir 500-600 íbúðum og skyldu litlar og meðalstórar vera um 60% af heildar- fjölda þeirra, svæði fyrir hjúkranar- heimili og leikskóla og tengslum al- menningsvagna inn í hverfíð. Dóm- nefnd skipuðu Ámi Ólafur Lárusson viðskiptafræðingur sem var formað- ur, Jón Guðmundsson fasteignasali, Sigurður Georgsson skólastjóri og tilnefndir af Arkitektafélaginu arki- tektamir Pálmar Kristmundsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Ritari dóm- nefndar var Agnar Ástráðsson byggingafulltrúi og trúnaðarmaður Eiríkur Bjamason bæjarverkfræð- ingur. Sérkennum gefinn gaumur Dómnefnd mat allar 13 tillögum- ar hæfar til dóms og laiik hún störf- um sínum í janúar sl. í greinargerð hennar segir m.a.: „í öllum tillögun- um er sérkennum svæðisins gefinn gaumur, svo sem sérstæðum klapp- armyndunum, nálægð hraunsins, landhalla, og háhæð, svo og gæðum byggingarlandsins með tilliti til legu og útsýnis, þó með mismunandi hætti og áherslum. Tengingar íbúðabyggðar við iðnaðarsvæðið eru rofnar í þeim öllum, enda þótt flestar tillögurnar feli í sér mögu- leika á notkun og tengingum um núverandi götur, Lyngás og Stór- ás... Almennt sagt felast í tillögun- um viðunandi og í sumum þeirra ágætar lausnir er snerta stígakerfi um byggðina og tengingar þess við opin svæði innan hverfisins sem utan þess. Samspil nýtingar lands til bygginga og opinna svæða er vel útfært um leið og þess er yfir- leitt gætt í tillögunum að mögulegt verði að veija íbúðabyggð fyrir umferðarhávaða með fjarlægð hennar frá aðalumferðargötum og/eða hljóðmönum.“ Umsögn dómnefndar um tillög- una sem hlaut fyrstu verðlaun er svofelld: „Þétt byggð þar sem bygg- ingar og götur falla vel að landinu. Tengibraut í jaðri hraunsins er felld burt þar, en færð ofar og nær miðju skipulagssvæðisins. Gatnakerfi er gott og tillögur að frágangi gatna- móta eru athyglisverðar. Útfærsla tillögu að gatnamótum Hafnar- fjarðarvegar og Álftanesvegar er álitleg. Nýting lands er góð en í efri mörkum. Fjölbreytni í fjöleign- arhúsum skortir. Staðarval dvalar- heimilis og leikskóla innan svæðis- ins er gott. Hugmynd að heilsu- ræktarstöð er athyglisverð. Einnig hugmynd að samskiptamiðstöð, verslun og fleira innan svæðisins. Megin einkenni tillögunnar er vel útfært byggðaskipulag með litlum sérbýlum, miðlægri þjónustu og skýra gatnakerfi. Áfangaskipting í uppbyggingu svæðisins með hlið- sjón af tengingum er auðveld. Framsetning tillögunnar er góð og greinargerð vel unnin en um margt yfírdrifin." Skemmtilegt byggingarland -Hraunsholtið er eitt skemmtileg- asta byggingarland á öllu höfuð- borgarsvæðinu vegna nálægðar þess við hraunið og sjóinn, það er láglent og hallar örlítið mót suð- vestri sem þýðir að langflestar lóð- irnar í tillögu okkar fá suður eða suðvestur-lóðir sem vita vel við sól og birtu, segja skipulagshöfundar verðlaunatillögunnar í samtali við Morgunblaðið. -Þetta reyndum við að nýta okkur í tillögugerðinni og tókum jafnframt mið af þeirri þróun að vinnutími fólks styttist, margir vinna æ meira heima og fólk lætur af störfum yngra en áður. Þetta gerir þær kröfur til íbúðarhverfis að það sé vistvænt og mengunar- snautt og hentar vel fólki á öllum aldri. Við höfðum líka í huga að skipulagið væri nægilega sveigjan- legt til að taka mið af óskum bæjar- félagsins og væntanlegra íbúa um fjölbreytni í skipulagi og húsagerð. Gert er ráð fýrir að 570 íbúðir verði reistar í hverfinu en 80 íbúðir eru þar fyrir og verður íbúafjöldi þá kringum 2.400 manns sam- kvæmt verðlaunatillögunni en aðal- skipulagið gerir ráð fyrir heldur færri íbúum í hverri íbúð og að heildaríbúafjöldi hverfísins verði kringum 1.800 manns. Lögð er áhersla á að íbúðabyggð sé felld vel að landslagi, hún sé tiltölulega þétt eins til tveggja hæða blanda af einbýlis-, rað- og parhúsum. Þá er gert ráð fyrir að íbúar hverf- isins þurfi að mestu að sækja skóla og verslanir utan þess, enda tenging góð við miðbæ Garðabæjar en í 1 € ‘1 € € < 5 ( ( < < < < i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.