Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 8
8 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MOEGUNBLAÐIÐ RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR FERMIST Á ANNAN í PÁSKUM Langar í Biblíu í fermingargjöf Morgunblaðið/Kristinn RAKEL Ósk Sigurðardóttir. „Drottinn er minn hirðir. Mig mun ekkert bresta,“ verða einkunnarorð hennar á fermingardaginn. RAKEL Ósk Sigurðardóttir er lif- andi dæmi um nútímalegan ungan trúboða. Hún hefur hæverska og afar kurteisislega framkomu, er brosmild með bjart yfírbragð. Hún er þekkt barnapía í Húsahverfí í Grafarvogi í Reykjavík og reynir að sækja messur á hveijum sunnu- degi. „Ég býð börnunum oft með mér í messu. Þeim fínnst það mjög gaman og með þessu móti get ég sameinað tvennt sem ég hef áhuga á, barnagæslu og trú- rækni.“ Þetta eru þó ekki einu áhugamál Ra- kelar Óskar, því hún æfír þolfími þrisvar í viku og hefur gert síðastliðið eitt og hálft ár. Alltaf að læra eitthvað nýtt Rakel Ósk er mjög ánægð með fermingarfræðsluna og segir að báðir prestamir í Grafarvogskirkju séu frábærir. „Þeir höfða til ungs fólks og eru færir í mannlegum samskiptum, sem ég held að skipti miklu máli í fermingarfræðslu. Þótt ég kunni margt af því sem verið er að kenna fínnst mér ég alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Eg held að fermingarfræðsla sé kjörið tæki- færi til að skýra trú fyrir ungu fólki, enda er texti Biblíunnar ekki mjög aðgengilegur, í það minnsta ekki við fyrsta lestur. Ég bið á hverju kvöldi, áður en ég fer að sofa. Eg nota bænir líka til að þakka Guði og bænir eru einfaldlega hluti af daglegu lífí mínu.“ Biblía og tölva Rakel Ósk segist hafa mikinn áhuga á að kynna sér efni Biblíunn- ar vel, enda sé Biblía efst á óskalist- anum yfír fermingargjafír. Þar á eftir kemur tölva. Hún tekur þátt í starfi Æskulýðsfélags Grafarvogsskóknar og segist hafa byrjað í félag- inu um leið og hún hafði aldur til, sem var síðastlið- ið haust. „Þar eru til dæm- is fyrirlestrar sem höfða til ungs fólks, um eiturlyf og fleira, en einnig er farið í leiki og haldnar helgistundir." — Verður haldin fermingar- veisla? „Já og við leigjum sal, því gestirnir verða um 80 talsins. Ég kem til með að hjálpa mömmu að útbúa veitingarnar og við ætlum að hafa kaffíhlaðborð.“ Finnst umstangið skemmtilegt — Þú velkist væntanlega ekki í vafa um ástæðu þess að þú lætur ferma þig. „Nei, ég vil játa trú mína og stað- festa skírnina," svarar hún að bragði. Þótt Rakel Ósk sé trúaðri en gengur og gerist og trúarlegar ástæður liggi að baki fermingarinn- ar, viðurkennir hún fúslega að sér þyki umstangið kringum ferming- una skemmtilegt. Henni fínnst gaman að haldin skuli vera veisla, að hún skuli fá falleg fermingarföt, fara í myndatöku og fá fermingar- gjafir. „Ég held raunar að þótt margir segist bara fermast vegna gjafanna séu þeir trúaðir innst í hjarta sínu, þótt þeir vilji ekki viður- kenna það.“ Þar sem Rakel Ósk er einkar vel að sér í trúarfræðum er freistandi að leggja fyrir hana krefjandi spurningu: Hvað finnst þér merki- legast við kristna trú? „Mér finnst merkilegast að Guð skuli hafa sent Jesúm, einkason sinn, til mannanna og að hann skuli hafa dáið fyrir syndir okkar. Með því opnaði hann leið fyrir okk- ur í himnaríki og það finnst mér stórkostlegast," segir hún af sann- færingu. Trúarlegur þroski hennar kemur á óvart. Hann er óvenjuleg- ur, hvort sem miðað er við jafn- aldra hennar eða þá sem eldri eru. Spurð hvort hún biðji með börn- um sem hún passar, áður en þau fara að sofa, svarar hún af sömu skynsemi og þroska: „Já ef foreldr- ar eru vanir að gera það.“ Hún segir að mikið sé til af góðum barnabiblíum, sem gaman sé að lesa fyrir börn og telur brýnt að þeim séu kenndar bænir. Uppáhaldsnámsgreinar Rakelar Óskar í skólanum eru danska og stærðfræði. „Raunar finnst mér allt skemmtilegt nema enska og ég legg mikinn metnað í að ná góðum árangri í námi. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég læri í fram- tíðinni en mér finnst vel koma til greina að verða tannlæknir og svo finnst mér prestsstarfið líka heill- andi og spennandi." Það kemur spyrli svo sem ekki á óvart að Rakel Ósk skuli vera búin að velja sér einkunnarorð fyr- ir ferminguna. „Ég valdi þau úr uppáhalds Davíðssálminum mín- um: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Þessi einkunn- arorð lýsa betur en nokkuð annað hversu einlæg trú þessarar ungu stúlku er og hversu djúpan skilning hún hefur öðlast á fermingu jafnt sem öðrum þáttum kristinnar trú- ar. Leigjum sal og bjóðum 80 manns í veisluna ARNALDUR HJARTARSON FERMIST Á SKÍRDAG V ar skírður síðasta haust ARNALDUR Hjartarson geislar af ákveðni, krafti og hugmyndaauðgi. Hann er greinilega óvenju þroskaður í hugsun og kemur hugmyndum sín- um skýrt og skorinort á framfæri. Hann segir að flestir bekkjarfélagar sínir séu mjög hugmyndaríkir og hafí gaman af umræðum um fjöl- breytt málefni, jafnvel heimspeki, enda þyki mörgum bekkurinn frekar erfíður. „Það er ekki auðvelt fyrir kennara að halda námsáætlun og koma öllu námsefninu að þegar heill bekkur vill fá umræður um alla skap- aða hluti,“ segir hann fullur skiln- ings á erfíðri stöðu lærimeistara sinna. Var skírður í haust Ólíkt flestum íslendingum var Arnaldur ekki skírður þegar hann var smábam. „Foreldrar mínir gáfu mér nafn þegar ég var nýfæddur, en einhverra hluta vegna fórst fyrir að láta skíra mig. Hið sama var uppi á teningnum með tvo yngri bræður mína. Fjölskyldan ákvað síð- asta í haust að við yrðum allir skírð- ir og var það meðal annars gert þar sem til stóð að ég fermdist." Spurður um skírnarveislu, svarar Arnaldur að ekki hafí verið haldin stór veisla. „Fjölskyldan borðaði góðan mat heima hjá afa og ömmu og við höfðum það bara notalegt í faðmi fjölskyldunnar." - Fenguð þið ekki fínar skírnar- gjafír? „Jú, sérstaklega við eldri bræð- urnir. Við fengum vekjaraklukkur, sem okkur fannst alveg frábært, því nú getum við sjálfír vaknað á morgn- ana,“ segir hann af geislandi ein- lægni. Þurfti að stytta bænahaldið Arnaldur segir fjölskylduna trú- aða, en þó ekki trúaðri en gengur og gerist. „Ég hef farið með bænir á hveiju einasta kvöldi í mörg ár, Faðir vor og Ó Jesú bróðir besti, auk þess sem ég flyt Guði þakkarbænir frá eigin brjósti. í fyrstu fór ég að minnsta kosti þrisvar með hverja bæn, en þurfti síðan að stytta bæna- haldið, því þetta var farið að’ taka svo langan tíma.“ Arnaldur er sposk- ur á svip þegar hann segir frá þessu. Hann er uppfullur af kímni, sem hann fer einkar vel með, svo stund- um er erfitt að átta sig á hvenær hann talar í alvöru og hvenær I gamni. Hann segir að mamma sín og föðuramma hafi kennt sér flestar bænir sem hann kann. „Mér finnst ég vera rólegri eftir að hafa farið með bænir og ég held að ég sofí líka betur.“ Á tímabili segist Amaldur hafa velt fyrir sér borgaralegri vigslu í stað kristilegrar fermingar. „Helsta ástæða þess,“ útskýrir hann, „var nú sú að ég hef mikinn áhuga á heimspeki og frétti af því að krakk- ar sem færu í borgaralega vígslu fengju að fara á námskeið í heim- speki. Síðan fann ég að kristin trú átti sterkari ítök í mér en svo að ég fórnaði henni fyrir heimspeki- námskeið, svo ég ákvað að láta ferm- ast.“ Hann segist stundum fara í kirkju. „Mér finnst andrúmsloft í kirkjum gott og kyrrðin þar nota- leg.“ Prestarnir: bestu náungar Honum fínnst fermingarfræðslan góð, þótt hún hafi ekki verið sérlega krefjandi né erfið, þar sem hann þekkti viðfangsefnið. „Prestarnir tveir, sem annast fræðsluna, eru mjög hressir, þetta eru bestu náung- ar,“ segir hann og sposki svipurinn VORFATNAÐUR FRÁ LIBRA Mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum, ásamt blússum, kjólum og höttum. Stærðir frá 36 til 48 Opið á laugardögum frá kl. io til 16 raarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði ■ Sími 565 1147 Morgunblaðið/Ásdís ARNALDUR Hjartarson: „Ég var að velta fyrir mér borgara- legri vígslu en fann svo að trúin átti sterkari ítök I mér.“ er er aftur kominn á sinn stað. „Ég er mjög ánægður með þær umræður sem fram fara í fermingarfræðsl- unni, þær gefa okkur svör við ýmsu öðru en því sem varðar beinlínis fermingu eða kristna trú.“ Áhugamál Amaldar eru býnsa mörg, hann hefur gaman af skák, ljósmynd- un, fluguhnýtingum og teikningu auk þess að lesa. „Eg er metnaðargjam og reyni að fá góðar einkunnir í skóla. Ég gæti vel hugsað mér að vinna við að gera teiknimyndasögur í fram- tíðinni," segir hann aðspurður. — Af hverju læturðu ferma þig? „Ég trúi á Jesúm Krist, ég vil stað- festa skímina og verða tekinn í krist- inna manna tölu. Ég viðurkenni líka fúslega að mig langar að fá ferming- argjafír. Mér fínnst skemmtilegur siður að hittast í veislu, samgleðjast og gefa gjafir við tilefni eins og fermingu og þess vegna fínnast mér ferm- ingargjafir vera hluti af því að fermast. Þetta þýð- ir þó ekki að ég velti gjöf- um sérstaklega mikið fyrir mér, enda myndi ég ekki vita hveiju ég ætti að svara yrði ég spurður hvað mig langaði mest að fá í fermingargjöf. Eitt fínnst mér þó skipta máli varð- andi fermingargjafír og það er að þær séu ekki of dýrar,“ segir þessi stórskemmtilegi fulltrúi fermingar- barna að lokum. Fermingar- gjafir séu ekki of dýrar I ) I I > i I i I I i l > l ► I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.