Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 F 17
aður en svo var þetta allt í lagi.“
Það var undurfagurt sumarkvöld
en Þórir Baldvin man ekkert eftir
því. „Ég man best eftir athöfninni
í kirkjunni - kirkjan var svo lítil -
og að öll fjölskyldan var saman
komin.“ Honum fannst kaffísam-
kvæmið á eftir í Viðeyjarstofu þó
ekkert sérstakt. „Ég er ekki mikið
fyrir svoleiðis."
Hann er fæddur og uppalinn í
Brussel. Hann gengur í skóla sem
kaþólska kirkjan rekur og hefur
fengið kristinfræðikennslu. Honum
fannst sjálfsagt að láta ferma sig.
„Ef maður trúir á Guð þá lætur
maður ferma sig,“ sagði hann. Gjaf-
irnar komu ekki að sök. „Ég gat
keypt mér fínan rafmagnsgítar fyr-
ir peningana sem ég fékk og er
búinn að spila á tónleikum og er
að fara að taka upp í stúdíói með
hljómsveitinni sem ég er í.“
Séra Þórir Stephensen fermdi
Þóri Baldvin. Systir hans verður
fermd í sumar. Hún hefur þegar
lært trúaijátninguna. Hún vill endi-
lega að kona fermi sig og séra
Solveig Lára Guðmundsdóttir hefur
fallist á að gera það. Þórir Baldvin
hitti séra Þóri fjórum sinnum fyrir
ferminguna. „Hann útskýrði fyrir
mér út á hvað fermingin gengur
og benti á muninn á lúterskri og
kaþólskri trú af því að ég hafði
lært um þá kaþólsku í skólanum."
GUÐNÝ Harpa
Henrýsdóttir
öðruvísi að fermast einn og
maður fær kannski meiri at-
hygli. Við ráðgerum að halda
norður nokkru fyrr og hefja
undirbúning. Sunnudaginn 29.
júní verð ég fermd og á eftir
er kaffiboð í samkomuhúsinu
á staðnum. Daginn eftir er
ráðgert að ganga að Horni en •
þangað rakti móðuramma mín,
Guðný Stígsdóttir ættir sínar.“
Guðný Harpa sagðist eiga
von á um fjörutíu gestum í
fermingarveisluna ojg væru
það skyldmenni frá Isafirði og
Reykjavík. „Þá bjóðum við öll-
um þeim sem verða í Aðalvík
á þessum tíma svo fermingar-
veislan mín verður ekkert fá-
mennari þótt hún verði haldin
á svo afviknum stað,“ sagði
Guðný Harpa Henrýsdóttir.
hafa fermst og var það mjög gam-
an. Hjá mér verður kökuveisla eins
og hjá þeim og verða nokkrar kök-
ur alveg samskonar. Ég veit hvað
ég fæ frá foreldrum mínum en
annað ekki og var ég að enda við
að skrifa niður hvað mig langar
helst í t.d myndavél, lampa og
svoleiðis dót.
Ég hlakka mjög mikið til ferm-
ingardagsins því ég held að þetta
sé mjög skemmtileg reynsla, ég
myndi ekki vilja sleppa henni. Ég
var að velja mér setningu úr bibl-
íunni fyrir daginn og tók ég þá
sömu og systkini mín gerðu, Vertu
trúr allt til dauðans, og Guð mun
gefa þér lífsins kórónu," sagði Sig-
rún og í þessum töluðu orðum ljóm-
aði hún af spenningi og eftirvænt-
ingu yfir fermingardeginum sínum.
KAÞÓLSK STÚLKA í SVISS
Fyrsta
altarisgangan
NÍNA Kristín Specker á ekki
að fermast í vor heldur ganga
í fyrsta sinn til altaris. Kaþólsk
börn gera það níu ára gömul
og eru síðan fermd nokkrum
árum seinna. Hún hefur sótt
kristinfræðitíma einu sinni í
viku til að undirbúa altaris-
gönguna í tæp tvö ár. „Það er
mjög gaman. Nunnan segir
okkur sögur um Jesúm Krist,
við föndrum og syngjum. Mér
finnst gaman að hitta hina
krakkana og vera með þeim.“
Alex Specker, faðir Nínu
Kristínar, er kaþólskur en móð-
irin Sigríður Bryiyólfsdóttir ís-
lensk. „Ef við byggjum á ís-
landi hefði Nína verið fermd
að lúterskum sið,“ sagði hún.
Tvö eldri börn hennar voru
fermd í mótmælendakirkju í
ZUrich. „Það var miklu minna
tilstand í kringum það en tíðk-
ast heima,“ sagði hún. „Við fór-
um með nánustu vinum og ætt-
ingjum út að borða og krakk-
arnir fengu gagnlegar gjafir
frá foreldrum og guðforeld-
rum.“
í svörtum flauelskjól
Nína Kristín ætlar að vera í
svörtum flauelskjól undir hvíta
kyrtlinum þegar hún gengur til
altaris 4. maí. Hún fær blóm-
sveig í hárið og verður með
skírnarkertið sitt. Hún fékk það
frá prestinum sem skírði hana.
Það er langt, hvítt kerti með
rauðu og silfurlituðu skrauti.
Hún má kveikja á því í fyrsta
sinn við altarisgönguna og síð-
an aftur við ferminguna.
Eftir athöfn í kirkjunni verð-
ur farið út að borða með þeim
nánustu í Sviss og frá íslandi.
Nína Kristín fær væntanlega
gjafir frá foreldrum sínum og
guðforeldrum og hún getur
byijað að hlakka til ferming-
arinnar eftir nokkur ár.
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
NÍNA Kristín með
pabba sínum,
Alex Specker.
NÍNA Kristín ætlar að vera í
þessum kjól undir hvíta kyrtl-
inum þegar hún gengur í
fyrsta sinn til altaris og má
kveikja á skirnarkertinu sínu.
FRÍAR BREYTINGAR Á FERMINGARFATNAÐI.
ATH. SÉRSAUMUM.
Sendum í póstkröfu
Meiriháttar fjerm'
Strákar..
Jakki 9.900
Buxur 4.900
Vesti 3.900
Skyrta 2.900
Bindi 1.900
Hátíðarfatnaður:
(vesti og buxur) 10.900
Skyrta m. klút 4.900
Næla 1.500
...stelpur
Kjólar, velúr, stuttir
með kínakraga 6.900
Litir: Blált, vínrautt. fjólublátt,
grænt, svart. Ný kjótasending.
Kjólar síðir
með kínakraga 8.900
Litir: Btátt, vínrautt, fjólublátt,
grænt, svart.
Jakkar 7.900
Velúrbuxur 4.900
Krossar 1.200
Skór 3.500/3.900,
ný sending af Destroy
sandöium.
Kjólar, pits, dragtir, toppar.
Latigavegi. sími 5111717. Kringlunni, s. 568 9017