Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 20
20 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+
Salon VEH
Náttúrulegt
NÁTTÚRULEGUR háralitur er látínn njóta sín í fermingarhár-
greiðslum hjá Salon VEH og er einfaldleikinn látínn vera í fyrir-
rúmi. Kristín Stefánsdóttir annaðist klippingu og hárgreiðslu Ólafs
Víðis, Brynhildur Hauksdóttir klipptí Eddu Björk og greiddi henni,
og Kristín Péttursdóttír annaðist klippingu og hárgreiðslu Ásu.
ÁSA Hjörleifsdóttir hefur brúnt hár og tíl að auka gljáa enn
frekar var skol í hlýlegum brúnum tón sett í hár hennar. Pípu-
hreinsarar voru notaðir í staðinn fyrir spennur og blóm.
EDDA Björk Gunnarsdóttír hefur sítt hár, sem greitt er í anda
7. áratugarins. Hár sett upp að aftan og nokkrir lokkar spenntír
upp. Síðir lokkar meðfram andliti undirstrika einfaldleikann.
HÁR- OG RAKARASTOFUR Á HÓTEL SÖGU
Látlaus
SIGRÚN Kristín Ægisdóttír, eigandi hárgreiðslustofunnar á Hótel
Sögu, greiddi Eygló og Önnu Lilju. Hárskraut bjó hún til sjálf úr
silkiblómum. „Þetta eru látlausar greiðslur, eins og fermingarstúlk-
ur vilja hafa þær núna,“ segir hún. Halldór Helgason, eigandi rakara-
stofunnar á Hótel Sögu, segir að ef hann væri sjálfur að fermast
núna vildi hann vera klipptur eins og módelið hans, Diðrik Steinsson.
EYGLÓ Árnadóttir hefur dökkt hár niður fyrir eyru. Tveir tíkar-
spenar bundnir í hálfan hnút og hvít silkilaufblöð fest við. Hár
er blásið út að neðan og nokkrir lokkar krullaðir með vöfflujárni.
ANNA Lilja Másdóttir hefur sítt ljóst hár. Toppur er festur með
skrautspennu. Helmingur hárs er tekinn í tagl og hnútur gerð-
ur. Tagli er síðan skipt í 4 lokka, sem krullaðir eru með vöfflujárni.
Morgunblaðið/Þorkell
ÓLAFUR Víðir Ólafsson er með ljóst hár, en ljósi
liturinn var skerptur með strípum. Gel og fita var
borin í hár Ólafs og snúið upp á endana til að fá
lyftingu og láta hárið líta út fyrir að vera blautt.
Klippingin er klassísk stutt herraklipping.
Morgunblaðið/Þorkell
ÁSGRÍMUR Ásmundsson hefur ljóst hár, en ljósar
strípur voru settar í lokk í toppnum, samkvæmt
nýjustu tísku. Klippingin er fremur gróf og í hárið
er borin fita og gel til að ná fram grófri áferð og til
að undirstrika eðli klippingarinnar.
Hárgreiðsla og klipping
HÁRGREIÐSLA og klipping eru hluti af því sem huga þarf að í tengslum við ferm-
ingar. Hárgreiðslufólk á fjórum stofum í Reykjavík var beðið að sýna dæmi um
fermingargreiðslur sem falla að tískustraumum í ár og höfða til unga fólksins.Þetta
eru Salon VEH, Hárgreiðslu- og rakarastofurnar á Hótel Sögu, Gríma hárstofa
og Jói og félagar. Almennt má segja um fermingargreiðslur í ár að þær séu
fremur látlausar, lítið er um slöngulokka og mikið hárskraut, en náttúruleg fegurð
hársins fremur látin njóta sín. Drengir eru ýmist með stutt hár eða sítt og er klipp-
ing þeirra síðhærðu svolítið í anda gömlu Bítlatískunnar. Hárgreiðslufólk leggur á
það áherslu að fermingarbörn láti klippa hár sitt 10-14 dögum fyrir fermingu
því með því móti er auðveldara að greiða hárið og laga til á skömmum tíma
daginn sem fermt er. Sömuleiðis er mælt með því að skol eða strípur séu settar í
hár 10-14 dögum fyrir fermingu, svo hárið nái að jafna sig áður en stóra stund-
in rennur upp. Sumt hárgreiðslufólk kýs að fá fermingarbörn, sérstaklega stúlkurnar,
í svokallaða prufugreiðslu, sem stundum mun vera innifalin í verði. Þá hefur fagfólk
tök á að æfa handtökin og fermingarbörnin fá tækifæri til að venjast greiðslunni.
Morgunblaðið/Þorkell
DIÐRIK Steinsson hefur verið að safna hári og hár-
toppi síðustu mánuði. Nú, í tilefni fermingar, var
hárið klippt lítillega í örfínar styttur. Náttúruleg
fegurð hársins er látín njóta sín í þessari klippingu
sem óneitanlega minnir svolitíð á bítlatískuna.
Morgunblaðið/Þorkell
INGVAR Helgi Kristjánsson er með dökkskollitað
hár, klippt í styttur með skýrum en þó með ójöfnum
útlínum. Þá voru settar örfínar gylltar strípur tíl að
klippingin nyti sín. Hárið er blásið og skipt í lokka
að framan. Það er þurrkað og gel og fíta borin í hárið.