Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 F 23
FERMINGARFOTIN IAR
Ólíkur smekkur
foreldra og bama
Sagan kennir okkur aó fatasmekkur foreldra
og fermingarbama fer ekki glltgf saman.
Raunar má telja líldegt aó hann fari sjaldnast
saman, enda unglingatískan er aó öllu jöfnu
talsvert frábrugóin því sem foreldrar telja vió-
eiqandi spariklæónaó. Sumir vilja meina
aó það sé ellimerki þegar fólki fer að þykja
fermingartíska Ijót.
Fín fermingarbörn
Fatatíska fermingarbarna er
fínlegri en oft áður fyrir utan
skóna, sem verða að teljast í
grófari kantinum. Vinsælasti
fermingarfatnaður stúlkna
virðist vera stuttur kjóll, sem
gjarnan er ljós og með svoköll-
uðum kínakraga. Strákar vilja
helst vera í jakkafötum, jafnvel
smóking eða íslenska búningn-
um, sem margir taka á leigu
fyrir þennan merkisdag í lífi
sínu. Skófatnaður sem fellur
best að smekk ungu mannanna
er í grófara lagi, rétt eins og
skór stúlknanna.
Þrátt fyrir ólíkan smekk
virðast fermingarböm fá að
ráða talsvert miklu um spariföt
á fermingardaginn. I könnun
Morgunblaðsins á viðhorfum
fermingarbarna var meðal
annars spurst fyrir um fataval
og kom þá í ljós að langflest
fermingarbörn velja föt sín
sjálf eða í samráði við foreldra
sína eða forráðamenn. Foreldr-
ar sem rætt var við sögðu að
þeim þætti rétt að unglingar
veldu sjálfir fermingarfötin.
„Annars fara krakkarnir aldrei
í þetta eftir fermingu,“ var al-
gengt viðkvæði.
Foreldrar með dýrari smekk
Mæðgin og feðgin vora feng-
in til samstarfs við blaðauka
um fermingar og voru ungling-
arnir beðnir að fara í bæjarferð
til að velja föt sem þeir vildu
fermast í. Sömuleiðis voru for-
eldrar beðnir að fara á stúfana
í þeim tilgangi að velja ferm-
ingarföt á börnin sín. í ljós kom
að smekkur foreldra og barna
var nokkuð ólíkur. Þó virtust
foreldrar vera sáttari við fata-
val barna sinna en börnin við
val foreldra sinna. Hinum
síðaraefndu fannst foreldrara-
ir „klikka“ á smáatriðum sem
skipta máli. Foreldrar höfðu
orð á að unglingar veltu lítið
fyrir sér verðlagi og því kom
skemmtilega á óvart að í báð-
um tilvikum völdu krakkarnir
ódýrari föt. Rúmlega 47% mun-
aði á fatnaði Guðnýjar, en um
8% á fatnaði Viktors Bjarna.
Tekið skal fram að unglingar
og foreldrar ákváðu sjálfir í
hvaða verslanir þeir fóru.
HANN VELUR SJALFUR
TEIIMÓTTUR jakki
kostar 10.900 kr., hvít
skyrta kostar 3.900
kr., kóngablátt bindi
kostar 2.900 kr.f
svartar buxur kosta
5.900 kr. og skór
kosta 9.900 kr. Allur
f atnaður er úr verslun-
inni 17 og er heildar-
kostnaður 33.500
krónur.
Þú geymir ekki peningana þina
undir rúminu, þú hefur nóg :b§A
annað við plássið að gera.
Stilltu þig frekar inn á
Vaxtalinuna, fjármálaþjónustu
fyrir unglinga og þar ertu
á réttri bylgjulengd! • i
Spennandi tilboð til fermingarbarna
(fylgstu með póstinum þínum!)
V fl X T fl LIN fl N
BUNAÐARBANKl ISLANDS