Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR9.MARZ 1997 F 29
I-
».
'1
i
í
P
«
j
«
:
«
«
4
4
4
4
4
«
.
4
4
4
4
4
<
Krydd í tilveruna
KRYDD og kryddjurtir eru notuð
í vaxandi mæli í matreiðslu og
segja má að ákveðin list sé að
blanda saman kryddum í mat svo
útkoman verði heilsteypt og
bragðgóð. Fyrir allmörgum árum
gaf Sláturfélag Suðurlands út
bækling um krydd og þar kemur
meðal annars fram að oft þurfi
nokkrar tilraunir til að finna út
heppilegt magn af kryddi í hvern
rétt. Mælt er með því að fólk komi
sér upp kryddum með því að
kaupa þau smám saman, til dæmis
eina tegund í viku. „Hið undursam-
lega bragð kryddsins er fólgið í
hinni rokgjörnu olíu, sem bundin
er í jurtinni“ segir í bæklingnum.
„Bragðaðu á kryddinu þínu annað
veifíð og ef ljúfengu bragðefnin
eru farin að dofna, er kryddið lít-
ils virði og rétt að fá sér nýtt í
staðinn." I bæklingnum eru gefnar
upplýsingar um helstu kryddteg-
undir og með hvaða matvælum
þær henta best.
Allrahanda
Hentar vel með svínakjöti, til
dæmis í pottrétti, eða nautakjöti
og lambakjöti. Einnig getur það
gefið súpum góðan keim, til dæm-
is aspas-, grænmetis- og baunasúp-
um auk hinnar ítölsku minestrone-
súpu. Þá er allrahanda gott í
ávaxtasalat og sósur. Einnig er
mælt með því í rétti úr spínati,
gulrótum eða eggaldini og út í
grænmetissafa.
Blóðberg
Blóðberg, eða timían eins og það
er gjarnan nefnt á erlendum mál-
um, á mjög vel við lambakjöt.
Einnig kálfa- og svínakjöt, fugla-
rétti af öllu tagi og humar og
rækju. Blóðberg er gott með gul-
rótum, rósakáli og sveppum, í alls
kyns eggjarétti og bauna- ogtóm-
atsúpur,
Majoran
Hægt er að nota majoran með
mjög mörgum matvælum, til dæm-
is í kjötrétti úr lifur, eða með
kálfa- eða kindakótilettum. Það
er gott með steiktum físki, öndum,
gæsum og kjúklingum, auk þess
að eiga vel við súpur úr baunum,
tómötum eða físki. Majoran er
gjarnan notað með grænmeti, t.d.
gulrótum, tómötum og lauk, en
einnig baunum og út í alls kyns
sósur.
Oregano
Þetta ítalska krydd er mikið
notað í alls kyns pastarétti. Það
er einnig sagt gott með nýrum,
og kjötréttum úr svína-, kálfa- og
kindakjöti. Þá getur verið gott að
strá örlitlu oregano út í bráðið
smjör sem borið er fram með skel-
fiskréttum. Það hentar vel með
steiktum kjúklingum, með baun-
um, í tómat-, bauna- og uxahala-
súpur og með grænmeti eins og
lauk, tómötum, kartöflum og
spínati.
£ ermin?
Stuttir kjólar
Blúnduskyrtur
frá 4.990
frá 2.490
Síðir kjólar - 4 litir
kr. 7.990
Svartir ullarjakkar
kr. 9.990
PVC jakkar - svartir og hvítir
kr. 9.990
í £ lash
Opið sunnudag frá kl. 13-16
Laugavegi 54, sími 552 5201
Kúmen
Lifur með örlitlu kúmeni er
sögð afar ljúffeng. Ennfremur
hentar kúmen í ýmsar súpur og
bakstur, auk þess að eiga vel við
súrkál, blómkál og hvítkálssalat.
Þá er kúmen ómissandi í ung-
verska gúllas-rétti.
Cayenne-pipar
Þessi sterki pipar hentar vel
með kjöti í alls kyns pottrétti.
Einnig er gott að krydda bakaðar
baunir með pipar og skerpa þann-
ig baunabragðið. Cayenne-pipar
og rauður pipar gefa ídýfum mjög
skarpan og góðan keim og eru
einnig góðir með ostaréttum og
út á alls kyns salöt.
Turmeric
Þetta gula krydd er gott út í
hvers kyns fisk- og skelfiskrétti,
auk þess að eiga vel við kjúklinga-
kjöt. Þá getur verið gott að krydda
egg með turmeric og einnig osta-
rétti, salöt og ídýfur.
BIODROGA
snyrtivörur
c^tella
^Bankastræti 3, sími 551 36
Gönguskór
CnT35^47>
CKr. 5.79(T)
Sjónauki 10x25
1—
Skelj ungsbúðin
Suðurlandsbraut 4 • S. 560 3878
-