Morgunblaðið - 09.03.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 F 35
GERÐUR Jónasdóttir.„Þarna stóð ég- úfin og ótilhöfð og allir
í heyskap í kringum mig
GERÐUR JÓNASDÓTTIR
í Fermingarbam 1943
GERÐUR Jónasdóttir saumakona
og húsmóðir var fermd í Skarðs-
kirkju á hvítasunnu 1943 og var
prestur sr. Ragnar Ófeigsson. Hún
býr nú við Ytri-Rangá skammt frá
Hellu, en hún bjó í Selsundi ofar-
, lega á Rangárvöllum þegar hún var
á fermingaraldri.
„Þegar ég var 11 ára lést faðir
■ minn og mér var komið í fóstur til
■ föðursystur minnar sem var gift
Þorsteini Bjömssyni, en hann
byggði einmitt fyrsta húsið þar sem
Hella er núna og lagði þar með
grunninn að byggðakjama í kaup-
túninu.
Við vomm níu systkinin og þau
eldri ýmist fóm til vinnu eða var
, komið í fóstur, en þau yngstu vom
eftir hjá móður minni. Eg fór sem-
sagt til fósturforeldra minna sem
| bjuggu í Selsundi og var hjá þeim
til 16 ára aldurs.
Fór ríðandi til kirkjunnar
Við vorum þrjú fermingarsystk-
inin sem vorum fermd þarna í
Skarðskirkju í Landsveit um hvíta-
sunnuna 1943. Prestur var sr.
Ragnar Ófeigsson. Ég fór ríðandi
til kirlq'u ásamt fóstra mínum, en
það var um klukkutíma ferðalag
og yfír vað að fara. Sem betur fer
var veðrið gott þennan dag, ekki
hefði verið skemmtilegt að koma
hundblautur og hrakinn til mes-
sunnar.
Fermingarkjóllinn var í farangr-
inum en móðir mín saumaði hann
fyrir systur mína. Þetta var hvítur
kjóll, en í þá daga fermdust flestar
stúlkur í svipuðum kjólum og alltaf
hvítum að lit.
Athöfnin gekk ágætlega eftir því
sem ég best man. Mér fannst hún
örugglega áhrifamikil. Á eftir var
1
1
i
i
i
Þú,get^rmeð.-
Einn mesl seldi
vosareiknir á Islandi
SHARP EL-531
D.A.L. innsláttarkerfi (bein aSgerS á skjá)
Tvær línur á skjá
> Hýberbólsk föll
• Almenn brot
• Einvið tölfræði
Prósentureikningur
Harðspjaldahlíf
• ofl. ofl.
EL-531 hentar framhaldsskólanemum og
nemendum í síðustu bekkjum grunn-skóla.
Stgr.
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Simi 533 2800
Það var meira
lagt í bakkels-
ið en venju-
lega en engir
gestir voru
við þetta
tækifæri
svo riðið heim og þar beið kaffí og
kökur heimilisfólksins, það var að-
eins meira lagt í bakkelsið en venju-
lega en engir aðrir gestir voru við
þetta tækifæri.
Fermingarmyndin tekin úti á
túni síðar um sumarið
Ekki var tekin mynd af mér á
fermingardaginn sjálfan. En seinna
um sumarið bar gesti að garði og
heimilisfólk var þá í heyskap úti á
túni. Einhver gestanna hafði
myndavél í fórum sínum. Mér var
sagt að drífa mig inn og klæða mig
í kjólinn, nú skyldi tekin mynd.
Þarna stóð ég því úfín og ótilhöfð
í fermingarkjólnum úti á túni og
myndin var tekin.
Mér er þessi dagur minnisstæð-
ur, það var merkilegt að vera kom-
inn í fullorðinna manna tölu. Þá
fannst mér ég fá stórkostlegar gjaf-
ir; lamb, kross, gullnisti, sálmabók
áritaða af bróður mínum og tæpar
20 krónur í peningum. Þetta voru
mikil auðæfi fyrir unga stúlku og
mér þótti afskaplega vænt um kind-
ina mína og man hvað mér leiddist
að þurfa að láta hana frá mér þeg-
ar Hekla gaus 1947.“
Hversu margir koma í fermingarveisluna þína?
Færri en 10 \\ 1,2%
11-30 manns | [ 7,5%
51-70 manns |
Fleiri en 71 | >1 20,2%
40,1%
Hversu oft tekuröu til í herberginu þínu?
Aldrei | 2,0%
Sjaldan ~| 21,5%
1-3 sinnum í mánu&i jf . 1 34,6%
Einu sinni í viku | , •;} 1 32,1 %
Daglega fpl 9,8%
strákar
stelpur
FERMINGARMYNDIR
Pantaöu tíma strax
BARNA ^FJÖLSKYLDD
LJÓSMYNDIR
S í u< i 588-7644
Armúla 38
Blab allra landsmanna!
ptorgmiÞlaMft
- kjarni málsins!
viö fermirtgdrbarniö
Motorola Echo bodtæki
Vexðs flj
• Vegtor aðeins 68 g
| • 8 númera minni
• Tónmerki eða titrari
f • Innbyggð klukka
sem skráir hvenær
skilaboð bárust.
PÓSTUR OG SlMI HF
Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800
Þjónustumiðstöð í Kirkjustraeti, simi 800 7000
SöludeildKringlunnt simi 550 6690
Póst- og símastöðvar um land aUt