Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
36 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997
ANITA JÓNSDÓTTIR
Fermingarbam 1983
ANITA Jónsdóttir var fermd
í Selfosskirkju 8. maí 1983
og gerði það sr. Sigurður
Sigurðarson og vígslubiskup Sig-
urður Pálsson sat í kór. Fermt var
tvisvar þennan dag og var Anita í
seinni hópnum og segir að ferming-
arbömin þá hafi verið um 20.
„Við vorum í kyrtlum en flest
fengu ný föt og það var amma mín
sem saumaði Iqolinn minn. Hann
var úr hvítu blúnduefni og ljómandi
fallegur. Ég var í honum þennan
dag og tveimur árum síðar þegar
systir mín fermdist og líklega ekki
oftar.
Frá því ég var sex ára hafði ég
safnað hári svo ég var orðin mjög
hárprúð. Öndvert við margar stelp-
ur sem láta klippa sig strax eftir
ferminguna gerði ég það ekki fyrr
en fjórum ámm seinna.
Mér fannst verða tímamót
Ég gerði mér ekki glögga grein
fyrir því hvort ég fermdist af trúar-
þörf en mér fannst fermingarundir-
búningurinn góður, hvort við lærð-
um einhver ósköp fyrir utan trúar-
játninguna er ég ekki viss um. Mér
fannst verða tímamót en ég held
ekki að ég hafi ígrundað trúarlegu
hliðina sérstaklega. En ég sótti
kirkju reglulega næstu ár á eftir
svo ég hlýt að hafa fundið þörf
fyrir það.
Ég kveið athöfninni og sér í lagi
því að ganga til altaris, mér fannst
fráhrindandi að bragða á messuvíni
og borða hold Jesú ... Ég var fyrst
í stafrófinu og var því fermd fyrst
og reyndi að bera mig virðulega en
það vom smáærsl í krökkunum og
sumir fengu hláturskast af „nervös-
iteti".
Mér leið mjög vel þegar sr. Sig-
urður var að ferma mig og man
hvað hann lagði höndina þétt á
höfuðið á mér og var ekkert að
hugsa út í hvort hann aflagaði mína
fínu greiðslu.
Fékk meðal annars biblíu og
sjö Iampa
Það var haldin veisla í Tryggva-
skála og boðið um 80 manns, afi
minn Guðmundur Finnbogason sem
var kokkur, sá um matargerðina
ásamt mömmu og fleirum. Fyrst
var matur, svínakjöt, kjúklingar,
hangikjöt og hvaðeina og tertur og
kransakaka seinna um daginn.
ANITA Jónsdóttir
Fermingardag-
urinn var
skemmtilegur
en skrítið að
vera miðpunkt-
ur athyglinnar
Svo var önnur veisla daginn eftir
fyrir vini foreldra minna og kunn-
ingja mína og var ekki síður gaman
þá..
Ég man eftir mörgum góðum
fermingargjöfum, frá foreldrum og
systkinum mömmu og afa og ömmu
fékk ég græjur, biblíu frá föðurafa
og ömmu, Passíusálmana áritaða,
úr frá systkinum pabba, skartgripa-
kassa og heilmikið af skartgripum
og hvorki meira né minna en sjö
lampa! Allmargir gáfu mér peninga
og fyrir það keypti ég mér hjól.
Mér fannst fermingardagurinn
skemmtilegur og merkilegt að vera
miðpunktur athyglinnar. Ég get
ekki borið á móti því að mér fannst
til um að allt þetta fólk skyldi vera
komið þama mín vegna.
Það miðaðist margt við ferming-
una, þá gat maður sótt um störf
sem hefði áður verið óhugsandi.
Maður var ekki orðinn fullorðinn
en lagður af stað í áttina til fullorð-
inslandsins."
Unglingaferðir
á Hornstrandir
Fimm daga bakpokaferö fyrir unglinga á
Hornstrandir með þaulvönum fararstjóra.
Gengið á Hornbjarg og Hælavíkurbjarg sem eru tvær
af stærri sjófuglabyggðum landsins
og fuglalífið skoðað.
Kennd notkun áttavita og landakorts.
Kvöldvökur, varðeldur og grillveisla.
Verð kr. 19.500.
Innifaldar er bátsferðir, leiðsögn og fæði.
Með flugi til og frá ísafirði með
Flugleiðum kr. 27.000.
Allar frekari upplýsingar:
VESTURFERÐIR, ÍSAFIRÐI,
sími 456-5111, fax 456-5185.
STELLA JÓHANNSDÓTTIR
Fermingarbam 1952
STELLA Jóhannsdótt-
ir var fermd í gömlu
Hallgrímskirkjukap-
ellunni vorið 1952 af séra
Jakobi Jónssyni. Hún er
ættuð frá Gunnólfsvík og
hafði verið send suður í
Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Síðan var ætlunin
að hún fengi fermingar-
fræðslu hér en héldi síðan
lUlér þótti
vænst um
sálmabók-
ina frá
ömmu
minni
heim um vorið og yrði fermd
á Skeggjastöðum í sinpi heima-
byggð.
„En þá kviknaði í Gunnólfsvík
og bærinn brann til kaldra
kola. Faðir minn, stjúpa og 10
systkini stóðu upp heimilislaus
og allslaus en menn og skepnur
björguðust.
Húsbruni heimilisins
breytti fermingarstaðnum
Eftir þennan atburð kom
ekki til mála að ég færi norður
og var ákveðið að sr. Jakob
fermdi mig. Fjölskyldunni var
dreift á næstu bæi um hríð en
síðan keypti faðir minn eyði-
býlið Hafnir og þar bjó fjöl-
skyldan uns byggt hafði verið
aftur upp í Gunnólfsvík.
Ég hafði engan áhuga á trú-
málum en mér likaði ágætlega
í fermingarundirbúningnum.
Sr. Jakob var skemmtilegur
karl og kröfuharður við okkur
og lét okkur lesa Veginn sem
hann hafði samið. Hann tók
hátíðlega að búa börnin undir
ferminguna og ég held að við
höfum öll hugsað vel til hans
eftir þessi kynni.
Með pappírspoka við athöfnina
Hér í bænum bjó ég þjá
föðurbróður mínum og konu
hans og þau höfðu ákveðið að
efna til smákaffiboðs vegna
fermingarinnar. En á ferming-
GÍSLIG. Þorgeirsson
GÍSLIG. ÞORGEIRSSON
Fermingarbam 1996
GÍSLI Galdur Þorgeirsson var
fermdur í apríl 1996 af
prestunum í Hallgríms-
kirkju sr. Karli Sigurbjömssyni og
sr. Ragnari Fjalari Lámssyni.
Hann segist hafa viljað fermast
til að staðfesta trúnað sinn við guð.
Æ9) SILFURBUÐIN
Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066
- Þar fœröu gjöfina -
„Ég er trúaður en ég trúi ekki
á guð sem lítur út eins og gamall
maður, heldur trúi ég að guð sé
gott afl inni í hveijum og einum
manni," segir hann og bætir við
að margir krakkanna hafi fermst
aðeins vegna gjafa en hann haldi
að meirihluti þeirra hafi tekið
fermingarundirbúninginn og
ferminguna alvarlega.
Mér þótti mjög gaman að fá
alla þessa gesti í veisluna
„Mér finnst ekkert að því að
segja að auðvitað er gaman að fá
gjafir og að manni sé haldin veisla.
Fermingarfötin mín vom rauður
jakki sem ég átti og svo fékk ég
gráar buxur.
Ég var fermdur klukkan tvö og
síðan var veisla í gamla Stýri-
mannaskólanum, þar vom 30-40
manns og mér fannst mjög gaman
að hitta gestina mína og þótti
vænt um að þeir komu. Það vom
kökur og brauð og alls konar
kræsingar á borðum, og fjölskyld-
an hjálpaðist við að undirbúa
Eg trúi að guð
sé gott afl inni
í hverjum og
einum manni
þetta. Ég var hafður með í ráðum
um þetta allt og ég réð því til
dæmis að það var kransakaka af
því mér þykir hún mjög góð.
Fékk ferð til Amsterdam og
fannst hún ævintýri
í veislunni hélt fósturpabbi
minn ræðu og svo var spjallað
saman og borðaðar kræsingar og
ég vona að allir hafi skemmt sér.
Ég fékk margar góðar gjafir,
ferð til Amsterdam frá mömmu
minni, hljómborð og græjur frá
pabba, fósturpabba og systur
minni, útivistarföt frá fjölskyldu
pabba, bækur og peninga og ótal
margt fleira. Eg lagði mestalla
peningana inn því ég fékk svo
margt af því sem ég óskaði mér.
Við mamma fórum í fermingar-
ferðina um miðjan ágúst og mér
finnst Amsterdam sérstaklega fal-
leg borg. Við skoðuðum okkur um,
sáum meðal annars van Gough
safnið og hús Önnu Frank og
margt fleira.
Ég hafði lesið bókina um Önnu
Frank og varð undrandi þegar við
komum mér fannst ótrúlegt að
ekki hefði komist upp um þau fyrr
því þetta var miklu meira pláss
en ég hafði ímyndað mér. Einnig
fórum við yfir til Belgíu og mér
fannst þetta rosalega skemmtilegt
og ég sá svo margt nýtt og von-
ast til að komast aftur til Amsterd-
am seinna.
Hvort mér finnist ég hafa full-
orðnast við að fermast? Ég held
nú að það sé úrelt spakmæli að
maður sé þar með kominn í fullorð-
inna tölu. Maður eldist og þrosk-
ast með árunum en ekki á einum
degi.“