Morgunblaðið - 09.03.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 F 39 *
1
I
i
I
i
3
I
j
I
i
i
<
<
<
<
<
<
<
(
<
(
<
<
Hringar úr
gulli eða silfri
með litudum
steinum, yfir-
leitt mjög fín-
gert skart
Fíngerðir steinhringar
úr gulli eða silfri er það sem
fermingarstúlkur vilja
FLESTUM hugnast vel að gefa
fermingarbörnum, einkum
stúlkunum, skartgripi í ferm-
ingargjöf. Þær gjafir fylgja
tísku sem vill breytast á nokk-
urra ára bili. Mörg fermingar-
börn bera kross við ferminguna
og eru það oftast fíngerðir gull-
krossar en allt er til í því efni
og sumar stúlkur og sumir pilt-
ar bera stóra silfurkrossa.
Elsta skartgripaverslun
Reykjavíkur mun vera Skart-
gripaverslun Jóns Sigmunds-
sonar, hún tók til starfa 1904
og þar stýra nú för Símon
Ragnarsson sem er barnabarn
Jóns og kona hans Halldóra
Arthursdóttir.
Símon sagði að það sem virt-
ist eftirsóknarverðast nú væru
fíngerðir gullhringar með lituð-
um steinum, svo sem rúbín, sir-
konía eða blóðsteini. Einnig
væru hálsmen með steini mikið
keypt fyrir stúlkur. Hvað varð-
ar piltana væru þeim oft gefnir
hringar en þeir væru stærri en
þeir sem stúlkurnar fá. Sömu-
leiðis vildu strákarnir armbönd
með ágröfnu nafninu sínu.
Hjálmar Torfason opnaði
sína verslun fyrir 35 árum. Son-
ur hans, Torfi Hjálmarsson, er
nú að taka við henni. Torfi
sagði að mest væri óskað eftir
hringum. Þeir væru að lang-
mestu leyti með handsmíðaða
hringa og nú væri spurt meira
eftir silfurhringum og þeir
væru stærri en áður. Yfirleitt
eru þeir með steinum, svo sem
svörtum onyx eða blóðsteini
sem er silfurgrár að lit og túr-
malín sem er grænn og bleikur.
Torfi sagði að íslenskir stein-
ar í hringa sæktu á, þar á með-
al agat. Hann sagði að gull-
hringir með perlu væru að
koma aftur til skjalanna. Strák-
arnir skörtuðu ekki jafn miklu
og stúlkurnar en skyrtuhnapp-
ar væru alltaf klassísk gjöf
handa þeim.
Morgunblaðið/Golli