Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Krissý
Fjölmennt í
Smárahlaupi
YTIR 500 manns tóku þátt í
Smárahlaupi í Kópavogi á sunnu-
daginn. Þetta er í þriðja skipti
sem Smáraskóli gengst fyrir
þessu hlaupi og voru þátttakend-
ur á öllum aldri. Veðrið var eins
og það best gerist á þessum árs-
tíma. Væsti því ekki um keppend-
ur þegar þeir gæddu sér á flat-
bökum og gosi að hlaupinu loknu.
Leikskólakennarar krefjast 110
þúsund króna lágmarkslauna
Atkvæði greidd
um verkfall
FULLTRÚARÁÐSÞING Félags ís-
lenskra leikskólakennara sam-
þykkti að láta fara fram atkvæða-
greiðslu í maí um verkfall sem hefj-
ist 22. september nk. hafi kjara-
samningar ekki tekist fyrir þann
tíma. Jafnframt var ítrekuð sú
krafa félagsins að lágmarkslaun
leikskólakennara verði 110 þúsund
krónur á mánuði. Lágmarkslaun
leikskólakennara í dag eru 81.613
kr. á mánuði.
Björg Bjarnadóttir, formaður
Félags íslenskra leikskólakennara,
sagði að leikskólakennarar hefðu
verið með lausa samninga frá ára-
mótum. Viðræður við vinnuveitend-
ur hefðu gengið hægt. Hún sagði
að það væri mikil alvara í kröfu
leikskólakennara um 110 þúsund
króna lágmarkslaun og henni yrði
fylgt fast eftir.
I ályktun um kjaramál, sem sam-
þykkt var á þinginu, er bent á að
laun leikskólakennara á íslandi séu
töluvert lægri en annars staðar á
Norðurlöndunum. Þetta hvetji fólk
til að flytja úr landi. Bent er á að
það borgi sig ekki fyrir leikskóla-
kennara með tvö börn að vinna i
úti. Laun leikskólakennara séu allt
of lág miðað við menntun, ábyrgð
og álag.
Skipulagsmál
í brennidepli
Mikið var rætt um skipulagsmál
á þinginu og sagði Björg að niður-
staðan hefði orðið að skipa fímm )
manna nefnd til að fjalla um fram- j
tíðarskipulag og stöðu félagsins.
Nefndinni hefði verið falið að skoða
hvar hagsmunum félagsmanna
væri best borgið, þ.e. utan banda-
laga, eða í bandalögum eða með
öðrum stéttum. Nefndinni væri m.a.
ætlað að ræða við önnur kennarafé-
lög. Björg sagði að mikill áhugi
hefði komið fram á þinginu á að
ganga í sameinuð kennarasamtök
sem fyrirhugað er að stofna með )
sameiningu HÍK og KÍ. Hún sagði j
að engin tillaga lægi fyrir um úr- .
sögn úr BSRB.
Skipulagsmál leikskólakennara
verða rædd áfram á næsta þingi
þeirra á komandi ári. Þá á að liggja
fyrir álit frá skipulagsnefndinni.
Ágreiningur kom upp um afgreiðslu lífeyrissjóðafrumvarpsins úr þingnefnd
ÁGREININGUR varð í efnahags-
og viðskiptanefnd þegar samþykkt
var með fimm atkvæðum gegn ijór-
um að afgreiða frumvarp um skyldu-
tryggingu lífeyrisréttinda og starf-
semi Iífeyrissjóða úr nefndinni. Tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins sam-
þykktu álit meirihluta efnahags- og
viðskiptanefndar um lífeyrissjóða-
frumvarpið með fyrirvara, þeir Einar
Oddur Kristjánsson og Pétur H.
Blöndal. Hyggst Pétur leggja fram
á Alþingi í dag_ breytingartillögur
við frumvarpið. Ákveðið hefur verið
að fresta afgreiðslu frumvarpsins til
hausts og að nefnd, sem í sitja m.a.
fulltrúar ASÍ og VSÍ, fari yfir það
í sumar til þess að freista þess að
skapa um það meiri sátt.
„Það er óneitanlega afskaplega
sérkennilegt að þingnefndin skuli
vera látin afgreiða málið formlega
áður en til þessa samstarfs kemur,“
sagði Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, í samtali við Morgunblaðið.
„Það var hins vegar skynsamlegt
að fresta málinu. Það verður að
koma í ljós eftir þessa málsmeðferð
hvort það er raunverulegur vilji til
þess að setjast niður með þeim sem
málið varðar og láta á það reyna
hvort hægt er að ná um það sæmi-
legri sátt. Að okkar viti er málið
allt opið. Við ætlum ekki að fara í
viðræður um þetta mál á forsendum
meirihluta þingnefndar. Svona
vinnubrögð auka ekki með okkur
bjartsýni um að það verði hægt að
ná sátt um málið. Það liggur alveg
fyrir hver okkar viðhorf eru. Alþýðu-
sambandið og Vinnuveitendasam-
bandið hafa lagt fram sameiginlegt
álit og hafa fylgt því eftir við ráð-
herra. Við höfnum tillögum meiri-
hluta efnahags- og viðskiptanefnd-
ar,“ sagði Grétar.
Þórarinn V. Þórarins-
son, framkvæmdastjóri
VSI, tók undir þessi sjón-
armið Grétars og sagði
ummæli Vilhjáms Egils-
sonar, formanns efna-
hags- og viðskiptanefndar, um að
til greina kæmi að „gera smávægi-
legar breytingar" á frumvarpinu
sérkennileg. Hann sagði þessi um-
mæli I ósamræmi við yfirlýsingar
forystumanna ríkisstjórnarinnar.
„Ummæli Vilhjálms eru fullkom-
lega óskiljanleg og geta ekki verið
til leiðbeiningar í einu eða neinu ef
það fylgir því alvara að leita eftir
sáttum um málið. Nefndin, sem skip-
uð verður á næstu dögum, hlýtur
Afgreiðslu frestað
til haustsins
Reynt verður
að ná sáttum
í sumar
að koma óbundin að þessu starfi.
Ef svo væri ekki væri ástæðulaust
að skipa hana því þá væri það merki
um að ríkisstjórnin vildi ekki neitt
samstarf um málið og ég hef ekki
skilið ummæli forsætisráðherra á
þann veg. Hann lagði þvert á móti
áherslu á að það næðist samstaða
um málið,“ sagði Þórarinn.
Meiri stuðningur við breytt
frumvarp
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagðist vilja minna á að þegar
hann mælti fyrir frumvarpinu hefði
hann beðið efnahags- og viðskipta-
nefnd um að skoða hvemig hægt
væri að brúa bil á milli mismunandi
sjónarmiða í þessu mikilvæga, en við-
kvæma máli. Síðan hefði farið fram
ítarleg umræða í þjóðfélaginu um líf-
eyrismál og hún hefði skilað sér í
samstarfi nefndarinnar og fjármála-
ráðuneytisins sem hefðu unnið að
breytingartillögum á frumvarpinu.
„Það er þvi ljóst að fylgið við frum-
varpið í þinginu hafði vaxið verulega
enda hafði verið ákveðið að taka til-
lit til margvíslegra sjónarmiða sem
komu fram hjá helstu gagnrýnendum
þess. Það kom fram ósk frá ASÍ og
VSÍ um að málinu yrði frestað til
haustsins og jafnframt opnuðu sam-
tökin á að auka sveigjan-
leika í lífeyriskerfinu fyrir
einstaklinga og fá lausn á
því hvemig mætti fínna
lágmarksviðmiðun í sam-
-.... tryggingunni.
Það kom fram í bréfí
ASÍ og VSÍ að samtökin töldu sig
þurfa lengri tíma en svo að hægt
væri að afgreiðá málið á þessu þingi,
af tveimur ástæðum. Þau vildu kanna
vel tryggingafræðilega grundvöll
breytinganna og afla fylgis við breyt-
ingamar í baklandinu, bæði hjá að-
ildarfélögunum og eins í lífeyrissjóða-
kerfinu. Það var niðurstaða ríkis-
stjómarinnar að verða við þessari
beiðni og það mun verða gert með
því að í sumar mun hópur starfa að
þessu verkefni og aðilar á vinnumark-
aði munu taka þátt í starfi hans.
Það er afar eðlilegt eftir þá vinnu
sem hefur átt sér stað á milli nefnd-
arinnar og ráðuneytisins, að upphaf-
lega frumvarpið verði ekki lagt til
grundvallar í starfi hópsins heldur
verði því breytt í þá átt sem tillögur
meirihluta nefndarinnar ganga því
að það er ljóst að það er miklu breið-
ari samstaða um frumvarpið svo
breytt. Afgreiðsla á málinu er því
ofúreðlileg til þess að staðfesta að
það sé vilji til þess að breyta fmm-
varpinu í þessa átt.“
Málið komið í ákveðinn farveg
I atkvæðagreiðslu í efnahags- og
viðskiptanefnd greiddi Ólafur Þ.
Þórðarson, varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins, atkvæði gegn því
að málið yrði afgreitt úr nefnd og
lagðist því á sveif með stjórnarand-
stöðunni. Jafnframt lýsti Einar Odd-
ur Kristjánsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, því yfir að hann
styddi tillögur meirihlutans með fyr-
irvara og Pétur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði að hann
áskildi sér rétt til að flytja breyting-
artillögur við frumvarpið.
„Ég hafði við fyrstu umræðu til-
kynnt að ég myndi flytja þær breyt-
ingartillögur við frumvarpið að líf-
eyrissjóður væri eign þeirra sem í
hann greiddu og að félagsfundur
fari með æðsta vald lífeyrissjóðs en
hann sitja sjóðsfélagar og þeir kjósi
stjórnina beinni kosningu," sagði
Pétur í samtali við Morgunblaðið í
gær og sagði hann þetta fyrirvara
sinn við frumvarpið sem hann kvaðst
styðja að öðru leyti.
„Eg var hlynntur þessari máls-
meðferð í nefndinni þó að ég hefði
frekar séð þá lausn að afgreiða
fmmvarpið núna sem lög en að þau
tækju ekki gildi fyrr en 1. janúar
1998. En með því að afgreiða málið
úr nefndinni er heldur meiri festa
komin á það þótt sú málsmeðferð
sé að mínu viti veikari en að hafa
samþykkt lög.“ Þá minnti Pétur
Blöndal á að mál sem varðaði 300
milljarða króna hagsmuni yrði vart
afgreitt án þess að mikill ágreining-
ur væri um það.
„Það er mikilvægt fyrir framgang
málsins að þessar tillögur liggi fyrir
með formlegum hætti. Þær lýsa póli-
tískri afstöðu meirihlutans á þessu
stigi málsins og það er þá hægt að
leggja frumvarpið fram í haust ef
ekki næst samkomulag um annað.
Ef það næst víðtækari sátt um ann-
að er þá hægt að breyta frumvarpi
í samræmi við það. I öðru lagi er
afar mikilvægt, til þess að missa
ekki lífeyrismálin út og suður, að
það liggi fyrir í hvaða farveg þessi
mál eru að fara. Ástæðan er sú að
íjármálaráðuneytið hefur afgreitt
margar beiðnir um breytingar á
reglugerðum sjóðanna, bæði sam-
tryggingarsjóðanna og séreignar-
sjóðanna. Ef það koma ekki einhver
skilaboð frá þinginu um í hvaða far-
veg þessi mál eru að fara sé ég
ekki hvernig ráðuneytinu er stætt á
því að draga að afgreiða þessar
umsóknir," sagði Vilhjálmur Egils-
son, formaður efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis.
Breytingartillögurnar verða lagð-
ar fram á Alþingi ásamt nefndarálit-
um síðar í vikunni. „Aðal-
breytingin varðar stöðu
séreignasjóðanna og
möguleika kjarasamn-
ingasjóðanna til að fara
inn í viðbótarsparnað. Sér-
eignasjóðirnir munu geta
starfað áfram, en þeir verða að bjóða
upp á lágmarkstryggingavernd.
Sveigjanleikinn verður aukinn og
fjölbreytni í lífeyrisspamaði eykst
verði þessar tillögur lögfestar,"
sagði Vilhjálmur.
Vond málsmeðferð
Ágúst Einarsson, varaformaður
efnahags- og viðskiptanefndar,
sagðist telja þetta vonda málsmeð-
ferð. Mikill ágreiningur hefði verið
Vaxandi fylgi
við frumvarp-
iA á þingi
um frumvarpið, en hins vegar hefði
tekist að fínna sáttaleið með því að
láta sérstaka nefnd skoða málið bet-
ur í sumar. Eðlilegast hefði verið
að láta málið liggja og vísa þeim
gögnum og hugmyndum sem hefðu
komið fram til nefndarinnar til úr-
vinnslu eða að nefndin hefði sameig-
inlega vísað því til nefndarinnar með
því að gera grein fyrir stöðu þess
og þeim hugmyndum sem fram
hefðu komið.
„Meirihlutinn kýs hins vegar að
taka frumvarpið út úr nefndinni í
ósætti við stjórnarandstöðuna og
hagsmunasamtök á vinnumarkaði.
Markmið meirihlutans er að marka
farveg vinnunnar í sumar. Með því
að taka inn tillögur meirihlutans,
sem eru mjög umdeildar, er verið
að festa niður stjómarliðana gagn-
vart þeim tillögum. Þetta var ekki
hugmyndin þegar talað var um að
fresta málinu. Það lá fyrir sameigin-
legt bréf frá ASÍ og VSÍ til Davíðs
Oddssonar og málið fór inn á borð
formanna stjómarflokkanna og nið-
urstaðan varð sú að knýja ekki á
um afgreiðslu málsins. Þetta kemur
okkur því mikið á óvart.
Það sem okkur fínnst verst í þessu
er að í stað þess að hefja málið í
sáttafarvegi er gerður ágreiningur
strax í upphafi með því að marka
vinnuna í sumar út frá breytingatil-
lögum Vilhjálms Egilssonar, sem
alls ekki var sátt um hvorki í stjórn-
arliðinu eða í umhverfinu."
Ágúst sagði óeðlilegt að breyta
skipulagi á vinnumarkaði eins og
breytingatillaga meirihluta efna-
hags- og viðskiptanefndar gerði ráð
fyrir í tengslum við breytingar á
heildarlöggjöf um lífeyrissjóði.
Afgreiðsla lífeyrissjóðafrum-
varpsins kom til umræðu
á þingfundi í gær. Full-
trúar stjórnarandstöð-
unnar gagnrýndu máls-
meðferðina harðlega og
sögðu ríkisstjómina spilla
fyrir sátt um málið. Jón
Baldvin Hannibalsson, þingmaður
Alþýðuflokksins, sagði að með þess-
ari afgreiðslu hefði meirihlutinn
kastað stríðshanskanum. í þessu
fælust skilaboð til ASÍ og VSÍ. Þetta
gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðing-
ar í för með sér. Svavar Gestsson,
þingmaður Alþýðubandalags, sagði
að meirihlutinn hefði barið á útrétta
sáttahönd ASÍ og VSÍ. Með þessu
hefði stjórnin sýnt aðilum vinnu-
markaðarins dónaskap.