Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 9 FRETTIR Æðstu embættismenn Kjaradóm- ur skoðar samninga „KJARADÓMUR fylgist grannt með kjarasamningum, en það er of snemmt að segja til um hvenær úrskurður liggur fyrir um hugsan- legar breytingar á kjörum þeirra sem dómurinn nær til,“ sagði Garð- ar Garðarsson, lögmaður og for- maður Kjaradóms í samtali við Morgunblaðið. Lögum samkvæmt ákveður Kjaradómur laun forseta íslands, þingmanna, ráðherra, hæstaréttar- dómara, héraðsdómara, biskups, ríkisendurskoðanda, ríkissátta- semjara, ríkissaksóknara, umboðs- manns Alþingis og umboðsmanns barna. Við ákvörðun sína á Kjara- dómur meðal annars að taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumark- aði. Sömu reglur gilda um ákvarð- anir kjaranefndar, sem ákveður laun annarra embættismanna en þeirra sem Kjaradómur nær til, lögreglumanna, tollvarða og fanga- varða. Leiðir ekki samninga „Kjaradómur úrskurðar aldrei fyrr en kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði liggja fyrir, enda er honum ekki heimilt að leiða samninga með ákvörðunum sín- um,“ sagði Garðar Garðarsson. „Við munum hins vegar kanna á næstunni hvort ástæða er til breyt- inga á kjörum þeirra, sem dómur- inn nær til, en það hlýtur að telj- ast líklegt." SOKKABUXUR SAMFELLUR SUNDFATNAÐUR I [Wo'förd] | WIEN PARÍS LONDON Laugavegi 48. sími 552 3050. Fólk Kjörinn í tölfræði- nefnd SÞ •HALLGRÍMUR Snorrason, hagstofustjóri, hefur verið kjörinn til fjögurra ára setu í tölfræðinefnd Sameinuðu þjóðanna. í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu kemur fram að tölfræðinefndin er ein undirnefnda efnahags- og félagsmálanefndar SÞ (ECOSOC) og er henni ætlað að stuðla að þróun hagskýrslu- gerðar í aðildarríkjum SÞ og hafa forystu um samvinnu og alþjóð- lega samræmingu á því sviði. Nefndin er einn- ig ráðgefandi gagnvart stofn- unum SÞ á þessu sviði. Tuttugu og fjór- ir sérfræðingar sitja í nefndinni hverju sinni, en íslendingar hafa ekki átt sæti í nefndinni áður. Hallgrímur Snorrason hefur langa reynslu af alþjóðlegu sam- starfi í hagskýrslugerð. Hann hef- ur tekið þátt í hagskýrslusam- starfi á vegum SÞ, norrænu hag- stofanna, EFTA og EES. Þá hefur hann verið í forystu Alþjóðasam- taka um opinbera hagskýrslugerð og forseti þeirra samtaka 1993- 1995,- ísland tók sæti í ECOSOC um síðustu áramót. r Utivistarfatnaður Ofbne valpine og Ifta vel út Cortina sport Ef þú vilt láta þér líða betur Skólavörðustíg 20. s. 552 1555. Rýmingarsala Indversk baðmullarefni gegnofin - Br: 140 cm. Verð áður: 1150 kr/m, nú: 480 kr/m Tilvalið í sumarbústaðinn. %istan \j Laugavegi 99.: Laugavegi 99, sími 551 6646 ERT ÞU AÐ MISSA HÁRIÐ? Eða átt þú við önnur hárvandamái að stríða? Vissir þú að næstum því ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum eiga við hárvandamál að stríða. Vissir þú að til viðbótar við góða umhirðu þarf hárið einnig nauðsynleg næringar- og grunnefni til uppbyggingar. Arcone-Tisane (H) Arcone-Tisane hefurstöðvað hárlos hjá konum og körlum og í mörgum tilfellum aukið örvað og þétt hárvöxtinn. Arcone-Tisane® vinnur innanfrá, eykur blóðflæði í háræð- unum og eykur þannig flutning næringarefna og vítamína til hársekkjana. Dautt og líflaust hár fær aukna næringu og verður fallegra og heilbrigðara. Arcone-Tisane®er náttúrulegt fæðubótarefni sem inniheldur þykkni unnið úr jurtinni fenugreek, ásamt völdum vítamínum og steinefnum . Arcon vörurnar fást í Apótekum, heilsuverslunum og mörgum hársnyrtistofum um allt land. Alþjóða Verslunarfélagið ehf Skipholt 5, 105 Reykjavík - S: 511-4100 Hallgrímur Snorrason Nýir Spice girls bolir kr. 990. Spice girls Ieggingssett frá kr. 1.590. Otvfðar buxur, st. 2ja ára og upp úr, kr. 1.990. Barnakot Kringlunni 4-6, sími 588 1340 Vandaðar sumarvörur B O G N E R Sérverslun v/Óðinstorg, s. 552 5177 BIODROGA Jurta snyrtivorur NÝTT NÝTT VITALIZING FORMULA Húðin fær líf og orku á nýjan leik Glœsilegur kaupauki fylgir meðan birgðir endast. • Dagkrem f. normal húð • Dagkrem f. þurra húð • Næturkrem • Orkumaski Útsölustaðir: Stella Bankastræti, Ingólfsapótek Kringlunni, Snyrtistofa Lilju Stillliolti Akranesi, Stjörnuapótek Akureyri, Hilma Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.