Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 12

Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Raforkuvinnsla í heiminum 1990 og 2020 Losun koitvíiidis vegna 1990 12.000 TWháári vatnsafl Kjarnorka raforkuvinnslu 1990 og 2020 miiljónir tonna á ári með með vatnsafli varmaafli og öðrum eingöngu orkugjöfum 7.840 Aðrir orkugjafar 2020 23.000 TWh á ári 7.880 1990 2020 1990 Vatnsorkuvirkjanir ódýrasti valkosturinn VERÐI haldið áfram að efla orku- frekan iðnað hér á landi og orku- kerfí landsins jafnframt tengt við orkukerfí í Evrópu er áætlað að 15-25 TWst/ári af raforku verði virkjaðar hér á landi þegar fer að nálgast árið 2020. Hér á landi eru nú starfandi vatnsorkuver sem framleiða um 5 TWst/ári og verk- hönnuð eru vatnsorkuver sem fram- leiða annað eins, en alls er talið að nýtanleg vatnsorka á íslandi sé 30 TWst/ári. Að sögn Jóhanns Más Maríusson- ar, aðstoðarforstjóra Landsvirkjun- ar, er gert ráð fyrir að í heiminum geti raforkuvinnsla með vatnsafli numið um 6.500 TWst/ári árið 2020, en þá er reiknað með að raf- orkuþörf jarðar verði alls 23.000 TWst/ári. Jóhann segir að á alþjóð- legum vettvangi virðist vatnsorku- öflunin á vissan hátt gleymast í umræðunni um orkuöflun og meira sé rætt um sólarorku, vindorku o.fl. sem sé margfalt dýrari orkuöflun og ekki komin á það stig að reikna megi með að hún verði notuð í stór- um stíl á komandi áratugum. „Stofnkostnaður vatnsorkuvirkja er mjög mikill og fjármagnið lengi að skila sér til baka, en ef litið er til lengri tíma, kannski 50-70 ára, þá er þetta ódýrasti valkosturinn. Með því að nýta vatnsorku er hægt að framleiða orku með þeim hreinasta hætti sem um getur, og ef lögð er áhersla á þessa orkuvinnslu er hægt að halda mengun mjög í skeijum miðað við það sem yrði ef þessj leið yrði ekki far- in. Á móti þessu vegur að í allri einkavæðing- unni þykir mönnum það ekki fýsilegur kostur að leggja í vatnsaflsvirkj- anir því þær eru svo lengi að gefa peningana til baka, en hins vegar þegar búið er að afskrifa þessar virkjanir þá eru þær algjörar gullnámur," segir Jóhann Már. Meng-un andrúmsloftsins þekkir engin landamæri Hann segir það mjög þýðingar- mikið að sjá til þess að sá kostur að framleiða rafmagn með vatns- afli verði ekki vanræktur í heimin- um, en til þess þurfi viðkomandi stjórnvöld að koma að málinu. Þetta þarfnist hins vegar mikilla, tíma- frekra og kostnaðar- samra rannsókna sem gera þurfi áður en ráð- ist er í virkjunarfram- kvæmdir, og hafa verði í huga að brugðið geti til beggja vona með árangur. „Hérna heima á þetta erindi í þeim skilningi að það að koma í veg fyrir að við getum nýtt vatnsorku okkar er í rauninni ekki annað en að ávísa á einhverskonar ann- arskonar orkuvinnslu, t.d. með gasi, kolum eða olíu. Þar af leið- andi fengju menn í bakið alla þá mengun sem þessum kostum fylgir, því mengun andrúmsloftsins þekkir vissulega engin landamæri. Þegar menn eru því að setja sig upp á móti því að virkja vatnsaflið okkar með þeim tiltölulega litlu fórnum sem fyrirsjáanlegt. er að þurfi að færa, þá eru menn í raun og veru að mæla með því að láta brenna olíu og kolum í heiminum með til- heyrandi mengun. Menn virðast ekki átta sig alveg á þessu,“ segir Jóhann Már Maríusson. Tíu sóttu um stöðu Grens- ásprests TIU umsóknir bárust um stöðu sóknarprests í Grensás- prestakalli, en umsóknar- frestur rann út 7. maí. Sjö umsóknir bárust um stöðu aðstoðarprests í Garðapresta- kalli og tvær umsóknir bárust um Raufarhafnarprestakall. Grensásprestakall, Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra - embætti sóknarprests Umsækendur eru: Sr. Egill Hallgrímsson, sr. Friðrik J. Hjartar, sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Haraldur M. Kristjánsson, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, sr. Krist- ján Björnsson, sr. Ólafur Jó- hannsson, sr. Sighvatur Karisson, Stefán Karlsson, guðfræðingur, og sr. Þórey Guðmundsdóttir. Raufarhafnarprestakall, Þingeyjarprófastsdæmi - embætti sóknarprests Umsækjendur eru: Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, guð- fræðingur, og Ömólfur Jó- hannes Ólafsson, guðfræðing- ur. Sjálfstæðisfélagið Ingólfur Um eitt hundrað manns skrá sig úr félaginu FULLTRÚAR í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í Hveragerði afhentu Bjarna Kristinssyni gjaldkera félagsins lista fyrir helgi með um eitt hund- rað undirskriftum þar sem undirrit- aðir fara fram á að verða skráðir úr félaginu hið fyrsta. Að sögn Guðríðar Aabnegard kennara og einnar þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni er með þessu verið að harma þær vinnuað- ferðir sem voru viðhafðar á félags- fundi sjálfstæðisfélagsins 21. apríl sl. þegar fjórum bæjarfulltrúum sjálfstæðismanna í Hveragerði var vikið úr félaginu. „En jafnframt er verið að mótmæla þeim ummælum sem stjórnarmenn létu falla um bæjarfulltrúana á fyrrnefndum fundi.“ Guðríður segir ennfremur að með þessu sé verið að lýsa yfir fullum stuðningi við störf bæjarfull- trúanna fjögurra í bæjarstjórn. Aðspurð segir Guðríður að þeir sem hafi ritað nöfn sín á undir- skriftalistann væru ekki búnir að ákveða hvort stofnað verði nýtt sjálfstæðisfélag í Hveragerði í framhaldi af þessum úrsögnum, en í fyrstu verði beðið eftir viðbrögðum stjórnarmanna sjálfstæðisfélagsins. „Boltinn hlýtur nú að vera í höndum stjórnarinnar og við væntum við- bragða eftir helgi,“ sagði hún. „Áttum von á þessu“ Björn S. Pálsson formaður Sjálf- stæðisfélagsins Ingólfs sagði í sam- tali við Morgunblaðið að undirskrif- talistinn hefði ekki komið honum á óvart og að stjórnarmenn félagsins hefðu átt von á einhveiju slíku eft- ir að ákveðið hafði verið að víkja fjórmenningunum úr félaginu. Hann sagði hins vegar að svona listi með fjöldaúrsögnum væri eng- an veginn gildur samkvæmt reglum félagsins, en það gæti vel farið svo að stjórnin tæki hann gildan þrátt fyrir það. Aðspurður hvenær stjórnin muni hittast til að fara yfir listann sagði hann að það væri enn sem komið væri óákveðið. JóhannMár Maríusson Stimpilgjald reikn- að af stimpilgjaldi FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur að greiða eigi stimpilgjald af allri upp- hæð raðgreiðslusamninga VISÁ, jafnt af stimpilgjaldi og lántöku- gjaldi sem reikningsupphæð, jafnvel þótt slíkt leiði til þess að tekið sé stimpilgjald af stimpilgjaldinu. Framkvæmdastjóri VISÁ telur að með þessu sé fulllangt gengið í inn- heimtu stimpilgjalds. Lántökukostnaði og stimpilgjaldi er bætt við reikningsupphæð og öli upphæðin lánuð á skuldabréfi í svo- kölluðum raðgreiðslusamningum VISA. Viðkomandi söluaðili þarf síð- an að leggja út fyrir stimpilgjaldinu þegar bréfið er stimplað í viðskipta- banka hans eða verðbréfafyrirtæki. Vegna misræmis í túlkun Lands- banka íslands og VISA-íslands á því hvernig reikna eigi stimpilgjöld af samningum þessum leitaði söluað- ili til fjármálaráðuneytisins. VISA gerði ráð fyrir því að stimpilgjaldið væri reiknað af höfuðstól bréfsins en Landsbankinn vildi reikna gjaldið af höfuðstól og öðrum kostnaði, þar á meðal áður reiknuðum stimp- ilgjöldum. í svari ijármálaráðuneytisins kemur fram það álit að óhjákvæmi- legt sé að telja stimpilgjald og lán- tökugjald til fjárhæðar skuldabréfs- ins þegar kröfuhafinn lánaði við- skiptavininum þessi gjöld en léti ekki staðgreiða þau eins og venja væri. „Ekki getur skipt máli þótt slíkt leiði til þess að tekið sé stimpil- gjald af stimpilgjaldinu eða að það leiði til vandræða í tölvuvinnslu," segir í úrskurðinum. Eilífðarvél „Okkur þykir fulllangt gengið í innheimtu stimpilgjalds," segir Ein- ar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA, um úrskurð ráðuneytisins. Hann telur það ekki veigamikil rök að kaupmaðurinn láni stimpilgjaldið því hann leggi út fyrir því sjálfur og ríkissjóður fái tekjur sínar þann sama dag. Bendir hann á að annað- hvort verði kaupmaðurinn sjálfur að bera það misræmi sem myndast í útreikningi stimpilgjalds ofan á stimpilgjald eða að ætlunin sé að setja upp eilífðarvél því gjaldtaka sem þessi myndi engan endi taka ef skuldari ætti að bera hið hækkaða stimpilgjald. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÁ Hólakvörn í Vatnsdalsá. Er tilraunar- innar virði SALA laxveiðileyfa hefur gengið vel og í margar ár má heita að þegar sé uppselt. Að sögn manna í grein- inni hefur gengið jafnvel betur að selja en í fyrra og mun aukningin bæði vera í röðum erlendra og inn- lendra veiðimanna. í einni á, Vatnsdalsá, verður veiddum fiskum sleppt og aðeins leyfð fluguveiði. Eftir því sem næst verður komist er Vatnsdalsá eina áin hérlendis þar sem þetta fyrir- komulag er í reglugerð. Utlendinga- tíminn svokallaði í Vatnsdalsá, er trúlega sá lengsti sem um getur í íslenskri laxveiðiá, því erlendir menn koma til veiða f lok júní og veiða til loka ágúst. „Það er nú skoðun okkar, sem leigjum Vatnsdalsá, að tími sé kom- inn til að prófa þetta fyrirkomulag, að veiða og sleppa. Það hefur ekki verið farið nógu vel með margar árnar síðustu árin og oft verið lítið eftir af laxi í september. Ég skal ekki segja að þetta eigi endilega við úm allar ár, en í ám fyrir norðan blandast mér ekki hugur um að þetta fyrirkomulag hentar. Þetta er tilraunarinnar virði og um nokkurt skeið hefur skort á að einhver þori að taka af skarið. Við Guy Geffroy, samstarfsmað- ur minn, erum svo heppnir að hafa stóran hóp viðskiptamanna sem sækjast eftir því að veiða þar sem þetta fyrirkomulag er í heiðri haft, enda gengur sportið út á það í vax- andi mæli erlendis að menn éti ekki afurðina. Menn hafa ánægju af hestamennsku, en þeir éta ekki hest- inn sinn í lok sumarsins svo dæmi sé tekið. Margir íslendingar eru farnir að hugsa á þessum línum,“ segir Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár. Pétur bætir við þetta að það sé sín skoðun að leigutakar og veiði- réttareigendur verði að skoða sinn gang vandlega hvað varðar meðferð á ánum. „I flestum af bestu ánum viðgengst að innlendir veiðimenn komi og moki laxi upp eftir flugu- veiðitímann. Svo er ætlast til þess að aðrir komi glaðir eftir að þessir togarar eru búnir að maðka laxinn úr ánni. Það færi betur með ána að jafna veiðina út, væri sanngjarn- ara gagnvart öðrum veiðimönnum að halda annaðhvort áfram að fluguveiða eða setja hóflega kvóta. Best væri að halda fluguveiði áfram og sleppa laxinum. Það mætti vel hugsa sér að leyfa ein- hveija kvóta eftir einhver ár ef í ljós kemur að stofnarnir sæki í sig veðrið. Veiða-sleppa-fyrirkomu- lagfið getur ekki annað en styrkt stofnana, sama hvað hver segir,“ bætir Pétur við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.