Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SOSSA: Svört og sykurlaus. Freistingar MYNPOST Gallerí Fold MÁLVERK Sýning Sossu - Margrétar Soffiu Bjömsdóttur. Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-17 laugard. og kl. 14-17 sunnud. til 25. maí; aðgang- ur ókeypis. í SÝNINGUM sínum hefur lista- konan Sossa - Margrét Soffía Bjömsdóttir - náð að skapa sterk persðnueinkenni í myndmálinu. Stílfærðar mannvemr em dregnar fáum dráttum í einföldu rými, og stöðluð líkamsformin virðast vera á mörkum þess að leysast upp í hita litanna, sem listakonan vinnur einkum með. Inn í þessu myndmáli hefur henni síðan tekist að skapa ákveðið andrúmsloft í kringum fíg- úmmar, sem oft verður helsti þátt- ur þeirra áhrifa sem áhorfandinn fínnur fyrir. Yfirskrift sýningarinnar að þessu sinni er „Freistingar og félagslegt samneyti", og visar öðm fremur til þeirra hughrifa, sem málverkin gefa af sér. Það er viss munúð fólgin í þeim hita sem hér ríkir, þrátt fyrir að líkamsformin séu köntuð og snögg - ríkulegir rauðir og gulir litir sjá til þess. Þetta ræðst einkum af því með hvaða hætti listakonan virkjar bakgmnn málverkanna, þar sem heilu fletim- ir verða tifandi og líflegir fremur en róleg heild, sem annað myndefni hvílir á. Á sýningu Sossu á sama stað fyrir tveimur ámm var eftirvænting eða bið ríkjandi þáttur í þeirri heild- armynd sem mátti lesa út úr verk- unum, og svo er enn með vissum hætti. Þó getur hér að líta fleira, því þessi staða á sér nú greinilegar orsakir, eins og gleggst má sjá af heitum einstakra verka. Titlar eins og Vangaveltur, Freisting, Efa- semdir, Yfirvegun og Þráhyggja vísa allir til þess að þær mannverur sem bregður fyrir í flötunum eigi í ákveðinni innri baráttu, sem sétur þær í þá kyrrstöðu, sem er þrátt fyrir alla ólgu litanna meginatriðið í hverri mynd. Þessi bið fær þannig í sumum tilvikum á sig yfirbragð íhugunar eða hiks, þar sem taka þarf mikilvægar ákvarðamir - hvort skal látið freistast og bitið í safaríkt, rautt eplið, eða reynist ávöxturinn súraldin. Yfirfærð merking þessara tákna vísar auð- vitað til veigameiri ákvarðana sem varða líf okkar hveiju sinni, og hik- ið því skiljanlegt. í öðrum tilvikum virðist leiðinn þó helst ríkjandi, líkt og á sér stað þar sem setið er yfir ijúkandi kaffibolla, en aðeins litið tómum svip út í íjarskann. Meðal þessara málverka bregður fyrir endurtekningum, sem virðast litlu bæta við það formspil, sem kemur fyrir í hverri mynd fyrir sig, og má benda á verk nr. 5, 10 og 17 í því sambandi; slíkt ætti að vera óþarfi. En hér má einnig finna vissa kímni sem vísar til þess að þetta sé allt saman léttur leikur, þrátt fyrir allt. Drambið og sjálfumgleðin lýsir af dömunni í mynd nr. 9 - yfír þetta hafin - en sumir falla einfaldlega fyrir freistingunni - og þá auðvitað karlmaðurinn fyrstur allra, eins og sjá má í nr. 24. Það er létt yfir þessum stílfærða myndheimi þegar á heildina er lit- ið, þar sem freistingin er ætíð til staðar, þó það sé einungis í formi ávaxtar eða kaffibolla. Þannig er lífið í kringum okkur oft, markað einföldum valkostum, sem einatt bera þó með sér dýpri merkingu eftir því hvaða kostur er tekinn hveiju sinni. Eiríkur Þorláksson ÍYA Sigrún Bjömsdóttir: Eldur hugans. Smásögiir MYNPOST Listhús 39 GRAFÍK Sýning ívu Sigrúnar Bjömsdóttur. Opið kl. 10-18 mánud.-föstud. og kl. 14-18 laugard. og sunnud. til 26. maí; aðgangur ókeypis. HVER sá miðill sem notaður er til að skapa myndlist hefur ákveðna sérstöðu sem markast fyrst og fremst af tæknilegum atriðum. Listafólkið velur sér þessa miðla til frekari vinnslu í eilífri leit sinni að þeirri listrænu tjáningu, sem það telur henta sinni eigin myndsýn, og með hvaða hætti henni verður best komið til skila. Grafíkin er meðal elstu miðla myndlistarinnar, og um leið og úr- vinnslan er oftar en ekki flókin og likamíega erfið, býður hún upp á mikla fjölbreytni í gerð þeirra end- anlegu ímynda, sem skapaðar eru. Hér koma ekki síst til þeir mögu- leikar sem eru á að vinna með ólíka liti og samsetningar forma, allt eft- ir því sem hugurinn býður hveiju sinni. Stundum er hægt að endur- taka ferlið til að skapa ákveðinn fjölda mynda, en í öðrum tilvikum verður aðeins til ein stök prentun með hveijum hætti fyrir sig, og á sýningunni hér hefur listakonan valið síðari kostinn. íva Sigrún Björnsdóttir hefur heillast af möguleikum grafíklistar- innar, en hún útskrifaðist úr grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands fyrir tveimur árum. Frá þeim tíma hefur hún átt verk á nokkrum samsýningum, en hér er á ferðinni fyrsta einkasýning henn- ar. Sýningunni hefur hún gefið yfir- skriftina „Öfl náttúrunnar", en um er að ræða tuttugu lítil einþrykk, þar sem ákveðnir þættir eru teknir fyrir og þróaðir fram í litum og formum. Um viðfangsefni sín segir listakonan í sýningarskrá: „Myndirnar mínar eru eins og smásögur um hin ólíku öfl sem finnast í náttúrunni. Það er hægt að skoða þær allar sem eina heild eða hveija um sig eins og einstaka sögu. Ég spila með ljósið sem gegn- ir mikilvægu hlutverki í náttúrunni og sýni hvað öfl hennar geta mynd- að í landslaginu." Þessar smáu myndir skiptast með skýrum hætti í fjóra meginflokka, þar sem tekin eru fyrir ákveðin form eða unnið út frá sama línuspil- inu með einföldum hætti. Hring- form sólar er ríkjandi í einum flokk- anna, fjallskeilan í öðrum, og sveig- línur hafs og skýja eru einnig áber- andi. Smæð flatanna býður hins vegar ekki upp á mikla úrvinnslu og þrengir í flestum tilvikum um of að myndefninu, þannig að ríku- legt litaspilið verður það sem helst greinir verkin að í heildinni, sem.. er nokkuð þröngt um í þessu litla rými. Hver mynd fyrir sig á sér þó sjálf- stæða tilveru, er eins konar smá- saga, eins og listakonan nefnir. Vegna þessa er líklegt að verkin hefðu notið sín betur hefðu þau verið færri, síður trufluð af því sem er tíl beggja handa. Íva Sigrún er með þessari sýn- ingu að hefja feril sinn á listasvið- inu, og skal henni óskað heilla á þeirri Iöngu og erfiðu leið sem er framundan. Eiríkur Þorláksson Samtíningur KEES Verschuren: Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. MYNPUST Nýlistasafnið INNSETNINGAR, LJÓSMYNDAVERK, TEIKNINGAR O.FL. SAMSÝNING Opið kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga til 18. maí. Aðgangur ókeypis. SAMSÝNINGAR eru ákveðið form sem mikið er notað við fram- setningu á myndlist, og markast oftar en ekki af einhveijum sameig- inlegum þræði sem tengir listafólkið sem sýnir, viðfangsefni þess eða þá miðla sem það kýs að nota við list- sköpun sína. Þegar vel tekst til geta slíkar sýningar verið afar upplýs- andi fyrir þá sem þær sjá og varpað nýju ljósi á þau viðfangsefni sem þar eru tekin fyrir. Þegar illa tekst til reynast samsýningar í raun sund- urlaus samtíningur, þar sem einstök verk líða fyrir skort á samhengi við þá heild, sem þeim er ætlað að mynda. Sýningin sem nú fyllir sali Ný- listasafnsins reynist samtíningur af þessu tagi, þrátt fyrir að þar megi finna áhugaverð verk innan um. Hér hafa verið leiddir saman í boði safnsins fjórir listamenn frá Hol- landi, tveir frá Austurríki, og einn frá bæði Þýskalandi og íslandi, og verk þeirra skilgreind sem innsetn- ingar, ljósmyndaverk, tölvuverk, teikningar, skúlptúrar o.fl., en flést þeirra munu unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Það reynist hins vegar erfitt að finna þann þráð sem gæti tengt þessi verk saman í eina heild. Sýn- ingin er ekki kynnt með sameigin- legri skrá af neinu tagi, heldur ligg- ur aðeins frammi listi yfir sýnend- ur; aðrar upplýsingar um framlag hvers og eins eru tilviljanakenndar - jafnvel merkingar eru fáfengileg- ar og án nokkurs samræmis, þar sem þær eru ýmist á íslensku, ensku eða þýsku. Slíkt kæruleysi er ekki samboðið sýningu á vegum safns- ins, og skilur gesti eftir nánast veg- lausa. Þegar litið er til þess sem hver og einn listamaður hefur fram að færa kemur í ljós að hér er á ferð- inni hugsandi og í sumum tilvikum frumlegt listafólk, þó samhengið sé ekki alltaf skýrt. Þannig má segja að þau Ellen Jess (Þýskalandi), Theo Kuypers og Arie Berkulin (Hollandi) vísi öll með ákveðnum hætti til upplifunar sinnar af náttúr- unni með vatnslitamyndum sínum og teikningum; áhorfandinn getur nánast fundið á sjálfum sér þreytu fjallgöngumannsins í teikningum þess síðastnefnda, þó þær virki í fyrstu sem hrafnaspark örmagna einstaklings. Willem Jakobs (Hol- landi) leitar einnig til náttúrunnar og setur eyðilegar ímyndir hennar fram með nýstárlegum hætti með því að þrengja þeim nánast að hinum almenna borgara. Það eru greinilega fleiri að vinna að nýjum táknkerfum fyrir hinn hugsandi heim en sjónlistafræðing- urinn Bjami H. Þórarinsson, eins og sjá má hér á framlagi Kees Verschuren (Hollandi). Þar má lesa Mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna á sérhönnuðu mynd- máli, sem er byggt á tákngildum Morse-kerfísins. Þessi mannlegu tákn eru ekki flókin, og falla vel að þessum mikilvæga texta. íslenski þátttakandinn (og um- sjónarmaður sýningarinnar) er G.R. Lúðvíksson,-og leggur til þrjú verk, tvö sem bera heitið „Borð“ og hið þriðja sem hann nefnir „Island - sækjum það heim“ og fjallar um dekkri hliðar tilverunnar, sem sjaldnast er hampað. Hér er í raun ekki verið að birta neitt sem ekki hefur verið bent á margoft áður; framlag hans og ferill er einnig kynntur að nokkru í texta, sem hefði nauðsynlega þurft að komast í hendurnar á íslenskumanni áður en hann var lagður fram - en er hins vegar í fullu samræmi við það metnaðarleysi sem einkennir alla framkvæmdina. Yfirskrift þessarar sýningar er enska orðið „Perception“, sem m.a. má þýða sem innsýn eða skilning. Hvaða innsýn eða skilningur á að koma fram hér er með öllu óljóst, þrátt fyrir að einstök verk gefi fullt tilefni til frekari bollalegginga - til þess er heildin of sundurlaus, upp- lýsingastreymið of kæruleysislegt, samhengið of tilviljanakennt. Vonandi verða þessi mistök safn- inu tilefni til að vanda slíkar sam- sýningar betur í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.