Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ1997 31 LISTIR Bálköstur hégómans KVIKMYNDIR Háskólabíó HÁÐUNG „RIDICULE" ★ ★ Vi Leikstjóri: Patrice Leconte. Hand- rit: Remi Waterhouse. Kvikmynda- taka: Thierry Arbogast. Aðalhlut- verk: Charles Berling, Fanny Ard- ant, Jean Rochefort, Judith Godreche. Polygram. 1996. FRAKKAR eru einstök bíóþjóð sem kunnugt er og hafa upp á síð- kastið verið ákaflega uppteknir við sögulegar stórmyndir eða það sem oft er kallað búningadrama. Þær endurskapa í smáatriðum eymd og glæsileika horfinna alda en Margot drottning og Hestamaðurinn á þak- inu eru tvö nýleg dæmi um þá kvik- myndastefnu í Frakklandi og hafa báðar rekið á fjörur bióhúsanna hér. Háðung eða „Ridicule" er enn ein slík mynd. Hún gerist við hirð Loðvíks undir lok átjándu aldarinn- ar og segir af fátækum mennta- og aðalsmanni sem leitar áheymar konungs svo þurrka megi mýrlendi á landareign hans og bæta úr eymd og sjúkdómum sem fylgir dauðu landinu. En það er ekki átakalaust að ná eyrum einvaldsins. Til þess þarftu að gera lítið úr náunganum, hæða hann, eins og nafn myndar- innar bendir til. Orðsnilld er leiðin að hinum konunglegu eyrum og þótt okkar mann skorti ekki orð- kynngina skortir hann hugarfarið sem býr að baki orðum sem særa og orðum sem jafnvel drepa. Háðung ber um margt svipmót af hinni meistaralega gerðu mynd Stephen Frears, „Dangerous Liais- ons“; útlit og stíll eiga samsvörun í henni auk þess sem sakleysingi úr sveitinni er dreginn á itálar af voðakvendi með steinhjarta og verður leiksoppur hennar. Hin mis- heppnaða mynd Bálköstur hégóm- ans eftir Brian De Palma kemur einnig upp í hugann, merkilegt nokk. Fyrirfólkið við hirð Loðvíks á margt sameiginlegt með lýsing- unni á fyrirfólkinu í New York á okkar dögum og sýnir að ekkert breytist. Hégómi er allt sem þarf. Staða þín er í réttu hlutfalli við fólkið sem þú umgengst. Það kald- hæðnislega er, og Háðung lýsir því stórvel í áhrifaríku atriði, að þótt þú komist í hæstu hæðir með orðsnilldinni getur ein röng setning í röngum félagsskap gert þig út- lægan úr samfélagi aðalsins. Allt er hér gert með myndarbrag í útliti og hönnun og leikurinn er með miklum ágætum. Hirðlífið með sínum hárkollum og kinnalit og hvíta andlitsdufti og innantómu hirðleikjum kemst ágætlega til skila. Handritið verður auðvitað að standa undir kröfunni um skemmtilega orðaleiki, háðsglósur og snöfurmannleg tilsvör, glettni, fyndni, gamansemi, skarplegum athugasemdum. Þótt margt sé sagt sniðugt í myndinni tekst höf- undunum ekki alltaf sem skyldi að gæða hana raunverulegri orð- snilld. Þeir verða að feta mjög vandmeðfarinn veg því allt þetta uppskrúfaða og leiðinlega hirðfólk er fullt af tilgerð og leikaraskap og orðsnilldin sjálf mótast svolítið af því og getur orðið jafnuppskrúf- uð og leiðinleg. Athugasemdirnar eru ekki alltaf skarplegar. En þeg- ar best lætur gefur myndin for- vitnilega innsýn i heim þar sem orðin hafa raunverulega merkingu og máttur þeirra er mikill. Þau geta ýmist verið stórhættuleg eða stórlega ábatasöm. Orð geta eyði- lagt þig og orð geta skapað þér framtíð. Orðið hefur vikt og virkt. Arnaldur Indriðason Lögmaður hættir að ljúga KVIKMYNDIR Iláskólabíó, Laugar- ásbíó, Bíóhöllin TREYSTIÐ MÉR (LIAR, LIAR) ★ ★★ Leikstjóri Tom Shadyac. Handrits- höfundar Paul Guay og Stephen Mazur. Kvikmyndatökustjóri Russ- el Boyd. Tónlist John Debuey, titil- lag (þema) James Newton Howard. Aðalleikendur Jim Carrey, Maura Tierney, Justin Cooper, Jennifer Tilly, Swoosie Kurtz, Cary Elwes. 90 mín. Bandarísk. Univer- sal/lmagine 1997. JIM Carrey aðdáendur geta tek- ið gleði sína aftur, sprelligosinn er kominn í sitt fyrra form eftir Kapalgæjann. Gallinn við þá mynd var sára einfaldur; Carrey var lát- inn leika leiðindaskjóðu, slíkir gaurar henta ekki hæfileikum mannsins. Carrey í réttu hlutverki er sannkallaður gieðigjafí sem kemur með góða skapið - hvort sem maður vill eða ekki. Það eru magnaðir hæfileikar að geta lækn- að ólundina í mannskepnunni með fíflagangi sem lengst af er á mörk- um þess sem maður þolir af slíkum trakteringum. Að þessu sinni leikur Carrey lögfræðinginn Fletcher, vafasam- an náunga sem maður mundi ekki treysta til að fara út með ruslið. Þessi lygni, hyskni og almennt séð ómerkilegi náungi á soninn Max (Justin Cooper) og mislukkað hjónaband að baki. Max litla er vel kunnugt að lygin er hvað versti gallinn í fari fóður hans og óskar honum því bata á þessu sviði á sjö ára afmælinu sínu. Og stendur nú löggepill ráðalaus frammi fyrir nýju, ólæknandi vandamáli. Það skyldi þó aldrei hafa hvarfl- að að einhveijum sú óguðlega hugsun að lygin væri lögmönnum ómissandi? Þó Treystið mér sé ekki vísindaleg úttekt á sannleiks- ást þeirrar stéttar þá dregur hún upp fjári skondna mynd af þessum slæma lesti manna og hversu blessaður sannleikurinn gerir okk- ur fijálsa og betri sköpunarverk almættisins. í skrípalátunum má því finna örlitla ádeilu, en hún vegur ekki þungt í verki sem er sniðið fyrir hina einstöku skop- hæfileika Carreys, en það má segja að hann sé gamanleikari af líkama og sál, af sama meiði og Chaplin, Marxbræður og Jerry Lewis. Hann gerir misfyndið, stundum ómerkilegt og klisjukennt handrit að fínni þriggja störnu skemmtun og nýtur m.a. hæfileika Jennifer Tilly, einnar bestu grínleikkonu Hollywood um þessar mundir eins og fram kom í Bullets over Broad- way og nú síðast í hinni vanmetnu Bounds. Áhorfandinn stendur sig að því að hlæja óvenju lengi og mikið að bíómynd sem hann er þó einhvers staðar innra með sér að rembast við að hneykslast á. Sleppum því og njótum línudans- ins. Sæbjörn Valdimarsson Hundur í honum ÞAÐ er engu líkara en það sé einhver hundur í rússneska listamanninum Oleg Kulik, sem heldur athyglisverða sýn- ingu í Deitch Proj’ects- gallerínu í New York. Þar æðir Kulik um eins og dýr í búri, urrar og geltir á sýn- ingargesti. Nakinn skríður hann um sýningarsalinn sem er að hluta til innréttaður eins og fangaklefi. Segir eigin-kona Kuliks og talsmaður að hann viþ’i með þessu sýna fram á hvað greini mann og dýr að. Sumawtilhoð Æfingabekkir Hreyfingar, Ármúla 24, sími 568 0677 • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi og þol? • Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel. Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðvana. Hver tími endar á góðri slökun. Svala Haukdal Ég hef stundað æfingabekkina meira og minna síðan 1989. Vegna þrálátra bakverkja og vökvasöfnunar, átti ég erfitt með að stunda leikfimi. Síðan ég byrjaði hef ég verið laus við verki og ég fæ alla þá hreyfingu og slökun sem ég þarf. Hjá Æfingabekkjum Hreyfingar fæ ég einnig einkaþjálfun, persónulegt viðmót og yndislegt umhverfi. Ég hvet allar þær konur sem geta, að kynna sér æfingakerfið, það er fyllilega þess virði. Guðrún Ingvarsdóttir Ég hef stundað æfingabekkina í rúmt ár og hafa þeir hjálpað mér í baráttunni við slit- og vefjagigt. Auk þess sem vöðvar hafa styrkst og vöxtur lagast. Allt er þetta jákvætt og gott innlegg í heilsubankann. Ég vildi að ég hefði kynnst þessu æfingakerfi miklu fyrr. Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Frír kynningartími. Hringið og fáið nánari upplýsingar varðandi sumartilboðið. Ath. breyttan opnunartíma Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og kl. 15-20, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.