Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 42

Morgunblaðið - 13.05.1997, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Áhrif hæðar á * mannslíkamann Samvinnuháskólinn í úttekt mennta- málaráðuneytisins MEÐ aukinni hæð yfir sjávarmáli lækkar súrefnisþrýstingur í and- rúmsloftinu og þarmeð í blóði og vefjum líkamans. Á tindi Everest er þrýstingurinn aðeins þriðjungur af því sem hann er við sjávarmál. Við það að súrefnisþrýstingurinn lækkar verða margvíslegar breytingar á starfsemi líkamans. Hann getur að- f. lagað sig þessum lækkaða súrefnis- þrýstingi með ýmsum aðferðum og er sérstaklega mikilvægt að hann fái nægan tíma til þessarar aðlögun- ar. Ef farið er of geyst í að bæta við sig hæð í ijallaklifri er hætta á að fá svokallaða fjallaveiki. Það er mjög einstaklingsbundið hvernig lík- aminn bregst við hæð og fer ekki alltaf eftir hversu vel þjálfaðir menn eru, en góð þjálfun spillir aldrei fyrir. Aðlögun Af áhrifum hæðar á ýmis líffæri líkamans má nefna að öndun verður hraðari og dýpri. Við það verða breytingar á sýru/basajafnvægi lík- amans sem nær nokkru jafnvægi p- aftur með tímanum. Talið er að fiest- ir þeir sem eiga auðvelt með að ná mikilli hæð án þess að veikjast svari súrefnisskortinum með hærri öndun- artíðni og dýpri öndun en þeir sem þola þunna loftið illa. Hjartsláttur verður hraðari, blóðþrýstingur hækkar og þvagútskilnaður getur aukist eða minnkað. Þeim, sem auka þvagútskilnað, er síður hætt við fjallaveiki. Ein af svörunum líkam- ans við súrefnisskortinum sem fylgir vaxandi hæð er að fjölga rauðum blóðkornum. Einnig minnkar rúm- mál blóðsins og leiðir þetta hvort- tveggja til þess að blóðið þykknar. Þessar breytingar verða á nokkrum vikum og undirstrikar enn þörfina fyrir aðlögun að hæð eins og ís- lenski Everest-leiðangurinn hyggst taka sér góðan tíma í. Þol minnkar um allt að 10% fyrir hveija 1.000 hæðarmetra eftir að komið er í 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þannig er þolið á tindi Everest aðeins þriðj- ungur af því sem það er við sjávar- mál. Breytingar verða á svefni í mikilli hæð. Þannig verður meira af svefninum í grynnri stigum sem leið- ir til þess að ekki fæst eins góð hvíld og ella gæti orðið. Mjög al- gengt er að vakna oft upp af svefni “ í mikilli hæð. í svefni fellur súrefnis- þrýstingur í líkamanum enn lægra en í vöku og öndun verður óreglu- leg, þannig að á skiptast tímabil þar sem öndun er kröftug og þarsem öndunin stöðvast í nokkrar sekúnd- ur. Mikil hæð yfir sjávarmáli með tilheyrandi súrefnisskorti veldur margvíslegum breytingum á starf- semi taugakerfisins. Strax í 3.000 metra hæð yfír sjávarmáli er orðið Ef farið er of geyst í ffallaklifrí, segir Gunnar Guðmunds- son, er hætta á svokallaðri fjallaveiki. erfítt að læra nýja hluti og eftir því sem hæðin eykst dregur úr hæfni líkamans til að framkvæma ná- kvæmar hreyfíngar, það dregur úr starfsemi skynfæra og dómgreind hrakar. Þegar líkaminn nær ekki að aðlaga sig hæð, t.d. vegna þess að of hratt er farið upp eða af öðrum ástæðum, verður til ástand sem kall- að er fjallaveiki. Orsakir fjallaveiki eru ekki að fullu þekktar og er talið að þær séu fjölþættari en súrefnis- skorturinn einn. Almennt má segja að fólk fínni ekki fyrir fjallaveiki fyrr en komið er í um 2.500 metra hæð yfír sjávarmáli. Rannsóknir frá Himalayafjallgarðinum á ferðalöng- um sem höfðu viðdvöl í 4.243 metra hæð, leiddu í ljós að helmingur þeirra sem höfðu gengið þangað úr 2.800 metra hæð hafði einkenni hennar á ýmsum stigum. Sömu einkenna varð vart hjá þriðjungi þeirra sem höfðu hafið gönguna í 1.300 metra hæð og verið lengur á leiðinni. Þeim sem er hættast við að fá fjallaveiki eru einstaklingar undir 25 ára aldri eða eldri en 60 ára. Þá veikjast konur oftar en karlar. Þeim sem einu sinni hafa fengið fjallaveiki er hættara við að veikjast aftur. Fjallaveiki Fjallaveiki má skipta í fjögur mis- munandi stig og eru mjög ógreinileg mörk á milli þeirra og er talið að þau séu mismunandi tjáning á sama sjúkdómsferli. Stigin eru: Fjalla- veiki, háfjallasjónhimnublæðingar, háfjallalungnabjúgur og háfjalla- heilabjúgur. Einkenna fjallaveiki verður vart eftir eins til þriggja sólarhringa dvöl á fjöllum. Algengustu einkennin eru: höfuðverkur, lystarleysi, ógleði, upp- köst, svimi, svefnleysi, almennur slappleiki, suð fyrir eyrum og bjúgur á útlimum. Einnig einbeitingarerfið- leikar og hæg hugsun. Oft á tíðum minnkar þvagútskilnaður. Háfjalla- sjónhimnublæðingar eru oftast ein- kennalausar og koma aðeins fram við læknisskoðun. í einstaka tilfell- um geta þær valdið tímabundnum sjóntruflunum sem ganga til baka að mestu leyti. Háfjallalungnabjúgur er mun hættulegra stig fjallaveiki oggetur valdið dauða á stuttum tíma ef ekki er rétt brugðist við. Einkenn- in eru: mæði í hvíld, hósti, uppgang- ur, blóðhráki, blámi, surg í lungum og hröð öndun og hjartsláttur. Há- fjallaheilabjúgur er alvarlegasta stig fjallaveiki og getur farið saman með lungnabjúg. Einkenni hans eru svæsinn höfuðverkur, uppköst, trufl- un á skynjun og hreyfíngum og meðvitundartruflanir sem geta verið allt frá skertri dómgreind til meðvit- undarleysis. Aðrir kvillar sem upp koma í mik- illi hæð eru barkabólga, þrálátur hósti sem leitt getur til rifbrota, snjóblinda, blóðrásartruflanir vegna þess hve blóðið þykknar og fleira. Þegar komið er í-meira en 6.500 metra hæð yfír sjávarmáli er komið í dauðabeltið svokallaða, þar sem enginn maður getur lifað til lengd- ar. ítarlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á fjallgöngumönnum sem klifrað hafa svo hátt hafa sýnt að þeir geta fengið ýmar varanlegar veflaskemmdir, til dæmis getur frammistaða þeirra á prófum sem mæla ýmiss konar heilastarfsemi versnað. Mikið þyngdartap verður, matarlyst verður lítil og svefn léleg- ur. Höfuðverkur, almennt máttleysi og síþreyta eru algengar kvartanir. Hvað er til ráða til að veijast fjallaveiki? Besta aðferðin til að fyrirbyggja fjallaveiki er skynsamlegur ferða- máti. Góðan tíma þarf til að aðlag- ast hæðinni. Mælt er með því að dvelja í tvo til fimm daga í um 2.000 metra hæð. Þegar komið er upp í 3.000 metra eða hærra er ráðlegt að hækka sig aðeins um 300 metra á dag, líkt og íslenski Everest-leið- angurinn stefnir að. Rannsóknir hafa sýnt að lyfíð acetazolamide er virkt til að fyrirbyggja fjallaveiki. Einnig er súrefni úr tönkum sem bornir eru á baki hjálplegt. Mikil- vægasta meðferðin við fjallaveiki er að lækka sig og hverfa við það flest einkenni hennar á stuttum tíma. Einnig eru notuð lyf og súrefni. Þá hafa komið til sögunnar á undan- förnum árum færanlegir háþrýsti- klefar sem hægt er að nota þegar ekki eru aðstæður til flutninga í minni hæð, t.d. vegna veðurs og munu leiðangursmenn hafa slíkan klefa tiltækan. íslensku þremenn- ingamir sem hyggjast klífa Everest eru allir þrautþjálfaðir, á besta aldri til að verjast fjallaveiki og vanir að dveljast í mikilli hæð án þess að veikjast. Að auki munu þeir taka lyf sem flýta aðlögun að hæð. Þess utan hafa þeir með sér lyf og annan bún- að til hjálpar, ef önnur óáran svo sem barkabólga, hósti, niðurgangur og aðrir kvillar heija á þá. Möguleik- ar þeirra til að ná takmarki sínu teljast því góðir þótt vert sé að minn- ast þess að aðeins lítill hluti þeirra sem leggja í háfjallaklifur nær að komast á tindinn. Höfundur er lungnulæknir í Iowa-fylki í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um fjallaklifur og hefur veitt Everestförunum læknisfræðilega ráðgjöf. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ gaf nýlega út merkar skýrslur, nið- urstöður ítarlegrar úttelrtar á há- skólamenntun í viðskipta- og rekstr- arfræðum í landinu. Fátt hefur sést úr þessum skýrslum í fiölmiðlum, sem létu sér flestir nægja að styðjast við fréttatilkynningu stýrihóps úttektarinnar. Þessi fréttatilkynning gefur mjög ófullkomna mynd af niðurstöðum úttektarinnar. Hvað varðar einstaka skóla er myndin afar villandi. Sérstaklega á þetta við varðandi Samvinnuhá- skólann á Bifröst. í fréttatilkynningunni segir að ein af veikum hliðum viðskipta- og rekstramámsins felist í takmarkaðri stefnumót- un og markmiðssetn- ingu. Um Samvinnuháskólann á Bi- fröst segir m.a.: Skólinn setur sér skýra, vel af- markaða og trúverðuga stefnu sem hefur skapað honum sérstöðu á sviði viðskipta- og rekstrarfræðináms. Ennfremur: Bæði Samvinnuhá- Úttekt menntamálaráðu- neytisins, segir Jónas Guðmundsson, er merkilegt skref í kerfís- bundnu eftirliti með íslensku háskólastarfi. skólinn á Bifröst og Háskóli íslands höfðu þróað markmið fyrir nám sitt. Önnur veik hlið er talin vera að ekki sé nægilega vel unnið að því að koma á nýjungum og auka fjöl- breytni í kennslu og námsmati. í skýrslunni segir hins vegar: Undantekning er þó Samvinnu- háskólinn á Bifröst þar sem mark- visst hefur verið unnið að kennslu- fræðilegri uppbyggingu námsins og eftirlit, miðlun athugasemda og upp- lýsinga til kennara þótti til fyrir- myndar. Þriðja veika hliðin er talin vera hátt brottfall nemenda úr námi. í skýrslunni segir: Brottfall nemenda er mjög mis- munandi eftir skólum, frá rúmum 10% við Samvinnuháskólann til 50% við viðskiptaskor Háskóla íslands. Ennfremur segir um Samvinnu- háskólann: Á árunum 1990 til 1995 var brottfall nemenda mjög lítið, eða tveir til sex á ári. Hafa verður í huga að Samvinnuháskólinn takmarkar inngöngu nemenda og hefur getað valið úr umsóknum um skólavist. Fjórða veika hlið viðskipta- og rekstrarnáms er talin vera of lítil áhersla á upplýsingatækni. Um Sam- vinnuháskólann segir samt sem áður: Tölvuaðstaða er mjög góð. Bókasafnið er vel búið bókum og tímarit- um á sviði skólans og aðgangur að gagna- bönkum og millisafna- lánum. Nemendur hafa aðgang að tölvum og bókasafni allan sólar- hringinn. Ennfremur: Náms- efnið er í stöðugri end- urnýjun og í takt við nýja strauma og áhersla lögð á að kynna notkun í upplýsingatækni. Þá segir: Kennarar fá þjálfun í kennslu áður en þeir taka til starfa með námskeið- um í kennslufræði, tölvunotkun og upplýsingatækni. Fimmta veika hliðin, sem hér skal tíunduð, fjaílar um námskröfur; þær eru taldar mega vera meiri. í skoð- anakönnun meðal brautskráðra nem- enda kemur fram að 9% brautskráðra nemenda Samvinnuháskólans telja námskröfur hafa verið of litlar, sam- anborið við 27-36% hjá nemendum háskólanna í Reykjavík og á Akur- eyri og Tækniskólans. Hins vegar telja 91% brautskráðra nemenda Samvinnuháskólans námskröfur hafa verið hæfílegar. Mikilvægar upplýsingar Úttekt menntamálaráðuneytisins er merkilegt skref í kerfísbundnu eftirliti með íslensku háskólastarfi. Aldrei áður hefur verið gerð úttekt hjá mörgum skólum sem kenna sömu fræðigreinar. Úttektin veitir skólun- um sjálfum mikilvægar upplýsingar um hvað þeir eru að gera rétt og hvar þurfi að bæta úr. En hún veitir ennfremur atvinnurekendum mikil- vægar upplýsingar um hvemig starfsmönnum þeir eiga von á út úr skólunum. Síðast en ekki síst veitir hún væntanlegum nemendum skól- anna mikilvægar upplýsingar um hvaða áherslum þeir eiga von á í skólunum fjórum. Því hvet ég alla sem áhuga hafa og málið snertir til að lesa umrædd- ar skýrslur menntamálaráðuneytis- ins, en finna má þær á heimasíðu ráðuneytisins, slóðinni: http://frodi.stjr.is/mrn/ utgefni/rit/index.html Höfundur er rektor Samvinnuháskólans á Bifröst. Jónas Guðmundsson HÚSNÆÐI í BOÐI íbúð til leigu Glæsileg 3ja herbergja íbúð á Seltjarnarnesi til leigu. Erá 2. hæð. Bílskúr fylgir. Laus. Upplýsingar í síma 564 2739. ÓSKAST KEVPT * Blásturshljóðfæri óskast Vel meðfarin, lítið notuð, blásturshljóðfæri (málm og tré) óskast keypt gegn staðgreiðslu. Aðeins þekkt merki koma til greina. Hljóðfærin og fylgihlutir, s.s. munnstykki og kassar, verða að vera í góðu lagi. Skrifleg tilboð sendist af- greiðslu Mbl., merkt: „B — 896", fyrir 20. maí. TI L SÖLU Tilsölu 1. Hafnarstræti 9-11 (hraðfrystihús), Þingeyri. 2. Fiskimjölsverksmiðja á Þingeyrarodda, Þingeyri. 3. Skreiðargeymsla á Þingeyrarodda, Þingeyri. 4. Neðra fiskhús sambyggð skreiðarhús á Odd- anum, Þingeyri. Eignirnar seljast í einu lagi, ásamt vélum, tækj- um og áhöldum. Tilboð óskast sundurliðað í hverja eign fyrir sig. Skila þarf inn tilboðum fyrir 20. maí nk. Upplýsingar um eignirnar veitir Páll Jónsson, Byggðastofnun, Engjateigi 3,105 Reykjavík, sími 560 5400. Græn lína 800 6600. Sala á lausafé Föstudaginn 16. maí nk. verður lausafé í eigu þrotabús Meistarans-Veisluþjónustunnar ehf. til sölu í húsnæði félagsins í Dugguvogi 3 í Reykjavíkfrá kl. 10.00-12.00. Það eru vörulyfta, pökkunarvélar, hillur, borð og ýmsir aðrir hlutirtil kjötvinnslu. Frekari upplýsingar gefur undirritaður skipta- stjóri þrotabúsins í síma 566 8530. Mosfellsbæ, 12. maí 1997, Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. Gifsmót Til sölu yfir 500 gifsmót fyrirkeramikfram- leiðslu. Áhugasamir vinsamlega sendið nafn og síma númertil afgreiðslu Mbl., merkt: „Keramikmót" fyrir 25. maí nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.