Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 43
AÐSENDAR GREINAR
Radíóamatörar og
neyðarfjarskipti
__ Ársæll Haraldur
Óskarsson Þórðarson
17. MAÍ ár hvert
er haldinn hátíðlegur
Alþj óðafj arskipta-
dagurinn, en þennan
dag fyrir 132 árum
var stofnað Alþjóð-
afj arskiptasamband-
ið (International
Telecommunication
Union). Þema þessa
árs er: Neyðarijar-
skipti. Lögð er
áhersla á hve mikil-
vægur hlekkur í öllu
hjálparstarfi er, að
fjarskipti séu í lagi.
Pélag íslenskra
radíóamatöra,
skammstafað ÍRA,
var stofnað 14. ágúst 1946 og varð
því 50 ára á sl. ári.
Frá upphafi hefur það verið til-
gangur félagsins að stuðla að þjálf-
un og þroska ungs fólks og ann-
arra sem hafa áhuga á radíótækni
til þess að ná tökum á fjarskiptum.
Fyrr á tímum, og alls ekki fyrir svo
löngu, þurfti fólk að reiða sig á
talstöðvar. Hver man t.d. ekki eftir
því þegar CB stöð, stundum kölluð
FR stöð, var í öðrum hvetjum bíl
og merki í glugga þar sem á stóð
„stöð til öryggis“ eða fólk á af-
skekktum stöðum þurfti á hjálp
Gufunesradíós að halda, ef einhvers
þurfti við, læknishjálp eða bara að
panta í kaupfélaginu. En með til-
komu farsíma hafa þessar stöðvar
verið lagðar á hilluna. Þó ekki allar
því enn má heyra samtöl manna á
svokallaðri almenningstíðni,
þ.e.a.s. CB tíðni. Margir hafa ein-
mitt byrjað sinn fjarskiptaferil á
CB tíðni og viljað síðan auka við
þekkingu sína og getu á þessu sviði,
og gerst radíóamatörar.
Leyfi radíóamatöra flokkast í
fjóra flokka og er í þeim lögð mis-
munandi áhersla á kunnáttu. Fyrst
skal talið nýliðaleyfi. Það er fyrir
þá sem hafa lágmarkskunnáttu í
rafmagnsfræðum. Þá er gerð krafa
um kunnáttu í móttöku á morse á
35 stafa hraða á mínútu. Leyfi
þetta hentar vel fyrir unglinga þar
sem kostnaður við tækjabúnað er
ekki mikill, og algengt er að menn
smíði sín tæki sjálfir. Þá er svokall-
að tæknileyfi. Leyfi það er miðað
við heldur meiri kunnáttu í radíó-
fræðum, en engrar kunnáttu í
morse er krafist. Leyfið er bundið
við tíðnir fyrir ofan 144 Mhz. Til
A og B leyfis er krafist sömu kunn-
áttu og til tæknileyfis, en þá er
einnig krafist móttöku á morse á
65 stafa hraða á mínútu. C leyfi
öðlast þeir sem hafa bætt við kunn-
áttu sína í rafmagnsfræðum og náð
80 stafa hraða á mínútu í morse.
ÍRA hyggst gangast fyrir, ef
næg þátttaka fæst, námskeiðum á
komandi hausti. Vonandi verður
þá til kennsluefni á íslensku, en
það er í undirbúningi.
Hér á landi hefur hópur radíóam-
atöra starfað sem sjálfboðaliðar í
stjómstöð Almannavarna ríkisins.
Samstarf þetta hófst eftir gos í
Vestmannaeyjum 1973 og í fyrstu
tóku þeir þátt í uppbyggingu fjar-
skipta og viðbúnaðarkerfis Al-
mannavarna um allt land, t.d. þeg-
ar sett var upp viðvörunarkerfi í
Mýrdalnum og allt austur að
Kirkjubæjarklaustri sáu þeir um
að setja upp búnaðinn á sveitabæ-
ina í Landbroti og Meðallandi auk
þess að setja upp endurvarpa á
Háfell við Vík í Mýrdal.
Talstöðvar á VHF tíðnum duga
ekki nema í sjónlínu, eða það héldu
menn a.m.k. hér áður fyrr. Þess
vegna vom settir upp endurvarpar
á hina ýmsu fjallatoppa til þess að
koma radíómerkjum til skila yfir
langar vegalengdir.
Nú í sumar eru 20 ár síðan rad-
íóamatörar settu upp fyrsta endur-
varpann á VHF tíðni hér á landi
og satt best að segja voru ekki
margir trúaðir á að þetta gæti
blessast en framkvæmdastjóri Al-
mannavarna ríkisins þá, Guðjón
Petersen, sá að þarna var framtíð-
in enda óskaði hann eftir og fékk
afnot af þessum endurvarpa.
Þessi einfaldi búnaður opnaði
fyrir ömgg fjarskipti frá Reykjavík
um allt Suðurland, Reykjanes,
Snæfellsnes og talsvert inn á mið-
hálendið. Síðan hafa Almannavarn-
ir komið sér upp þéttu neti endur-
varpa til nota í neyðarfjarskiptum.
Ekki aðeins hafa Almannavarnir
ríkisins og amatörar nýtt sér endur-
varpa, heldur hafa björgunarsveitir
hér á landi komið sér upp góðu
neti af endurvörpum til sinna nota.
Hjá björgunarsveitum hefur safn-
ast mikill fróðleikur um fjarskipta-
leiðir sem ættu að vera til góðs ef
vá ber að dyrum. En ekkert kerfí
er svo gott að ekki geti bilað og
það sýndi sig þegar slysið í Súða-
vík varð, en þar brugðust boðkerfín
að mestu eða öllu leyti. Með réttum
búnaði geymdum á réttum stað
(t.d. ísafirði), og þjálfuðum fjar-
skiptamönnum hefði mátt koma á
sambandi við Súðavík mun fyrr en
raun varð á. En þessi búnaður kost-
ar því miður talsverða peninga, því
gengur uppbyggingin hægt fyrir
sig.
Heyrst hafa þær raddir að þessi
viðbúnaðarstefna með talstöðvar og
slíkan búnað hafi runnið sitt skeið
á enda, því með farsímakerfum
nútímans séu slík tæki og tól óþörf.
En því miður höfum við nýlegt
dæmi um að ljósleiðarakerfí símans
bilaði í hlaupinu á Skeiðarársandi
íslenskir radíóamatörar
hafa, segja Ársæll Ósk-
arsson og Haraldur
Þórðarson, opið hús í
Þróttheimum alla
fímmtudaga.
sl. haust, en þá fór ljósleiðarinn í
sundur. En vegna þess að kerfín
eru fleiri en eitt kom það ekki að
sök í þetta skiptið. En er hugsan-
legt að öll kerfín bili á stórum svæð-
um, t.d. við Suðurlandsskjálfta?
Hvað gerum við þá?
Erlendis eru samtök radíóamat-
öra mjög virk í neyðarfjarskiptum
og má t.d. benda á að s.l. haust
þegar fiugvél fórst í nágrenni New
York voru allmargir amatörar á
svæðinu kallaðir til starfa og voru
þeir með sinn búnað að störfum i
10 daga, allt unnið í sjálfboðavinnu.
í Bandaríkjunum er hvert ríki
ábyrgt fyrir sínum „Almannavöm-
um“ og þeir sem fá útgefíð leyfí
radíóamatöra fara sjálfkrafa á skrá
hjá yfirvöldum sem hjálparliðar í
fjarskiptum vegna neyðar sem upp
kemur.
í flestum löndum heims er radíóa-
matörum fijálst að stunda sitt tóm-
stundagaman. Óheimilt er að nota
fjarskiptatíðnir til umræðu um
málaflokka sem eiga að fara fram
á símkerfum.
Hér skal einnig getið að innan
skátahreyfíngarinnar hér á landi er
starfandi fjarskiptasveit. Meðlimir
þeirrar sveitar störfuðu í 25 ár fyr-
ir LHS og síðan eftir það í nokkur
ár fýrir Landsbjörg, landssamband
björgunarsveita. í dag hefur þessi
sveit aðsetur í Skátahúsinu við
Snorrabraut í Reykjavík, en þar er
einnig til húsa Skátafélagið radíó- v
skátar. Eðlilega starfa þeir mest í
þágu skátafélaganna og er mikill
áhugi á að efla starfsemina. í seinni
tíð hafa flestir meðlimir radíóskáta
fengið leyfí sem radíóamatörar og
eru einnig félagar í ÍRA.
Þeim sem hafa aðgang að Inter-
netinu og vilja fá upplýsingar um
þessi málefni á alþjóðavísu, skal
bent á eftirfarandi heimasíðu:
http://www.itu.int/wtd
Eins og lesendum er kunnugt fer
fram hér á landi í júlí stór æfing
sem kallast Samvörður 97. Mikill
undirbúningur hefur átt sér stað
hjá Almannavörnum ríkisins, meðal
annars í fjarskiptamálum. Að sam- -m
ræma fjarskiptamál hinna erlendu
gesta og íslenskra björgunarsveita
er mikið starf en fjarskiptanefndin
er skipuð radíóamatörum eða félög-
um í ÍRA að öllu leyti. Að lokum.
íslenskir radíóamatörar hafa opið
hús alla fímmtudaga í Þróttheimum,
félagsmiðstöð ÍTR, en við höfum
átt því láni að fagna að fá inni hjá
þeim. Opið er frá kl. 20-23. Þar er
opin fjarskiptastöð og gefst öllum
sem vilja, tækifæri til að kynna sér
starfsemi félagsins og tækjakost,
hvort sem er með „venjulegum“
talstöðvum eða því nýjasta, sem er
flutningur á stafrænum skilaboðum
með tölvum.
Höfundar eru radíóamatörar.
NÝLEGA las ég
blaðagreinar frá ís-
landi um kynferðis-
lega misnotkun á
tveggja ára gömlum
dreng og um það, hve
mörg íslensk böm og
unglingar séu misnot-
uð á ári hveiju. Sagt
var að lítil von væri
um hjálp fyrir þessi
börn og ungt fólk.
Þessi umfjöllun ís-
lenskra blaða vakti
athygli mína, vegna
þess að síðastliðin 8
ár í starfí mínu sem
bamasálfræðingur hef
ég svo til daglega til umfjöllunar
mál af þessu tagi.
Óverulegur skaði?
í greininni um drenginn var sagt
að ekkert benti til þess að hann
hefði hlotið varanlegan skaða af.
Miðað við umfangsmikla reynslu
mína af málum af þessu tagi er
þetta líkast til ekki rétt. Ég hef um
árabil haft til meðferðar börn sem
hafa orðið fyrir kynferðislegri mis-
notkun. Yfírleitt koma þessi böm
ekki í meðferð fyrr en um 5-6 ára
aldur, vegna þess að þá fara afleið-
ingamar að koma fram í hegðunar-
vandamálum, hræðilegum draum-
um eða bara að bömin fara að tala
um atburðinn eða atburðina.
Auðvitað er mögulegt að litli
drengurinn sem sagt var frá í blaða-
fregnum á Islandi hafí ekki orðið
fyrir sálrænum skaða. Vonandi að
svo sé, því móðirin
stöðvaði verknaðinn
um leið og hún varð
hans vör. Aftur á móti
er það alltof algengt
að sérfræðingar og
aðrir telji að því yngra
sem bamið er, þess
minni sé skaðinn. Goð-
sögnin er sú að litlu
bömin gleymi einfald-
lega því sem hafí kom-
ið fyrir þau.
í mörgum tilfellum
er þetta rangt mat.
Fjölmargar rannsókn-
ir hafa verið gerðar á
minni barna sem hafa
orðið fyrir kynferðislegri misnotkun
og niðurstöður verið birtar í vísinda-
ritum. Þær sýna að minni bama um
slíka atburði getur verið mjög gott,
jafnvel þó að þau hafí orðið fyrir
þessari hræðilegu reynslu áður en
þau voru farin að tala. Lítil stúlka,
sem kom til mín í meðferð 5 ára
gömul, gat sagt mér í smáatriðum
hvað hafði komið fyrir hana þegar
hún var rúmlega tveggja ára. Önnur
íjögurra ára gömul stúlka lýsti jafn
skýrt með leik, hvað hún hafði þurft
að þola þegar hún var 18 mánaða
gömul.
Sum böm og unglingar ná sér
furðanlega vel andlega séð, enda
þótt þau hafi orðið fyrir kynferðis-
legri misnotkun. Forsendur em m.a.
þær, að barnið eigi foreldra sem
trúa því þegar það segir frá reynslu
sinni, ennfremur að misnotkunin
hafí varað í skamman tíma og loks
að sá sem kynferðislega misnotaði
barnið sé ekki nátengdur.
Mildandi kringumstæður?
En núna langar mig að víkja að
dómnum yfír karlmanninum sem
misnotaði ungbamið kynferðislega.
Það sem vekur mesta athygli í þess-
um dómi er að Héraðsdómur Vest-
fjarða telur það milda brotið, að
ekkert hafi komið fram sem bendi
til þess að ákærða hafí vaknað
ásetningur um að fremja brotið fyrr
en í þann mund sem hann fremur
það. Málið sé af þeirri ástæðu síður
alvarlegt!
Ef karlmenn sem mis-
nota böm eru ekki
stöðvaðir, segir Elín
Hjaltadóttir, má búast
við að þeir misnoti allt
að 300 börn á ævinni.
Ég hef margoft vitnað fyrir ungl-
ingadómi í Bretlandi sem sérfræð-
ingur í málum af þessu tagi. Fyrir
dómi legg ég mat á það, hversu
hættulegir þeir unglingar séu sem
hafa misnotað börn kynferðislega.
Ég þarf ennfremur að meta hvort
hægt sé með sérhæfðri meðferð að
hjálpa þeim að hætta að misnota
böm. Reynsla mín er sú, að fullorðn-
ir karlmenn sem hafa kynferðisleg-
an áhuga á börnum og unglingum
byijuðu allir að misnota böm á
unglingsárum. Rannsóknir sýna að
ef karlmenn sem misnota böm eru
ekki stöðvaðir, þá má búast við að
þeir misnoti allt að 300 böm á
ævinni.
Þegar unglingur sem hefur mis-
notað barn er metinn af sálfræðingi
hér í Bretlandi er fyrsta spumingin
sem ég og mínir starfsfélagar spyrj-
um, þessi: „Hversu lengi varstu
búinn að hugsa um að misnota bam-
ið kynferðislega áður en þú gerðir
það?“ Svarið skiptir miklu máli,
vegna þess að reynslan sannar að
unglingur sem hugleiðir verknaðinn
með einhveijum fyrirvara er ekki
eins hættulegur bömum og sá, sem
misnotar bam um leið og hann finn-
ur kynferðislega þörf fyrir að gera
það.
Það nægir þó ekki að huga að
ásetningi, þegar meta skal hversu
hættulegur slíkur unglingur sé öðr-
um bömum. Einnig þarf að spyija,
hveijar aðstæðumar hafi verið, þeg-
ar ráðist var á bamið. Vom foreldr-
arnir nærri, í næsta herbergi eða
kannski ekki heima? Unglingur eða
fullorðinn maður sem er svo gagn-
tekinn af þeirri þörf að misnota
bam, að það gildir hann einu hvort
foreldrarnir em nærri, er mjög
hættulegur börnum. Þörfín fyrir að
misnota bamið er svo sterk, að öll
venjuleg hugsun og vamaðar-
aðgerðir komast ekkert að.
Hættulegur maður?
Fjölmiðlar hafa skýrt frá því að
maðurinn sem misnotaði litla
tveggja ára drenginn kjmferðislega
hafí tekið bamið úr fangi móðurinn-
ar og misnotað hann i sama her-
bergi og móðirin svaf fi Maður sem
þannig er lýst í fjölmiðlum er sam-
kvæmt minni reynslu og þekkingu
ólíklegur til þess að hætta að fremja
kynferðisafbrot. Sé því borið við að
þessi maður ofnoti áfengi er það
að mínum dómi aukaatriði. Égþekki
marga karlmenn á íslandi sem
drekka sig blindfulla en misnota
ekki böm kynferðislega í því
ástandi. En það er staðreynd að
þeir sem misnota böm kynferðislega
eiga margar afsakanir fyrir fram-
ferði sínu, og ofnotkun áfengis er
ein sú algengasta.
Rétt er að benda á að foreldrar'
geta gert varúðarráðstafanir til þess
að vemda böm sín gegn kynferðis-
legri misnotkun, ef þau telja sig sjá
einhver teikn á lofti um slíkar hætt-
ur. Ég bendi á mjög góða bók fyrir
alla foreldra: The Protector’s
Handbook eftir Gerrilyn Smith (útg.
Womens Press).
Réttur á meðferð
Öll böm og unglingar sem hafa
orðið fyrir kynferðislegri misnotkun
eiga rétt á meðferð hjá sérfræðing-
um í meðferð slíkra bama. Þó ekki
væri nema til þess að kanna hvað
þeim liggi á hjarta. Allir eru misjafn-
ir að gerð og upplagi, og eitt atvik
getur valdið tilteknu barni stórsk-
aða, en á hinn bóginn em þekkt
tilvik, þar sem bam hefur verið
misnotað í mánuði eða ár, en slepp-
ur stórkostlega vel andlega séð.
Kynferðisleg misnotkun getur vald-
ið geðtruflunum, og þess vegna er
mjög mikilvægt að öll böm sem
verða fyrir henni, fái sérhæfða þjón-
ustu svo fljótt sem auðið er.
Hér í Norwich, sem er borg á
stærð við Reykjavík, em öll böm
sem hafa orðið fyrir ofbeldi (hvort
sem er líkamlegu, kynferðislegu, •-
tilfinningalegu) látin ganga fyrir um
meðferð. Öll böm eiga skilyrðislaus-
an rétt á því að þannig sé á þessum
málum tekið.
Höfundur hefur starfað í Bret-
landi sem bama- og
unglingasálfræðingur og sérhæft
sig málum er tengjast
kynferðislegri misnotkun.
Hættulegir kyn-
ferðisafbrotamenn
Elín Hjaltadóttir