Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+ Pétur Björns-
son fæddist á
Fallandastöðum í
Hrútafirði 10. mars
1921. Hann lést á
heimili sinu hinn 5.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Björn Guðmunds-
son, f. 23. apríl
1897, d. 23. janúar
1977, og Anna S.
Guðmundsdóttir, f.
12. janúar 1900, og
dvelur hún á elli-
heimilinu á
Hvammstanga.
Systkini Péturs eru: 1) Ottó, f.
26. júní 1922, búsettur í Reykja-
vík, eiginkona hans Jenný Sig-
rún Jónasdóttir, I 1989. 2) Ingi-
mundur, f. 31. júlí 1923, d. 5.
janúar 1925. 3) Sverrir, f. 1.
janúar 1932, kona hans er Guð-
björg Kristinsdóttir og búa þau
í Brautarholti í Hrútafirði. 4)
Alda, f. 2. nóvember 1936, d.
15. apríl 1953.
Pétur kvæntist Dagmar Ing-
ólfsdóttur, f. 22. desember
^ 1926. Hinn 23. maí 1948 hófu
þau búskap í Hrútatungu í
Hrútafirði, en fluttust, siðan að
Elsku afí minn, nú ert þú búinn
að kveðja þessa jarðvist, baráttu við
illvígan sjúkdóm er lokið, Eftir standa
yndislegar minningar sem ylja manni
á sorgarstundu sem þessari.
Það var ávallt mikið tilhlökkunar-
efni að fá að gista hjá afa og ömmu,
alltaf gat maður stólað á það að fá
að heyra söguna um hana Búkollu
frá honum afa mínum í morgunsár-
ið; hvað þú varst ávallt reiðubúinn
að segja mér þá sögu. Þá var nú
fátt notalegra en að kúra hjá afa
og hlusta af athygli á meðan amma
skenkti súrmjólk í skál og jafnvel
smá súkkulaðispæni með.
Og hvað ég varð hissa í eitt skipt-
iði þegar afí gerði að gamni sínu og
breytti sögunni lítiilega í frásögninni
og þóttist jafnvel ekki muna eitt og
annað úr sögunni, þá stóð nú ekki á
lítilli dömu að leiðrétta afa sinn. Svo
hlógum við bara að öllu saman og
minntumst oft og iðulega á það atvik
og höfðum gaman af.
1. maí var oft haldinn hátíðlegur
hjá okkur afa. Þá var haldið niður
í miðbæ og hlustað á ræðuhöld. Síð-
-y an var mæðinni kastað á kaffíhúsi
og setið þar dágóða stund.
Sumarbústaðaferðirnar voru al-
veg yndislegar. Þær voru farnar á
Gilstöðum í sömu
sveit og bjuggu þar
til ársins 1963. Þau
brugðu búi og flutt-
ust til Reykjavíkur,
þar sem hann hóf
störf hjá Cúdógler
og síðan hjá Sam-
bandinu. Þau eign-
uðust tvö börn, þau
Önnu Báru, f. 11.
maí 1948, og Ingólf
Guðmund, f. 30. des-
ember 1953. Núver-
andi sambýlismaður
Önnu Báru er Davíð
B. Guðbjartsson, f.
24. september 1948. Með fyrr-
verandi ÆÍginmanni sínum, Jón-
asi Sveinssyni, f. 23. september
1937, eignaðist hún tvær dætur.
Þær eru: 1) Dagmar Lilja, f. 19.
júlí 1970. Sonur hennar er Pétur
Már, f. 9. ágúst 1989. 2) Svan-
hildur Fjóla, f. 6. febrúar 1973,
sambýlismaður hennar er As-
mundur Vilhjálmsson, f. 3. sept-
ember 1975, og eiga þau eina
dóttur, Maríönnu Björk, f. 23.
apríl 1996.
Útför Péturs fer fram frá
Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
hveiju sumri Iengi vel. Þá var geng-
ið um holt og hæðir, legið í sólbaði
og spilað á spil. Ég er óskaplega
ánægð með að hafa fengið að upp-
lifa síðustu ferðina okkar síðastliðið
sumar því sumurin þar á undan
höfðu engar slíkar ferðir verið farn-
ar. Þá hafðir þú á orði þegar þú
heyrðir hlátrasköllin í okkur systr-
unum hversu mikið þau minntu þig
á þessar gömlu góðu ferðir. Þótti
okkur ákaflega vænt um það.
Hve fas þitt og framkoma var
ætíð rólegt og yfírvegað. Þú varst
ávallt svo glaðlegur og hvers manns
hugljúfi. Barnabarnabörnin þín, þau
Pétur Már og Maríanna Björk, voru
litlu gimsteinarnir þínir, það fór ekki
fram hjá neinum. Þau voru ákaflega
hænd að þér. Enda þótt hún Mar-
íanna Björk okkar litla sé ung að
árum var eins og hún skynjaði
hversu yndislegan mann þú hafðir
að geyma og litlir fíngur teygðu sig
ákaft í átt til þinna fíngra. Það var
dásamleg sjón.
Þið amma hafið ávallt verið ákaf-
lega samheldin og samrýnd og hefur
mér þótt það alveg yndislegt. Osjald-
an var manni tjáð hversu afi minn
og amma mín væru hugguleg og
skemmtileg hjón, fylltist ég ætíð
MINNINGAR
miklu stolti af að heyra það. Ég hef
alla tíð dáðst að því hversu dyggi-
lega þið amma hafið stutt hvort
annað í einu og öllu sem þið hafið
tekU ykkur fyrir hendur, hversu
samstiga þið voruð alla þá mánuði
sem þið máttuð beijast saman við
gríðarleg veikindi afa. Allan þann
tíma hafið þið staðið ykkur eins og
hetjur.
Élsku amma mín, ég á vart orð
til að lýsa þeim feiknakrafti sem í
þér býr. Það jafnast enginn á við
þig, þú ert alveg einstök.
Elskulegur afi minn, það er ákaf-
lega sárt að sjá á eftir þér en það
er kominn tími til að takinu sleppi.
Þú munt ávallt lifa í yndislegum
minningum. Megi almáttugur guð
umveíja þig ástúð og umhyggju.
Elskuieg amma mín, mamma mín
og Ingi frændi, megi góður guð veita
okkur öllum styrk í þessari miklu
sorg og fylgja okkur öllum ávallt.
Svanhildur Fjóla Jónasdóttir,
Asmundur Vilhjálmsson,
Maríanna Björk Asmundsdóttir.
Elsku besti afi minn, ég kveð þig
með söknuði, það er sárt og erfitt
að horfa á eftir manni eins og þér
en maður getur yljað sér um hjarta-
rætur með öllum góðu minningunum
um þig. Þú varst alltaf svo ljúfur
og góður og alltaf hefur verið talað
um það á meðal vina hvað ég eigi
myndarlegan og skemmtilegan afa
og það fyllti mann stolti. Það var
alltaf jafn gott að koma til ykkar
ömmu í rólegheitin því hjá ykkur
fann maður ró og gat slakað svo vel
á. Frá því að ég var barn var ég
alltaf mikið hjá ykkur ömmu og hef
ég ræktað það alla tíð. Og ég man
svo vel hvað ég sagði við þig, afi
minn, þegar ég var bara barn, að
ef ég mundi einhvem tíma eignast
dreng þá mundi ég skíra hann Pétur
í höfuðið á þér, og það stóðst, annað
hefði aldrei komið til greina. Og
hvað ég sá stoltan afa þegar hann
fékk að halda drengnum undir skím.
Pétur litli hefur ávallt verið litli
augasteinninn þinn og áttuð þið
margar góðar stundir saman og
hann saknar afa Péturs mikið.
Þið amma,hafið reynst okkur Pétri
alveg ómetanlega frá fyrstu tíð og
ég er afskaplega þakklát fyrir það.
Þegar ég var barn var nú voða
spennandi að fá að kúra hjá afa og
ömmu og þá var ekki um annað að
ræða en að fá að kúra uppi í hjá
ykkur til að geta verið sem næst
afa sínum. Og allar sumarbústaðar-
ferðimar sem við fjölskyldan fórum
saman í og þá kom nú ekki annað
til greina en að afí og amma kæmu
með í þessar ferðir og þar var mikið
fjör og margt brallað. Og manstu
afi minn, hvað við gátum spilað sam-
an manna aftur og' aftur, já, það var
svo gaman að spjalla, spila og hlusta
á sögur og þegar þú varst að segja
manni frá hvemig var í gamladaga.
Hjónaband ykkar ömmu var al-
veg einstakt og þið voruð alla tíð
mjög samheldin og yndisleg hjón.
Amma er búin að standa sig eins
og hetja gegnum þetta erfiða tíma-
bil og á hún heiður skilið fyrir það,
hún er alveg einstök eins og þú,
afi minn.
Það væri endalaust hægt að telja
upp hluti í sambandi við þig, elsku
afí, því þú hafðir svo sérstakan
mann að geyma, en þessar minning-
ar eru allar til staðar í hjarta mínu.
Nú er komið að þessari erfiðu
kveðjustund, ég kveð þig með trega
og sorg í hjarta, elsku afi minn, og
ég vona að þú hafir það gott þar
sem þú ert og það sé hugsað vel um
þig. Þúsund þakkir fyrir allt sem þú
hefur gert og sagt mér í gegnum
árin. Megi góður guð vaka yfir þér.
Elsku amma, mamma og Ingi, við
biðjum almáttugan guð að styrkja
okkur í þessari miklu sorg. Megi
hann vaka yfír okkur öllum.
Dagmar Lilja.
Elsku afi minn. Nú ert þú ekki leng-
ur veikur. Og vonandi líður þér vel
á himnum, þar sem þú ert núna.
Mér fannst alltaf svo gaman þegar
þú kitlaðir mig og við hlustuðum svo
oft saman á músík. Það fannst okk-
ur mjög skemmtilegt. Ég vona að
þú fáir góðan gijónagraut og ávexti
hjá guði, það fannst þér alltaf svo
gott hjá ömmu.
Elsku afi minn, ég sakna þín ofsa-
lega mikið og bið góðan guð og
englana að passa þig vel.
Við sjáumst vonandi einhvemtíma
aftur.
Bless, bless, elsku afí minn.
Þinn,
Pétur.
Kær vinur er kvaddur í dag. Laus
úr viðjum sjúkdóms sem engu eirir.
Eftir lifir minningin um mannkosti
Péturs, glaðværð hans og gestrisni.
Ég þakka þér, Pétur minn, fyrir all-
ar góðu stundirnar sem ég átti heima
hjá ykkur Döggu frænku. Þið voruð
svo einstaklega samrýnd og áttuð
svo góðan tíma saman eftir að þið
hættuð bæði að vinna.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
PÉTUR
BJÖRNSSON
■+■ Magnús Bruno
* Eggertsson
Norðdahl var fædd-
ur á Hólmi við
Reykjavík 3. janúar
1909. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur mánudaginn
5. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru: Eggert Guð-
mundsson
Norðdahl, bóndi að
Hólmi við Reykja-
vík, f. 18. júní 1866,
d. 14. jan. 1963, og
Ingileif Magnús-
dóttir, f. 2. des. 1882, d. 17.
mars 1976. Magnús átti eina
alsystur, Birnu, og fjögur hálf-
systkin samfeðra, Hrefnu,
Rannveigu, Karl og Guðrúnu.
Birna og Guðrún lifa bróður
sinn.
Árið 1954 kvæntist Magnús
eftirlifandi konu sinni Guðrúnu
Andrésdóttur Norðdahl, f. 3.
jan. 1927. Foreldrar Guðrúnar
voru: Andrés Gíslason, bóndi á
Hamri I Austur-Barðastrandar-
sýslu, f. 20. apríl
1888, d. 5. mars
1976, og kona hans
Guðný Gestsdóttir,
f. 12. ágúst 1895,
d. 9. apríl 1987.
Magnús og Guð-
rún eignuðust fjög-
ur börn, þau eru:
Hreggviður, f. 5.
feb. 1951, kvæntur
Svövu H. Guð-
mundsdóttur.
Svala, f. 14. júní
1952, í sambúð með
Jónasi Hallssyni.
Hrönn, f. 16. nóv.
1953, í sambúð með Elísi R.
Víglundssyni. Magnús, f. 30.
sept. 1956, kvæntur Elínu Jón-
asdóttur. Áður átti Magnús:
Örn, kvæntan Elísabetu Þor-
geirsdóttur, Kolbrúnu, í sam-
búð með Brynjólfi Samúelssyni,
Hrafn, kvæntan Herdísi Hubn-
er og Drífu, gifta Skúla Lýðs-
syni.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Afi Magnús var maður sem kunni
ekki vel við það að sitja aðgerðar-
laus. Hann naut þess að fara í sund-
laugina á hverjum degi og spjalla
við félaga sína. Hann lifði mjög
langa og viðburðaríka ævi og ferð-
aðist til dæmis mikið um heim allan.
Afi var sá maður sem kenndi
mér manna fyrstur um gildi sósíal-
ismans og hefur það staðið með
mér í gegnum árin. Hann var alls
ekki fullkominn maður en hann
átti margt gott í sér og það ber að
líta á er við minnumst hans.
Hann var orðinn sárþjáður undir
lokin svo ég er viss um að honum
líður mun betur núna. Svo vil ég
að lokum segja: „Sjáumst, félagi
Magnús“!
Guðmundur Logi.
Hann afi Magnús var orðinn
gamall maður þegar ég kynntist
honum. Hann var líka mikill nátt-
úruunnandi og ferðaðist mikið um
Island og hann var alltaf að brýna
fyrir okkur hvað náttúran væri
mikilvæg. Ég vona að afa líði bétur
núna þegar hann er kominn til
himnaríkis.
Afi minn var ljúfur karl, hann
unni öllum og elskaði allt. Gangi
þér allt í haginn í Himnaríkinu sæla.
Rannveig A. Norðdahl.
Elsku afí. Það er erfítt að hugsa
til þess að þú sért farinn. Það var
svo notalegt að koma í heimsókn til
þín og ömmu og spjalla. Ég á eftir
að sakna þess að hlusta á þig segja
frá „gömlu dögunum", og ferðalög-
unum sem þú fórst í út um allan
heim.
En þó að þú værir oft að flækj-
ast út í heim þá varstu líka oft á
ferðalagi hér heima. Mér er minnis-
stæður einn veiðitúr þegar við Sig-
uijón frændi fengum að fara með
þér og pabba að veiða í Reyðar-
vatni. Við vorum nú ekkert sérlega
miklir veiðimenn, svona miðað við
ykkur, en þú sýndir okkur hvemig
átti að róa, og við skemmtum okkur
konunglega.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
afi minn, en ég veit að þér líður
vel núna þar sem þú ert. Og til
þess að fínna nærveru þína get ég
komið við uppi í sumó og séð allt,
sem þú ræktaðir. Það heldur áfram
að vaxa um ókomna tíð í minningu
þína.
Hóglega, hæglega
á hafsæng þýða,
sólin sæla!
síg þú til viðar.
Nú er um heiðar
himinbrautir
för þín farin
yfir fijóvgaða jörð.
MAGNÚS B.E.
NORÐDAHL
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Elsku Dagga, Ingi, Anna Bára
og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk
í sorg ykkar og söknuði.
Anna Inga.
Þegar ég, árið 1977, kom til
vinnu í Innflutningsdeild Sambands
íslenskra samvinnufélaga sem
seinna var kölluð Verslunardeild,
varð ég þess fljótlega var að ég var
kominn í hóp vinnufélaga sem hver
og einn lagði sitt til að gera samver-
una ánægjulega jafnt í vinnu og
utan hennar. Einn þessara manna
var Pétur Björnsson. Þarna var
ekkert sem stundum er kallað kyn-
slóðabil. Þótt allmargir starfsmann-
anna væru í „eldri kantinum" hef
ég orðið þess var síðar að hinir sem
voru að stíga sín fyrstu spor í vinnu
fullorðinna og nú eru á besta starfs-
aldri eiga góðar minningar frá þess-
um árum.
Mér hefur títt orðið hugsað til
þeirra góðu daga þegar við Pétur
hittumst nær daglega þrátt fyrir
að við unnum hvor í sinni deild.
Einnig hvarflar hugur til félaganna
sem horfnir eru yfir móðuna og þá
er við komum að þeirra kveðju-
stund. Og nú er það hann sem við
kveðjum. Átakalaust verður aldrei
fylgt til hinstu hvílu góðum sam-
ferðamanni. Ég kynntist Pétri
Bjömssyni ekki fyrr en við unnum
á sama vinnustað, þá báðir farnir
að nálgast sextugsaldurinn. En sú
litla afspurn sem ég hef af störfum
hans á árum áður nægir mér til
þeirrar vissu að allt var það í takt
við eiginleika hans, dugnað, sam-
viskusemi og snyrtimennsku.
Nú þegar Pétur Björnsson er
horfinn úr hópnum, einn þeirra sem
áttu þátt í að gera hvern dag
ánægjulegan, lifír eftir þakklæti
samstarfsmanns og vinar. Við
starfslok skilja leiðir misjafnlega
eins og gengur. Við Pétur hittumst
ekki oft þessi síðustu ár en þá sjald-
an það var, man ég hann sem hinn
sama góða félaga, mann vinsemdar
og gleði. En á fáum mánuðum er
hann óvænt lagður að velli af illvíg-
um sjúkdómi. Honum hefði ég ósk-
að fleiri góðra ára með fjölskyldu
og vinum, að sinna því sem hugur-
inn gimtist þegar erli starfsdagsins
var lokið.
Við leiðarlok stendur eftir minn-
ing mín um kæran vinnufélaga,
mann heilan og glaðan í viðræðu.
Það er dýrmæt eign.
Eiginkonu og afkomendum, svo
og öðrum aðstandendum votta ég
samúð mína. __
Óskar Þórðarson.
Halla þú, röðull,
höfði skínanda,
bráhýr, brosfagur
að bijósti ránar,
sæll og sólbjartur,
sem þá, er stefndir
bratta braut
á bogann uppsala.
(Jónas Hallgr.)
Elsku amma, guð gefí þér styrk.
Kveðja,
Margrét N.
Skilafrest-
ur minningar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi),
er skilafrestur sem hér segir:
I sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir há-
degi á föstudag. 1 miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.