Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.05.1997, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997 55 1 FRETTIR SKÓGARNIR á höfuðborgarsvæðinu eru fjölsótt og aðlaðandi útivistarsvæði, ekki síst Skógarlundur í Hafnarfirði. Fræðslufundur skógræktarfélaganna SKOGRÆKTARFELOGIN á höfuðborgarsvæðinu halda í kvöld kl. 20.30 fræðslufund í sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Þetta er fjórði fræðslufundur- inn í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Búnaðar- banka Islands og jafnframt sá síðasti fyrir sumarið. Fjölbreytt dagskrá verður í boði. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands flytur aðalerindi kvölds- ins sem hann nefnir: Skógarnir á höfuðborgarsvæðinu. Brynj- ólfur sýnir myndir af svæðun- um, fjallar um þá miklu reynslu sem fengist hefur og hvað ein- stakir ræktunarmenn geta lært af henni. Einnig kynnir hann fyrirhugaðar skógargöngur skógræktarfélaganna sem haldnar verða á hverju fimmtu- dagskvöldi í sumar. Með göngunum á að kynna svokallað- an Græna trefil en það er sam- heiti yfir ræktunarsvæðin á úti- mörkinni þar sem skógræktarfé- lögin hafa beitt kröftum sinum um árabil. Skógarlist og skógarmenn- ingu verður haldið á lofti að vanda og mun Sigurbjörn Ein- arsson, sveppafræðingur og tón- listarmaður, koma með flautu og nikku í farteskinu. I ---------------------------- g Ráðstefna um vamir gegn áfeng- is-ogvímu- \ efnavanda ^ ÁFENGISVARNARÁÐ og Samband íslenskra sveitarfélaga standa sam- eiginlega að ráðstefnu um varnir gegn áfengis- og vímuefnavandanum í Borgartúni 6 í Reykjavík í dag, þriðjudag, 13. maí. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- °S tryggingamálaráðherra, flytur m ávarp við setningu ráðstefnunnar, 3 Bjöm Halldórsson, yfirmaður ávana- ] °g fíkniefnadeildar lögreglunnar, M gerir grein fyrir þeim vanda sem við er að fást á þessu sviði og Þórólfur Þórlindsson, prófessor, kynnir niður- stöður úr nýrri rannsókn á fíkniefna- neyslu unglinga. Kynntar verða þær leiðir sem rík- isvaldið, sveitarfélög og stofnanir þeirra fara nú til að takast á við áfengis- og vímuefnavandann og á •'eynt að samhæfa aðgerðir þeirra og 'J hinna ýmsu félagasamtaka á þessu 4 sviði. g I umræðuhópnum verður sérstak- ^ lega rætt um hlutverk meðferðar- stofnana og skóla og loks um áfeng- ismálastefnu hins opinbera. Málþing um innra eftirlit í á matvælafram- ^ leiðslu MALÞING verður haldið á vegum sjávarútvegshóps, landbúnaðarhóps ?g iðnaðarhóps Gæðastjómarfélags Islands og Samtaka iðnaðarins um virkni innra eftirlits við matvæla- framleiðslu miðvikudaginn 14. maí kl. 13-17 á Hótel Sögu. Fyrirlesarar fjalla um framkvæmd i innra eftirlits í sjávarútvegi og land- ^ búnaði og sagðar verða reynslusögur I frá fyrirtækjum í matvælafram- ^ leiðslu. Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkisins fjallar um löggjöf og eftirlit í matvælaiðnaði, Friðrik Blomster- berg hjá íslenskum sjávarafurðum um framkvæmd innra eftirlits í fisk- iðnaði og Gunnar Guðmundsson hjá Bændasamtökum Islands um fram- kvæmd innra eftirlits við landbúnað- a urframleiðslu. Einnig skýra eftirtalin 'j fyrirtæki frá reynslu sinni af innra | eftirliti: Sögufélag garðyrkjumanna, á Vogabær, Kjörís og Hagkaup. „Leit- að verður svara við m.a. hvernig innri eftirlitskerfi í fyrirtækjum nýt- ast, og hvert sé kerfið notað, hvort kvartanir hafi minnkað og hvernig sé staðið að rekjanleika o.s.frv.“, segir í fréttatilkynningu. Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um gæðamál og innra eftirlit en a einkum stjórnendum og millistjórn- * endum í matvælafyrirtækjum sem | og ráðgjöfum og opinberum eftirlits- á aðilum. Nánari upplýsingar og 1 skráning á skrifstofu Samtaka iðn- aðarins og skrifstofu Gæðastjómun- arfélags Islands. LEIÐRÉTT Sýning Önnu Jóu NAFN listakonunnar Önnu Jóu misritaðist í sunnudagsblaði, en i sýning á málverkum hennar verður j opnuð fimmtudaginn 15. maí í Par- 4 ís. Beðist er velvirðingar á þessu. Baráttuglaðir foreldrar KLAUFALEG villa lenti inni í texta í viðtali við tvo stjórnarmenn í SAMFOK í síðsta sunnudagsblaði. Rétt er setningin þannig: „Það er hreint ekki víst að skólarnir hafi verið nógu markvissir í sínum ög- i urnarreglum. Það má eflaust margt | betur fara þar, ekkert síður en inn a á heimilunum." í stað eflaust stóð " alltaf. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Umboðsmaður barna heimsæk- ir skóla á Vest- urlandi ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmað- ur bama, heimsækir grunnskólana á Vesturlandi dagana 13.-15. maí en við undirbúning ferðarinnar hef- ur embættið notið aðstoðar skóla- skrifstofu Vesturlands. Farið verður í 13 skóla í kjör- dæminu og verður embættið kynnt fyrir börnunum og umboðsmaður mun fjalla um hlutverk sitt sem talsmanns barna og um réttindamál barna almennt. Jafnframt verður afhentur kynningarbæklingur um embættið sem er einkum ætlaður börnúm. Þetta er í fimmta sinn sem umboðsmaður bama leggur land undir fót til þess að heimsækja umbjóðendur sína en þegar hafa verið famar tvær slíkar ferðir í fræðsluumdæmi Suðurlands, ein í fræðsluumdæmi Vestfjarða, ein í fræðsluumdæmi Norðurlands vestra og í grunnskólana á Akra- nesi. Þá mun umboðsmaður jafnframt eiga kynningarfundi með sveitar- stjórnarmönnum á Vesturlandi en slíkir fundir hafa einnig verið haldn- ir í fyrri ferðum og hafa þeir verið mjög vel sóttir. Leikfélag Pat- reksfjarðar þrjátíu ára LEIKFÉLAG Patreksfjarðar heldur upp á 30 ára afmæli sitt í dag kl. 14 en það var stofnað 13. maí 1967. Leikfélagið hefur frá stofnun staðið fyrir leiksýningu á hverju ári. í ár er það leikritið Góðverkin kalla eftir þá Ármann Guðjónsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Skúli Gautason. í tilefni afmælisins verður leikfé- lagið með opið hús í húsi félagsins frá kl. 14. Þar verður hægt að fletta í gömlum leikskrám og myndum yfir kaffiboila og kökum. Kl. 17 mun svo félagið standa fyrir uppá- komu á torgi bæjarins þar sem söngur og grín verða í fyrirrúmi. Um kvöldið kl. 20.30 verður svo sýning á leikritinu Góðverkin kalla í Skjaldborgarbíói. Afmælisleikur OLÍS 350 ferðavinn- ingar í boði OLÍUVERZLUN íslands á 70 ára afmæli á þessu ári. í tilefni af af- mælinu efnir fyrirtækið til afmælis- leiks þar sem dregnar verða út m.a. 350 utanlandsferðir. Leikurinn byggist á því að allir viðskiptavinir Olís 15 ára og etdri sem kaupa benzín eða vörur fyrir meira en 500 krónur fá afhentan númeraðan miða. Þeir fylla út mið- ann og skila í sérstaka kassa á benzínstöðvum. Dregið verður í leiknum einu sinni í mánuði ,um alls 70 ferðavinninga í hvetjum drætti. Að auki verður dregið um Toyota Carina skutbíl í síðasta drættinum 3. október, sem er af- mælisdagur Olís. Umræða hjá Siðmennt SIÐMENNT stendur fyrir opnum fundi í húsi Bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, í kvöld, þriðjudags- kvöld, 13. maí, kl. 20.30. Frummæl- endur verða Sigurður Bragi Guð- mundsson og Ómar Harðarson. I fréttatilkynningu segir að á fund- inum verði rætt um það að margir hafi sagt skilið við þjóðkirkjuna undanfarið og þeim sem eru utan trúfélaga fjölgi stöðugt. Þar segir einnig að þeir sem standi utan trú- félaga vilji stofna trúfélag um siða- reglur án guðsímyndar. Aðalfundur Félagsfræð- ingafélagsins AÐALFUNDUR Félagsfræðingafé- lags íslands verður haldinn í dag, þriðjudaginn 13. maí kl. 20.30 í stofu 202 í Odda. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf. Að loknum aðalfundarstörf- um mun Ingi Rúnar Eðvarsson kynna nýútkomna bóka sína Sam- tök bókagerðarmanna í 100 ár - Þeir byrjuðu ótrauðir, bundust í lög. í bókinni er rakin barátta prent- arasamtakanna og annarra félaga bókagerðarmanna til bættra lífs- kjara í heila öld. Megináhersla er lögð á kjarabaráttu, samskipti við innlend og erlend verkalýðsfélög, stjórnmálaumræðu, lýðræðishefðir og fleira. Rætt um nám unglinga með námsörðugleika ODDUR Albertsson, skólastjóri Iýð- skólans og Pjölnir Ásbjörnsson, sér- kennari við Iðnskólann í Reykjavík, ræða við foreldra og unglinga um möguleika á framhaldsnámi fyrir unglinga með námsörðugleika. Fundurinn er á vegum Foreldra- félags misþroska bama og verður í Safnaðarheimili Háteigskirkju miðvikudaginn 14. maí kl. 20.30. Opið hús hjá Styrk OPIÐ hús verður hjá Styrk, samtök- um krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra, að Skógarhlíð 8, Reykjavík, miðvikudaginn 14. mai kl. 20.30. Gestur kvöldsins er Sigurður Árnason, krabbameinslæknir. Hann fjallar um hvað sé til ráða þegar krabbameinsmeðferð kemur ekki lengur að gagni. Greinandi próf í lestri fyrir 9. bekk RANNVEIG Lund forstöðumaður lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla íslands og Ásta Lárusdóttir lestrar- ráðgjafi við Kennaraháskólann flytja fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskólans mið- vikudaginn 14. maí kl. 16.15. Fyrir- lesturinn nefnist: Greinandi próf í lestri fyrir 9. bekk. í fyrirlestrinum verður skýrt frá prófí sem Rannveig og Ásta hafa mótað og metur leshömlun (dyslex- íu) og aðra lestrarörðugleika hjá 14 ára nemendum. Prófið er byggt á hugmyndafræði um eðli leshömiunar sem viðurkennd er meðal margra fræðimanna á Vesturlöndum. Við þróun prófsins hafa verið gerðar rannsóknir á fjölmörgum nemendum til að komast að hversu algeng les- hömlun er og hvernig hún skiptist milli kynja, segir í fréttatilkynningu. Niðurstöður byggjast á þremur úrtökum frá árunum 1994, 1996 og 1997. Gerð verður grein fyrir afleið- ingum leshömlunar fyrir lesskilning og leshraða og athugunum á áreið- anleika og réttmæti prófverkefna. Fyrirlesturinn verður haldinn^ í stofu M-301 í Kennaraháskóla ís- lands og er öllum opinn. Fyrirlestur um samskipti fólks við heilbrigðis- starfsmenn OPINN háskólafyrirlestur verður haldinn fimmtudaginn 15. maí kl. 17 í stofu 101 í Odda á vegum náms- brautar í hjúkrunarfræði, Háskóla íslands. Dr. Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri, flytur fyrir- lesturinn Uppbygging eða niðurbrot: Hver er upplifun fólks af samskipt- um við heilbrigðisstarfsmenn? Hver er upplifun þeirra sem þarfn- ast heilbrigðisþjónustu af þeirri þjón- ustu sem þeir hafa fengið? Hvað upplifa þeir sem umhyggju og stuðn- ing og hver eru áhrif þess? Út frá rannsóknum höfundar ásamt sam- starfsmönnum og nemendum við Háskólann á Akureyri og við Há- skóla íslands þróaði fyrirlesari kenn- ingu um faglega umhyggju sem kynnt er í fyrirlestrinum, segir í fréttatilkynningu. Þær rannsóknir sem um ræðir eru t.d. rannsókn á reynslu kvenna af umhyggju og umhyggjuleysi á með- göngu, í fæðingu og í sængurlegu; reynslu ungra mæðra; reynslu for- eldra sem hafa átt barn með krabba- mein; reynslu kvenna sem hefur verið nauðgað; reynslu kvenna með lystarstol; reynslu einstaklinga með sykursýki; reynslu líffæraþega; reynslu HlV-jákvæðra og aðstand- enda alnæmissjúkra. í tilkynningu segir að höfundur hafi komist að þeirri niðurstöðu að þjáningin hafi mörg andlit og að þeir sem þjást þurfi meira á um- hyggju að halda en aðrir en að það þurfi hugrekki til að sýna þeim raun- verulega umhyggju með fag- mennsku í fyrirrúmi. Fundur um barnamissi JÓHANN Thoroddsen fjallar um barnamissi á fræðslufundi sem Ný dögun, samtök um sorg og sorgar- viðbrögð, stendur fyrir. Samtökin hvetja sérstaklega foreldra sem misst hafa barn (börn) sitt til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Gerðubergi annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Jóhann mun svara fyrirspurnum að loknu erindi sínu. Fimmtudagskvöldið 22. maí kl. 20 mun síðan Páll Eiríksson, geð- læknir, halda fyrirlestur sem hann nefnir Margfaldur missir - váhrif í Gerðubergi. Á eftir svarar Páll fyrir- spurnum. Allir eru velkomnir á fyrirlestr- ana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.