Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
''PiePEN/'WHV can't vou
LOOK NEAT LIKE THE
OTHER PLAVER5?
„Sóði“, Hvers vegna geturðu
ekki verið snyrtilegur eins og
hinir leikmennirnir?
í fyrra sló ég 712.
Snyrtimennska
ekki 712!
slær
fttwgunltlafrto
BRÉF
ITL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavik 0 Sími 569 1100 9 Simbréf 5691329
„Trylltir
unglingar“
Hugsanaskekkja fullorðinna
Frá Rúnarí Halldórssyni:
FYRIR nokkrum dögum lauk sam-
ræmdum prófum í 10. bekk grunn-
skóla landsins. Morgunblaðið
greindi frá því í frétt á fjórðu síðu
miðvikudaginn 30. apríl sl. að hóp-
ur unglinga hefði að afloknum próf-
um safnast saman við Kringluna.
Myndin sem birt var með fréttinni
vakti undirritaðan til umhugsunar.
Myndbirtingin var af óeinkennis-
klæddum lögregluþjóni er sat klof-
vega yfir unglingi, er lá á götunni.
Hann var eins og sagði í mynda-
texta að „hemja ólátasegg fyrir
utan Kringluna“. Ja, hver skollinn,
voru nú allir unglingarnir trylltir,
hugsaði ég. í texta fréttarinnar
sagði að hátt í 1.000 unglingar
hefðu safnast saman og lögreglan
þurfti að hafa afskipti af rúmlega
30 einstaklingum. Hvað voru þá
hinir, 950 unglingarnir, að gera?
hugsaði ég. Fyrir utan Kringluna,
því samkvæmt frásögn Morgun-
blaðsins var ungmennunum mein-
aður aðgangur að húsakynnum
verslunarmiðstöðvarinnar.
Sérstakur viðbúnaður var hafður
uppi og m.a. voru 15 öryggisverðir
í Kringlunni vegna þessara trylltu
unglinga, auk lögregluþjóna.
Eru unglingarnir svona voðalegt
þjóðarbrot að þurfí sérstakar að-
gerðir til að undirbúa það með víg-
girðingum að þeir hópist saman?
Eg held að hér skipti viðhorf hinna
fullorðnu ekki hvað minnstu. Við
gefum unglingunum mjög misvís-
andi boð. Við viljum að þau séu ljúf
og góð, en við erum fyrirfram
ákveðin í að þau séu villt og tryllt.
Og hvað eiga þau þá annað að gera
en að hópast saman og tryllast svo-
lítið, svo að Morgunblaðið og aðrir
göfugir fjölmiðlar geti sýnt okkur
og sannað hversu villt og tryllt þau
eru og við hneykslast á unglingun-
um í slagsmálum við lögregluna.
í mínum huga hefði verið eðli-
legra að birta mynd og viðtal við
ungling er ekki fékk inngöngu í
verslunarhelgidóminn til að kaupa
sér ís, eða komast á salerni. Að
ekki sé minnst á eitthvert þeirra
er ekki gat hringt i ættingja sína
og látið ná í sig, af því ekkert var
við að vera fyrir utan Kringluna.
í mínum huga hefði ekki verið
fráleitt fyrir ráðamenn Kringlunnar
að nota það fjármagn er augljós-
lega var til, þar sem hægt var að
manna aukagæslu, með því að
skipuleggja einhverskonar tilboð
fyrir þá unglinga er finnst spenn-
andi að heimsækja fyrirtækin á
þessum merkisdegi í lífi sínu.
Skipuleggja einhverskonar „ung-
menna-kringlukast“ með tilboðum
fyrir unglingana, þ.a. þau geti
fengið útrás fyrir athafnaþrá sína
í skemmtilegum leikjum. En þá
hefðu unglingarnir 900, sem bara
stóðu og horfðu á, notið sín of vel
og skemmt sér. Þá hefði tæpast
nein mynd getað birst í Morgun-
blaðinu. Þá hefðum við ekki vitað
lengur hversu villtir og trylltir ungl-
ingarnir okkar eru.
RÚNAR HALLDÓRSSON,
forstöðumaður forvarnarsviðs Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar.
Verði svo
Frá Eggerti E. Laxdál:
Á TÍMABILI var það mál manna,
sem fara með mál elli- og örorku-
lífeyrisþega, að stefna bæri að
því, að búa svo um hnútana, að
þessir hópar geti búið á heimilum
sínum við mannsæmandi kjör, en
efndirnar urðu aðrar. Tekjurnar
voru skertar til muna þannig að
þessir hópar hafa varla í sig né á
og geta ekki veitt sér neitt. Þeir
geta ekki keypt sér blöð, bækur,
tímarit, né annað sem hefur menn-
ingarlegt gildi og talið er sjálfsagt
í menningarþjóðfélagi. Þeir geta
ekki keypt sér heimilisaðstoð, sem
mörgum er nauðsynlegt og fáir
sinna þeim. Einsemd fylgir þessu
fólki. Margir eru orðnir fótfúnir
og eiga erfitt með gang og verða
að taka leigubíl ef skreppa þarf
bæjarleið, en engin efni eru til
þess og strætisvagnarnir henta
ekki öllum, svo að það verður
bara að sitja heima einmana og
yfirgefið.
Þeir sem búa í eigin húsnæði,
geta ekki haldið því við og margir
hrökklast þaðan og missa allt
vegna fjárskorts. Þetta fólk berst
í bökkum og endar ná ekki saman.
Þetta er óhæfa og sæmir ekki
kristinni þjóð, enda efast margir
um að þjóðin sé í raun og veru
kristin og elski náunga sinn eins
og sjálfan sig eins og Kristur sagði
að mönnum bæri að gera.
Tryggingastofnun ríkisins
greiðir um 90.000 kr. á mánuði til
vistheimilanna fyrir hvern ein-
stakling, sem þar dvelur, en þeir
sem búa heima, fá um 40.000 kr.
á mánuði.
Hvers vegna geta heimabúandi
eldri borgarar og öryrkjar ekki
fengið þessa upphæð óskerta sér
til lífsviðurværis. Það væri mikil
bót og ekki nema sanngjarnt. Gjör-
um þetta að baráttumáli, því að
umrætt fólk þarf svo sannarlega á
þessum peningum að halda ef vel
á að vera. Verði svo.
EGGERT E. LAXDAL,
box 174, Hveragerði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.