Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 63

Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR13. MAÍ 1997 63 <7. pfSTURB FOLK Óvön ránum ► FAIRUZA Balk er að hugsa um að flytja frá Los Ange- les til London. „Fyrir tveimur vikum var ég rænd af strák með byssu þegar ég var að fara inn í íbúðina mína. Eðlisávísunin sagði mér að standa kyrr, enda skjóta þeir frekar ef mað- ur flýr. Sem betur fór brast hann hug- rekki og hljóp burt,“ segir hún. Það er því kannski engin furða að hún íhugi að flytja. „Ég er ekki vön því að vera rænd og ég verð það aldrei." Hún er hins vegar vön Hollywood. Leikferill hennar hófst fyrir 13 árum, þegar hún var 9 ára. Þá lék hún Do- rothy í myndinni „Return to Oz“. Síðan tóku við hlutverk í ýmsum sjónvarps- myndum uns hún hlaut mikið lof fyrir leik sinn í myndinni „Gas, Food, Lodging". Þar var hún í hlutverki unglingaveik- rar stúlku, Shade að nafni. „Mér þykir einna vænst um það hlutverk," segir hún. „Per- sónuleiki hennar var nokkuð svipaður mínum." Fairuza (sem þýðir „Dýrmæti túrkís“ á arabísku) hefur leikið margar aðrar persónur, flestar skuggalegar. I Milos Forman- myndinni „Valmont" lék hún Cecile, í „Things to Do In Den- ver When You’re Dead“ lék hún vændiskonu og fíkniefnaneyt- anda og í myndinni „The Craft“ var hún í hlutverki fífldjarfrar unglingsstúlku sem lék sér að eldinum. Er líf hennar í líkingu við líf þessara per- sóna? „Nei, ég stunda ekki kynlíf allan sólar- hringinn," segir hún. „En það væri ágætt.“ Balk býr í Los Angeles með kær- astanum sínum, leikaranum David Thewlis, sem hún lék einmitt á móti í myndinni „The Island of Dr. Moreau". Annar meðleikari henn- ar í þeirri mynd var Marlon Brando. „Fólk kom fram við hann eins og hálfgerðan guð, en hann er bara fínn maður sem segir brandara og setur plast- kakkalakka í töskurnar hjá fólki.“ í ár leikur hún með Amöndu Plummer í myndinni „Amerikan Perfect" og með Edward Norton í myndinni „Two Brothers". Núna komið að frúnni TERRY COLDWELL, meðlimur hljómsveitarinnar East 17, notar þessa dagana alla sina krafta í að hjálpa konu sinni, hinni sænsku Paolu, til að öðlast frægð og frama. „Eftir að hafa verið heimavinnandi i eitt og hálft ár, þar sem mestur minn tími hefur farið í það að hugsa um Destiny litlu, fínnst mér vera kominn tími til að breyta til,“ segir Paola. Hún hefur áður sungið bak- raddir með hljómsveitunum Ace of Base og Dr. Alban. Þau skötuhjú hafa nú þegar tekið mörg lög upp í sameiningu í heimahljóðveri sínu. Að sögn þeirra eru lögin gerólík East 17 lögunum. Topptilboð (jpóstsendumsamdægurs öppskórinn Tegund:155 Litur: Svartur Stæröir: 36-41 Verð: 1.795,- Ath: mjög léttir og þœgilegir Allir hamborgarar á hálfvirði. Gildir alla þriðjudaga í maí '97. 50% afsláttur af öllum hamborgurum .. - Annar afsiáttur gildir ekki VERO MODA ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOÐ Laugavegi 95-97, sími 552 1444 og 552 1844

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.