Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 30
30 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
HREINASTA BORG EVRÓPU
NOKKUR umfjöllun
hefur verið undanfarið
um mengun í Reykja-
vík. Sú umræða hefur
tengst bæði rykmeng-
un og hljóðmengun af
völdum mikillar um-
ferðar. Orsakir meng-
unarinnar eru einkum
raktar til notkunar
negldra hjólbarða. í
grein í DV 18. apríl
sl. skrifar Pétur Gunn-
arsson, rithöfundur,
eftirfarandi: „Enn er
eftir að nefna afkasta-
mesta útbíara höf-
uðborgarloftsins:
nagladekkin sem ís-
lendingar hafa einir þjóða tekið
ástfóstri við. Milljónir nagla krafsa
í malbikið á hveiju andartaki og
dagurinn ekki orðinn ýkja gamall
þegar afraksturinn tekur að sjást
í torkennilegri móðu sem leggst
yfir bæinn og líður út flóann með
fram fjöllunum. Bílstjórar merkja
viðbjóðinn á tjöruklístruðu blikki
bifreiða sinna og má sjá þá reyta
hár sitt á þvottaplönum þegar
kústur og vatn breyta ófögnuðin-
um í tyggjókennt klístur."
Mengun við Miklubraut
íbúar við Miklubraut hafa sent
borgaryfirvöldum kvartanir vegna
ryk- og hávaðamengunar af völd-
um umferðar og rekja jafnvel or-
sakir alvarlegra sjúkdóma til tjör-
unnar. Ef borgin er svona óhrein
af völdum negldra hjólbarða eins
og Pétur Gunnarsson lýsir henni
þá hlýtur að vakna sú spurning
hvað stjórnvöld í Reykjavík hafa
gert í tengslum við rannsóknir á
tjörumenguninni. Að því er virðist
hafa litlar sem engar rannsóknir
farið fram á þessum þætti. Fljót-
um við ef til vill sofandi að feigða-
rósi í þessu efni? Það að ætla að
sigla inn í nýtt árþúsund undir
gulu eiturskýi mengunar er frekar
dapurleg sýn til nýrrar aldar á
tímum endurvakningar lands-
manna til betra og hreinna lífs.
Eru harðkornadekk lausn á
umhverfisvanda?
Undanfarin ár hefur í fjölmiðlum
verið kynnt af og til þróunarverk-
efni sem miðar að því að draga
bæði úr loftmengun og umhverfis-
hávaðanum í Reykjavík sem og
öðrum borgum í norðanverðri Evr-
ópu. Verkefnið hefur gengið undir
nafninu harðkornadekk (demants-
hjólbarðar). Hjólbarðar þessir hafa
samkvæmt rannsóknum helstu
vegarannsóknastofnana í Svíþjóð
og Þýskalandi skilað eftirfarandi
niðurstöðu: í fyrsta lagi að harð-
kornadekk hafa svipað viðnám og
negldir hjólbarðar á ís, í öðru lagi
að harðkornadekk slíta yfirborði
vegar 93% minna en nagladekk.
Naglar valda helmingnum af um-
ferðarhávaða á stofnbrautum í
Reykjavík samkvæmt
mælingum Hollustu-
verndar ríkisins. Harð-
komadekk eru háv-
aðalaus.
Vistvænir og
öruggir
Markmiðið með þró-
un nýrrar gerðar af
umhverfisvænum hjól-
börðum til vetrarakst-
urs er í meginatriðum
fólgið í því að þróa
hjólbarða sem eru í
senn vistvænir og ör-
uggir til vetrarakst-
urs. Framkvæmdar
hafa verið margvísleg-
ar rannsóknir og notendapróf.
Nýiðn er nafnið á fyrirtækinu sem
hefur unnið þetta verk. Nýiðn er
Harðkomadekk hafa
svipað viðnám og
negldir hjólbarðar,
segir Olafur Jóns-
son, en slíta yfírborði
vega 93% minna
en nagladekk.
ekki hjólbarðaframleiðandi heldur
þróunarfyrirtæki sem hefur sér-
hæft sig í að finna vistvænar lausn-
ir í tengslum við minnkun hávaða
og rykmengunar af völdum um-
ferðar. Harðkomadekk eru sér-
hönnuð til þess að draga úr um-
hverfismengun án þess að fórna
mikilvægi öryggis í akstri. Harð-
korn hafa hörku nálægt hörku
demanta. Kornin eru skaðlaus
samkvæmt vottorði frá Hollustu-
vernd breska ríkisins. Áður en þau
eru sett inn í vinnslurás við fram-
leiðslu á endursóluðum hjólbörðum
eru þau húðuð með sérstökum
bindiefnum. Öllum framleiðendum
hjólbarða mun í framtíðinni standa
til boða korn og tækni Nýiðnar til
hjólbarðaframleiðslu. Harðkorna-
dekk hafa undanfarin ár verið
framleidd hér í tilrauna- og rann-
sóknaskyni.
Helstu kostir harðkornahjól-
barða Nýiðnar eru eftirfarandi:
Rannsóknir og athuganir hafa sýnt
að helstu kostir harðkornahjól-
barða eru eftirfarandi:
Gott viðnám á þurrum vegi,
gott viðnám á blautum vegi, gott
viðnám í hálku, rásfastir við ólíkar
aðstæður, viðunandi slit á vegi,
viðunandi tjöruleysing, mengun í
lágmarki, enginn hvinur í akstri,
hægt er að nota þá sem heilsárs-
hjólbarða. Kornin eru til staðar í
öllum munsturhluta hjólbarðans og
halda því jafnri virkni allan ending-
artíma hjólbarðans. Vegna lítils
eigin þunga valda harðkorn ekki
tjóni þegar þau losna.
Helstu ókostir
harðkornadekkja
Rannsóknir og notkun hafa ekki
leitt í ljós neina merkjanlega
ókosti.
Helstu kostir negldra hjólbarða
eru eftirfarandi:
Gott veggrip í hálku, meðan
þeir skauta ekki og naglar eru
Ólafur
Jónsson
Sólar- og öryggisfilman
Stórminnkar sólarhitann
Ver nærri alla upplitun.
Gerir glerið 300% sterkara.
Setjum á bæði hús og bíla.
Skemmtilegt ehf
Krókhálsi 3, s. 587 6777
V
óslitnir.
Helstu ókostir negldra hjólbarða
eru eftirfarandi: Naglar haldast
illa í dekki ef ekið er greitt á auðu
yfirborði, naglar eyðast og tapa
upprunalegum eiginleikum of
fljótt, hætta er á „skautun" og
aukinni hemlunarvegalengd á
þurru malbiki, hætta á minna veg-
gripi á blautum vegi, aukinn við-
haldskostnaður á vegum, hvinur í
akstri, óviðunandi tjöruleysing og
mengun. Þegar efnismiklir naglar
losna geta þeir valdið lakk-
skemmdum framan á bifreiðum
sem ekið er á eftir naglabifreið á
mikilli ferð. Nagladekk eru aðeins
nothæf að vetri.
Upphaf
harðkornadekkja
Hugmyndir um að setja korn
og málmþræði í dekk er þekkt frá
því um miðja þessa öld. Höfundur
þessarar greinar hóf tilraunir með
nýja tækni við gerð harðkorna-
dekkja fyrir 24 árum. Tilraunirnar
gáfu góða raun en vantaði stuðn-
ing. Fyrir 5 árum hóf undirritaður
vinnu við verkefnið að nýju og
fyrir þremur árum í samstarfi við
verkfræðinginn Helga Geirharðs-
son. Haustið 1995 var stofnað
fyrirtækið Nýiðn um þróun verk-
efnisins. Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga lagði til fyrsta fjár-
magnið til verkefnisins. Rannís,
samgönguráðuneytið, Reykjavík-
urborg og fleiri aðilar hafa síðan
stutt verkefnið.
20 milljóna króna styrkur
Evrópusambandsins
Nýverið var samþykktur 20
milljóna króna styrkur til Nýiðnar
vegna þróunarverkefnisins harð-
kornadekk í nýsköpunaráætlun
Evrópusambandsins. Verkefnis-
stjórn er í höndum Nýiðnar. Þróun
verkefnisins verður í samstarfi við
breskt fyrirtæki sem er stærst
sinnar tegundar í Evrópu. Gert
er ráð fyrir tilraunaframleiðslu
næstu 2 ár eins og sl. 2 ár. Gert
er ráð fyrir að í byijun ársins
2000 verði magnframleiðsla á
harðkornum sett í gang hér á landi
og smíði á tæknibúnaði til þess
að koma þeim inn í vinnslurás
fullbúin til markaðssetningar.
Gert er ráð fyrir að tilkoma endur-
sólaðra harðkornadekkja muni al-
mennt auka notkun endursólaðra
hjólbarða í Evrópu og víðar. Slík
aukin endurnýting er eitt af mark-
miðum Evrópusambandsins vegna
vandamála sem tengjast förgun
notaðra hjólbarða. Framleiðslan á
hjólbörðum í heiminum er um 2
milljónir dekkja á dag.
Lausn á umhverfisvanda?
Tjara úr malbiki sem dreifist um
allt með andrúmslofti, inn um
glugga, á bíla og hús, í öndunar-
færi o.s.frv, er vissulega um-
hverfísvandamál. Með notkun
harðkornadekkja er möguleiki á
að draga úr þessari mengun án
þess að draga úr öryggi vegfar-
enda. Rannsóknir hafa sýnt að við
lagningu malbiks veldur uppleyst
tjara margvíslegum sjúkdómum,
m.a. ofnæmi og krabbameini auk
þess að auka verulega tíðni dauðs-
falla. Takmarkaðar rannsóknir eru
á skaðsemi upprifinnar tjöru af
völdum nagladekkja.
26 grömm á
hvern kílómetra
Samkvæmt nýlegri sænskri
skýrslu losna um 26 grömm af
malbiki á hvern kílómetra þegar
ekið er á negldum hjólbörðum á
venjulegri fólksbifreið. Hjá VTI
(Vegamálastofnun sænska ríkis-
ins) sögðu þeir sem dæmi að vöru-
bifreið sem ekið væri frá nyrsta
hluta Svíþjóðar til syðsta hluta
Svíþjóðar rifi upp malbik sem
nægði til þess að fylla pall bifreið-
arinnar á þeirri akstursvegalengd.
Heildarslitið í Svíþjóð nemur um
300.000 tonnum á ári vegna nagla.
Heildarviðhaldskostnaður
gatnakerfis Reykjavíkurborgar er
talinn nema um 200 milljónum
króna á ári og er áætlað að stærsti
hluti þess kostnaðar sé vegna
negldra hjólbarða. Niðurstöður
rannsókna sýndu að harðkorna-
dekk slíta aðeins sem nemur 7%
af hundraði af því sliti sem nagla-
dekk valda og því getur notkun
þeirra haft í för með sér verulegan
sparnað fyrir ríki og sveitarfélög
vegna minna viðhalds á vegakerf-
inu og minni kostnaðar við heilsu-
gæslu.
Götur sem breytast í ryk
Heildarmagn upp-rifinnar tjöru
í Reykjavík og nágrenni er á hveij-
um vetri á bilinu 15 til 20 þúsund
rúmmetrar. Æskilegt væri að
kanna tengsl kvilla og rykmengun-
ar í borginni eftir mánuðum. Versti
mánuður ársins er aprílmánuður.
Draga mætti verulega úr hávaða
og rykmengun á stofnbrautum i
Reykjavík (m.a. Miklubraut) með
notkuií harðkornadekkja í framtíð-
inni. Aðrar lausnir þýða kostnað
sem mælist minnst í tugum millj-
óna. Notkun harðkornadekkja
mundi draga úr óþarfa rykmengun
og eitrun andrúmsloftsins. Sam-
kvæmt mælingum Hollustuverndar
ríkisins valda naglar í dekkjum
helmingnum af umhverfíshávaðan-
um í borginni.
Framleiddar eru mismunandi
tegundir nagla m.a. svokallaðir
léttnaglar. Allir naglar hafa það
sammerkt að naga tjöruna utanaf
mölinni í malbikinu, losa steinana
og opna leið fyrir uppbrot á yfir-
borði vegarins. Það er bein eðlis-
fræðileg virkni pinna sem stendur
út úr hjólbarða að naga yfirborðið.
Naglar eru í upphafi hannaðir með
öryggishagsmuni ökumannsins í
huga en ekki eigendur vegakerfis-
ins. Fjöldi naglaeinkaleyfa er til í
heiminum en það er sammerkt með
þeim öllum að aukin viðnámsvirkni
þýðir almennt aukið uppbrot veg-
ar, minni virkni og færri naglar
minna uppbrot. Naglar slitna og
falla úr við notkun sérstaklega á
auðu yfirborði (þegar engin þörf
er fyrir þá). Harðkorn eru hins
vegar hluti af gúmmímassanum.
Þegar gúmmíið slitnar falla korn
úr og ný harðkorn koma í ljós. Þau
liggja í yfirborðinu á hveijum tíma
en standa ekki út úr því eins og
naglar. Þann 25. apríl sl. var sam-
kvæmt litlu úrtaki 50% bifreiða í
Reykjavík á negldum hjólbörðum
þrátt fyrir reglugerðarákvæði um
að taka beri nagladekk undan eigi
síðar en 15. apríl.
Hreinasta borg
Evrópu
Reykjavík gæti skipað sér á
bekk með hreinustu og hávaðam-
innstu borgum í Evrópu í byijun
nýrrar aldar með því að draga úr
notkun nagladekkja og nota vist-
vænni lausnir eins og harðkorna-
dekk. í skýrslum Hollustuverndar
ríkisins kemur fram beint samband
milli notkunar nagladekkja og ryk-
mengunar í borginni. Ákvörðun
Evrópusambandsins um að styrkja
tækniyfirfærslu harðkornaverk-
efnisins til fyrirtækja í Evrópu er
Ijós vitnisburður um tiltrú sérfræð-
inga Evrópusambandsins á verk-
efninu og vísbending um þörf á
þessu þróunarverkefni til umhverf-
isverndar í löndum Evrópu.
Rannsóknir og notendapróf
Haustið 1995 fór fram rann-
sókn hjá VTI ( Vegarannsókna-
stofnun sænska ríkisins) á viðn-
ámi harðkornadekkja Nýiðnar í
samanburði við nagladekk. Próf-
unin fór fram á blautum ís. Niður-
staðan var svipað viðnám harð-
kornadekkja og negldra hjólbarða.
Haustið 1996 fór fram rann-
sókn hjá BAST (Vegarannsókna-
stofnun þýska sambandsríkisins)
á yfirborðssliti vegar af völdum
harðkornadekkja í samanburði við
nagladekk. Niðurstaða rann-.
sóknarinnar var sú að harðkorna-
dekk slíta yfirborðinu sem nemur
7 af hundraði miðað við nagladekk
Vorið 1996 for fram viðhorfs-
könnun meðal notenda harðkorna-
dekkja hér á landi veturinn
1995-96. Niðurstaða viðhorfs-
könnunarinnar var sú að 9 af
hveijum 10 sögðu að þeir mundu
nota harðkornadekk í framtíðinni
til vetraraksturs. Þátttakendur
voru aðallega lögreglumenn sem
óku lögreglubifreiðum. Notendur
álitu dekkin einnig betri en nagla-
dekk í snjó, í krapa og í bleytu.
Veturinn 1996-97 voru seld
harðkornadekk á almennum
markaðh Skráðir voru notendur
þeirra. Á næstunni verður safnað
niðurstöðum af mati notenda
þeirra í vetur svipað og gert var
á sl. vori. SVR vagnstjórar hafa
prófað stór harðkornadekk í vetur
framleidd hjá samstarfsaðila Ný-
iðnar í Bretlandi.
Harðkornadekk undir
strætisvögnum
í viðtali við varðstjóra SVR ný-
verið um viðhorf ökumanna vagn-
anna sem óku í vetur á harðkorna-
dekkjum kom fram mjög jákvætt
mat ökumannanna á aksturseigin-
leikum harðkornadekkjanna. Fram-
leiðslustjóri hins breska samstarfs-
fyrirtækis Nýiðnar var hér nýverið
til þess að fylgjast með tilraunahjól-
börðunum bresku. Slit á hjólbörðun-
um í millimetrum miðað við akstur
gaf til kynna að líftími munstursins
er á bilinu 90 til 100 þúsund km
sem er gott að mati framleiðanda.
Hafa þarf í huga að stórir hjólbarð-
ar eru almennt vandaðri framleiðsla
en fólksbíladekk og hafa af þeim
sökum einum saman mun meiri
endingu.
„Að taka það
bókstaflega í nefið“
Pétur Gunnarsson, rithöfundur,
segir í grein sinni í DV: „Ég er
sannfærður um að hinar dular-
fullu pestir sem heija lotulítið á
Reykvíkinga að vetri til eiga orsök
sína í því kynngimagnaða eitur-
brasi sem þeir anda að sér.“ Getur
verið að aukning á krabbameini í
lungum eigi sér meðorsakir í auk-
inni umferð og aukinni mengun
andrúmsloftsins? Allir eru meðvit-
aðir um að tjara úr sígarettum
veldur sjúkdómum. Er tjaran úr
malbikinu ef til vill engu síður
hættuleg og orsakavaldur ótíma-
bærs dauða af völdum krabba-
meins? Það er ekki viðfelldin hugs-
un til framtíðar að láta börnin
okkar anda að sér 15 til 20.000.
rúmmetrum af uppþyrluðu yfir-
borði vega á hveijum vetri eða
„taka það bókstaflega í nefið“,
eins og Pétur Gunnarsson orðar
það í áðurnefndri grein sinni.
Norðmenn hafa ákveðið að banna
notkun negldra hjólbarða í helstu
borgum Noregs strax árið 1998.
Kynning á harðkornadekkjum
verður í nokkrum borgum í Nor-
egi næsta vetur og er sú kynning
hluti af framkvæmd þróunarverk-
efnis Nýiðnar.
Verður Reykjavík hreinasta
borg Norðurlanda árið 2005? Til
þess að svo megi verða þurfa borg-
aryfirvöld í Reykjavík að vera
vakandi yfir möguleikum nýrrar
tækni til umhverfisverndar. Rann-
sóknir og notendapróf hafa sýnt
að harðkornadekk er raunhæfur
valkostur í náinni framtíð, val-
kostur sem getur stuðlað að því
að Reykjavíkurborg verði hrein-
asta og hávaðaminnsta borg
Norðurlanda og ef til viil jafn-
framt sú hreinasta í allri Evrópu.
Höfundur er stjórnarformaður
Nýiðnar ehf.