Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FISKELDI Eyjafjarðar var stofnað á Hjalteyri við Eyjafjörð hinn 28. maí ár- ið 1987 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mundir. Fyrirtækið er almenningshlutafé- lag með tæplega 80 hluthafa, ein- staklinga, sveitarfélög, fyrirtæki og opinberar stofnanir. Fyrirtæk- ið leggur megináherslu á eldi lúðu. Fyrirtækið hefur aldrei tekið peningalán og fi-á upphafi verið rekið fyrir hlutafé og rannsóknar- stjrrki. Hluthafar, sem að stórum hluta koma úr sjávarútvegsgeiran- um, hafa sýnt starfi þess skilning og mikla þolinmæði, að sögn Ólafs Halldórssonar, framkvæmda- stjóra. „Við lögðum það alla tíð upp að þátttaka í fyrirtækinu væri áhættusöm en ef vel gengi væru tekjumöguleikarnir miklir. Vegna áhættunnar lögðum við áherslu á að hlutafé dreifðist á sem flesta hluthafa." Fiskeldi Eyjafjarðar rekur þrjár tilraunastöðvar fyrir lúðu- eldi. Á Hjalteyri er seiðaeldisstöð þar sem verið er að þróa aðferðir við framleiðslu lúðuseiða. Á Dalvík er fyrirtækið með eldisstöð, þar sem ljós er notað til þess að stjóma hrygningu villtrar lúðu, sem leitt hefur til stöðugrar seiða- framleiðslu. í Þorlákshöfn á fyrir- tækið strandeldisstöð. Frá hita- veitu Þorlákshafnar fær fyrirtæk- ið heitt vatn til upphitunar á sjó. Möguleiki á að stjóma hita sjávar gerir stöðina m.a. afar hentuga fyrir smærri sem stærri eldistil- raunir á lúðu. Næst stærsti seiðafram- leiðandinn í fyrra Frá stofnun Fiskeldis Eyja- fjarðar hefur verið unnið mikið þróunar- og rannsóknarstarf varð- andi lúðueldi. Fyrstu lúðuseiðin voru framleidd í seiðaeldisstöð fyr- irtækisins á Hjalteyri sumarið 1990 en síðan hefur ekki tekist að framleiða verulegan fjölda seiða fyrr en í fyrra. Um 40.000 seiði lifðu myndbreytinguna í stöðinni á síðasta ári og var fyrirtækið næst stærsti seiðaframleiðandinn í heiminum árið 1996. Ferillinn hefst á Dalvík þar sem hrygningin fer fram, en starfsem- in þar hófst árið 1992. „Verkefnið þar var samstarfsverkefni Fisk- eldis Eyjafjarðar, Hafrannsókna- stofnunar, Hafrannskóknastofnun- arinnar í Bergen í Noregi og Há- skólans í Gautaborg í Svíþjóð. í þessu verkefni var unnið bæði með lúðu og þorsk. Lúðurannsóknirnar fóra að mestu leyti fram í stöðinni okkar á Dalvík, á meðan Norð- mennimir framkvæmdu svipaðar tiíraunir á þorski,“ sagði Ólafur. Hrygningunni stjórnað með ljósi Ólafur segir að markmiðið með þessum rannsóknum hafl verið að finna aðferðir til að stjóraa hrygn- ingunni og dfeifa henni yfir allt ár- ið. Með þeim hætti nýtist sértæk- ur búnaður fyrirtækjanna til seiða- framleiðslu betur allt árið, sem leiðir til lækkunar á framleiðslu- kostnaði. Hrygningunni er alfarið stjómað með ljósi í keranum, sem í raun gefur lúðunni til kynna hvaða árstíð er hverju sinni. Hita- stiginu er einnig stjómað, þannig að það fari ekki langt niður yfir veturinn og ekki of hátt yfir sum- artímann. „Þetta verkefni gekk mjög vel og eftir 3-4 ár voram við búnir að hliðra hrygningunni þannig að fiskamir eru farnir að hrygna á þremur mismunandi tímabilum með þriggja til fjögurra mánaða millibili. Við eram með hrygningu á haustin, á vorin, sem er hinn eðli- legi hrygningartími lúðunnar og svo aftur seinni part sumars. Verkefnið var styrkt af Norræna iðnaðarsjóðnuin, rannsóknarráð- um íslands, Svíþjóðar og Noregs, ásamt íslenska sjávarútvegsráðu- neytinu." Morgunblaðið/Porkell ÓLAFUR Halldórsson, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar hf., við eldisker í stöðinni á Hjalteyri. UM 40.000 seiði lifðu myndbreytinguna í stöðinni á síðasta ári. Fiskeldi Eyjafjarðar var næst stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum í fyrra. Seiðaframleiðslan helsti þröskuldurinn Frá Dalvík er farið með hrogn- in til Hjalteyrar, þar sem seiða- framleiðslan fer fram. Ólafur seg- ir að vandamálið í lúðueldinu í dag, hvort sem er hér á landi, í Noregi eða Skotlandi, lúti að seiðafram- leiðslunni. „I eldi sjávarfiska hefur seiðaframleiðslan alltaf verið helsti þröskuldurinn. Menn hafa þurft ákveðinn tíma til þess að læra á nýjar tegundir og lúðan er örugg- lega ekki léttasta tegundin sem menn era að vinna með í dag. Það er fyrst og fremst vegna líffræð- innar, en þroskaferillinn er mjög langur. Frá klaki að myndbreyt- ingu eru um 3-4 mánuðir. Eftir klak er lirfan mjög viðkvæm og þá sérstaklega á kviðpokastiginu, sem er um 40-50 dagar.“ Norðmenn riðu á vaðið í rann- sóknum á lúðueldi og að sögn Ólafs lögðu þeir strax áherslu á að ala lirfurnar á náttúralegum svifdýr- um. Norðmenn hafa getað stjórn- að framleiðslu svifdýra að hluta til í sínum sjávarlónum. Ólafur segir að þegar skilyrði í sjónum hafa verið góð, hafí Norðmönnum tek- ist að framleiða umtalsverðan fjölda lúðuseiða. Árið 1994 fram- leiddu þeir á milli 300-400 þúsund seiði með þessari aðferð. Áhersla á ræktun fóðurdýra „Það segir sig sjálft að þegar menn era að stóram hluta háðir náttúranni með fæðuframboð handa lirfunum getur eitt og ann- að brugðist. Undanfarin tvö ár hef- ur þetta ekki gengið upp í Noregi og seiðaframleiðslan verið miklu minni en þeir vonuðust til. Þeir eru Hrygningunni er stjórnað með Ijósi í kerunum, sem telur lúð- unni trú um hvaða úrstíð er hverju sinni. Hitastiginu er einnig stjórnað, þannig að það fari ekki langt niður yfir vet- urinn og ekki of hótt yfir sum- arið. Með því að stjórna hrygn- ingu lúðunnar er hægt að tryggja stöðuga seiðafram- leiðslu yfir úrið. því að hverfa frá því að treysta á náttúrana varðandi fóður og era í auknum mæli að snúa sér að rækt- un fóðurdýra. Við völdum hins vegar þá leið strax árið 1990 að leggja áherslu á ræktun og vera ekki að leita eftir svifdýram í sjón- um. Þær aðferðir sem við notum era byggðar á aðferðum sem eru notaðar við eldi sjávarfiska í Evr- ópu, Asíu og víðar. Við kaupum ÞAR SEM SPRÖKUR SPRETTA fóðurdýr sem hrogn og klekjum þeim út. Næringargildi fóðurdýranna er takmarkað og lúðulirfur þrífast ekki á þessum dýram eins og þau eru er þau klekjast út. Á markaðn- um era til ýmis bætiefni til þess að auka næringargildi þessara fóður- dýra og ætluðum við að nota þau í fyrstu. Bætiefnin svöraðu ekki þeim kröfum sem lúðulirfan gerir og kom það niður á myndbreyting- unni og gæðum seiðanna. Það lá því fyrir að við yrðum sjálfir að út- búa okkar eigið bætiefni fyrir fóð- urdýrin." Árið 1994 hófst samstarf Fisk- eldis Eyjafjarðar og Lýsis hf. og framkvæmdastjóra þess, Baldurs Hjaltasonar og Guðmundar G. Haraldssonar hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans. „Með þessum aðilum höfum við unnið að því að bæta framleiðslu á lifandi fóðri. I dag hefur okkur tekist í samein- ingu að þróa bætiefni í formi lýs- isblöndu sem hefur verið notuð undanfarin 2-3 ár og er að gefa okkur árangur sem við erum mjög ánægðir með, þótt unnið sé að frekari endurbótum.“ Sjúkdómar í fiskeldi hafa leikið marga grátt og þótt sjúkdómar hafi ekki komið upp hjá Fiskeldi Eyjatjarðar, er þar unnið fyrir- byggjandi starf í þeim efnum. „Við viljum vera við öllu búnir og í því sambandi höfum í nokkur ár unn- ið með Sigurði Helgasyni á til- raunastöð Háskóla Islands að Keldum, Gísla Jónssyni dýralækni fisksjúkdóma og Bernharð Laxdal hjá Pharmaco hf. Unnið hefur ver- ið umtalsvert starf í forvörnum, auk þess sem menn hafa verið að fylgjast með því sem er að gerast erlendis í þessum efnum. Auk þess hefur verið unnið með þessum að- ilum í því að bæta almennt eld- isumhverfi í eldisstöðvum fyrir- tækisins. Að mínu mati hefur sam- vinnan við alla okkar samstarfsað- ila verið mjög árangursrík og skil- að því að okkur tókst í fyrsta skipti seinni partinn í fyrra að framleiða umtalsverðan fjölda myndbreyttra seiða í stöðinni á Hjalteyri, eða alls um 40.000 seiði.“ Aldrei í umræðunni að leggja upp laupana „í ár hefur okkur þegar tekist að framleiða um 50.000 mynd- breytt seiði, þ.e. seiði sem hafa lif- að úr hrygningunni sl. haust. Við eram að fara af stað með fóðran lirfa úr vorhrygningunum og höf- um sett okkur það markmið að framleiða alls um 100.000 seiði á þessu ári. Það verður að viðurkennast að við héldum að þetta tæki allt skemmri tíma en raun hefur orðið á. Við voram þó alltaf viðbúnir því og það hefur aldrei verið inn í um- ræðunni hjá fyrirtækinu að leggja upp laupana. Lúðan er mjög við- kvæm og við eram enn að glíma við ýmis vandamál en álítum að stærstu þröskuldamir séu að baki. Þess vegna horfi ég nokkuð bjart- sýnn fram á veginn og er vongóð- ur um að okkur takist að fjölda- framleiða lúðuseiði á Hjalteyri og ná þar með því markmiði sem við settum okkur í upphafi." Eftir að seiðin era komin á legg í stöðinni á Hjalteyri, búið er að venja seiðin af lifandi fóðri og yfir á þurrfóður, eru þau flutt í eldis- stöðina í Þorlákshöfn. Stöðin hef- ur verið í rekstri frá miðju ári 1995 og þar era þeir fiskar sem Fisk- eldi Eyjafjarðar hefur framleitt á undanfömum áram. „Við eram að slátra örfáum tonnum þar í ár og hefur fiskurinn farið á veitinga- staðinn Við Tjörnina, þar sem Rúnar Marvinsson og starfsfólk hans hefur matreitt lúðuna ofan í gesti við góðar undirtektir.“ Eldistíminn um 3-4 ár „Það era þó ýmis atriði varðandi matfiskeldið sem þarf að bæta líka. Þetta er m.a. spurning um fóður og í því sambandi höfum við verið í samvinnu við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og fóður- SJÁ BLS. 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.