Morgunblaðið - 25.05.1997, Side 5

Morgunblaðið - 25.05.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 MAÍ 1997 B 5 Morgunblaðið/Ól.K.M. SJÖUNDI áratug-urinn og upphaf þess áttunda voru tímar ólgu á Vesturlöndum og fannst sumum bylting liggja í loftinu. Sagn- fræðingurinn Arthur Marwick segir að hættan á byltingu hafi hins vegar aldrei verið raunveruleg. Hér reyna íslenskir náms- menn að meina William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, inngöngu í Arnagarð í maí 1972. nálgast að vera jafn mikil þótt eyðileggingin hefði verið sýnu meiri. Nú segir hann að sennilega megi líta á sjöunda áratuginn sem síðbúin viðbrögð við heimsstyijöld- inni síðari. Þá hafi hin fjölmenna eftirstríðskynslóð verið að komast á legg og aðhaldi og sparnaði eftir- stríðsáranna farið að linna. Marwick hefur komið víða við í sagnfræðirannsóknum sínum og skrifað fjölda bóka. Hann hefur meðal annars skrifað um áhrif stríðs á þjóðfélagið. Stéttir og stéttskipting hafa einnig verið of- arlega á baugi. í bókinni „Stétt, ímynd og veru- leiki í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum frá árinu 1930“ greinir hann frá því að eitt sinn hafi hann fengið bréf frá manni, sem hafði séð hann koma fram í sjónvarpi: „Ef til vill er ég með smásmygli en ég er að velta því fyrir mér hvort þú gætir gert eitt- hvað til að bæta vanhirt útlit þitt áður en þú kemur næst inn í stofu til mín,“ skrifaði áhorfandinn. „Það var greini- legt af framburði þínum og klæðaburði í gærkvöldi að þú hefur með því að leggja hart að þér risið úr röðum verka- lýðsstéttarinnar. Framburður þinn er fullkomlega viðunandi, en það á EKKI við uin útlit þitt.“ Marwick er Skoti, en foreldrar hans voru ekki úr verkamanna- stétt heldur millistétt. Bréfritari var hins vegar ekki það vel að sér um skoskan framburð að hann áttaði sig á þeim greinarmun. Marwick byijar bókina á því að fjalla um viðteknar hugmyndir um skýra stéttskiptingu í Bretlandi, þjóðfélagssamstöðu í Frakklandi og skort á stéttarhroka í Banda- ríkjunum. Ekki sé þó allt sem sýn- ist. Bæði í Frakklandi og Banda- ríkjunum megi greina merki stétt- skiptingar og oft og tíðum séu þau augljós. Niðurstaða hans er sú að skiptingu hvers þjóðfélags megi rekja til sögu viðkomandi lands. Hann bendir hins vegar á að frá 1930 hafi munurinn milli Bret- lands, Frakklands og Bandaríkj- anna minnkað mikið. Bandaríkin séu orðin líkari Evrópu en þau voru á fjórða áratugnum. Yfir- stéttin hafi reyndar veikst, en hún sé orðin rótgróin í þjóðfélaginu, og hin vinnandi stétt samstilltari. Um leið hafi dregið úr kúgun minnihlutahópa vegna kynþáttar. í Frakklandi og Bretlandi hafi hreyfanleiki milli stétta og vel- megun hins vegar aukist, en kyn- þáttavandamál gert vart við sig. Saga og fegurð Næst gerði Marwick fegurð að umfjöllunarefni. í „Fegurð í sög- unni“ fjallar hann um útlit og áhrif frá 1500 til okkar daga. Þar rekur hann meðal annars að fyrr á öldum hafi fegurð oft verið upp- spretta vantrausts og ekki hátt metin fyrir þær sakir að hún var spyrt við losta og holdlegar nautn- ir, en í nútíma- þjóðfélagi sé fegurð mjög hátt metin. Þetta komi fram með ýms- um hætti; fal- lega fólkið fái hærra kaup og geti átt auð- veldara með að fá vinnu. Hann greinir einnig frá því hvernig matið á fegurð breytist, löng nef leysi stutt nef af hólmi, og spyr hvort það skipti máli hvernig annars vegar Titian og hins vegar Rafael máluðu konur. í bókinni um fegurðina er einnig tenging við væntanlega bók Marwicks um sjöunda áratug- inn. Þar kemur fram að á sjöunda áratugnum hafi áhersla verið lögð á að sýna fólk eins og það lítur út í raun og aukins heiðarleika tók að gæta í afstöðu fólks til útlits síns. Um leið fóru til dæmis að birtast myndir af svörtum módel- um. Þessa breytingu má kalla beina afleiðingu þeirra hræringa, sem urðu á sjöunda áratugnum og ollu straumhvörfum í nútíma- þjóðfélagi. Marwick fæddist í Skotlandi árið 1936. Hann hefur verið prófessor við Open Univers- ity frá árinu 1969. Skólastarfið þar byggist á fjarkennslu og er afsprengi sjöunda áratugarins. Marwick er stjórnandi sögudeild- arinnar og sagði að þar væri hægt að taka nægilega marga kúrsa til að ljúka gráðu í sögu. Skólinn hefur farið vel út úr mati á bresk- um skólum, meðal annars vegna þess að gott orð fer af honum fyrir rannsóknir, sem þar eru stundaðar. í bókinni „Who’s Who“ segir að helstu áhugamál hans séu vín, konur og fótbolti. „Þetta með vínið á enn við,“ sagði Mai-wick. „Ég hef hins vegar ekki heilsu lengur til að spila fót- bolta og aldurinn ber sök á því að þetta með konurnar á vart við lengur.“ Aðferðir og til- gangur sagn- fræðilegra rannsókna ARTHUR Marwick flytur fyr- irlestur, sem kenndur er við Jón Sigurðsson og ber heitið „Aðferðir og tilgangur sagn- fræðilegra rannsókna“ við setningu fslenska söguþings- ins í Háskólabtói klukkan hálf þijú miðvikudaginn 28. maí og verður hún öllum opin. Málstofa hans um sjöunda ára- tuginn verður klukkan hálf tvö föstudaginn 20. maí í stofu 201 í Odda. Söguþingið sjálft stendur frá 28. til 31. maí og kennir þar ýmissa grasa. SAMKEPPNI um útilistaverk við Sultartangavirkjun ’i Nánari upp Lýsingar: vInntaksveggur; Landsvirkjun auglýsir eftir myndlistarmönnum til þess að taka þátt í lokaðri samkeppni um gerð útilistaverks á 6x22 m vegg á inntaksmannvirki ofan stöðvarhúss Sultartangavirkjunar í hlíðum Sandafells við vesturbakka Þjórsár ofan Búrfells. Ollum er heimilt að sækja um þátttöku í samkeppninni. Umsókn ásamt upplýsingum um listferil (t.d. sýningarskrár, bækur, Ijósmyndir) sendist fýrir 17. júní nk. Dómnefnd skipuð fulltrúum Landsvirkjunar og Sambands íslenskra myndlistarmanna velur fimm listamenn úr hópi umsækjenda til þess að gera tillögur um listaverk í lokaðri verksamkeppni þar sem gert er ráð fyrir að þátttakendur skili líkani af tillögum sínum og ítarlegri lýsingu á þeim. Samkeppnin verður haldin samkvæmt samkeppnis- reglum SIM. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögur sem til þess eru fallnar að útfæra í fullri stærð. Að lokinni samkeppni verður tekin ákvörðun um hvaða verk verður valið til uppsetningar ef um semst við listamanninn. Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum og samkeppnislýsing liggi fyrir 1. ágúst nk. Stefnt er að því að gerð listaverksins og uppsetningu þess verði lokið fyrir haustið 1999. Nánari upplýsingar gefa trúnaðarmenn dómnefndar, Olafur Jónsson, sími 898 9383/555 0346 og Guðrún Helga- dóttir, sími 562 0080/453 6289, milli 17 og 19 dag hvern. Umsóknir sendist: Utanáskriftin er: Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 103 REYKJAVIK Umsóknir skulu merktar: „ SAMKEPPNI: Útilistaverk við Sultartangavirkjun “ c Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.