Morgunblaðið - 25.05.1997, Page 16

Morgunblaðið - 25.05.1997, Page 16
»16 B SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BÖRNIN í Bandiagara voru fremur vanhirt. Borgin er hliðið að landi Dogon fólksins. manna sem vildu endilega spjalla svolítið. Þeir höfðu komið sér fyr- ir í skuggsælum stað bakvið landamærastöðina á meðan farar- skjótar þeirra, úlfaldar og asnar, biðu húsbænda sinna undir mis- kunnarlausri sólinni. Tuaregarnir eru kallaðir „bláu menn eyðimerk- urinnar" sökum kuflanna er þeir klæðast til að verjast hita og sandi Sahara. Þeir buðu okkur uppá drykk og í fyrsta skiptið smökkuð- um við hið rótsterka myntute, en það áttum við eftir að innbyrða í lítratali á ferð okkar um Sahara- svæðið. Stoltir sýndu Tuaregarnir okkur úlfalda sína, en við aí])ökk- uðum kurteislega tilboð þeiiTa um að bregða okkur á bak og með handapati komum við þeim i skiln- ing um að við hefðum ekki tök á að kaupa af þeim skepnur sem voru til sölu. Eftir að hafa þakkað fyrir veitingarnar og lýst aðdáun okkar á reiðskjótum þeirra kvödd- um við þessa stoltu hirðingja. Líkt og við voru þeir á leið til Gao, en ferðin þangað myndi taka þá um viku á meðan við létum þessa 200 km að baki á 6 tímum. Sandurinn þyrlaðist upp undan hófum úlfald- anna og skikkjur hirðingjanna flöksuðu í vindinum er þeir stefndu út í eyðimörkina eins og forfeður þeirra höfðu gert mann fram af manni. Brátt voru þessir fulltrúar horfins tíma týndir okk- ur sjónum í rykmekki frá Su- burbaninum er við liðum áfram eftir þurrum sandinum. Eftir um 50 km ferðalag vorum við komin á þokkalega góðan veg og til Gao komumst við áður en sól var geng- in til viðar yfir Nigerfljótinu. Gao-Dogonland Eftir töluverða leit fundum við tjaldstæði á bökkum Nigerfljóts- ins. Stæðið var girt háum leir- veggjum, en hliðið var of þröngt til að Suburbaninn kæmist inn. Það varð okkur þó ekki til trafala því að eigandinn gekk berserksgang á vegginn, með sleggju, og á skömmum tíma hafði hann stækk- að opið nægilega fyiir okkur. Af- bragðs þjónusta! Morgunin eftir fói'um við með ferju yfir Nigerfljótið og stefndum í vestur í átt til bæjarins Bandig- ara og Dogonlands. Lítið bar til tíðinda á leiðinni. Vegurinn var malbikaður og í merkilega góðu ástandi; á mettíma vorum við kom- in til Bandigara sem er hliðið að Dogonlandi. Hér semur maður við leiðsögumann til að fara um þorp- in, en einungis þeir sem eru af kynþætti Dogon hafa leyfi til að vera í þessum bransa. Nóg er af mönnum sem bjóða þessa þjónustu og hið merkilega er að allir heita þeir AIí! Við sömdum við einn „Alí- inn“ um tveggja daga túr í Dogon- land fyrir 150 dollara og lögðum af stað í býtið næsta morgun eftir að hafa fengið að tjalda við lögreglu- stöð um nóttina í Bandigara. Alí okkar var ungur og áhugasamur og sagðist taka okkur til þorps sem ferðamenn sæktu sjaldan heim sökum þess að illfært væri að komast þangað. Full eftirvænting- ar beindum við bílnum af stað und- ir öruggri leiðsögn Alís, en fljótt fóru að renna á okkur tvær grím- var hatrömm andstaða frumbyggj- anna vegna þess að bestu land- svæðin voni tekin undir ræktun á vegum nýlenduherranna. Eins og í öðrum löndum álfunn- ar óx sjálfstæðisbaráttunni fiskur um hrygg eftir seinni heimstyrj- öldina og árið 1960 hlaut Malí sjálfstæði undir forsæti Modibo Keita. Hann sleit öll tengsl við Frakka, breytti Malí í sósíalískt ríki, og á átta árum fór hann með hinn viðkvæma efnahag landsins til fjandans. Keita var steypt af stóli árið 1968 af 32 ára gömlum liðsforingja, Moussa Traoré, sem hélt um stjórnartaumana næstu 23 árin. Þó að stjórnarfar í Malí hafi verið nokkuð stöðugt á þessum tíma, miðað við það sem gerðist í Afríku, þá voni fangelsi landsins full af pólitiskum andstæðingum forsetans, pyntingar og aftökur voru algengar. Eftir þurrka ní- unda áratugarins gerðu Tuareg- menn uppreisn í norðausturhluta landsins og stóðu þeir í skæru- hernaði gegn ríkisstjórninni til ársins 1993. Árið 1991 voru víðtæk verkföll og mótmæli í höfuðborg- inni Bamako. Friðsamleg mót- mælaganga borgarbúa var stöðvuð af öryggissveitum forsetans sem létu kúlnahríð dynja á göngu- mönnum, hundrað og fimmtíu óbreyttir borgarar létu lífið og þúsundir særðust. Nú var herinn búinn að fá nóg. Traoré var steypt af stóli og herforingi að nafni A. T. Touré tók við forsæti landsins. Touré ávann sér virðingu landa sinna er hann samdi frið við Tu- areg skæruliða og boðaði til frjálsra kosninga í landinu. Lýð- ræðislega kjörin stjórn tók við Ma- lí og var hún við völd í landinu er við rúlluðum inn á malíska landamærastöð 200 km. fyrir sunnan bæinn Gao í brennandi hita að morgni hins 17. október 1997. STEFÁN, Rannveig og Birna í fornu klettaþorpi Dogon fólksins. Myndin er tekin framan við bústað töframannsins. Hauskúpur fórnardýra skreyta vegginn. IALÍ var hluti af Franska Súdan á nýlendutímanum. Nafn landsins er dregið af því að stór hluti þjóðarinnar hefur malinké að móðurmáli. Malí er 1.240 þúsund ferkílómetrar að -stærð, eða um tólf sinnum stærra en ísland. Mestur hluti landsins liggur á Sahara-Sahel svæðinu sem gerir það að verkum að erfitt hef- ur reynst að brauðfæða þær 8 milj- ónir manna sem það byggja. Lítið er um náttúrulegar auðlindir í Ma- lí og framfleyta landsmenn sér nær eingöngu á landbúnaði. Á árunum 1983-1985 brást uppskeran vegna þurrka. Fjöldi bænda og hirðingja flosnuðu upp og fluttu til borganna þar sem þeir gátu dregið fram líf- ið á matarsendingum frá hjálpar- stofnunum. Til að bæta gráu ofan á svart þá þokast Saharaeyðimörk- in stöðugt suður á bóginn og breyt- ir ræktuðu landi í auðn. * Til skamms tíma var erfitt að ferðast um Malí sökum geðveikis- legs skrifræðis og stífni embættis- manna. Nú hefur ríkisstjórn lands- ins hinsvegar komið auga á mikil- vægi ferðaþjónustu í baráttunni gegn atvinnuleysi og fátækt. Mik- íslenska fjölskyldan sem ók ffegnum Af- ríku, þau Friðrik Már Jónsson, Birna Hauksdóttir, og börnin Andri, Stefán og Rannveig, getur ornað sér við brennheitar minningar úr Sahara eyðimörk á meðan vorhretin ganga yfír Island. Hér segir frá för þeirra um Malí og Máritaníu, kynnum af hirðingjum, brotinni ijöður og merki- legri klettaborg Dogona í Dogonlandi. MALI MARITANÍA ið af hömlum, svo sem hinu ill- ræmda ljósmyndaleyfi, hefur verið létt af ferðamönnum, sem þurfa heldur ekki lengur að tilkynna sig og láta stimpla vegabréf sín í hverjum bæ er þeir fara um á leið sinni um landið. Þetta þýðir þó ekki að það að keyra um Malí sé > afslappandi lautarferð, þvert á móti. Segja má að þegar lagt er í safarí yfir þetta mikilfenglega land séu nauðsynlegustu græjumar í farteskinu bjartsýni og þolinmæði. En sá sem ferðast um Malí, með opnu hugarfari, uppsker ríkuleg laun erfiðis síns; þar er margt að - skoða. Þar rennur Nigerfljótið í öllu sínu veldi og er hægt að ferð- ast með skipum á fljótinu hundruð kílómetra. I Malí er hin fornfræga borg Timbuktu sem á miðöldum var miðpunktur menningar og lær- dóms í Afríku. Síðast, en ekki síst, gefst ferðamönnum kostur á að skoða Dogonland þar sem íbúarn- ir hafa varist nútímanum af hörku og lifa við sömu aðstæður og for- feður þeirra gerðu fyrir mörgum öldum. Ágrip af sögu Frakkar fóru að leggja undir sig landsvæði það sem nú nefnist Ma- lí um 1880. Þeir mættu harðri and- stöðu hinna ýmsu ættbálka lands- ins og það var ekki fyrr en 1894 að Timbuktu féll þeim í skaut eftir blóðuga bardaga við hersveitir Tu- aregmanna. Um aldamótin var Malí loks í höndum Frakka sem hófust handa við að umbylta land- búnaðinum, en landið átti að verða brauðkarfa Vestur-Afríku. Risa- vaxin stífla var byggð í Nigerfljóti til að hægt væri að miðla vatni á skrælnaða jörðina. Með því að styðjast við þegnskylduvinnu átti að rækta jarðhnetur og baðmull til útflutnings. Þessi draumur Frakk- ana varð þó aldrei að veruleika og komu þar einkum til tvær ástæð- ur. Hin fyrri var að snauður jarð- vegurinn var ekki hentugur til baðmullairæktunar, en hinn síðari Vingjarnlegir hirðingjar Landamæraverðimir voru hinir kumpánlegustu en þó nokkurn tíma tók þó að ganga frá öllum formsat- riðum. Hér voru menn ekkert að flýta sér. Sjalgæft var að ferða- menn færu um þessi landamæri og vildu verðimir þar af leiðandi spjalla við okkur og leita frétta af umheiminum og nágrönnum sínum í suðri. En sökum þess að ensku- kunnátta þeirra var síst betii en frönskugeta okkar takmörkuðust tjáskiptin að mestu við handapat og höfuðhreyfingar. Eftir klukkutíma vorum við reiðubúin að halda í norður, en þá vorum við stöðvuð af hópi Tuareg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.