Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 126. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjóriiarflokkur Alsirs með flest þingsæti Asakanir um kosningasvik Algeirsborg. Reuter NÝSTOFNAÐUR flokkur Liamine Zeroual, forseta, sópaði til sín at- kvæðum í þingkosningum í Alsír á fímmtudag. Flokkur forsetans og stuðnings- manna hans, sem stofnaður var fyrir þremur mánuðum, fékk 155 þing- sæti af 380. Formenn annarra flokka hafa flestir sett fram ásakan- ir um kosningasvik. Mustapha Ben- mansour, innanríkisráðherra, vísaði öllum ásökunum á bug. „Þetta eru söguleg úrslit," sagði hann, „sigur- inn er þjóðarinnar sem mun nú byggja upp með lögum og lýðræði." Yfirvöld höfðu lýst því yftr fyrir kosningar að þeim væri ætlað að leggja grundvöll að fjölflokka lýð- ræði og binda enda á fimm ára blóð- uga borgarastyrjöld. Styrjöldin sem hefur kostað um 60.000 mannslíf, braust út eftir að úrslit kosninga, þar sem flokkur strangtrúaðra múslima (FIS) vann stórsigur, voru gerð ógild. Islömsku frelsisfylkingunni (FIS) og öðrum strangtrúarflokkum var bönnuð þátttaka í kosningunum á fimmtudag og því telja frétta- skýrendur ósennilegt að raunveru- leg þjóðarsátt geti náðst. Mikil öryggisgæsla var við kjör- staði en þó hafa borist fregnir af a.m.k. tveimur árásum á kjósendur. Reuter Jeltsín ögrar kommúnistum Lenín fái kristilega greftrun Pétursborg. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, ögraði kommúnistum í gær með því að leggja til að lík trúleysingjans Vladímírs Len- íns fengi kristilega greftrun. Stjórn Jeltsíns hefur ýjað að því að hann kunni að leysa þingið upp samþykki það ekki frumvörp stjórnarinnar um efnahagsumbætur og forsetinn virtist njóta þess að bjóða and- stæðingum sínum birginn með því að leggja til að þjóðin ákvæði í atkvæðagreiðslu í haust hvoi-t grafa ætti lík bylt- ingarleiðtogans. „Kommúnistar eiga auðvitað eftir að berjast gegn þessu, en ég er vanur að berjast við þá,“ sagði hann. Breytingar á Rauða torginu bannaðar Kommúnistar og bandamenn þeiiTa hafa lagst gegn því að lík Leníns verði flutt úr grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu og þingið hefur samþykkt lög sem banna breytingar á torginu. Forsetinn hefur þó ekki stað- fest iögin og ólíklegt er að hann geri það. Jeltsín lagði til að „líkfylgd- arbláminn" yrði fjarlægður af Rauða torginu, „ekki með ýtum eða gröfum en smám saman og á siðmenntaðan hátt... Þetta er saga okkar. Við skulum gefa þessu kristilegan blæ. Dauður maður á ekki að vera ofan jarð- ar. Hann á að vera grafinn í jörð.“ Eins og vænta mátti urðu andstæðingar Jeltsíns ókvæða við þessari tillögu. „Þetta getur valdið mjög alvarlegum átökum í þjóðfélaginu,“ sagði Viktor Iljúkhín, atkvæðamikill þing- maður kommúnista. Blair veitir Kohl efnahagsráðgj öf Nýjar atvinnuleysistölur þykja áfall fyrir þýsku stjórnina Reuter TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, brosa til viðstaddra í móttöku í garði þýska kanslaraembættisins í Bonn. Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. TONY Blair, for- sætisráðherra Bretlands og jafn- framt yngsti for- sætisráðherra Evrópu, kom í gær í opinbera heim- sókn til Þýska- lands með áskorun til Helmuts Kohls kanslara, sem hef- ur setið við völd einna lengst evr- ópskra leiðtoga, um að koma lagi á þýsk efnahagsmál. I frétt dagblaðsins The Daily Tel- egraph í dag sagði í fýrirsögn að Blair hefði hrifsað frum- kvæðið af Kohl í Evrópu. Blair segir leið- togum til jafnt á vinstri sem hægri vængnum um þessar mundir. Hann kom til Bonn frá Málmey þar sem hann undir- strikaði á þingi vinstri- og mið- flokka að tímabært væri að losa sig við úreltar hagfræðihugmyndir. Frá Málmey til Bonn Hann færði Kohl svipaðan boð- skap. „Ef sameiginlegi markaður- inn á að virka og Evrópa að halda áfram í átt að myntbandalagi verð- ur efnahagslífið í hverju landi að vera í góðu ásigkomulagi," sagði Blair við blaðamenn í flugvélinni á leiðinni frá Svíþjóð til Þýskalands. Áminning Blairs til Kohls birtist einnig í viðtali við hann í þýska dag- blaðinu Bilcl í gær og var því erfitt að láta hana fram hjá sér fara. Kohl tók hlýlega á móti Blair. „Við okkur blasa umfangsmiklar breytingar í Evrópu og heiminum,“ sagði hann við breska forsætisráð- herrann í kanslaraskrifstofunni. Atvinnuleysistölur áfall Mikill styrr hefur staðið um stjórn Kohls undanfarið vegna fjár- lagavandans og erfiðleika í efna- hagslífi. Ekki bætti úr skák að í gær voru birtar tölur um að atvinnuleysi hefði aukist í Þýskalandi í maí og eni þær taldar áfall fyrir stjórnina í tilraunum hennar til að uppfylla skilyrðin fyrir inngöngu í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Búist var við að atvinnuleysi yrði undir 11% í maí, en það reyndist 11,1%. Blair gengur hins vegar allt í haginn um þessar mundir og sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun, sem The Daily Telegraph birti í gær, er hann vin- sælasti forsætis- ráðherra Breta frá því að slíkar kannanir hófust fýrir hálfri öld. Kváðust 82 af hundraði að- spurðra ánægðir með frammistöðu Blairs, en Marg- aret Thatcher hlaut aðeins náð fyrir 41% á sama tíma eftir sigur hennar fyrir 18 árum. Ekki eru liðnar nema fimm vikur frá því að Verkamanna- flokkur Blairs sigraði íhaldsflokkinn í kosningum og komst til valda eftir 18 ára stjórnarandstöðu. Vandi Evrópu Eftir fundinn með Kohl var Blair spurður hvort hann væri ekki að setja sig á háan hest með því að messa yfir Kohl og öðrum sér reyndari leiðtogum. „Þetta er ekki spurning um að setja sig á háan hest heldur er þetta spurning um að segja við fólk: Við skulum takast á við þau sameiginlegu verk, sem bíða í lönd- um okkar. Allir sjá hvaða vandamál eru í Evrópu, einkum mikið at- vinnuleysi." ■ Sigurvíma/22 Sierra Leone Veikleika- merki eftir valdarán HERFORINGJASTJÓRNIN, sem tók völdin í Sierra Leone 25. maí, sýndi í gær veikleikamerki og bað umheiminn hjálpar við að ná samkomulagi. Valdaræningj- arnir hafa þurft að eiga við vopnaða ílilutun og verkföll og hafa verið fordæmdir víða um heim. Yfirlýsingin var flutt í rík- isútvarpinu og þótti bera því vitni að sveitir Johnnys Pauls Koromas herforingja væru tekn- ar að þreytast. Stjórnin viðurkenndi að hún hefði ekki bolmagn til að hafa betur í annarri viðureign við Níg- eríuher, sem á mánudag varpaði sprengjum á Freetown, höfuð- borg Sierra Leone, af hafi. Koroma gefur viðtal Koroma sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna, sem var birt í gærkvöldi, að hann hefði rænt völdum til að binda enda á sex ára borgarastyrjöld og hann hefði í hyggju að mynda stjórn á breiðum grundvelli þar sem upp- reisnarmenn fengju einnig að silja við borð. Ahmed Tejan Kabbah, sem leitaði hælis í Ghana þegar hon- um var steypt úr stóli forseta, sagði í gær að hann væri bjart- sýnn á að flokksfélagar sínir í Si- erra Leone og erlendir vinir myndu hjálpa sér að komast til valda á ný. Á myndinni sjást nígerískir hermenn úr friðarsveitum Vest- ur-Afríku, ECOMOG, hlaupa í átt að þyrlu, sem átti að flytja þá til aðhlynningar í Líberíu. Tíu Níg- eríumenn létu lífið og 50 særðust í átökum við her Sierra Leone á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.