Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 41 i heilsu nú síðustu árin, reiknaði I maður ekki með þessu frekar nú. En eflaust er hann hvíldinni feginn því þetta var ósköp erfitt hjá honum eftir að hann veiktist fyrir nærri 5 árum og ýmsar aðstæður urðu til, sem vafalítið hafa íþyngt svo skap- ríkum manni sem Halldór var. Það er ekki ætlun mín að fara nánar út í það enda ekki fær um | slíkt en því meiri er vilji minn til j að reyna að rifja upp sitthvað sem gleðilegt gerðist á milli okkar | frændanna og er að mörgu að hyggja í þeim efnum og ekki víst að mér takist að gera því góð skil í fáeinum orðum. Það fór ævinlega vel á með okk- ur og vorum við vel séðir hvor í annars garði enda gisti ég ekki sjaldan hjá Halldóri þegar ég var á ferð fyrir austan og í einhver skipti ;J kom það fyrir að hann gisti hjá j okkur Sonju en segja má að þetta hafi verið arfur frá foreldrum mín- I um en Halldór var ætíð aufúsugest- ur á þeirra heimili. Samband okkar Halldórs var samt mest og sterkast þegar hann fór að skipuleggja fyrsta ættarmót niðja afa og ömmu í Hærribæ á Bæjum á Snæfjalla- strönd og má segja að hann hafi tekið af skarið eftir að þau systkin höfðu rætt nokkuð lengi um að J koma á fyrsta ættarmótinu. j Það var Halldór, sem átti hug- myndina að því að byggja upp nokk- ' urs konar ættartré og í upphafi kallaði hann til undirritaðan ásamt frænkum mínum Grétu Aðalsteins og Maríu Gunnars og var það köll- uð litla nefndin. Stóra nefndin var síðan einhver einn afkomandi hvers þeirra systkina frá Bæjum. Á bak < I < < I I I i I I i I við allt saman stóð hugmyndafræð- ingurinn Halldór Sigurðsson og tókst honum vel að virkja hópinn, svo vel að varla hefði betur getað tekist til, enda mættu nærri 200 manns á fyrsta ættarmótið á Snæ- fjallaströnd fyrstu helgina í júlí 1980. Þetta hafði verið þeim systk- inum frá Hærribæ mikið áhugamál ekki síst Halldóri og tel ég að fyrir hans áhrif hafí dóttir hans Sigrún valið þann kostinn að gifta sig við athöfn í Unaðsdalskirkju á áður- nefndu ættarmóti. Af þessu framtaki Halldórs og þeirra systkina hefur síðan þróast og vaxið hópur nýrra kynslóða, sem haldið hefur saman síðan og haldið ýmsar smærri og stærri samkomur og þrátt fyrir að þau Hærribæjar- systkin hverfi héðan hvert af öðru er ekki annað að sjá en ættmennin haldi þeim sið enn um sinn að mætast og kætast öðru hverju og er þá ekki hvað síst horft til ársins 2000 þegar 20 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Þau systkinin frá Bæjum eru öll meira og minna þekkt fyrir hagleik sinn en þeira þekktastur er þó Hall- dór og er hann löngu landsfrægur fyrir marga hluti, sem hann hefur smiðað og skorið út. Valþjófsstaðarhurðin er líklega einn sá gripur, sem þekktastur er, en þar fyrir utan eru fjölmargir gripir, sem bæði einstaklingar og samtök hafa fengið til gjafa. Eru þeir ófáir gripirnir, sem ýmis stór- menni, svo sem forsetar vorir, hafa fengið við ýmis tækifæri á ferðalög- um sínum og mörg frændsystkini og venslafólk Halldórs á ýmsa dýr- gripi í fórum sínum og á mínu heimii er kistill fagurlega útskorinn, ger- semi sem ég gaf konu minni og er nú afskaplega glaður yfir að hafa látið af verða. Svona snillingar sem Halldór eru ekki úti um allt og oft hefur mér verið hugsað þess að orðuveitingar og listamannavið- urkenning hafi hlotist fyrir eitthvað minna en margt sem Halldór hefur gert um dagana. Og nú er hún úr leik fyrir fullt og allt smiðshöndin og var reyndar þegar fyrir hálfu fimmta ári er Halldór varð fyrir áfalli og gat lítið eða ekkert gert eftir það og veit ég að þungbært var það fyrir hann að geta ekki lengur sinnt sinni list- sköpun, það segir sig sjálft að þung er sú raun. Halldór hafði margvísleg áhuga- mál og tók þátt í ýmsum félagsmál- um. Hann hafði áhuga á skógrækt, fiskirækt og þjóðminjaáhugi hans og verndun þess, sem gamalt er, var honum ofarlega í sinni og kom sér þá vel hans listahandbragð þeg- ar hann tók að sér endurgerð gam- alla hluta. Vann hann við uppbygg- ingu og endurgerð á kirkjum svo sem á Kolfreyjustað í Fáskrúðs- firði, Papey, en þó sérstaklega á Stafafelli í Lóni og þá er marga gripi eftir hann að finna í ýmsum kirkjum landsins, mest þó skírnar- fonta og þá var haft að leiðarljósi að þeir féllu sem best saman við það, sem fýrir var á staðnum. Af mörgu er að taka af minning- um mínum um Halldór og erfitt í stuttri minningargrein að velja þar og hafna en líklegast verður mér í heildina minnisstæðust þau fjö!- mörgu skipti er við töluðum saman og skiptumst á skoðunum og vorum þá ekki alltaf á sama máli enda hundleiðinlegt að vera alltaf sam- mála og kom það fyrir að við geng- um nokkuð nærri hvor öðrum í þeim efnum. Aldrei gekk það svo langt að við ekki mættumst ævinlega til að jafna ágreininginn og er ég þess fullviss að báðir vildum við hvor öðrum vel og þegar Halldór gaf mér góð ráð að hans dómi eða varaði mig við í einhveiju þá var á ferðinni heiðar- legur og drengur góður, sem var fyrst og síðast að miðla mér af reynslu sinni. Fyrir þetta vil ég nú færa fram þakkir, elsku frændi og nafni. Um leið og ég sendi öllum aðstandend- um þínum innilegustu samúðar- kveðjur frá mér og konu minni, þá viljum við Sonja þakka þér fýrir allt og allt. Hvíl þú í Guðs friði. Þórir Halldór Óskarsson. Fyrir fáum árum var ég staddur í kirkju í fjarlægum landshluta. Frammi fyrir altarinu stóð skírnar- fontur veglegur og vandaður að allri gjörð, svo að bar af öðrum kirkjugripum. Mér var tjáð í óspurð- um fréttum að þennan grip hefði listasmiðurinn Halldór Sigurðsson á Miðhúsum gert. Þegar þetta var hafði ég þekkt Halldór allmörg ár, unnið með honum að ýmsum þörf- um málum og hlýtt á hann segja frá starfi sínu og séð ýmsa hans merkustu gripi, en þarna fyrst, í kirkjunni á Patreksfirði, áttaði ég mig á því hvílíkur afreksmaður hér var á ferðinni. Það þarf nokkra fjar- lægð til að sjá mikilleik manna og náttúru. En afköst og elja segja ekki alla söguna. Handbragð Hall- dórs sveik engan og ekkert lét hann frá sér fara, fyrr en hann var full- komlega ánægður með útkomuna. Og þegar Halldór var orðinn ánægður, var engin ástæða fyrir aðra að vera óánægðir. Þetta er í samtíðinni kölluð fullkomnunarár- átta, sem gömlu mennirnir kölluðu samviskusemi, og var talinn sjálf- sagður eiginleiki hveijum heilbriðg- um manni. En jafnvel hárfínt handbragð og nostur nægðu ekki til að Halldór teldi gripi sína nógu góða þeim sem hann síðan seldi þá eða gaf, sem oft kom fyrir. Eitthvert kvöldið lýsti hann fyrir mér hvernig hans hug- myndir fæddust, hvernig listaverkin yrðu til í höfði hans áður en hann hæfíst handa. Hvernig hann leitaði að táknum fyrir viðkomandi þiggj- anda, byggðarlag eða hlutverk hins ófædda smíðisgrips. Hér fór ekki einungis iðjusamur hagleiksmaður, heldur listamaður, skáld. Hann bók- staflega orti sín skáldverk, eins og hver annar höfundur. Ekki veit ég hvort sérfræðingar hafí lagt mat á verk Halldórs sem list. Hitt er víst að á síðari tímum munu fagmenn beina sjónum sínum að því sem eftir Halldór liggur, og bíður þeirra þar verðugt viðfangs- efni. Þessi upprifjun kom upp í hugann er ég heyrði lát Halldórs nú á dög- unum. Einnig rifjaðist upp margt sem ég hafði af Halldóri að segja á lífsleiðinni og einnig það að verk hans birtust ekki eingöngu í hand- verki. Hann var ekki síður hugsjóna- maður og mikilvirkur félagsmála- maður og urðu afrek hans á því sviði ósmá. Hann stóð meðal ann- ars fyrir stofnun Leikfélags Fljóts- dalshéraðs og var formaður þess fyrstu árin, hann var formaður slysavarnadeildarinnar Gró um nokkra hríð, í stjórn Minjasafns Austurlands og Safnastofnunar Austurlands, og eru hér aðeins nefnd örfá dæmi. Hygg ég að á engan sé hallað þó að sagt sé að húsnæðismálum Minjasafnsins og slysavarnadeildarinnar hafí verið komið í viðunandi horf fyrir tilstilli Halldórs, með fullri virðingu fyrir öllu hans samstarfsfólki. Eg segi „í viðunandi horf“ en ekki endan- legt lag. Það er til að þóknast hug Halldórs, því að hann gerði sér manna best grein fyrir því að seint komast menn að leiðarlokum í slík- um málum og lengi má gott bæta. Eins og listamönnum er títt átti Halldór afar viðkvæma lund. And- byr í einkalífi og á opinberum vett- vangi gat hann tekið afar nærri sér, svo að tungan varð þá sem bundin. En við venjulegar kringum- stæður gat hann lyft hug manna á fjölmennum fundum svo að menn hrifust af hans málflutningi, og sýnist mér nú að flestir hefðu viljað hans „Lilju kveðið hafa“. Og hvort sem var að viðstöddu fjölmenni eða í einkaviðtölum var alltaf ljóst hver vilji Halldórs var í hveiju máli, og sannleikurinn var sá að fáir urðu til þess að neita Halldóri um viðvik í þágu hugsjóna sinna, svo skýr var hann í allri framsetningu, rökfastur en þó sanngjarn í málaleitunum. Hann kunni líka vel að meta sam- starfsvilja og virti þá vel sem lögðu góðum málum lið. Halldór átti ekki stóran hóp vina, það er varla hægt að segja að hann hafí verið vinsæll af alþýðu. Til þess var hann of lokaður, fámáll hversdagslega og gerði sér ekki far um að baða sig í ljósi fjölmiðla. En þeir sem áttu hann að samstarfs- manni vissu þeim mun betur hvern mann hann hafði að geyma. Þau verkefni sem hann tókst á hendur voru í góðum höndum, og tækist áhugasömum samverkamanni vel upp við að leysa sinn þátt, voru launin vís, hýrt augnatillit, bros og viðurkenningarorð á réttu augna- bliki. Halldór var Vestfirðingur að ætt, og gæti skapgerð hans og persónu- leiki minnt á hin vestfírsku fjöll, svipmikil þar sem þau teygja sig fram í rastirnar, prýdd viðkvæmum gróðri í hlíðum og varin af stórgiýt- isurðum eða sjávarklettum við skriðufót. Og svipurinn breytilegur eftir veðurlagi, ábúðarmikill og jafnvel skuggalegur í hríðum og dimmviðrum en bjartur og brosandi á lognkyrrum kvöldum við skin síg- andi sólar. Um leið og ég votta aðstandend- um Halldórs mína dýpstu samúð, vil ég minnast hans sem manns sem mikils virði var að kynnast, og þó að veröldin sé undrafljót að gleyma góðum verkum, trúi ég þvi að menn- ing og mannlíf á Austurlandi eigi Iengi eftir að orna sér við þann mikla árangur sem Halldór Sigurðs- son á Miðhúsum náði á sínu far- sæla æviskeiði. Sigurjón Bjarnason. • Fleiri minningargreinar um Halldór Sigurðsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækif'æri mblómaverkstæði I INNA- I Skóla\örðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 + Ástkær sambýlismaður, faðir okkar, sonur og bróðir, JÓNMUNDUR EINARSSON stýrimaður, Engjaseli 84, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 10. júní kl. 13.30. Hrafnhildur Eiríksdóttir, Harpa Dís, Einar Sævar, Anna Karen, Valdís Pálsdóttir og systkini hins látna. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ástkærs sonar okkar, bróður og mágs, SIGURÐAR SIGURMUNDSSONAR, Búðarstíg 16A, Eyrarbakka. Guð blessi ykkur öll. Hugborg Sigurðardóttir, Sigurmundur Arinbjörnsson, Arnrún Sigurmundsdóttir, Guðmundur Marteinsson, Ágúst Sigurmundsson, Lena Sigurmundsdóttir og aðrir aðstandendur. + Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúþfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI JAKOBSSON pípulagningameistari, Skeiðavogi 85, Reykjavík, lést þriðjudaginn 27. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Malena Andreasen, Viðar Helgason, Edda Eiríksdóttir, Reynir Helgason, Ewa Kolka, Valgerður Stefánsdóttir, Gunnar Jósefsson, Jósef Karl Gunnarsson, Jónas Helgi Ólafsson, Aron Suni Jónasson, Sigurður Stefánsson, Gyða Kristinsdóttir, Kristinn Þ. Sigurðarson, Eva Sigurðardóttir. + Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður ok- kar, tengdaföður, afa og langafa, GESTS HANNESSONAR pípulagningameistara, Jöldugróf 16. Hilmar Gestsson, Gyða Gestsdóttir, Viðar Gestsson, Erla Gestsdóttir, barnabörn og Hanna Kristinsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Skarphéðinn Njálsson, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ZOPHONÍASAR SIGRÍKSSONAR, Hjarðarholti 18, Akranesi. Hrönn Jónsdóttir, Halldór Jóhannsson, Börkur Jónsson, Valgerður S. Sigurðardóttir, Þorsteinn Jónsson, Hrefna W. Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.