Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fyrir- lestur um ástarfíkn VILHELMÍNA Magnúsdóttir flytur fyrirlestur um ástarfíkn í Deiglunni, Kaupvangsstræti annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. júní kl. 20. Ástarfíkn er skilgreind þannig í tilkynningu um fyrirlesturinn að manneskja einbeiti sér jafnmikið eða meira að ástvini sínum, maka, barni, foreldri, vini eða vinkonu heldur en sjálfum sér. Ástvinurinn sé ekki ætíð til staðar, hann leiti meira í annað, vinnu, áhugamál eða áfengi svo eitthvað sé nefnt. Eyj afj ar ðar s veit Reiðleiðin opnuð að Hrafnagili LANDEIGENDUR í Eyjafjarðar- sveit sem ný lega lokuðu reiðleiðinni frá Akureyri inn að Hrafnagili að vestan, hafa samþykkt að opna leið- ina að nýju. Að sögn Sigfúsar Helga- sonar, formanns hestamannafélags- ins Léttis á Akureyri, hillir nú undir lausn í deilu landeigenda og hesta- manna. Sigfús segir að hestamenn hafi jafnframt skuldbundið sig til að setja upp skilti við reiðleiðina þar sem umgengnisreglur eru kynntar. Hestamenn í Funa í Eyjafarðarsveit og Létti samþykktu á sameiginleg- um fundi í vikunni að leggja til við sína félagsmenn að fara með rekstur lausagönguhrossa austan við Eyja- fjarðará inn að Hrafnagili en ekki að vestanverðu. „Ég vænti þess að við séum komnir á beinu brautina og deilum um reiðvegamál í Eyja- fjarðarsveit að ljúka. Ég trúi því að landeigendur, hestamenn, sveitar- stjórn og vegagerð snúi nú bökum saman og við förum í það að gera reiðvegakerfið í sveitinni eins vel úr garði og hægt er fyrir landsmót. Við erum farnir að telja niður fram að landsmóti og í dag, (í gær) eru 398 fram að mótinu,“ sagði Sigfús. ♦ ♦ ♦ Sigríður talar á Aglowfundi SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir prest- ur í Ólafsfirði talar á opnum Aglowfundi sem verður í félags- miðstöðinni Víðilundi 22 á Akur- eyri næstkomandi mánudagskvöld, 9. júní og hefst kl. 20. Þá verður sungið og kaffihlað- borð stendur til boða, þátttöku- gjald er 300 krónur og eru allir velkomnir. hAbkúunn A AKUBEVRI Opinn fyrirlestnr Tími: Mánudagurinn 9. júní 1997, kl. 15.00. Staður: Háskólinn á Akureyri, Glerárgötu 36, stofa 203, annarri hæð. Flytjendur: Júlíus Birgir Kristinsson, lífeðlisfræðingur, Valdimar G. Valdimarsson, rafeindavirkjameistari, Snorri Jósefsson, fisksjúkdómafræðingur og Brynjólíur Snorrason, löggiltur sjúkranuddari. Efni: Kynning á áhrifum rafsviða og segulsviða á lífverur. Ollum er heimill aðgangur ILilÉJÍ N0RÐURUNDSHE* Hluthafafundur Hluthafafundur Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. verður haldinn á Hótel KEA mánudaginn 16. júní nk. og hefst kl. 15.00. Dagskrá: 1. Tillaga um heimild handa stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. um kaup á hlutabréfum í Hlutabréfasjóði Norðurlands hf. 2. Önnur mál löglega fram borin. Tillagan Iiggur frammi á skrifstofu Kaupþings Norðurlands hf. frá og með 15. júní. Akureyri, 5. júní 1997. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. Um 150 ungmenni taka þátt í danslistamóti Fjölbreytt danssýning í íþróttahöllinni D AN SLISTAMOT verður haldið í Iþróttahöllinni á Ak- ureyri nú um helgina. Þátttakendur eru nemend- ur frá skapandi dansskólum víðsvegar á landinu, á aldrin- um 12 til 18 ára. Þátttakendur eru um 150 talsins. Á mótinu gefst þátttakend- um kostur á að þjálfa sig í ýmsum greinum danslistar- innar; klassískum ballett, nú- tímadansi, djassdansi og dansspuna undir leiðsögn úr- vals danskennara. Danslistamót var haldið í fyrsta sinn á Sauðárkróki 1994 að frumkvæði Arnar Inga Gíslasonar fjöllista- manns. Þótti það einkar vel heppnað og ríkti mikill sköp- unarkraftur og góð samvinna meðal þátttakenda. Þessi sam- Falleg sumarblóm, matjurtir, skrautrunnar og rósir, jjölœr blóm og skógarplöntur, pottablóm i sálstofur og sólskála. Munið vinseelu gjafakortin okkar. Opiðfrá kl, 09-20 virka daga, kl. 10-18 laugard. og sunnud. Verið velkomin. llP Garöyrkjustööin GRÍSARÁ Eyjafjaröarsveit Sími 463 1129 Fax 463 1322 Heimasíða: http:www.nett.is/grisar póstfang: grisara@nett.is heldni og sköpunarkraftur varð kveikjan að árlegu dans- listamóti og hafa þau verið haldin á Akureyri 1995 og á Selfossi 1996. Tilgangur dans- mótsins er að efla og styrkja listrænan dans, jafnframt verða ungmennin reynslunni ríkari og ekki síst öðlast þau meiri víðsýni innan danslistar- innar. Mótinu lýkur með fjöl- breyttri danssýningu úr smiðju hvers skóla og verður hún í íþróttahöllinni kl. 16 á sunnudag, 8. júní. Guðbjörg Arnardóttir dans- kennari sagði að fjölmörg dansatriði yrðu á sýningunni og ættu allir í fjölskyldunni að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðgangur er ókeyp- is. Sigfríður formaður Eyþings SIGFRÍÐUR Þorsteinsdóttir, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, var kjörin formaður Eyþings, samtaka sveit- arfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslum á aðalfundi samtakanna í gær. Hún tekur við formennsku af Einari Njálssyni, bæjarstjóra á Húsavík, sem verið hefur formaður samtakanna frá því þau voru stofn- uð. Sameining fjögurra sveitarfélaga við ut- anverðan Eyjafjörð Kosið um samein- ingu í dag ÍBÚAR fjögurra sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð, Dal- víkur, Svarfaðardals- Árskógs- og Hríseyjarhreppa ganga að kjörborði í dag, laugardag og kjósa um sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt. Á Dalvík verður kosið í Dal- víkurskóla og stendur kjör- fundur frá kl. 10 til 22. Talning atkvæða hefst um klukkustund síðar. Alls eru 1014 manns á kjörskrá á Dalvík. íbúar í Árskógshreppi kjósa í félagsheimilinu Árskógi og stendur kjörfundur frá kl. 10 til 18. Alls eru 215 á kjörskrá í hreppnum. í Hrísey eru 166 á kjörskrá og er kosið í Grunnskólanum í Hrísey frá kl. 10 til 18. íbúar Svarfaðardals kjósa í Húsabakkaskóla og stendur kjörfundur frá kl. 10 til 18. Alls eru 170 manns á kjörskrá í hreppnum. Talning atkvæða hefst á tímabilinu frá 22 til 23 og er gert ráð fyrir að úrsiit liggi fyrir um miðnætti á laug- ardagkvöld. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11 á morgun. Fermingarguðsþjónusta verður í Mið- garðakirkju í Grímsey kl. 13.30 á sunnudag. Fermdir verða Haraldur Helgi, Vallargerði 3 og Sigurður Henningsson, Höfða. Kór Möðru- vallakirkju syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. Prestur Birgir Snæ- björnsson. Minnum á fjölskylduhelgi Akureyrarsóknar á Vestmannsvatni 13. til 15. júní næstkomandi. Skráning í kirkjunni. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 21. Ath. breyttan guðsþjónustu- tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 á sunnudag. Guð- mundur Ómar Guðmundsson talar. Unglingaklúbbur eftir samkomu. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma, ræðumaður Reynir Valdi- marson læknir. Andlegar þjálfunar- búðir kl. 20.30 á miðvikudag. Ungl- ingasamkoma kl. 20.30 á föstudag. Mikill og fjölbreyttur söngur. Allir vel- komnir. Bænastundirfrá 6-7 á mánu- dags-, miðvikudags-, og föstudags- morgnum. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlands- vegi 26: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11. Sjávarútvegssjóður Islands Hluthafafundur Hluthafafundur Sjávarútvegssjóðs íslands hf. verður haldinn á Hótel KEA mánudaginn 16. júní nk. og hefst kl. 15.30. Dagskrá: 1. Tillaga um heimild handa sjtórn Sjávarútvegssjóðs íslands hf. um kaup á hlutabréfum í Sjávarútvegssjóðsi íslands hf. 2. Önnur mál löglega fram borin. Tillaga mun liggja frammi á skrifstofu Kaupþings Norðurlands hf. frá og með 5. júní. Akureyri, 5. júní 1997. Stjórn Sjávarútvegssjóðs íslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.