Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SÓLGLERAUGU Goldie Hawn úr kvikmyndinni Overboard. U R EINKASAFNI HÖNNUÐARII ALAIN MIKLI Franski hönnuðurinn Alain Mikli hefur hannað gleraugu fyrir kvikmyndastjörnur og tískufrömuði enda löngum farið ótroðnar slóðir. Sveinn Guðjónsson kynnti sér handbragðið og hitti hann að máli við opnun sýningar á gleraugum úr einkasafni hans. EFTIRNAFNIÐ hljómar á ís- lensku eins og viðurnefni fornfrægra herkonunga og koma nöfn Alexanders og Napóleons óhjákvæmilega upp í hugann í því sambandi. Alain Mikli hefur hins vegar aldrei nærri hermennsku komið, heldur hefur hann haslað sér völl á sviði gleraugnaumgjarða og er vissulega stórt nafn í þeim bransa. Alain Mikli þekkir gleraugnanotk- un af eigin raun, hefur borið gler- augu á nefi frá því hann var fimmtán ára gamall, og ungur að árum hóf hann nám í sjóntækjafræðum í París. Eftir þriggja ára starf í faginu hóf hann sjálfur að hanna umgjarðir íyrir eigið fyrirtæki, Mikli Diffusion, enda fannst honum úrvalið á mark- aðnum fremur fátæklegt. „Hér áður fyrr voru gleraugnaumgjarðir hann- aðar eftir læknisfræðilegum og tæknilegum stöðlum. Þær skorti persónuleika og stíl,“ segir Mikli. „Vissulega er mikilvægasta hlutverk umgjarðanna að tryggja mönnum góða sjón, en lögun þeirra og hand- bragð geta einnig endurspeglað eðli hvers og eins, lundarfar og tilfinn- ingar,“ segir hönnuðurinn. Með þetta að leiðarljósi hóf Alain landvinninga sína á sviði gler- augnaumgjarða árið 1978. Óhefð- bundin hönnun hans vakti fljótlega mikla athygli enda var hann stað- fastur í þeirri trú sinni að gleraugu væru meira en hjálpartæki í dagsins önn. Hann vildi láta gleraugun njóta sín þannig að þau þjónuðu ekki ein- göngu þeim tilgangi að skerpa sjón manna heldur væru þau ekki síður hluti af pesónuleika og ytra útliti hvers og eins, rétt eins og fatnaður, skótau og skartgripir. Eleraugu úr þekkt- um k vikmyndum Heimsþekktir tískuhönnuðir hafa leitað í smiðju Alain Mikli og í ár kynnir hann nýja línu sem hann hannaði í samvinnu við hinn þekkta arkitekt Philippe Starck. Mikli hefur einnig hannað gleraugu íyrir kvik- myndir og má í því sambandi geta þess að hann hannaði allar umgjarðir fyrir framtíðarmynd Wim Wenders, Until the End of the World, sólgler- augu Goldie Hawn í gamanmyndinni Overboard og nú síðast sólgleraugu Glenn Close í Disney-myndinni 101 Dalmatians og hannaði hann enn- fremur sérstaka sólgleraugnalínu fyr- ir Disney af sama tilefni. HELGA Bergsteinsdóttir með gleraugun sem Glenn Close var með í Disneymyndinni „101 Dalmatians“. ALAIN Mikli hefur borið gleraugu frá unglingsár- um og notar vitaskuld eigin hönnun. Morgunblaðið/Þorkell ELSTU gleraugun á sýningunni og ein af þeim fyrstu sem Mikli hannaði árið 1978. unni eru öll úr einkasafni Aiain Mikli og kom hann sjálfur til lands- ins af þessu tilefni. Sigrún Rósa Bergsteinsdóttir, verslunarstjóri, fór til Parísar til að velja gleraugu á sýninguna og kvaðst hún hafa verið heilan dag að ákveða sig, enda af nógu að taka. Á sýningunni eru á annað hundrað umgjarða, sem spanna nánast allan feril Alain Mikli undanfarin 20 ár. Og á sölusýningu, sem opnuð var í versluninni Lins- unni fyrr í vikunni, getur að líta gleraugun frægu sem Glenn Close var með í Disney-myndinni áður- nefndu. Þessi framsækni hönnuður lætur ekki gleraugun nægja því á síðasta ári hóf hann einnig að hanna og framleiða handtöskur, en í þær notar hann sama grunnefni og í gler- augnaumgjarðirnar. Hafa töskurnar verið til sýnis i Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg undanfarna daga. Litir úr ístenskri náttúru Alain Mikli kom fyrst til íslands árið 1989, og kveðst þá strax hafa hrifist af landinu, enda notaði hann liti úr íslenskri náttúru í hönnun sinni. „Ég elska þetta land, bæði fólkið og náttúruna," segir hann og virðist einlægur. Hann slær gjarnan um sig með frumsömdum orðatil- tækjum og eitt af eftirlætis spak- mælum hans eru: „Gleraugu eru til að sjá með, og sjást með...“ GLERAUGU til að sjá með og sjást með, ásamt sérstakri sól- arvörn fyrir nefið. Gleraugu Goldie Hawn og fleiri fræga gripi getur að líta á sérstakri sýningu, sem opnuð var í Gallerí Borg nú í vikunni í tilefni af 25 ára afmæli gler- augnaverslunarinnar Linsunnar, en gleraugun á sýning- GRÍMAN fræga, sem varð einna fyrst til að vekja athygli á Mikli og verkum hans. HANDTASKA, seðlaveski og gleraugu í stfl úr sama grunnefni. Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.