Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.ISAKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Norska strandgæzlan tekur Sigurð VE við Jan Mayen og færir til hafnar Stjórnvöld krefjast þess að skipinu verði sleppt Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR VE 15 með síldarfarm við Krossanes fyrir stuttu. NORSKA varðskipið Nordkap tók síðdegis í gær síldarskipið Sigurð VE 15 í norsku fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen vegna meintra brota á tilkynningaskyldu. íslenzk stjóm- völd hafa krafízt þess að skipinu verði sleppt og bent á að málið geti gert norsku loðnuskipunum, sem væntanleg eru í íslenzku lögsöguna í næsta mánuði, erfitt fyrir. Engin viðbrögð höfðu borizt við þeirri kröfu síðast þegar Morgunblaðið fregnaði kiukkan hálfeitt í nótt. Dag Isaksen, blaðafulltrúi norsku strandgæzlunnar, segir að skipstjór- inn á Sigurði hafí ekki tilkynnt afla í síðasta túr sínum í norskri lögsögu og ekki tilkynnt sig út úr lögsögunni er hann hætti veiðum. Pá hafí skipið ekki tilkynnt sig er það sigldi inn í lögsöguna í gær. Til hafnar í Bodo í fyrramálið Að sögn Isaksen var Nordkap í gærkvöldi á leið til hafnar í Bodo með Sigurð og búizt er við að skipin komi þangað á sunnudagsmorgun. „Þar mun iögreglan taka við nánari rannsókn málsins,“ segir Isaksen. Hann bætir við að tvö skozk síld- veiðiskip hafí verið færð til hafnar fyrr í vikunni vegna svipaðra brota í norskri lögsögu. í tengslum við samkomulag strandríkja um veiðar úr norsk-ís- lenzka síldarstofninum gerðu ísland og Noregur tvíhliða samkomulag um gagnkvæman rétt til síldveiða í lög- sögu ríkjanna. Að sögn Jóns B. Jón- assonar, skrifstofustjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu, er þar kveðið á um að skipum beri að fylgja þeim regl- um um tilkynningaskyldu, sem gildi hjá viðkomandi ríki. Norska strand- gæzlan telur að Sigurður VE hafí brotið reglugerð norska sjávarút- vegsráðuneytisins um sfldveiðarnar frá 6. maí síðastliðnum. Jón segir að færeysk stjómvöld hafí kvartað undan því að íslenzk síldarskip í færeyskri lögsögu hafí sinnt tilkynningaskyldu illa. Er flot- inn hafí fært sig norður til Jan May- en hafi farið að berast kvartanir sama efnis frá Noregi. Islenzk stjórnvöld hafi farið fram á rökstudd dæmi. Þau hafí borizt frá Noregi í gær og séu til skoðunar á Fiskistofu. Algengast sé að íslenzk stjórnvöld vandi um við skipstjórnarmenn vegna tilvika sem þessara. „Þessi harkalegu viðbrögð koma á óvart,“ segir Jón. Landhelgisgæzlan gæti tekið norsk loðnuskip Helgi Agústsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, kallaði sendi- herra Noregs, Nils 0. Dietz, á sinn fund í gærkvöldi og krafðist þess að skipinu yrði sleppt. Helgi segir að samkvæmt upplýsingum frá útgerð skipsins, Isfélaginu í Vestmannaeyj- um, hafí a.m.k. sumar þeirra tilkynn- inga, sem Norðmenn telji vanta, ver- ið sendar og liggi fyrir afrit af skeyt- unum. Um eina tilkynningu sé óvíst, þar sem afrit af henni finnist ekki. Norska strandgæzlan haldi hins veg- ar öðru fram. Helgi segist telja að umkvartanir Norðmanna snúist allar um tæknileg atriði sem séu svo minniháttar að þau réttlæti ekki töku skipsins. „Ég sagði sendiherranum að við vissum að norsk skip hefðu staðið sig illa við sínar tilkynningar. Þetta mál myndi gera illt verra og þeir yrðu að hugsa til þess að landhelgisgæzla okkar færi þá að taka norsk skip, sem væru við loðnuveiðar, þegar að því kæmi,“ segir Helgi. Loðnuvertíðin hefst um næstu mánaðamót og hafa Norðmenn rétt til veiða í íslenzku lögsögunni. Að sögn Jóns B. Jónassonar hafa verið brögð að því að norsku skipstjóram- ir sinni ekki tilkynningaskyldunni sem skyldi. Dietz sendiherra sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fund þeirra Helga að hann myndi koma sjónar- miðum Islands á framfæri við norsk stjórnvöld en gæti ekki sagt til um hvert framhald málsins yrði. Uppsagnir röntgen- lækna RÖNTGENLÆKNAR á Landspítalanum, átta talsins, hafa boðað uppsagnir frá og með 1. ágúst nk. Yfirstjórn spítalans beitti lagaákvæði sem heimilar frestun í fjóra mánuði. Verði af því að röntgenlæknar leggi niður störf koma uppsagnimar til framkvæmda 1. desember nk. Uppsagnir röntgenlækna munu vera vegna óánægju með launakjör og vinnuálag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telja þeir saman- burð við laun röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur óhag- stæðan en þar mun spítalinn hafa samið sérstaklega um að hluti sértekna deildarinnar rynni til röntgenlækna í formi launauppbóta. KR-ingar æfa ekki LEIKMENN meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá KR mættu ekki á æfingu hjá félaginu á KR-velli í gær. Ástæðan er sú að þeir eru mjög óánægðir með hvernig stjórn knattspyrnudeildarinnar stóð að þjálfaraskiptunum á fimmtudag. Einn leikmanna KR-liðsins sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að stjórnin hefði ekki talað við fyrirliða liðsins eða aðra leikmenn um þjálfaraskiptin. Um framhaldið sagði leikmaðurinn: „Lúkas var búinn að gefa okkur frí frá æfingum um helgina og við lítum svo á að við séum í fríi.“ ■ KR-ingar / C1 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt af báðum aðilum á Vestfjörðum Atvinnulífíð af stað á ný eftir sjö vikna verkfall Morgunblaðið/Halldór FÉLAGAR og verkfallsverðir í verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði taka niður kröfuspjöld á skrifstofu félagsins í gærkvöldi eftir að ljóst var orðið að miðlunartillagan liefði verið samþykkt og verkfallinu væri lokið. F.v. Pétur Sigurðsson, forseti ASV, Sigríður Bragadóttir, Bergljót Pálmadóttir og Aðalheiður Steinsdóttir. SÍÐARI miðlunartillaga ríkissátta- semjara í kjaradeilunni á Vestfjörð- um var samþykkt af báðum deiluað- ilum með afgerandi meirihluta greiddra atkvæða í gær. Sjö vikna löngu verkfalli á Vestfjörðum er þar með lokið og munu hjól atvinnulífs- ins fara strax í gang, að sögn Einars Jónatanssonar, formanns Vinnu- veitendafélags Vestfjarða. Úrslit atkvæðagreiðslunnar inn- an sjö verkalýðsfélaga Alþýðusam- bands Vestfjarða urðu þau að 69,98% samþykktu tillöguna en 28,8% sögðu nei. 80,6% aðila að Vinnuveitendafélagi Vestfjarða og VSÍ samþykktu tillöguna en 19,4% sögðu nei. Eitt fyrirtæki í Vinnu- málasambandinu samþykkti tillög- una en tvö skiluðu auðu. Alls tóku 69,2% félagsmanna í verkalýðsfélögunum sjö þátt í at- kvæðagreiðslunni. Mest þátttaka var í Verkalýðs- og sjómannafélagi Álftfirðinga, þar sem hún var 83,8% en minnst í Brynju á Þingeyri eða 58,1%. Kosningaþátttakan var 64,9% í Baldri á Isafirði, 78,4% í Súganda á Suðureyri, 64,7% í Verkalýðsfélagi Patreksfjarðar, 78,7% í Verkalýðsfélagi Hólmavíkur og 81,7% í Skildi á Flateyri. 97,1% þátttaka var í atkvæðagreiðslunni í Vinnuveitendafélagi Vestfjarða og VSÍ. „Enginn sigurvegari" Einar Jónatansson sagði þegar úrslit lágu fyrir að mönnum væri mjög létt. „Þetta er búið að vera langt og strangt og hefur valdið miklum skaða. Það er enginn sigur- vegari eftir svona deilu. Það hafa allir tapað en það þýðir ekkert að hugsa um það sem liðið er. Menn verða núna að snúa bökum saman til að reyna að minnka það tjón sem mest, sem óumflýjanlegt er,“ sagði hann. Einar sagði að hinn nýi kjara- samningur sem tillagan var um fæli í sér heldur meiri launabreytingar en samið hefur verið um annars staðar. „Það mátti líka búast við því. Það þurfti að höggva á hnútinn og leysa þetta,“ sagði hann. „Þarna eru menn sjálfsagt að nota skynsemina og sætta sig við niðurstöðuna. Menn hafa sýnt og sannað að hér er samtakamáttur hjá fólki, sem getur gert hvað sem er,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti ASV. ,Aftur á móti er ofurafl Vinnu- veitendasambandsins svo gifurlegt að menn áttuðu sig ekki á því í upp- hafi, það má vera öllu verkafólki á íslandi ljóst í dag. Þeir eru með einn milljarð til að borga sínum mönnum herkostnaðinn og við get- um ekki staðist það til lengdar. Það sem hefur gert útslagið er sjálfsagt að við verðum samskipa öðrum félögum í landinu eftir tvö ár og þar veitir ekki af að einhverjir hafí forystu um að ná fram hinni réttlátu kröfu okkar um 100 þúsund króna mánaðarlaun fyrir dagvinnu," sagði Pétur. Aðspurður hvort hann teldi að sjö vikna verkfall hefði verið þessa nýja kjarasamnings virði sagði Pétur að svo væri. „Við getum aldrei mælt það í krónum og aurum þegar menn eru að berjast fyrir réttlætinu. Ég tel að fólk hafí áunnið sér mikið traust kollega um allt land og eflt sjálfsímynd sína,“ svaraði Pétur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.