Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Halda vel að þreyttum fótum Góðir fyrir fólk sem stendur við vinnu sína allan daginn Viðurkenndir af fólki í heilsugæslu gilofa Mjúkir, þrýsta ekkí að blóörásinni heidur örva hana. MYNDBOIMD/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP Ljósvaka- miðlar Þu getur valið um fjóra llti Þessir sokkar eru frábærir fyrir barnshafandi konurl Oðlastu hvíld 1 OFA! AKRANES APÓTEK • APÓTEK BLÖNDUÓS APÓTEK KEFLAVIKUR ÁRBÆJAR APÓTEK • BORGAR APÓTEK BREBHOUSAPÓrEK'GAHBSAPÓTEK GRAFARVOGS APÓIEK* HOLTS APÓTEK IÐUNNAR APÓTEK DOMUS MEDCA INGÓLFS APÓTEK • LAUGAVEGS APÓTEK MOSFELLS APÓTEK • REYKJAVIKUR APÓTEK STYKKILSHÓLMS APÓTEK • ÖLFUS APÓTEK VIÐ erum orðin mikil dægur- lagaþjóð og höfum verið það allan síðari hluta aldarinnar, þótt nú hafi tekið steininn úr með mikiili fjölgun skemmtistaða og ríf- legri dægurlagatónlist í sjónvörpum, einkum á Stöð 2, sem sendir út popp- tónlist í öllum smugum og glufum í dagskránni ásamt heilum dagskrárlið- um. Það virðist því vera álit dagskrár- stjórnar og yfirmanns hennar, að popptónlist sé einskonar „evangelíum“, sem fólk skorti sár- lega. Að því leyti mætti segja um Stöð 2, að hún ræki sitt trúboð stað- fastlega, engu síður en sérsöfnuðir í landinu. Ríkissjónvarpið er hógværara í þessum efnum, án þess að popptón- listin sé eitthvert bannorð á þeirri „stassjón“. Þannig á þetta auðvitað að vera. Um dagskrána almennt í nkissjónvarpinu má hins vegar segja að hún mætti vera fjölþættari að ósekju. Hún verkar oft og tíðum svolítið þreytt á áhorfandann og kemur honum sjaldan á óvart. Kannski er minna að marka þetta mat núna því við erum að keppast við að bera okkur til eins og milljóna- þjóð, samanber Everestfarana, handknattleiksliðið og ótal margt fleira, sem ber því vitni, að fyrst við lifðum það af að verða þijátíu þús- und stefnum við í að verða afreks- þjóð. Þótt tvö fyrrgreind sjónvörp séu heldur afskiptalaus í menningarmál- um, nema hvað poppið snertir og íþróttirnar, er þó ýmislegt að gerast í litla þjóðfélaginu okkar með hinar mörgu hetjur. Flest fer það fyrir ofan garð og neðan í sjónvörpum, SJONVARP A LAUGARDEGI sem vilja heldur þjóna stórum áhugamannahópum heldur en al- mennum þáttum mannlífsins, þegar hinn endalausi og þýðingarmikli bjargvættur, fiskurinn, er undanskil- inn. Það er t.d. eins og þýðing fisk- veiða, sem er öllum ljós frá fæð- ingu, sé oft og tíðum það eina sem fréttastofum sjónvarps dettur í hug. Þrátt fyr- ir þá miklu nýlundu að geta séð atburði gerast á skermi, eru dagblöðin mikið ítarlegri og víðtækari fjölmiðl- ar. í dagblöðunum er reynt að verða við beiðni allra um að koma upplýs- ingum og skoðunum á framfæri, en í sjónvörpum hefur lengi eins og heyrt undir sérréttindi að koma fram, nema þá sem löggiltir Hofslák- ar eða með grínþætti. E' | itt af því sem skekkir allar myndir í sjónvarpi er fátæk- legar erlendar fréttir. Að vísu er sagt frá því sem kall- ast heimsviðburðir. Þeir verða svolít- ið skrítnir í bland við heyskaparfrétt- ir af íslandi eða barnsfæðingu í lög- reglubíl á Þorskaíjarðarheiði. Tvö hundruð og sextíu þúsund manna þjóðfélag leiðir ekki af sér stórvið- burði á hveijum degi. Ekki er hægt að ætlast til þessi að við göngum daglega á Everest svo dæmi sé nefnt um ágætt og margrómað afrek. Manni finnst stundum í mikilli fréttafátækt, að fara mætti ítarlegar í erlendu fréttirnar þá daga sem við vinnum ekki einhver afrek og þorsk- urinn heldur sig til hlés. Á dagblöðunum eru litlar fréttir meðhöndlaðaðar sem litlar fréttir. Þeim er ætlað minna pláss. í sjón- varpi eru í raun allar fréttir jafnmikil- vægar. Þótt fréttamenn í sjónvarpi geri sér kannski grein fyrir því, að frétt þeirra er lítil, á áhorfandinn þess engan kost að meta málið út frá uppsetningu. Heyskapur á Ströndum verður í augum áhorfand- ans jafnmikilvægur og stjórnarslit í Frakklandi. Þetta er einn helsti ókost- urinn við fréttaflutning í sjónvarpi. Við lestur dagblaða stríðir þetta ekki á neinn, enda skörp skil á milli, jafn- vel blaðsíður. Fyrsta sjónvarpskynslóðin er orð- in fullorðin. Aðrar koma fast á hæla henni. Sagt hefur verið að sjónvarp yfirleitt sé kennslumiðstöð í ofbeldi. Blöð hér á landi sögðu frá ofbeidis- verkum, sem voru fá og fátíð. Það var ekki fyrr en skemmtiiðnaðurinn, einkum í Bandaríkjunum, tók upp á sinn eyk að gera glæpamyndir með skothríð og morðum og kenndu sumt af því til sagnfræði, að Evrópa komst í kast við hinn uppeldislega þátt NIKE Courtster NIKE strigaskór með mjúkum EVA miðsóla. Litir: Svartur, grænn Stærðir 38,5-47. Litir: Appelsínugulur, Stærðir 35-42. Leiðb. verð ' jPMWiiHÍWr Air Flight Turbulence Léttur, sterkur körfu- og götuskór með loftpúða í hæl. Phylon miðsóli. 38,5-47. kr. 8.990. Air B-Que NIKE strigaskór með mjúkum Phylon miðsóla og loftpúða í hæl. Stærðir 38,5-47. Leiðb. verð kr. 5.990. B-Que NIKE strigaskór með mjúkum Phylon miðsóla. Stærðir 31-38.5. Leiðb. verð kr. 3.990. Air Groovin Uptempo Loftpúði í hæl. Fótlagaður Phylon miðsóli gefur skónum frábæra dempun. Stærðir 38,5-47. Leiðb. verð kr. 7.990. Hafðu samband við söluaðila NIKE og fáðu upplýsingar. Upplýsingar um NIKE söluaðila gefur Gula linan 5B0 8000., Óvíst er að auglýstar tegundir séu til á öllum sölustöðum á tíma auglýsingar. miðilsins. Mér er sagt að innkaupum á efni til sjónvarps sé þannig hátt- að, að vilji sjónvarp fá sérstaka mynd til sýningar, fylgi henni níu aðrar myndir fýrir lítið, sem reynst hafa ódýrar í framleiðslu fyrir þá vestra. Oft eru þessar myndir lítið annað en fáklæddar konur og mikil skothríð, manndráp og misþyrming- ar, sem birtast svo aftur um helgar í Austurstræti. Dagskrá sjónvarps er alltaf mikið fyrirtæki. Okkur fannst hér á árum áður, að erfitt mundi reynast að afla efnis til hennar fyrir ríkissjón- varpið. Þá hugsuðu menn djúpt og töldu óráð að byrja sjónvarp. En það skipti okkur miklu máli þá af ýmsum ástæðum, en þeir voru til sem vildu láta sjónvarp frá Keflavík duga. Víst er að lítil þjóð eins og íslending- ar stendur oft í meiri og tvísýnni baráttu fyrir tilvist sinni en milljóna- þjóðir. Þessarar baráttu gætir einnig í sjónvarpsrekstri. Nokkurt oflæti er að reka tvær sjónvarpsstöðvar í staðinn fyrir eina, en hér eru þær fleiri en tvær. Miðað við innlent efni, og að poppi og fótbolta slepptum, er ekki von að risið sé 'nátt. Við lút- um sem fyrr mest að erlendum myndum sem eru seldar okkur eins og dúsinvara. Sjónvörpum tekst yfirleitt ekki að hafa í fullu tré við dagblöð- in á fréttasviði. Hins vegar er oft meira tekið eftir frétt sem birtist í sjónvarpi en í blaði. Um annað upplýsingagildi má segja að nokkuð jafnt sé á komið milli blaða og sjónvarpa, nema hvað gera má sér í hugarlund hvað hinn margvís- legi masstíll sjónvarpa væri fátæk- legur á prenti. Prentað orð í dagblöð- um hefur alltaf vissa yfirburði hvað sem tækninni líður. Þau hafa kannski látið í minni pokann hvað suma efnismeðferð snertir. En þau lúta yfirleitt ekki að þeirri lágkúru, sem harðir viðsemjendur erlendis þrýsta upp á sjónvörpin, sem ekki eru ríkar stofnanir og geta því ekki sett þau skilyrði sem duga. Auk þess að vera brautryðendur í poppi, sem að minnsta kosti önnur stöðin telst vera, hefur auglýsinga- gerð tekið miklum stakkaskiptum. Aðfærðar erlendar auglýsingar, eins og þessar með tíðabindin, hafa verið sýndar við lítinn fögnuð um langt skeið. Auglýsingar smíðaðar hér heima, einkum þær sem eiga að ná til unga fólksins, hafa verið gerðar með nokkrum ærslum. í því felst viðurkenning á því, að unga fólkið ráði sér ekki fyrir hamagangi, hvort sem það er rétt eða ekki. Þess kon- ar ímyndaður veruleiki er hættuleg- ur, vegna þess að auglýsingasmiðir og kaupmenn geta vaknað upp við það einn dag, að fólk sé orðið eins og kjánar. Fer þá ekki að hallast á hvað uppeldi sjónvarpsins snertir, þegar unglingar hafa bæði auglýs- ingar og poppið sér til andlegs viður- væris. Indriði G. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.