Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 2

Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kristján Jónsson rafmagns veitustj óri á ársfundi Rarik Þrír virkjunarkost- ir koma til greina RARIK hefur athugað ýmsa möguleika á hagkvæmum virkjun- arkostum og koma helst þrír til greina: Fjarðarárvirkjun í Seyðis- firði, Gilsárvatnavirkjun í Fljóts6dal og Villinganesvirkjun í Skagafirði. Kom þetta fram í skýrslu Kristjáns Jónssonar raf- magnsveitustjóra á ársfundi fyrir- tækisins sem haldinn var á Egils- stöðum í gær. Sagði hann sjón- armiðin skýr, auka þyrfti sam- keppni og gefa fleiri fyrirtækjum kost á orkuframleiðslu. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að kanna yrði hvernig þessir þrír kostir falla inn í eðlilega virkjanaröð en hægt væri að ímynda sér að fljótlega upp úr áramótum mætti hefja undirbúning. Hann gæti tekið rúmt ár en síðan mætti koma hverri virkjun í gagnið á þremur árum ef til kæmi. Rarik stefnir að því að verða sjálfstæðari í orku- öflun til þess að bæta samkeppnis- stöðu sína og koma til móts við kröfur um lægra orkuverð og seg- ist Kristján Jónsson sjá fram á mikla orkuþörf í byijun nýrrar aldar sem fyrirtækið vildi vera viðbúið að mæta. „Þeir virkjunarkostir sem Landsvirkjun hefur hafið fram- kvæmdir við eða eru í undirbún- ingi duga rétt til að mæta vaxandi stóriðjuáformum og við teljum að það falli vel inn í virkjanaröðina að Rafmagnsveitur ríkisins reisi 20 til 50 megawatta virkjun sem með eðlilegum aðdraganda yrði tilbúin í upphafi nýrrar aldar.“ Kristján segir frekari athugun þurfa að fara fram á áðurnefnd- um virkjanakostum og fleirum áður en tillögur verði lagðar fram um nýja virkjun. Hagkvæmni þeirra bendi eigi að síður til þess að orkuverð frá þeim verði lægra en sem svarar kostnaði við orku- öflun með orkuinnkaupum frá Landsvirkjun samkvæmt núgild- andi raforkusamningi jafnvel þótt gjaldskrá Landsvirkjunar lækki. Þá hefur Rarik einnig fengið lög- fræðilegt álit um að samkvæmt samkeppnislögum sitji nú allir við sama borð við val á virkjunaraðil- um. Sagði hann að einn aðili framleiddi nú 93% alls rafmagns á íslandi og eðlilegt væri að gefa fleirum kost á að sýna hvað í þeim býr. Bílar utan Morgunblaðið/Jim Smart vegar ÍSBÍLL lenti utan vegar á Hring- brautinnivið Vatnsmýrina í gær- morgun. Óhappið varð, samkvæmt upplýsingum lögreglu, þegar bíl- stjóri ísbílsins afstýrði árekstri við lítinn fólksbíl. Alvarleg meiðsli munu ekki hafa orðið á fólki. Svip- að óhapp varð í gær við Garða- holt á AÍftanesi er bíll valt utan vegar. Þar var lögreglu ekki kunnugt um að meiðsl hefðu orðið á fólki. Lok síldarvertíðar Mega fara annan túr BRÆLA hefur tafið síldveiðar und- anfarna daga og mörg skipanna nú á miðunum með slatta. Því hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að þeim skipum sem ekki landi fullum farmi sé heimilt að fara í aðra veiði- ferð, samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út í gær. Ráðuneytið hafði áður ákveðið að hveiju síldveiðiskipi væri aðeins heimilt að fara eina veiðiferð eftir sjómannadaginn. Miðað við óveiddan afla á þeim tíma var áætlað að með þessu fyrirkomulagi næðist að veiða leyfilegan heildarfla íslendinga, 233.000 lestir. Komi skip að landi með slatta og haldi á miðin á ný, má samanlagður afli þeirra úr þess- um tveimur veiðiferðum ekki fara yfir það magn sem þau hafa mest landað úr einni veiðiferð á yfirstand- andi vertíð. Morgunblaðið/Kristján Fokker í nýjum búningi FOKKER 50 flugvél Flugfélags Islands kom í nýjum búningi í áætlunarflugi til Akureyrar um hádegisbilið í gær. Þetta er fyrsta vélin sem á er málað merki Flugfélags íslands, sem tekið hefur yfir sumaráætlun Flug- leiða innanlands. Jón Magnús Sveinsson flug- stjóri og Magnús Brynjarsson aðstoðarflugmaður tóku aukadýfu yfir flugbrautina á Akureyrarflugvelli af þessu til- efni, áður en vélinni var snúið til lendingar. Sigrún Hermanns- dóttir flugfreyja sagðist ekki hafa fundið fyrir breytingu á leiðinni til Akureyrar, þótt vélin væri í nýjum búningi, flugið hafi verið jafnþægilegt og áður. Biskup mæl- ir með Hans Markúsi HERRA Ólafur Skúlason bisk- up, hefur mælt með því við Þorstein Pálsson kirkjumála- ráðherra, að Hans Markús Hafsteinsson guðfræðingur verði skipaður sóknarprestur í Garðaprestakalli frá og með 16. júní nk. í bréfi biskups til ráðherra segir: „Ég leyfi mér hér með að mæla með því, að cand. the- ol. Hans Markús Hafsteinsson verði skipaður sóknarprestur í Garðaprestakalli, Kjalarnes- prófastsdæmi, frá og með 16. júní nk. Eftir að nægur íjöldi atkvæðisbærra sóknarbama skrifaði undir áskorun um al- menna kosningu var ákvörðun kjörmannafundar vikið til hlið- ar. Eftir voru því aðeins tveir umsækjendur, ogþar sem Hans Markús Hafsteinsson fékk fleiri atkvæði en séra Öm Bárður Jónsson fylgi ég þeirri hefð, sem biskupar hafa fylgt með fáum undantekningum að mæla með þeim, sem flest at- kvæði hefur hlotið, enda þótt kosning hafi ekki verið lögmæt vegr.a of lítillar þátttöku.“ Beðið er eftir ákvörðun ráð- herra. Heim- skauta- loft yfir landinu KALT var á Norðurlandi í gær og gekk á með éljum. Hiti fór niður undir frostmark og var víða kuldalegt um að litast. Á Húsavík gekk á með élj- um um hádegisbilið og var skyggni ekki nema um 200 metrar á tímabili. Hiti var um frostmark og gránaði í rót. Svipaða sögu er að segja af veðri á Akureyri og Egilsstöð- um og enn víðar. Að sögn Haraldar Eiríks- sonar á Veðurstofu íslands fer nú köld norðaustanátt yfir landið. Klukkan 3 í gærdag var hitinn á Norðurlandi kom- inn niður undir frostmark og éljagangur fylgdi í kjölfarið. Haraldur gerði ráð fyrir áframhaldandi frosti víða um land en á sunnudaginn kæmi hlýrra loft úr austri, og dregur þá úr kuldanum með rigningu um landið allt. Hann sagði vissulega kalt miðað við árs- tíma en þó væri þetta ekkert einsdæmi. „Við erum hér rétt sunnan við heimskautsbaug- inn þannig að það er kannski ekki skrítið þó heimskautaloft- ið nái hingað öðru hveiju," sagði Haraldur. í raun væri von á slíku veðri flesta mánuði ársins að júlí undanskildum. Áburðarverksmiðjan átti 675 milljónir í birgðum og 277 m.kr. í verðbréfum VELTUFJÁRMUNIR Aburðar- verksmiðjunnar hf. voru um 1.084,5 milljónir króna í lok ársins 1996 eða um 53% af heildareignum verksmiðjunnar. Stærstu liðir í veltufjármunum voru birgðir, 675,9 milljónir króna, þar af voru áburðarbirgðir 524 m.kr. Við- skiptakröfur námu 78,9 m.kr. og verðbréfaeign var 277,1 m.kr. Þetta kemur fram í sölulýsingu Áburðarverksmiðjunnar hf. sem verðbréfafyrirtækið Handsal útbjó fyrir útboð á verksmiðjunni. Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar um stöðu veltufjármuna í dag en samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að á þessum árstíma séu hráefna- og afurða- birgðir í lágmarki en verðbréfaeign meiri en um áramót enda er helsta sölutímabil verksmiðjunnar að baki. í sölulýsingunni kemur einnig fram að veltufiárhlutfall fyrir- tækisins var 4,7. Eignir verksmiðj- unnar í árslok 1996 voru samtals 2.029 m.kr en skuldir samtals 236,3 m.kr, þar af langtímaskuldir 6,4 milljónir króna. Fastafjármunir eru 944,5 m.kr. og eigið fé 1.792 milljónir króna. Veltufjármunir 1.084 milljónir kr. um áramótin 22,8 m.kr. rekstrartap Rekstur verksmiðjunnar skilaði 22,8 m.kr. tapi árið 1996 en 82,8 m.kr. tapi árið 1995. Rekstrartap af reglulegri starfsemi varð 46,8 m.kr. árið 1996 en 109,1 m.kr. árið 1995. Rekstrartekjur árið 1996 námu 1.062 milljónum króna og jukust um 8,1% frá 1995. Haft var eftir Guðmundi Bjama- syni landbúnaðarráðherra í Morg- unblaðinu í gær að í verksmiðjunni lægju umtalsverðar upphæðir í lausafiármunum sem hægt væri að gera sér mikil verðmæti úr nú þegar sem gætu gengið til að greiða umtalsverðan hluta af kaup- verði. Ljóst sé að ríkið fengi meira út úr verksmiðjunni með því að loka henni sjálft heldur en að selja hana samkvæmt tilboðunum tveimur sem bárust, annað hljóðaði upp á 617 m.kr. en hitt 725 m.kr. Nánar aðspurður um þessi um- mæli sín sagði ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri álit einkavæðingarnefndar- innar að verksmiðjan sé nokkru meira virði en 725 milljónir. „Ef sú ákvörðun hefði verið tekin, sem við höfum út af fyrir sig ekki vilj- að gera því við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig sé hægt að tryggja áframhaldandi rekstur, megi líta svo á að með því að leggja hana niður og gera verðmæti úr lausafjármunum, þá væri hægt að hafa meira fýrir það en 725 milljónir króna,“ sagði ráð- herra. Flókið mál „Vandinn við að selja verk- smiðjuna til rekstrar er sá að af því að hún er rekin með tapi eins og er og menn sjá ekki að þeir fái í hendur arð af sinni fjárfestingu, um. þá gerir það þeim aðilum sem vilja reka verksmiðjuna erfiðara fyrir að bjóða jafnmikið í hana og þeir sem vilja leggja verksmiðjuna nið- ur. Það gerir þetta mál í raun og veru mjög flókið,“ sagði Guðmund- ur Bjamason. Ráðherra sagðist því hafa fallist á tillögu einkavæðingamefndar um að hún skoðaði málið nánar, fari betur yfir ferlið og geri nýjar tillög- ur til ráðherra um málsmeðferð. Guðmundur ítrekaði að þótt hagsmunir bænda skiptu máli varðandi ákvörðun um framtíð verksmiðjunnar skiptu aðrir hags- munir ekki síður máli, þ.e. efna- hagslegir hagsmunir, hagsmunir starfsmanna og hagsmunir af því að reka áfram fyrirtæki af þessu tagi. Hagsmunir bænda væru þeir að fá góðan áburð, góð aðföng á sem lægstu verði því að gerðar væru kröfur til bænda um að hag- ræða og skila sem lægstu vöru- verði. Ekki náðist í Hrein Loftsson, formann einkavæðingarnefndar, í gær en hann er erlendis. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun einkavæðingarnefnd fara yfir málið og gera nýjar til- lögur til ráðherra síðar í mánuðin- I I I I Frávikstilboð/15 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.