Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA liggðu nú kyrr, þú ert í réttum garði. Stuðningshópur foreldra barna með geðræn vandamál Bráðamóttaka fyrir börn forgangsmál „ÞAÐ MÆTTU nú ekki margir á fundinn sem er talandi dæmi um það hve margir foreldrar eiga erfitt með að komast að heiman frá börn- um sínum,“ segir Ingólfur Ingólfs- son, formaður Geðhjálpar, félags fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra, en á miðviku- dagskvöld var stofnfundur stuðn- ingshóps fyrir foreldra barna með geðræn vandamál haldinn. Að sögn Ingólfs hafa foreldrar þessara barna ekki verið mjög virk- ir í félaginu hingað til en með stofn- un stuðningshópsins á að reyna að breyta því. Meginverkefni hópsins verður að veita meðlimum stuðning og að mynda eins konar aðgerðar- hóp til þess að vinna í málefnum geðsjúkra. Mörgu ábótavant Á fundinum var lögð sérstök áhersla á tvö mál. Annars vegar bráðamóttöku fyrir börn sem veikj- ast, en slík móttaka er ekki á barna- og unglingageðdeildinni, og hins vegar að öll þjónusta við geðsjúka verði samræmd. „Sama bam þarf kannski á að- stoð að halda úr skólakerfinu, frá sveitarfélaginu og þarf jafnvel einn- ig stuðningsfjölskyldu. Öll þessi þjónusta er fyrir hendi en er dreifð hjá hinum ýmsu stofnunum. Þegar foreldri kemur með vandamál barnsins inn á eina af þessum stofn- unum eru þau oft það umfangsmik- il að stofnunin ræður ekki við þau. Þannig má skýra það að margir vísa málinu frá sér þar sem þeir ráða ekki við það einir. Ef eins konar faghópur yrði stofnaður væri hægt að leysa mikið af vandamál- unum með þeim úrræðum sem þeg- ar eru fyrir hendi, svo þama erum við ekki að tala um mikla pen- inga,“ segir Ingólfur. Stuðningshópurinn mun fram- vegis hittast á mánudögum í félags- miðstöð Geðhjálpar klukkan 17.15. gg ll i i % Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumamámskeið í lestri BORG ARBÓKASAFNIÐ hóf fyrir stuttu lestramámskeið fyrir böm á aldrinum 8-11 ára og er þetta ann- að sumaríð sem útibú safnsins bjóða upp á slík námskeið. Námskeiðin em ókeypis og eiga að hvetja böm til Iesturs. „Við emm veqjulega með ákveðið þema fyrir hvem dag, til dæmis vomm við með þjóðsögur í dag. Bömin taka bækur með sér heim og koma svo hingað og spjalla um innihaldið. Þau lita og föndra á meðan ég les fyrir þau og stund- um spilum við líka,“ segir Asa Þor- keísdóttir leiðbeinandi á námskeið- inu í bókasafninu í Gerðubergi, þar sem þessi mynd var tekin. Bóka- söfnin hvelja foreldra til að hafa samband ef þeir vilja senda böm sín á óvenjulegt sumamámskeið því enn em laus pláss. Nýrnasjúklingar Sumir geta lifað eðlilegu lífi eftir ígræðslu EFTIRMÆLI nýrna- sjúklinga fyrri tíðar voru stundum þau að þeir hefðu dáið úr leti. Þegar nýrun starfa ekki eðlilega eykst magn vökva og þvagefna í blóðinu. Sjúklingarnir verða sí- þreyttir og sinnulausir, geta ekki stundað störf og jafnvel geta komið upp geðsjúkdómar. Ýmsir sjúk- dómar geta valdið nýrna- bilun, en þó að þeir læknist heldur nýrnabilunin áfram, því þegar nýrnavefur hefur verið skemmdur upp að vissu marki verður álagið á heilbrigðu vefina of mik- ið og þeir halda áfram að skemmast. Fyrir rúmum þrjátíu árum var tekið til við að sía bióð nýrnasjúklinga til að hreinsa úr þeim eitur- og úr- gangsefnin. Um sama leyti voru fyrstu nýrnaígræðslurnar gerðar. í fyrra fóru sex íslendingar til nýrnaígræðslu erlendis. Fyrir rúmum tíu árum stofnuðu nýrnasjúklingar og aðstandendur þeirra með sér félag og hefur það síðan unnið að því að bæta með- ferð og aðstöðu sjúklinganna. Tíu ára afmælisrit félagsins kom út fyrir skömmu. Ritstjóri þess var Áxel T. Ammendrup, sem sjálfur er nýrnasjúklingar en fékk nýrna- ígræðuslu í fyrra. - Hvernig fer síun blóðsins fram? „Síunin, eða blóðskilunin eins og hún er nefnd, fer þannig fram að blóð sjúklingsins er látið renna í gegnum vélnýra sem hreinsar burt vökvann og úrgangsefnin. Bláæð og slagæð eru græddar saman, yfirleitt í handlegg, til að búa til æð sem þolir gegnum- streymið og þær stóru nálar sem þarf að nota. í hverri blóðskilun er blóð sjúklingsins látið renna í gegnum nýrnavélina tólf sinnum. Þetta tekur um það bil fjóra tíma og þarf að gera þrisvar í viku. Álagið á líkamann er mjög mikið og maður tapar um 2-4 kílóum á þessum fjórum tímum og blóð- þrýstingur fellur. Sjálfur var ég mjög máttfarinn eftir meðferðina og nokkrum sinnum leið yfir mig. Svo eru aðrir sem standa upp eins og ekkert sé.“ - Hvaða áhrif hefur það á Iifnað- arhætti að þurfa reglulega að fara í þessa meðferð? „Auðvitað er maður mjög bundinn og getur lítið farið. Ég get til dæmis ekki farið til Akur- eyrar og verið þar lengi. Aftur á móti get ég til dæmis flogið til London, því þar get ég komist í blóðskilun þegar á þarf að halda. Nokkrir sjúklingar búa samt á landsbyggðinni, en þurfa þá ýmist að fljúga eða keyra til Reykjavíkur þrisvar í viku, því tæki til blóðskilunar eru bara til á Landspítal- anum. Það er mjög einstaklings- bundið hversu mikil áhrif sjúk- dómurinn hefur á líf manna. Flestir nýrnasjúklingar eru ör- yrkjar, en sumir þeirra sem feng- ið hafa nýrnaígræðslu geta lifað mjög eðlilegu lífí. Sjálfur er ég áfram öryrki af öðrum ástæðum þó ég hafi fengið gervinýrað, en það er mikill munur frá því sem áður var.“ - Er ekki mjög eftirsótt af nýrnasjúklingum að fá ígræðslu? „Jú, yfirleitt þurfa menn að Axel T. Ammendrup ► Axel T. Ammendrup er fæddur í Reykjavík 1952. Hann tók stúdentspróf úr Mennta- skólanum í Reykjavík 1972 og starfaði um árabil sem blaða- maður og hjá bókaútgáfu. Hann fluttist til Noregs árið 1988 og starfaði þar sem þjónn. Árið 1992 lauk hann námi í blaðamannaháskólanum í Ósló og fluttist árið eftir til Islands. Axel á einn stjúpson. Hugmyndir um að nota grísanýru til ígræðslu bíða í 2-3 ár, en ég þekki dæmi um allt að átta ára bið. Það eru tvær leiðir til að fá nýra, önnur leiðin er að fá það úr nánum ættingja. Það á að vera meira en nóg að að vera með eitt nýra, en auðvitað geta komið fyrir slys sem hafa áhrif á líkamsstarfsem- ina. Konur á barneignaaldrei eru til dæmis yfirleitt ekki látnar gefa nýra, því barneignir geta valdið skaða á nýrum. Hin leiðin er að fá nýra úr ein- staklingi sem úrskurðaður hefur verið heiladáinn. Ég fékk eitt slíkt, úr manni sem bjargaði að minnsta kosti þremur mannslífum með líffærum sínum. Tveir fengu nýru, einn hjarta og lunga og ég veit það ekki fyrir víst, en held að fleiri líffæri úr honum hafi verið notuð. Ég hef forðast að velta of mikið fyrir mér úr hvetj- um nýrað var, enda yrði maður sennilega bijálaður af slíkum hugsunum. Nú eru reyndar komnar fram hugmyndir um að nota nýru úr grísum til ígræðslu. Sjálfsagt hafa einhveijir siðferðislegar at- hugasemdir við það, til dæmis trúflokkar sem telja svín vera óhrein dýr. En hefði mér verið boðið að fá grísanýra hefði ég ekki neitað. Áður en ég fékk ígræðslu gat leiðin ekki legið annað en niðurávið og það er ______ erfitt ástand. Sjúklingar eiga yfirleitt ekki í vand- ræðum með siðferðis- spurningar í þessum til- vikum. - Hvað gerir fétag ^~~ nýmasjúklinga? Félagið var stofnað fyrir tíu árum í þeim tilgangi að bæta meðferð sjúklinganna og auð- velda þeim lífið. Við höfum til dæmis gefið blóðskilunartæki til notkunar á Landspítalanum, gef- ið út fræðsluefni um sjúkdóminn, komið á sambandi milli sjúklinga til að miðla reynslu og skipulagt sameiginleg ferðalög. Við höfum líka gefið stillanlega stóla, mynd- bands- og hljómflutningstæki til að létta mönnum lífið í blóðskilun- inni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.