Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
EGILSTAÐIR
MORGUNBLAÐIÐ
Egilsstaðabúar minnast þess að fimmtíu ár eru
liðin frá stofnun kauptúnsins
Þjónustubær
á krossgötum
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
HELGI Halldórsson, bæjarsljóri og formaður afmælisnefndar
Egilsstaðabæjar, er bjartsýnn á áframhaldandi uppbyggingu.
Egilsstaðir vaxa jafnt
og þétt og íbúunum
fjölgar þrátt fyrir al-
mennan byggðavanda á
Austfjörðum. Helgi
Halldórsson bæjarstjóri
segir þróunina sýna að
þar sé gott að búa og
fólk sæki í þjónustuna.
Um þessar mundir eru
liðin 50 ár frá stofnun
kauptúnsins. Helgi
Bjarnason kynnti sér
söguna og ræddi við
bæjarstjórann.
STOFNUN Egilsstaðakauptúns bar
að með nokkuð sérstæðum hætti
fyrir fimmtíu árum. Ríkisstjómin
fékk samþykkt lög um að sjö jarðir
í Vallahreppi og Eiðahreppi skyldu
verða sérstakt sveitarfélag og nefn-
ast Egilsstaðahreppur. í lögunum
em ákvæði um að ríkisstjórnin
gangist fyrir stofnun kauptúns í
þessum nýja hreppi og að henni sé
heimilt að veija fé úr ríkissjóði til
ýmissa framkvæmda svo af þessu
megi verða, meðal annars til að
kaupa land, skipuleggja, koma upp
gatnakerfi, vatnsveitu, skolpveitu
og rafveitu.
Lögin um stofnun kauptúnsins
voru samþykkt á Alþingi 24. maí
1947 og tóku gildi 1. júlí það ár.
Fyrsti fundur hreppsnefndar var
síðan 8. júlí. Um þessar mundir eru
einnig liðin 10 ár frá því Egilsstað-
ir fengu bæjarréttindi. Egils-
staðabúar minnast tímamótanna
með margvíslegum hætti á afmælis-
árinu. Einhveijir atburðir tengdir
afmælinu eru í hveijum mánuði.
Hátíðahaldið nær hámarki 27.-29.
júní, rétt fyrir afmælisdaginn, þá
verður hátíðardagskrá á Egilsstöð-
um sem forseti Islands, Olafur
Ragnar Grímsson, sækir ásamt
konu sinni Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur.
Frumbyggjarnir
Þéttbýli var farið að myndast
þegar Egilsstaðakauptún var form-
lega stofnað. í sögu Egilsstaða sem
Bjöm Vigfússon hefur ritað kemur
fram að í lok ársins 1947 vom íbúar
kauptúnsins orðnir 69 og risin um
Fyrstur að
flytja inn
„ÉG var fyrstur til að setjast hér
að,“ segir Steinþór Eiríksson list-
málari og vélsmiður á Egilsstöð-
um. Hann byggði íbúðarhús sitt
Bjarmaland sumarið 1945 og
flutti inn um haustið, fyrstur
frumbyggjanna. Hann er Iiðlega
áttræður og býr enn á Egilsstöð-
um, nú á dvalarheimili aldraðra.
Steinþór var vélsmiður á Reyð-
arfirði, vann mest við að laga
bíla fyrir kaupfélagið og var
búinn að ná sér í tæki til þess,
þegar Sveinn Jónsson bóndi á
Egilsstöðum á Völlum hringdi og
bað hann að koma til að leggja
miðstöð í sjúkrahúsið sem þá var
í byggingu. Steinþór segir að
Sveinn hafi fljótlega fært það í
tal við sig hvort hann vildi ekki
setjast að í þorpinu sem menn
vildu stofna á Egilsstöðum og
boðið fram lóð fyrir sama og
ekkert. Sveinn hafði áhuga á að
Steinþór kæmi upp vélaverk-
stæði til að gera við vélar sem
bændur voru að fá en fáir kunnu
að gera við. Hann gerði það og
þáði Ióðina.
Steinþór segist hafa unnið
langan vinnudag við sjúkrahúsið
og læknabústaðina um sumarið
en við byggingu ibúðarhússins á
kvöldin og nóttunni. „Ég skil
ekki hvernig mér tókst að lifa
af þetta sumar. Ég svaf lítið,
kastaði mér niður í tjald yfir blá-
nóttina, en þetta tókst og 20.
september var íbúðarhúsið kom-
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
TRÉN sem Steinþór Eiríksson gróðursetti fyrstu ár sín í
Bjarmalandi hafa vaxið vel.
ið undir þak. Þá sótti ég fofeldra að en við vorum ánægð því þetta
mína á Reyðarfjörð og við flutt- var fyrsta raunverulega heimili
um inn í húsið. Það var hálfklár- okkar,“ segir Steinþór.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
OLGA Óla Bjarnadóttir og Sigurður Eymundsson reka kaffi-
hús í einu af elstu húsum Egilsstaða.
Kaffísala í
elsta húsinu
FYRSTA íbúðarhúsið sem byrj-
að var að byggja á þeim stað
sem síðar varð Egilsstaða-
kauptún er Lyngás, hús Os-
valds Nielsen sem þá var
danskur vinnumaður á Egils-
staðabúinu. Byijað var á hús-
inu árið 1944, að því er fram
kemur í Egilsstaðabók, en ekki
flutt inn í það fyrr en síðla árs
1946 og á meðan fluttu nokkrir
aðrir frumbyggjar inn í hús
sín. Núverandi eigendur Niels-
enshúss, Olga Óla Bjarnadóttir
og Sigurður Eymundsson, reka
þar kaffihús, Café Nielsen.
Olga og Sigurður fluttu til
Egilsstaða fyrir sjö árum.
„Þegar við komum til að skoða
húsnæði vegna þess starfs sem
Sigurður var þá að taka við
hér kom ég auga á þetta hús
og sagði við Sigurð: Er þá ekki
draumahúsið mitt hér? Ef þetta
hús verður einhvern tímann til
sölu þá skal ég kaupa það,
hvernig sem ég fer að því,“
segir Olga í samtali við blaða-
mann.
Þegar hún flutti á staðinn
var henni sagt að Nielsenshús
yrði aldrei til sölu en það var
í eigu dóttur Friðborgar og
Osvalds Nielsen. Síðar kom í
ljós að það var á misskilningi
byggt, húsið var auglýst og
Olga og Sigurður festu kaup á
því. Húsið var þá ekki í góðu
ásigkomulagi. „Ég keypti húsið
fyrst og fremst til þess að fá
útrás við að gera það upp. Mér
fannst við ekki ekki geta búið
hér því húsið yrði að vera opið
almenningi enda hef ég orðið
vör við að það skipar mjög sér-
stakan sess í huga Egils-
staðabúa." í upphafi hafði Olga
hug á að gera það að kaffi- og
handverkshúsi en fljótlega
kom í ljós að ekki var pláss
nema fyrir annað.
Eftir gagngerar endurbætur
á húsinu var Café Nielsen opn-
að fyrir tæpu ári. Olga segir
að raunverulegt kaffihús hafi
ekki áður verið rekið á Egils-
stöðum og fólk þurfi að venjast
því að nota þjónustuna. „Þegar
ég hófst handa við þetta var
mér ljóst að ég yrði að vinna
nætur og daga og sætta mig
við að vera launalaus fyrstu
þijú árin. Ég ætla að láta þetta
ganga,“ segir hún.
það bil 20 hús í landi þéttbýlisins
og þar af 8 íbúðarhús. íbúar nýja
sveitarfélagsins í heiid voru 110 í
lok þessa árs. Af þessum 69 frum-
byggjum búa enn 16 á staðnum.
Björn Vigfússon segir: „Ekki ber
mönnum saman um hvert er fyrsta
húsið í Egilsstaðakauptúni og hverj-
um beri heiðurstitillinn frumbyggj-
ar númer eitt. Allt fer þetta svolítið
eftir því við hvað er miðað og hugs-
anlega því hver segir söguna.“
Björn segir að árið 1944 hafi verið
tekinn grunnur að fyrsta íbúðarhús-
inu á þeim stað sem seinna varð
Egilsstaðakauptún, það er húsinu
Lyngási sem Friðborg og Osvald
Nielsen reistu og nú hýsir Café
Nielsen. Lyngás var hins vegar
lengi í byggingu og ekki flutt inn
í það fyrr en síðla árs 1946. Fjórir
menn hófu framkvæmdir á eftir
Osvald en fluttu allir inn á undan
þeim hjónum, fyrstur Steinþór Ei-
ríksson, iistmálari og þúsundþjala-
smiður, en hann flutti inn í Bjarma-
hlíð haustið 1945.
Eftir að læknisbústaðurinn í
Fljótsdal brann var ákveðið að færa
embættið á Mið-Hérað og því valinn
staður á Egilsstöðum. Kauptúnið
myndaðist síðan í kringum læknis-
bústaðinn og sjúkrahúsið enda unnu
margir frumbyggjarnir við upp-
bygginguna. Fljótlega reis búvéla-
verkstæði í Egilsstaðakauptúni og
Kaupfélag Héraðsbúa sem var með
höfuðstöðvar sínar á Reyðarfirði
kom sér þar upp aðstöðu.
Miðstöð samgangna og
þjónustu
Frá þessum tíma hefur verið
stöðug fjötgun á Egilsstöðum, í
fimmtíu ára sögu kauptúnsins hefur
fjölgað öll ár nema þrjú og Helgi
Halldórsson bæjarstjóri telur að
áframhald verði á því. Hann segir
að styrkur Egilsstaða byggist á legu
bæjarins, miðsvæðis í héraði og
fjórðungi og þar skerast leiðir.
Bærinn hefur byggst upp sem þjón-
ustumiðstöð fyrir miðhluta Austur-
lands og að sumu leyti fjórðunginn
allan. Helgi segir að nú sé svo kom-
ið að aðeins tveir staðir á lands-
byggðinni hafi meiri opinbera þjón-
ustu en _ Egilsstaðir, það er Akur-
eyri og ísafjörður. Asamt opinberu
umsýslunni hefur verið efnt til iðn-
aðar og úrvinnslu landbúnaðarvara,
þjónustu og verslunar. Sem dæmi
um þetta nefnir Helgi að í kauptún-
inu séu yfir 30 verslunar- og þjón-
ustuaðilar.
Hornafjarðarbær er fjölmennasta
sveitarfélagið í Austurlandskjör-
dæmi en Egilsstaðabær er nú næst
fjölmennastur með 1642 íbúa um
síðustu áramót. Þar býr nú í fyrsta
skipti fleira fólk en í Neskaupstað.
„Það gerðist vegna fækkunar þar,
því miður finnst okkur. Við lifum á
þjónustunni og hún byggist á því
að byggð haldist á svæðinu og eflist
fremur en hitt,“ segir Helgi.
„Við höfum aldrei gert kröfu um
það en hins vegar eru Egilsstaðir
samgöngu- og þjónustumiðstöð,
Austurlands," segir bæjarstjórinn
þegar hann er spurður að því hvort
hann líti svo á að Egilsstaðir hafi
tekið við því hlutverki að vera höf-
uðstaður Austurlands. Hann segir
að aðrir hafi gert kröfu um höfuð-
staðarnafnbótina og hafi sín rök
fyrir því. „Þessi nafnbót skiptir
okkur ekki máli en við viljum efla