Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 15

Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 15 FRETTIR Deilt í borgarsjórn um tilboð veitufyrirtækja DEILT var um þátttöku veitufyrirtækja Reykja- víkurborgar í kauptilboð í Aburðarverksmiðju rík- isins á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Alfreð Þorsteinsson, formaður Stjórnar veitustofnana, sagði það skoðun Reykjavíkurlistans að með því að taka þátt í tilboðinu hefðu borgaryfirvöld ver- ið að vernda þau 100 störf, sem þar eru. Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokks, sagðist ekki geta séð að hagsmunir Reykvíkinga hefðu verið tryggðir með 21% hlut borgarinnar í fyrirtækinu. Tvö kauptilboð bárust í verksmiðjuna og tóku veitufyrirtæki borgarinnar þátt í öðru þeirra en hitt var frá Gufunesi ehf. Tilboðunum hefur báð- um verið hafnað. Alfreð sagði að Reykjavíkurborg ætti þeirra hagsmuna að gæta, sem sveitarfélag, að rekstur Áburðarverksmiðjunnar héldi áfram. Verksmiðjan væri stór vinnustaður með öflugum atvinnu- rekstri, sem velti milljarði á síðasta ári og ekki mætti gleyma þeim margfeldisáhrifum, sem starf- semin hefði á aðra atvinnustarfsemi í borginni. „Þarna starfa um 100 manns og launagreiðslur voru 230 milljónir á síðasta ári,“ sagði hann. „Okkar sjónarmið er að í því atvinnuleysisástandi sem er í borginni sé það ekki síður hlutverk sveit- arfélagsins og þá Reykjavíkurborgar að vernda þau störf sem fyrir hendi eru en að skapa ný. Við höfðum fengið fregnir af því að bandarískir aðilar ætluðu hugsanlega að bjóða í verksmiðjuna með það í huga að leggja hana niður í núverandi mynd og koma fyrir annarri starfsemi, sem ekki hefði kallað á jafnmörg störf. Þess vegna þótti rétt að koma þarna inn og hafa áhrif á að starf- semin gæti haldið áfram. Auk þess sem borgaryf- irvöld vildu geta haft áhrif á þróun starfseminnar í framtíðinni." Alfreð benti jafnframt á að Reykjavíkurborg hefði ásamt Vatnsveitu Reykjavíkur og Aflvaka tekið þátt í að stofna undirbúningsfélag tii að kanna hagkvæmni þess að reka vetnisperoxíð- verksmiðju í tengslum við Áburðarverksmiðjuna. Sagðist Alfreð jafnframt líta svo á að frum- kvæði borgarinnar hafi vakið athygli á þýðingu atvinnuþáttarins og valdið því að menn myndu hugsa sitt ráð og kanna hvort tryggt yrði að væntanlegir eigendur reyndu að halda starfsem- inni gangandi áður en þeir afhentu verksmiðjuna. Ekki meirihluti Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna sagði að ítrekað hefði komið fram að Gufunes ehf., sem átti hæsta tilboðið hafi ætlað að halda rekstrinum áfram og þar með tryggja þau 100 störf sem eru við verksmiðjuna. „Það er undarlegt að Reykjavík- urlistinn gefi til kynna að hann hafi ætlað sér eitthvað annað ef reksturinn væri óarðbær," sagði Árni. „Ef svo hefði farið ætlaði Reykjavíkurborg þá að greiða hann niður og reka Áburðarverk- smiðjuna með halla eins og Bæjarútgerðina á sín- um tíma?“ Árni sagði að sjálfstæðismenn gætu ekki séð að hagsmunir Reykvíkinga væru betur tryggðir með því að borgin eignaðist 21% í Áburðarverk- smiðjunni. Þetta væri ekki meirihlutaeign og borg- in gæti með öðrum hætti haft áhrif á starfsem- ina. Benti hann á að ef framleiðsla á vetnisperox- íði væri talin álitlegur kostur til hliðar við áburðar- framleiðslu væri ekkert sem útilokaði áhuga nýrra eigenda á þeirri framleiðslu. Menn væru í viðskipt- um og fullyrðingar um að að Reykjavíkurborg hafi þurft að koma inn í þetta verkefni í sam- keppni við einkaaðilá til að slík hugmynd næði fram að ganga stæðist ekki. Sala borgarfyrirtækja „Það er undarleg hugmyndafræði þegar með hægri hendi er verið að selja fyrirtæki í eigu borgarinnar undir því yfirskini að borgin eigi ekki að vera í samkeppni við einkarekstur en með þeirri vinstri er lagt til að leggja fram 130 milljónir í kaup á áburðarverksmiðju með kaupfé- lögunum," sagði Árni. Benti hann á að Reykjavíkurlistinn hefði fellt tillögu Sjálfstæðisflokks um að flýta fram- kvæmdum við breikkun Gullinbrúar með því að lána ríkinu 150 milljónir til framkvæmdanna en nú hefði Reykjavíkurlistinn verið_ tilbúinn að leggja fram 130 milljónir í kaup á Áburðarverk- smiðju. Þetta væri röng forgangsröðun, að hans mati. Forstjóri Kaupþings um útboð á hlutafé Aburðarverksmiðjunnar Orkar tvímælis að ganga ekki að hærra tilboðinu þennan stað og auka þjónustuna á okkar svæði. Þróunin er nokkuð ljós og það segir okkur að hér vill fólk búa og starfa. Það nægir okkur,“ segir Helgi. Veðursæll staður Þegar bæjarstjórinn er spurður um sérstöðu staðarins nefnir hann fyrst veðrið. „Við búum á veðursæl- um stað, hér gerir sjaldan vont veður. Auðvelt er að rækta tijá- gróður á Egilsstöðum og það er raunar einkenni alls Fljótsdalshér- aðs. Það er nokkur sérstaða, alla- vega hér á Austurlandi, að við búum ekki við sjávarsíðuna heldur inni í miðju landbúnaðarhéraði og byggj- um lífsafkomu okkar á þjónustu eins og ég hef áður nefnt.“ Fólki hefur fækkað á fjörðunum þótt þar hafi verið mikil vinna en fjölgað á Egilsstöðum þó þar hafi borið á atvinnuleysi síðustu árin. „Við eigum erfitt með að skilja þetta en ástæðurnar eru margvís- legar. Menn leita þangað sem þjón- ustan er best og þar hefur Mennta- skólinn mikil áhrif. í heildina er fækkun í fjórðungnum. Það hlýtur að vera kappsmál sveitarstjórnanna að stilla saman strengi sína til þess að sporna við þessari öfugþróun. Við höfum sameiginlegra hags- muna að gæta.“ Eins og víðar á landsbyggðinni er áberandi hvað margir flytja til og frá staðnum. Á síðasta ári fluttu liðlega 300 manns ýmist til Egils- staða eða frá. í könnun sem Menntaskólinn gerði á viðhorfum þessa fólks kom í ljós að bæði þeir sem fluttu í burtu og til Egilsstaða sögðust ánægðir með að búa þar og þá þjónustu sem veitt er í bæn- um. Að sögn Helga skera atvinnu- málin sig þó úr, fólk er minna ánægt með þann þátt en aðra. Um 39% þeirra sem fluttu í burtu fóru vegna starfs síns og svipað hlutfall þeirra sem komu. Einnig er áberandi að fólk flutti í burtu vegna náms. „Fyr- ir utan það sem við vissum, það er að segjá erfiðleikana í atvinnumál- unum, leiðir þessi könnun ekki fram neina einstaka þætti umfram aðra sem taka þarf á til að laga búsetu- skilyrðin hér,“ segir bæjarstjórinn. Tillaga um sameiningu Helgi telur að stækkun sveitarfé- laganna myndi auðvelda sveitar- stjórnum að taka á byggðavandan- um. Þó sameining sé ekki lausn í sjálfu sér skapi hún ákveðna mögu- leika til framkvæmda. Ákveðið hef- ur verið að leggja tillögu um sam- einingu fjögurra sveitarfélaga, Eg- ilsstaðabæjar, Vallahrepps, Eiða- hrepps og Hjaltastaðahrepps, undir atkvæði íbúanna í byrjun septem- ber. Til greina kemur að fleiri sveit- arfélög komi þar að. Þó er ljóst að Fellabær sem er 350 manna kaup- tún í næsta nágrenni verður ekki með í sameiningunni. Ef íbúarnir samþykkja sameiningu munu Egils- staðir sameinast báðum þeim hreppum sem þeir voru skornir frá og fjórða hreppnum ti! viðbótar. Helgi nefnir einnig aukna menntun- armöguleika, til dæmis hugmyndir um héraðsháskóla á Austurlandi, sem myndu auka líkurnar á að unga fólkið héldist lengur í fjórð- ungnum og þyrfti minna að leita annað. Annars er útlitið heldur bjart á Egilsstöðum. „Það hefur sjaldan eða aldrei verið meiri eftirspurn eftir húsnæði hér og töluverð við- skipti með fasteignir. Þá eru menn mikið að spyrjast fyrir um iðnaðar- lóðir. Ég held að þessi uppbygging haldi áfram.“ Bæjarfélagið er langt komið með að byggja það land sem það á, fyrir utan það svæði sem tekið hefur verið frá fýrir útivist. Það land sem áhugi er á að skipu- leggja í framtíðinni er ýmist í eigu einstaklinga, Kaupfélags Hér- aðsbúa eða ríkisins. „En forsendur geta breyst ef af sameiningu sveit- arfélaganna verður. Þá verður að skoða málin í stærra samhengi því þéttbýlismyndun er einnig á Eiðum og Hallormsstað en báðir staðirnar myndu verða í nýja sveitarfélag- inu,“ segir Helgi. „MÉR finnst það orka tvímælis hjá einkavæðingarnefnd og landbúnað- arráðherra að ganga ekki að hærra tilboðinu fyrst ekkert annað en fjár- hagslegar forsendur var lagt til grundvallar," sagði Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Kaupþings, þegar hann var spurður álits á þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafna báð- um tilboðunum í Áburðarverksmiðj- una. „Ef seljandinn hafði í huga ákveðið GUFUNES ehf. sem átti 725 millj- óna króna tilboð í Áburðarverksmiðj- una í nýafstöðnu útboði lagði einnig fram frávikstilboð sem hljóðaði upp á 860 milljónir króna. Þetta frávikst- ilboð miðaðist ekki við staðgreiðslu eins og gert er að skilyrði í útboð- slýsingu heldur að kaupverðið yrði greitt upp á þremur árum. Tilboðið gerði ráð fyrir að 180 milljónir yrðu greiddar við afhend- ingu þann 20. júní, en eftirstöðvarn- ar greiddar með fjórum jöfnum af- borgunum fram til ársins 2000. Fyrsta afborgunin átti samkvæmt tilboðinu að vera á gjalddaga þann 20. ágúst nk. Þessar greiðslur áttu að vera tryggðar með veði í fasta- fjármunum og búnaði verksmiðjunn- ar. „Við lögðum fram þetta tilboð vegna þeirrar óvissu sem er í rekstri verksmiðjunnar og vísum í lög um útboð nr. 65 frá 1993. í 12. grein lágmarksverð eða framtíðarrekstur þá hefði átt að skilgreina það nánar í skilmálum útboðsins. Við einka- væðingu Skýrr þurftu bjóðendur að skila inn greinargerð með upplýs- ingum um framtíðaráform. Það að hafna báðum tilboðunum krefst skýringa á því hvert verði næsta skref. Niðurstaða málsins er óásættanleg án frekari skýringa. Mér finnst einnig það hálfhjákátlegt að ætla að ganga til samninga við þeirra segir að frávikstilboð séu leyfileg nema þegar annað er sér- staklega tekið fram. Við höfum enn- þá ekki fengið neitt svar við frávikst- ilboðinu,“ sagði Gunnar Þór Gísla- son, framkvæmdastjóri Gufuness ehf., í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti við að með því að nú- virða þetta tilboð hljóðaði það upp á rúmlega 800 milljónir króna og það væri ólíklegt að hægt væri að fá hærra verð fyrir fyrirtækið. Forsendur hafa breyst frá verðmati Handsals Fram hefur komið að verðbréfa- fyrirtækið Handsal hf. mat verk- smiðjuna í októbermánuði á síðasta ári á um 1 milljarð króna. Það mat byggðist á því að verksmiðjan yrði lögð niður og eignir hennar seldar. Gunnar Þór bendir á að þegar verð- matið fór fram í haust hafi ekki leg- ið fyrir að innflutningur yrði á áburði bjóðendur, væntanlega þann sem átti hæsta tilboðið. Ég held að nú vakni spurningar um trúverðug- leika næstu útboða. “ Bjarni kvaðst ekki hafa séð neitt á þessu ári. „Þessi innflutningur er kominn fram og rýrir stöðu fyrirtæk- isins á þessu ári um u.þ.b. 60 milljón- ir. Það hlýtur að hafa áhrif á verð- mat sem fram færi núna. Forsendur hafa breyst frá því Handsal lagði fram það verðmat sem Einkavæð- ingarnefnd hefur stuðst við. Tilboð okkar upp á 725 milljónir er mjög hagstætt, eins og sést af tilboði þeirra sem buðu á móti okkur. Ég vil ítreka það sem ég hef sagt áður að þessir aðilar sem buðu á móti okkur voru ekki að gera það að gamni sínu.“ Samkvæmt efnahagsreikningi Áburðarverksmiðjunnar um síðustu áramót voru veltufjármunir tæplega 1.085 milljónir króna, en þar af námu birgðir áburðar og hráefna 676 milljónum, verðbréfaeign 277 milljónum og viðskiptakröfur 78 milljónum. Á móti þessu komu skuld- ir að fjárhæð 236 milljónir. Gunnar verðmat á Aburðarverksmiðjunni og hann gæti því ekki sagt til um það hvort tilboðin hefðu verið ná- lægt raunverulegu verðmæti verk- smiðjunnar. Þór bendir á að mikil óvissa hljóti að vera fólgin í því hversu mikil verðmæti sé hægt að taka út úr fyrirtækinu. „Þótt landbúnaðarráð- herra tæki ákvörðun í dag um að leggja verksmiðjuna niður, þá yrði að framleiða áburð til næstu ára- móta vegna samninga við raforku- sala og starfsmenn. Fjármagn yrði bundið í birgðum og viðskiptakröfum a.m.k. fram á haustið 1998 og auk- in óvissa skapaðist um söluverð birgðanna. Það er því ekki rétt að veltufjármunir jafngildi staðgreiðslu fyrir verksmiðjuna núna. Ef á hinn bóginn rekstri verk- smiðjunnar yrði haldið áfram eins og við höfðum áform um, þá þarf ákveðna veltufjármuni til þess sem ekki er hægt að taka út úr fyrirtæk- inu. Það er misskilningur að halda því fram að kaupandi geti tekið mikla fjármuni út úr fyrirtækinu um leið og hann tekur við því.“ Gufunes ehf. lagði fram tvö tilboð í Aburðarverksmiðjuna hf. Frávikstilboð hljóðaði upp á 860 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.