Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 17
LANDIÐ
Vestfjarða-
leið hættir
akstri
í Dali
Búðardal - Vestfjarðaleið hætti
akstri í Dali um síðustu mánaðamót
þar sem sérleyfíð rann út og var
ekki endurnýjað.
Vestfjarðaleið var stofnuð árið
1953 og tók þá við af Guðbrandi
Jörundssyni (Dalabrandi) sem hafði
annast farþegaflutninga á þessari
leið frá því skömmu eftir að Bratta-
brekka var opnuð um 1930. Jóhann-
es Ellertsson, eigandi Vestfjarða-
leið, segist vissulega sakna þess að
hætta keyrslu í Reykhólasveit og
Dali, en bílaeign sveitamanna sé
orðin almenn er ekki sé lengur arð-
bært að aka á sérleyfum. Vest-
fjarðaleið sinnir keyrslu fyrir Ferða-
félag íslands, sér um starfsmanna-
ferðir fyrir íslenska álfélagið, auk
þess að reka eigin ferðaskrifstofu
og er vaxandi vinna við hópferðir
með erlenda ferðamenn.
Við sérleyfinu í Dali og að Reyk-
hólum tóku HP sérleyfís- og hóp-
ferðir á Snæfellsnesi og munu halda
áfram póst- og farþegaflutningum
vestur. HP ekur vestur á sömu dög-
um og áður með smávægilegum
tímabreytingum. Póstur og sími í
Búðardal hættir að svara fyrir-
spurnum og sinna pakkaafgreiðslu
fyrir rútuna en sú þjónusta færist
yfir í Esso sjoppu Dalakjörs í Búðar-
dal.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Ungviði
ÞÓRUNN Lilja heitir litla stúlk-
an á myndinni. Hún var í heim-
sókn á bænum Vallarnesi þar
sem hún fékk að gefa litlu lanibi
að drekka úr pela en hún var í
fyrsta skipti að sjá nýfætt lamb.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
afmæli s1nu um þessar mundir.
í tilefni afmælisins verður
franski gleraugnahönnuðurinn
fleiri nýjungar en nokkru sinni fyrr. Þessi frábæri
hönnuður hefur aidrei verið betri .
Vöruflutn-
ingabíll
á hliðina
Ólafsvík - Vöruflutningabíll fór á
hliðina á Fróðárheiði sl. miðviku-
dagsmorgun. Var þetta bíll með 45
feta gám sem innhélt 20 tonn af
frosnum fiskafurðum.
Að sögn bílstjórans var veghefíll
þarna við vinnu og hafði heflað upp
úr köntunum inn á veginn. Myndað-
ist hryggur með stórgrýti á miðjum
vegi sem bílstjórinn á flutningabíln-
um var að reyna að komast fram
hjá þegar vegakanturinn gaf sig.
Vel gekk að koma farminum á
annan bíl. Félagar úr björgunar-
sveitinni Sæbjörgu tóku að sér að
aferma bílinn og koma farminum á
annan flutningabíl sem hélt síðan
áfram flutningum til Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum
Töluverðar skemmdir urðu á
flutningabílnum en bílstjórinn slapp
ómeiddur. Fróðárheiði var lokuð í 2
klst. meðan verið var að koma vöru-
flutningabílnum á veginn aftur.
Linsan fagnar 25 ára
Aliir veikomnir - engin boðskort!
1 tilefni afmælisins efna Linsan og Alain Mikli til listsýningar
1 Gallerl Borg dagana 5. til 17. júní. Þar veröa sýndar umgjaröir
sem Alaln M1kl1 hefur hannaö s 1 öastl1Ö1n 20 ár og 1 Stöölakot1
eru sýndar töskur og fylgihlutir frð Mikli. Einstaklega
athyglisveröar sýningar fyrir alla þá sem kunna aö meta góöa
hönnun. Aögangur ókeypis á báöar sýningar.
alain
mikli.
25 ára
LÍNSAIN
Aðalstræti 9, sími 551 5055